Upphitun : Man City – Liverpool

Fimmtudaginn 22.des klukkan 20:00 byrjað ballið aftur eða eigum við að segja að upphitunar bandið sé að fara að byrja því að þetta er leikur í 16.liða úrslitum í deildarbikar.

Deildarbikarinn var einu sinni stór keppni en í dag líta stóru liðinn á þetta sem frábært tækifæri til þess að nota leikmenn sem hafa spilað lítið eða unga leikmenn sem eru að banka á dyrnar. Við eigum nú góðar minningar frá þessum bikar en við höfum unnið hann 13 sinnum og þurfum ekki að fara langt aftur í tíman til að rifja upp sigurinn í vító gegn Chelsea.

Við vorum mjög heppnir með drátt en við fengum Man City á útivelli sem verður að teljast mjög þægilegt verkefni því að þeir hafa alls ekki verið sannfærandi undanfarinn ár og spila frekar neikvæðan fótbolta sem skilar litlum árangri. Þetta sem ég var að segja eða réttara sagt skrifa er algjört kjaftæði því að þetta gat ekki verið erfiðari dráttur(mánudagur á þjóðhátíð 1998 kemur næst þessum erfiða drætti) en hvað um það, þetta er verkefni dagsins og þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og kýla bara á þetta.

HM er ný búið og það á eftir að setja smá strik í reikninginn hjá stjórunum um hvaða leikmenn eru tilbúnir að spila þennan leik en það má reikna samt með nokkuð sterkum liðum.

Man City

Voru með marga leikmenn á HM Kyle Walker, John Stones, Kalvin Phillips, Jack Grealish, Phil Foden, Joao Cancelo, Ruben Dias, Bernardo Silva, Aymeric Laporte, Rodri, Kevin De Bruyne, Ilkay Gundogan, Nathan Ake, Ederson, Julian Alvarez og Manuel Akanji. Þeir voru í mis stórum hlutverkum á þessu móti og sumir flýtu sér fyrr heim en aðrir en reikna með að flestir verða mætir til æfinga(nema Alaverz sem er en þá að fagna) en það verða ekki allir tilbúnir að spila.
Það er mjög erfitt að giska á liðið hjá City því að Pep er þekktur pókerspilari sem heldur spilunum þétt að sér og talar í gátum um að þessi og hin gætu eða gætu ekki tekið þátt í þessum leik. Eitt er samt víst að við eigum eftir að sjá sterkt lið hjá Man City og reikna ég ekki með mörgum ungum leikmönnum í byrjunarliðinu hjá þeim.
Næsti leikur hjá þeim eftir þennan Liverpool leik er 28.des gegn Leeds svo að þeir fá góða hvíld þarna á milli( okkar prógramm er miklu þéttara eða leikur 26.des)

Liverpool
Það er góð tilfinning að tala aftur um leik hjá Liverpool og fara að pæla í hvaða leikmenn gætu tekið þátt í þessum leik. Við áttum aðeins 7 leikmenn á HM og er talið að aðeins Konate og Van Dijk verða ekki tilbúnir í þennan slag af þeim sem fóru á HM en það er ólíklegt að Alisson og Hendo byrja þennan leik.
Það þarf samt að spila mönnum í gang og má segja að þetta sé góður leikur til þess.

Ég ætla að tippa á þetta lið.

Kelleher er allan daginn að fara að byrjan þennan leik.
Trent fékk lítið að spila á HM og þarf leiktíma til að komast aftur í gang.
Matip/Gomez velja sig eiginlega sjálfir.
Andy fór ekki á HM og ætti því að vera tilbúinn í þetta verkefni.
Thiago/Elliot finnst mér að ættu að byrja því að þeir eru sókndjarfir kostir á miðsvæðinu og þetta Ox dæmi er einfaldlega búið en Carvalho gæti líkað fengið sénsinn.
Milner fór ekki heldur á HM og tel ég að hann fái að byrja frekar en Hendo/Fabinho.
Salah/Bobby vilja fara að keyra þetta í gang eftir að hafa þurft að horfa á HM
Nunez er líklega mest óskhyggja hjá mér en maður má láta sér dreyma.

Klopp hefur samt marga möguleika í þessu. Carvalho á miðsvæðið eða á kanntinum, Milner í hægri bak ef hann vill hvíla Trent og Bajcetic gæti fengið tækifæri á miðsvæðinu eftir flotta frammistöðu gegn Derby í síðasta deildarbikarleik. Ég tala nú ekki um ef hann verður með kappa eins og Fabinho, Hendo og Tismikas á bekknum til að hrista aðeins upp í þessu.

Spá
Man City 1 Liverpool 3

Við byrjum af miklum krafti og komust yfir snemma með marki frá Salah. Man City nær tökum á leiknum og ná að jafna með marki frá Halland(De Brune með sendinguna en ekki hvað). Salah skora svo aftur þegar c.a hálftími er eftir og þrátt fyrir mikla pressu frá City þá klárum við þetta með marki frá Carvalho og Pep talar um eftir leikinn að þetta var bara æfingarleikur.

Man City vilja alls ekki að þetta fari í vító því að þá gerist þetta 😉

YNWA – Djöfull er gaman að þetta sé byrjað aftur og nei ég afsaka ekki blótið því að með því er ég að leggja áherslu á gleðina sem fylgir því að fá að horfa á Liverpool aftur.

16 Comments

  1. Takk fyrir þessa upphitun. Vonandi koma leikmenn Liverpool ferskir til baka eftir fríið (þeir sem það fengu). Okkar menn þurfa að vinna þennan leik og senda skilaboð um að þeir séu tilbúnir að eltast við alla titla.
    Held að Liverpool hafi komist 13 sinnum í úrslitaleik Deildarbikariins og unnið 9 sinnum.

  2. Takk fyrir upphitunina, hlakka til að horfa aftur á leik – en hef engar væntingar um sigur.

    2
  3. Takk fyrir fína upphitun, gírar mann upp (já eða hitar mann upp ?)

    Eitt sem ég er búinn að vera að reyna að rifja upp og eitthvað er búið að nefna hérna.
    Er staðan í bikarkeppninni orðin : vító – ekki annar leikur?

  4. Ég merki alvarlegan snert af neikvæðni hérna. Sé enga ástæðu, hvers vegna við ættum að tapa þessum leik, nema LFC byrji leikinn eins og á móti lélegri liðum, held samt ekki, þeir taka þessum leik alvarlega.

    Spái 1-2punktur

    YNWA

    4
  5. Held að þessi leikur endi með sigri annars hvors liðsins. Ég trú reyndar á sigur okkar manna eins og ævinlega. Lítið gaman að ganga til leiks fullur bölmóðs og vantrúar. Sýnist að það komi til með að vanta ansi sterka pósta en það er þá tækifæri fyrir aðra að sýna sig. Ég mun samt hvorki reita hár minn né skegg (reyndar lítið til að reyta) þó svo við kæmumst ekki áfram í þessari blessuðu keppni. En sigur er alltaf sigur og hann gæfi leikmönnum aukna trú á gæði og getu 🙂
    YNWA

    4
  6. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina og það er svo sem engu við hana að bæta. Spái sigri okkar manna einhvern vegin í frekar leiðinlegum og hunderfiðum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Langþ5ráður leikur hjá okkar ástkæra, vænti þess að leikurinn verði afskaplega erfiður enda engir aukvisar sem við erum að fara að mæta. Vona að það verði ekkert HM ryð í okkar mönnum. Ætla að leyfa mér smá bjartsýni og að LFC vinni í vító 5-4 og markmaðurinn okkar verði hetjan enn og aftur
    Vonast í það minnsta eftir skemmtilegum leik

  8. Takk, hélt að mað sæi fram í tímann hvað er live.
    Smá pirr ef mað sér ekki alla leiki þrátt fyrir að vera með símann, stöð2 og viaplay. Jafnvel LFC Go

    1

Gullkastið – Jól og alvöru fótbolti

Boltinn byrjaður aftur – liðið gegn Man City