Uppnám í starfsliði Liverpool?

Nú voru þær fréttir að berast að Julian Ward muni hætta í lok tímabils, en hann er bara nýtekinn við af Michael Edwards. Það eitt og sér hljómar undarlega, en svo bárust fréttir af því að Ian Graham, sem er yfir njósnadeildinni, muni líka hætta eftir tímabilið.

Þetta er allt saman mjög furðulegt. Er þetta tengt því að klúbburinn er til sölu? Eru þeir búnir að spotta annan klúbb þar sem þeir fá meiri pening til að gera það sem þá langar til? Kemur Michael Edwards til baka? Ætlar Klopp bara að ráða þessu öllu sjálfur? Hver drap Trevor?

Það er alls óvíst að svör við þessum spurningum fáist nokkurntímann, og tæplega á næstu dögum. Vonum bara að klúbburinn sé ekki að fara í gegnum allt of miklar breytingar í einu.

5 Comments

  1. Skrítið.
    En ég verð alltaf afar órólegur þegar svona fréttir berast.

    Að því sögðu þá átti allt að fara í skrúfuna hjá Klopp og LFC þegar “heilinn” hans Klopp ákvað mjög óvænt að yfirgefa það langa og góðasamstarf.

    Það er nú önnur saga.

    5
  2. Ég er svo sem ekki hissa á þessu, það hlýtur að fylgja því mikil stress og pressa að gegna þessu starfi vitandi þess að þurfa að vera í endalausu prútti á leikmannamarkaðinum og þurfa svo alltaf að selja í staðin fyrir helst meiri pening enn keypt er fyrir. Við skulum vona að nýir eigendur taki yfir klúbbinn sem fyrst, það er ólíklegt að eitthvað sé að fara gerast í næsta leikmannaglugga en vonadi sjáum við algjörlega kúvendingu á eignahaldi Liverpool fyrir næsta sumar.

    FSG out!

    4

HM 2022

Stelpurnar heimsækja Reading