Stelpurnar heimsækja Reading

Það er sem betur fer engin HM pása hjá kvennaliðinu, þær léku t.d. síðasta sunnudag gegn Brighton og gerðu 3-3 jafntefli, sem eru merkilegt nokk nákvæmlega sömu úrslit og þegar karlaliðin mættust þann 1. október síðastliðinn. Allavega, hjá stelpunum voru það Missy Bo Kearns, Shanice van de Sanden og Rachel Furness sem skoruðu mörk okkar kvenna, þar af skoraði Furness í uppbótartíma og jafnaði þar með leikinn. Í kvöld kl. 19 heimsækja þær svo Reading.

Liðið er núna í 10. sæti með 4 stig efti 7 leiki. þ.e. aðeins sigurinn gegn Chelsea í fyrstu umferð og svo þetta stig gegn Brighton á sunnudaginn. Reading er svo sæti fyrir neðan með 3 stig, þeirra eini sigur í deildinni kom gegn Leicester sem situr einmitt á botninum með ekkert stig.

Nóg um það, það er bara áfram gakk og upp töfluna hjá okkar konum. Svona verður stillt upp núna á eftir:

Cumings

Koivisto – Fahey – Matthews – Hinds

Holland – Wardlaw – Furness

Lawley – Stengel – van de Sanden

Bekkur: Kirby, Roberts, Robe, Campbell, Kearns, Humphrey, Daniels, Silcock

Hér er klárlega verið að rótera talsvert, enda leikur framundan á sunnudaginn í deildarbikarnum gegn Blackburn. Jafnframt lítur út fyrir að Matt Beard sé að skipta aftur yfir í 4-3-3 (eða a.m.k. með 4ja manna vörn), Flaherty er hvergi sjáanleg eftir að hafa orðið leikjahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni frá upphafi í síðasta leik. Þar lék hún leik númer 176, megnið með liðum eins og Arsenal, Chelsea og West Ham, áður en hún skipti yfir á Merseyside í sumar. Átta mig ekki á hvort hún sé meidd eða hvað. Jafnframt fær Charlotte Warlaw að byrja í fyrsta sinn í deild, í fyrra var hún í vængbakvarðarstöðunni fyrst og fremst, en kom t.d. inná í síðasta leik og fór þá í djúpa miðjumanninn, svo við reiknum með henni aftur þar. Glöggir lesendur taka líka eftir því að markvörðurinn Rachel Laws er frá, og hún var það sömuleiðis í síðasta leik. Það er því Eartha Cumings sem stendur á milli stanganna, hún gat lítið gert í mörkunum þremur í síðasta leik, en það er fátt sem hún er hrifnari af heldur en að halda hreinu og vonum við að það takist í kvöld.

Að venju má horfa á leikinn í gegnum The FA Player með breskt VPN í gangi, annars er bara í boði að hlusta rétt eins og í gamla daga.

Nú væri tilvalið að koma með eins og 3 stig í hús.

KOMA SVO!!!

Uppnám í starfsliði Liverpool?

Nýja græna treyjan mætt – á afslætti um helgina