Liðið gegn Southampton

Konate meiddur og því byrjar Gomez í miðverðinum. Gaman að sjá að Doak er mættur á bekkinn eftir flotta leik í deildarbikar.

33 Comments

 1. Þessi Doak heillaði mig á móti Derby. Og hann er verðlaunaður ?

  2
 2. Konate ..frábær leikmaður en þessi endalausu meiðsli eru rannsóknarefni.

  4
  • maður er nýlega kominn á þann stað að vonast eftir að Arsenal vinni sína leiki.

   Hef enn trú á okkar mönnum í 3 sætið.

   2
 3. Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. Þetta verður góður sigur í dag.

  4
 4. Drullan á vörn Liverpool ríður ekki við einteyming. Ein fyrir gjöf fyrir markið og maður sem er minni en báðir “miðverðir” Liverpool skallar boltan auðveldlega í markið. Maður á oft ekki orð yfir varnartilburðum liðsins og liðinu einu sinni enn til skammar

  1
 5. Frábært markið hans Nunez. Mjög jakvætt hvað hann er alltaf mikið í boltanum. Skipta á honum og Haaland? Aldrei.

  Koma svo!!!

  4
  • vissulega er Haaland frábær en hann er oft að eiga 10-15 snertingar í leik og skilar takmarkaðri varnarvinnu.

   Nunez allt öðruvísi leikmaður. Mikið í boltanum og skilar frábærri varnarvinnu.

   1
 6. Hann Firmino er svo frábær. Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta þá er bara gefandi að sjá þessa tæru gleði sem af honum skín og stafar.

  Nunez hratt vaxandi sem leikmaður í rauðu treyjunni.

  Elliot svakalegt efni sem ekki má útkeyra.

  Lítur vel út eftir 26 mínútur.

  Spyrjum að leikslokum!

  5
 7. og þessi Nunez virðist eiga mikið inni og á eftir að bæta sig helling. Getur orðið bestur í heimi.

  5
 8. Liðið er að spila heilt yfir ágætlega. Það er byrjað að bregðast betur við þegar “minni liðin” eru óhrædd og pressa á varnar og miðjulínuna með 5-6 leikmönnum þegar Liverpool er með boltann og það er farið að skapa pláss fyrir framherjana okkar. Ef Liverpool ætlar að halda velli sem stórlið verður það að hafa miðju og varnarmenn sem eru góðir að bregðast við slíkri pressu með einhvers konar tiki taka spili eða löngum sendingum á framherjana okkar.

  Það hefur skapast mikið pláss fyrir Núnes undanfarið og það er vel. Hann er augljóslega gull af leikmanni sem hefur alla burði að verða toppframherji. Hann er reyndar orðin það núna – en ég er að tala um að hann gæti orðið svipað markaskrímsli og landi hans, Súares.

  Það er hálf ótrúlegt að við erum fjórum stigum frá meistaradeildarsæti og ef við fáum loksins “undirbúnings”tímabilið sem við vorum að bíða eftir. Ættum við að eiga möguleika á því að klára þetta tímabil með sæmd. Núna hlýtur stóra takmarkið að vera að ná – Meistaradeildarsæti og leggja Evrópu undir sig í meistaradeildinni.

  7
  • Nunez er betri með hverjum leiknum getum svo hlakkað til eftir HM þegar Diaz og Jota koma til baka úr meiðslum. Verðum þá með enn meiri ógn framávið.
   Versla svo miðjumann í Jan væri kærkomið.

   5
 9. Gareth Barry 653 leikir
  Ryan Giggs 632 leikir
  Frank Lampard 609 leikir
  James Milner 600 leikir

  2

Upphitun: Dýrlingarnir mæta á Anfield

3-1 Sigur á Southampton! (skýrsla uppfærð)