Dagný og félagar mæta á Prenton Park

Þá er komið að fyrsta leik af þremur sem stelpurnar okkar spila í desember, en í dag kl. 14 mæta Dagný Brynjarsdóttir og félagar í West Ham á Prenton Park í deildinni.

Hér má segja að sé framundan slagur milli tveggja fyrirliða sem báðar eru að spila með þeim liðum sem þær hafa stutt frá barnæsku, en Niamh Fahey er púlari í húð og hár, og Dagný hefur jú stutt Hamrana frá unga aldri. Jafnframt er þessi leikur merkilegur fyrir þær sakir að téð Niamh er í dag að spila leik nr. 100 fyrir félagið, og styttist því í að hún verði leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Liverpool. Það verður þó tæpast á þessari leiktíð, ekki nema það gangi þeim mun betur í bikarkeppnum og mun það þó tæpast duga til. Í dag er það Ashley Hodson sem er leikjahæst með 116 leiki, eftir að hafa farið fram úr Gemmu Bonner á síðustu leiktíð.

Hvað um það, þetta verður sjálfsagt hörkuleikur, þó svo West Ham séu vissulega fyrir ofan okkar konur í töflunni. Liðin mættust vissulega á undirbúningstímabilinu og þar enduðu leikar 5-0 fyrir þær rauðklæddu, en þar skoraði líka Leanne Kiernan þrennu á einhverjum 6 mínútum, og jafnframt voru einhverjar af bestu leikmönnum West Ham ekki með, þar á meðal Dagný. Við getum því búist við að sjá öðruvísi tölur í dag.

Svona stillir Matt Beard (sem nú er merkilegt nokk kominn með skegg) upp:

Laws

Flaherty – Fahey – Campbell

Koivisto – Matthews – Holland – Hinds

Lawley – Stengel – van de Sanden

Bekkur: Cumings, Robe, Roberts, Silcock, Kearns, Furness, Wardlaw, Humphrey, Daniels

Rachael Laws er semsagt komin til baka og byrjar í markinu, og reyndar held ég að þær séu allar heilar fyrir utan auðvitað Kiernan sem verður frá eitthvað fram yfir áramót.

Leikurinn verður sýndur á LFCTV GO, ásamt því að vera á The FA Player með sömu takmörkunum þar og venjulega.

KOMA SVO!!!

Ein athugasemd

  1. Virkilega góður 2-0 sigur, og mikilvæg 3 stig í hús. Næst er það City á heimavelli í Continental Cup bikarnum á miðvikudagskvöldið, og svo er síðasti leikurinn á þessu ári um næstu helgi gegn botnliði Leicester. Sigur um næstu helgi, og þá fer Liverpool inn í nýtt ár með 11 stig .

    7

2.des 2018

HM og æfingaferð til Dubai