Curtis Jones skrifar undir langtíma samning við Liverpool

Þetta finnst mér vera góðar fréttir fyrir Liverpool.

Það eru skiptar skoðanir um þennan strák en áttum okkur á því að hann er aðeins 21 árs og á því heldur betur eftir að fá tækifæri til að bæta sinn leik hjá Liverpool.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann tekið þátt í 81 aðalliðs leik fyrir félagið og skorað 8 mörk og lagt upp 9.

Menn gleyma kannski mikilvægi hans tímabilið 2020/21 þegar allir voru meiddir og hann fékk allt í einu stærra hlutverk upp í hendurnar aðeins 19 ára. Þar spilaði hann 24 deildarleiki sem hann stóð sig vel í( 34 leiki í öllum keppnum). Síðustu leiktíð þá var hann mikið meiddur en náði þó 15 deildarleikjum eða 27.leikjum alls í öllum keppnum.
Á þessari leiktíð hefur hann aftur verið meiddur en hefur náð að taka þátt í 7.leikjum.

Curtis Jones að tjá sig eftir að hafa skrifað undir.
“First of all, I want to thank the coaching staff for having the belief in me as always, for giving me the chance,” Jones told Liverpoolfc.com after putting pen to paper.

“And of course for me, I’m over the moon, I’m buzzing. It was an easy thing [to decide to renew].

“It’s my boyhood club, I’m a Scouser, I’ve supported the club for the whole of my life, so yeah, I’m buzzing and I can’t wait to see what the future holds.”

Kostir:
Ungur að árum og hefur nóg af tíma til að bæta sig
Enskur sem þýðir að hann telur í uppalda Englendinga kvótan sem er mikilvægt.
Áræðin og teknískur
Vinnusamur
Gallharður Liverpool maður fæddur og uppalinn í borginni.
Er ekki að fara fram á ofurlaun.
Eykur breiddina okkar og þar sem það er mjög líklegt að Ox/Keita séu að fara og Milner/Hendo eiga ekki mörg ár eftir þá er gott að hafa svona strák í hópnum, þótt að hann myndi kannski aldrei náð að vera lykilmaður(en hver veit?)
Ef þetta gengur ekki upp er líklega hægt að selja hann eftir 2-3 ár á 15-20 m punda sem ungan enskan leikmann.

Ókostir:
Er stundum of lengi að klappa boltanum á miðsvæðinu.
Virðist ekki hafa tekið miklum framförum frá 2020/21 tímabilinu( eru meiðsli að trufla?) Allar framfarir eru ekki alltaf línulegar, getur komið í stökkum.
Er eins og jójó milli leikja s.s stundum virkar hann mjög spennandi ungur leikmaður og stundum finnst manni hann ekkert eiga heima í þessu liði.

Niðurstaða: Maður skilur skiptar skoðanir með þennan leikmann. Mér persónulega finnst hann vera á mörkunum með að eiga heima í þessu liði en maður sá gæðin 2020/21 og svo fékk hann að spila einn af þremur fremstu gegn Napoli um daginn og stóð sig vel í því hlutverki þar sem hann fékk að taka menn á með góðum árangri og það vakti hjá manni von.
Mér finnst að við ættum að gefa honum lengri tíma til að sanna sig og þegar hann spilar, ekki vera alltaf tilbúnir að skjóta hann niður eða gera að sökudólg við hvert tækifæri því að ef menn eru í þeim gírnum þá sjá menn bara það sem þeir vilja sjá. Hann er ungur, óstöðuleiki er einkenni margra ungra leikmanna. Hann á eftir að eiga lélega leiki og góða leiki á meðan að hann er að fóta sig.
Ef Klopp sér eitthvað í þessum strák þá ætla ég sófa sérfræðingurinn ekki að mótmæla því.

YNWA – Hann á skilið þennan samning bara fyrir þetta mark 😉

12 Comments

 1. furðuleg ákvörðun. Leikmaður í championship gæðaflokki sem skortir leikskilning og hentar leikstíls liðsins illa.

  7
  • Núna er ég algerlega sammála þér birgir með litlu b ! þessi leikmaður er alltof mikill boltaklappari og mjög langt frá þeim gæðum sem ég vil sjá hjá okkar klúbbi. En ef Klopp sér eitthvað við hann þá þarf að gefa honum árið en ef hann er vonlaus eins og ég held að hann sé þá bara láta hann fara í það sem honum hentar best sem er eins og þú nefnir champdeildina.

   YNWA.

   2
   • loksins erum við sammála Kaldi með stóru kái.

    En vissulega styður maður CJ þegar hann spilar fyrir okkar menn.

    1
 2. Ekki sýnist mér metnaðurinn mikill hjá félaginu ef þetta var það besta sem stjórnendum klúbbsins fannst mikilvægast að gera núna .

  4
 3. Skil ekki þessa neikvæðni. Ef Klopp hefði ekki trú á honum væri búið að lána hann út eða selja hann. Treystum Klöpp.

  9
 4. Sælir félagar

  Þetta er í góðu lagi fyrir mína parta. Gefum honum þessa leiktíð og næsta undirbúningtímabil. Þetta er félaginu ekki dýrt og ef hann nær ekki Liverpool klassa þá verður hann seldur og útkoman gróði. Ég á ekki von á að þetta breyti miklu í innkaupaþörf klúbbsins en þetta er leikmaður sem getur gefið öflugri leikmönnum hvíld í leikjum (í unninni stöðu) og þannig búið til breidd þegar það á við. Ég er sammála mönnum um að hann er ekki (amk. ennþá) í þeim klassa sem við viljum hafa en getur verið nýtur liðsmaður.

  Það er nú þannig

  YNWA

  9
 5. Vel gert hjá klúbbnum að semja við hann áfram, þessi gutti er ekki nema 21 árs og búinn að koma að 17 mörkum í rúmlega
  80 leikjum og það sem miðjumaður ef það telst ekki viðunandi árangur hjá 21 ára gutta þá veit ég ekki hvað þarf til að gera aðdáendur Liverpool ánægða.

  11
 6. Ég set spurningamerki við þessa ákvörðun, en vegna þess hve ungur Jones er þá á hann vonandi eftir að sanna sig rækilega og eyða spurningamerki mínu.

  6
 7. Þegar ég las þetta var fyrsta sem kom í hugann til hvers. Ekkert með þetta drasl að gera á miðjunni.

  6
 8. Er að koma aftur eftir meiðsli . Er stefnan hjá Liverpool að semja við nóg af meiðslapésum. Getum við ekki fengið aquilani aftur fyrst við erum að safna á sjúkralistann. Kanski ósanngjörn skrif en ég bara sorry sé ekki CJ vera að fara gera neitt fyrir Liverpool gæti spilað í miðlungsliði í ensku championship.

  5
 9. Mér finnst það flott að semja við hann þó það sé ekki nema til að auka verðgildi hans með lengri samning.
  Ég væri þó til í að sjá hann lánaðan út tímabilið, helst til liðs í úrvalsdeildinni þar sem hann fengi að spila flest alla leiki og sjá hvort að hann myndi ekki taka 1-2 skref áfram og bæta sig.

  2
 10. Við brósi höfum skiptar skoðanir á CJ, hann þolir hann ekki á meðan ég hef varið hann og sagt að hann sé efnilegur og með potential. Gerðum bet fyrir 2 árum þar sem ég veðjaði að hann myndi enda í 600 leikjum plús fyrir Lfc. Svo mikla trú hafði ég á honum. Sú trú er ekki alveg jafn sterk í dag, meiðslin aðallega hafa dempað hana.

  Höfundur minntist á Napoli leikinn. Þar sá maður “gamla” CJ. Hrikalegt að sjá drulluna sem koppverjar urðuðu yfir hann á meðan á leik stóð því ég sá hörku takta og vinnslu í stráknum. Sammála að hann klappar boltanum of mikið en hann er ungur og graður og vill sýna hvað hann getur. Held að með reynslu þá lagist það. Fyrir mína parta er hann ennþá efnilegur og á a.m.k. 2 ár inni áður en dómur fellur.

  6

Liverpool í Desember

HM 2022