Gullkastið – Opna veskið í janúar takk!

Luis Diaz er aftur meiddur, enn einn leikmaður Liverpool sem meiðist strax aftur eftir að hafa náð sér af meiðslum og ljóst að Liverpool þarf að gera eitthvað stórt á leikmannaglugganum til að vinna upp á móti öllum þessum lista leikmanna sem eru bara alltaf frá vegna meiðsla. Diaz, Jota og Nunez hafa nú þegar verið meira frá en Bobby – Mo og Mané. Slúðurmyllan er enda farin að rúlla fyrir alvöru núna. HM er á lokametrunum og Liverpool er farið að spila æfingaleiki á ný.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 407

13 Comments

 1. Vil sjá Liverpool bjóða í Wilfried Zaha í jan því hann er að renna út á samning í sumar.
  Flottur leikmaður sem á fullt erindi á toppleveli

  4
  • gæti verið góð skammtímalausn en þetta er erfiður karakter og spurning hversu mikið hann getur pressað.

   1
 2. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan þátt og skemmtilegt spjall og bætt hljóðgæði 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  1
  • skv hvaða öruggu heimildum? Vissulega hefur komið eitthvað slúður og orðrómar

 3. Það er vondur siður að tapa fótboltaleikjum, sama hversu mikilvægir þeir eru.
  Liðið heldur áfram að líta hræðilega út.

  3
 4. Jæja, bætt hljómgæði. Vel gert og takk fyrir.

  Maggi eitthvað pirraður, væntanlega yfir meiðslum Diaz og gengi lfc á tímabilinu en óþarfa rant um hið stórkostlega lið Króatíu. Final síðasta wc og semis núna. Eiga virðingu skilið og alls ekki pakka í vörn lið þótt það hafi verið taktíkin gegn Brazil. Einnig Southgate dissið hjá ykkur óskiljanlegt. Semis síðasta wc og final á euros. Aðeins að róa sig í bullinu.

  Hef enga trú á að fsg geri eitthvað mikið í janúar. Ekki nema þeir selji einhverja fyrir 50m plús því þeir eru cheap ass yanks, og með klúbbinn til sölu. Í draumaheimi væri samt málið að selja Keita, Ox og King Nat Philips og ná í Bellingham og Rice.

  3
  • Það er bara því miður lítið sem fæst fyrir Keita og Ox, enda báðir að renna út á samning næsta sumar.

   1
 5. Ekkert heilvita lið borgar fyrir Keita og Ox. Já bara að losa þá frá launum.

  • Að “losa þá frá launum” er ekki hægt fyrr en samningurinn þeirra rennur út í sumar. Að gera það núna væri klárt samningsbrot.

 6. Ben Doak er ungur leikmaður sem við þurfum að fylgjast vel með

  6

Verða Amrabat og Bellingham næstu nýju leikmenn Liverpool?

HM búið