HM og æfingaferð til Dubai

Eðli málsins samkvæmt er verulega rólegt í fréttum af okkar mönnum enda HM í hámarki eins og stendur. Darwin Nunez er eini leikmaður Liverpool sem fór heim eftir riðlakeppnina og eins og flestir bjuggust við fara Alisson og Fabinho ekki heim alveg strax. Okkar maður frábær í markinu í dag gegn Son og félögum í S-Kóreu. Henderson kom Englendingum á bragðið og hefur verið að vinna í því látlaust með Trent að sannfæra Bellingham um að koma til Liverpool. Sá pjakkur er heldur betur að standa undir hype-inu það sem af er þessu móti. Van Dijk fór svo áfram með Hollendingum og Konate og félagar í Frakklandi eru til alls líklegir líka. Alvöru einvígi hjá honum næst gegn Henderson og félögum.

Liverpool fór annars með 33 manna hóp til æfinga í Dubai og koma til með að spila 2-3 æfingaleiki þar. Luis Diaz er mættur aftur til æfinga ásamt Keita og Matip sem vonandi er eitthvað sem heldur í þetta skiptið. Diogo Jota og Arthur eru þá þeir einu sem eru ennþá frá og er hvorugur væntanlegur í næsta mánuði ef ég skil þetta rétt.

Liverpool heldur annars áfram að vera orðað við allra þjóða kvikindi, sameiginlegur fjárfestingasjóður frá Katar og Saudi Arabíu var eitt slúðrið, þjóðir svo voru í viðskiptastríði bara um daginn! Þýskur hópur á að vera kominn á kaf í bækur félagsins einnig og auðvitað einn bandarískur hópur. Tökum ekki neinu af þessu trúanlega strax.

Stefnum á Gullkast annað kvöld.

3 Comments

  1. Podcast núner 405??? Hversu heppnir erum við stuðningsmenn með ykkur??

    En sko ef Bellingham er ekki að koma þá mun ég grenja mig í svefn í mànuð!! Það sem það er búið að gefa okkur von

  2. Hvað segja menn um þennann snilling hjá liði Mexico, Luis Chavez (Pachuca).
    heillaði mig mikið, er miðjumaðir og spilar í mexico og ætti ekki að vera á fáránlegu verði,fæddur 1996. Vildi gjarnan fá hann til okkar. Getur einhver kippt í spotta ?

    1
  3. Er með 2 auka miða á Liverpool vs Chealse 21. jan. Ferð með Vita, flug, h’otel og miðar á leik 180.000 kr. á mann. Farið að morgni 20.jan. og komið heim seinni part 23. jan.
    Áhugasamir hafi samband í skilaboðum eða símtali. S. 8976643

Dagný og félagar mæta á Prenton Park

Gullkastið – HM