HM búið

Þá er ekki eftir neinu að bíða, snúa enska boltann aftur í gang takk. Leikur í deildarbikar á fimmtudaginn og svo er það heimsmeistarinn Emi Martinez og félagar í Villa á annan í jólum (mánudaginn eftir).

Þrusu góður úrslitaleikur á HM annars, Frakkar fengu það í hausinn að byrja með Konate á bekknum en hjá Argentínu var eina Liverpool tengingin vonandi Enzo Fernandez sem var frábær og valin efnilegasti leikmaður mótsins, hann hefur rétt eins og Bellingham verið orðaður við Liverpool undanfarið og miðað við þetta mót og byrjun tímabilsins í Portúgal má bara hjóla í að ganga frá því strax.

Annars ágætt að umræðunni er endanlega lokið um besta leikmann sögunnar so far. Messi vann reyndar ekki bara HM í dag heldur fékk líka inngöngu í Hogwarts virðist vera, til hamingju með það.

Ein athugasemd

  1. Loksins er þetta landaleikjahlé á enda og alvaran að taka við.
    Það getur brugðið til beggja vona út tímabilið, en ég er bjartsýnn fyrir því sem koma skal hjá okkur á næstunni. Amrabat og Enzo Fernandes örugglega báðir á leiðinni í janúar og svo kemur Bellingham til okkar í síðasta lagi næsta sumar.
    Fáum fljúgandi start og tökum konunga Englands í Lengjubikarnum!
    YNWA

    2

Gullkastið – Opna veskið í janúar takk!

Gullkastið – Jól og alvöru fótbolti