Liverpool í Desember

Hvert er planið hjá Liverpool í þessari pásu?

Ég skal nú bara segja ykkur það.

Helgina 3. des fljúga strákarnir út til Dubai þar sem þeir verða við æfinga í tvær vikur. Ástæðan fyrir þessu er að aðstæður þarna eru frábærar bæði veðurlega séð og æfingarlega séð. Svo er þetta aðeins klukkutíma flug frá Katar en leikmenn sem detta út snemma á HM geta hitt liðið í Dubai.

Liverpool mun taka þátt í fjögra liða móti sem heitir Dubai Super Cup en í því móti eru AC Milan, Lyon og Arsenal.

Liverpool spilar við Lyon 11.des og svo AC Milan 16.des en lætur ógert að spila við Arsenal.

Planið er svo að liðið fljúgi til baka til Englands daginn eftir AC Milan leikinn og hefji undirbúning fyrir Man City leikinn í deildarbikarnum sem hefst 22.des.

Leikirnir í deildinni
26.des Aston Villa úti
30.des Leicester heima
2.Jan Brentford úti

Nú er smá pása og aldrei að vita nema að við fjöllum aðeins um okkar stráka sem eru að spila á HM (endilega komið heilir heim)

YNWA – Endum þetta á Jóla mynd af Klopp en ég veit ekki með ykkur en alltaf þegar ég sé kappan brosa þá gerir maður það líka sjálfur.

2 Comments

  1. Vonandi skila þrír fyrstu leikirnir 9 stigum og ekki væri verra að klára city líka í bikarnum. Hef tröllatrú á okkar mönnum þegar hið nýja mót hefst. Og talandi um tröllatrú þá er það greinilega sú trú sem Klopp hefur á Curtis Jones. Strákurinn komin með endurnýjaðan og bættan samning og treður vonandi sokkum hér og þar á komandi árum.
    YNWA

    1
  2. Planið ætti að vera að þjálfa trent á miðjuna og gleyma bakverðinum. Ég held að þá séum við komnir með SG týpu á miðjuna. Það væri sexý.

    3

Gullkastið – Kærkomið frí

Curtis Jones skrifar undir langtíma samning við Liverpool