Verða Amrabat og Bellingham næstu nýju leikmenn Liverpool?

Eins og gengur er búið að vera að slúðra helling í kringum þá leikmenn sem hafa verið að standa sig vel á HM. Í augnablikinu eru það tvö nöfn sem helst hafa verið nefnd, ekkert nýtt svosem að Jude Bellingham sé annað þeirra nafna, en það sem er kannski nýtt á allra síðustu dögum er hávært slúður um að Bellingham vilji sjálfur koma til Liverpool. Hér sjái hann möguleika á að labba beint inn í byrjunarliðið, eitthvað sem hann telji minni líkur á að gerist hjá Real sem dæmi.

Nú og svo skemmir ekki fyrir kemistrían sem er á milli hans og Hendo og Trent hins vegar í landsliðinu:

Jafnframt er talið að hann ætli að segja Dortmund strax eftir HM að hann vilji fara.

Við getum a.m.k. leyft okkur að dreyma, og ef hann vill koma til okkar og Klopp vill fá hann, þá eru það auðvitað tvö risastór púsl. En það á enn eftir að semja við Dortmund… eitthvað var nú slúðrað um að þeir hefðu áhuga á Keita, en hann er svosem samningslaus í sumar og því lítið hægt að nota hann sem skiptimynt. Líklega gerist ekkert varðandi vistaskiptin fyrr en í sumar samt, þó við myndum að sjálfsögðu þiggja með þökkum jólamynd af Jude eins og kom af Virgil á sínum tíma. Er það ekki annars?

Hitt nafnið sem hefur skotið upp kollinum er Sofyan Amrabat, leikmaður Marokkó. Hér er líklega um að ræða áhuga hjá forsvarsmönnum Liverpool sem nær lengra aftur en bara síðustu daga, því hann ku hafa verið á radarnum í einhvern tíma. Þetta er annars leikmaður á besta aldri, þ.e. 26 ára, og gæti komið með kærkomið backup fyrir Fabinho í sexu stöðuna. Hér virðist vera alvöru möguleiki á að hann komi í janúar.

Auðvitað er ekkert í hendi varðandi þessa leikmenn né aðra, svo við verðum bara að bíða og sjá…

17 Comments

  1. Ég sveiflast fram og til baka með hvort ég þori að halda í vonina um Bellingham.
    Stórkostlegur leikmaður sem öll félagslið veraldar yrðu sterkari með innanborðs.

    Nú síðustu daga sýnist mér að ástæða sé til bjartsýni með að hann spili í fallegu rauðu treyjunni á næsta tímabili.
    Það eru gíðarlegar væntingar á herðum þessa unga leikmanns og ekki mun sturlaður verðmiði draga úr þeim nema síður sé.

    Amrabat væri svo flott viðbót við hópinn sem þarfnast sterkrar uppfærslu og tiltektar.

    YNWA!

    5
    • Bellingham er 19 ára og á eftir að skrifa undir nokkra risasamninga.

      Sé hann skynsamur þá er hann væntanlega að hugsa um að velja rétta klúbbinn og stjóra sem er líklegastur til að bæta hann sem leikmann.

      9
    • Væri meira til í nr 8 þe Azzedine Ounahi hann heillaði mig mjög !

      YNWA.

  2. Hvaða rugl er núna í gangi með Diaz..eh massíf meiðsli á æfingu eftir að hafa komið til baka og jafnvel út restina af tímabilinu nánast samkvæmt fréttum.
    Þetta rugl ætlar engan endi að taka

    3
  3. Ekki lækkaði verðmiðinn á Amrabat í dag. En ég er nú ekkert að drepast úr bjartsýni yfir einhverjum janúarkaupum.

    1
  4. ekkert sérstök frammistaða, 1-3 fyrir Lyon og guttarnir bara komnir inná. Gott að sjá Keita og Ox aftur, en vona að Elliot hafi ekki meiðst mikið.

    2
  5. Konaté og co. komnir í undanúrslit, en sem betur fer hefur hann ekki spilað alltof mikið á mótinu. Aðrir eru komnir með hugann við leikinn gegn City.

    3
    • Það er ekkert nýtt með Jota, hann var meiddur og heldur áfram að vera meiddur.

      Diaz er allt annað dæmi og eru það skelfilegar fréttir.

      • Jú rétt hjá þér með Jóta, en ég hef bara áhyggjur af vinstri kant okkar.

        Allt í einu erum við ekkert með svo marga sókanrmenn

        1
  6. Rosalega hefur verið og er fínt að horfa á fótbolta þessa dagana og þurfa ekki að spá í meiðslum, sölu og kaupum á leikmönnum og hverjir eiga liðin þessa stundina. Bara njóta þess að horfa á frábært HM.

    11

Stelpurnar mæta City í bikarnum

Gullkastið – Opna veskið í janúar takk!