Upphitun: Dýrlingarnir mæta á Anfield

Allt tal um HM eða sölu liðsins fær aðeins að bíða á meðan að við klárum þennan leik.

Southampton stofnað 1885
2.sæti árið 1984 (Liverpool 1.sæti)
FA Cup meistara 1976
Goðsagnir: Alan Shearer, Ricky Lambert, Steve Moran, Matt Le Tissier(kóngurinn), Alan Ball og Peter Shilton
Helstu leikmenn sem hafa spilað með Liverpool og Southampton: Virgil Van Dijk, Kevin Keegan, Sadio Mane, Bruce Grobbelaar, Danny Ings, Adam Lallana, Sammy Lee, Dejan Lovren, Minamino, Ox, Jamie Redknapp, Neil Ruddock, Barry Venison, Mark Walters, Mark Wright og David Speedie

Eins og sjá má á þessari talningu þá hafa verið sterk tengls á milli þessara liða og þá sérstaklega síðustu ár þar sem við höfum verið duglegir að næla okkur í þeirra bestu leikmenn.

Southampton menn eru að mæta á svæðið en þeir voru að reka þjálfarann sinn Ralph Hasenhuttl en ástæðan fyrir því er einfaldlega sú staðreynd að þeir hafa ekki átt merkilegt tímabil hingað til. Þeir sitja í fall sæti með 12 stig eftir 14 leiki.
Þeir voru þó ekki lengi að næla sér í nýjan stjóra en það er Nathan Jones sem hefur verið knattspyrnustjóri hjá Luton þar sem liðið þótti spila flottan fótbolta og voru ekki langt frá því að komast upp í úrvalsdeild á síðustu leiktíð. Luton lentu í 6.sæti í championship og komust í úrslitakeppnina þar sem þeir duttu út gegn Huddersfield. Hann hefur verið að vinna með þriggja manna varnarlínu hjá Luton þar sem 3-4-3 eða 3-5-1 hafa verið mikið notað en ekki er víst að hann fari strax í það hjá Southampton gegn okkur í fyrsta leik.

Svona hafa leikir þeirra farið það sem af er tímabili.
Tottenham úti 1-4 tap
Leeds heima 2-2
Leicester úti 2-1 sigur
Man utd heima 0-1 tap
Chelsea heima 2-1 sigur
Wolves úti 0-1 tap
A.Villa úti 0-1 tap
Everton heima 1-2 tap
Man City úti 0-4 tap
West Ham heima 1-1
Bournemouth úti 1-0 sigur
Arsenal heima 1-1
C.Palace úti 0-1 tap
Newcastle heima 1-4 tap

Eins og sjá má á þessari talningu þá eru 11 af þessum 14 leikjum mjög jafnir þar sem lið skilja jöfn eða eitt mark skilur að liðin. Deildin er mjög jöfn og skilur t.d aðeins 4 stig Southampton í 18.sæti og Brentford í 11.sæti.
Það sem ég er að reyna að koma frá mér að við megum ekki vanmeta þennan andstæðing en ég neita að trúa því að við gerum það eftir að hafa tapað á móti Forest og Leeds. .
Þeirra skærasta stjarna í dag er án efa James Ward-Prowse og má reikna með að hann stopar ekki alltof lengi hjá þeim en vitiði ég nenni ekki lengur að eyða tíma í að fjalla um Southampton fyrir þennan leik. Því að mér finnst þessi leikur mjög lítið snúast um þá heldur hvernig við mættum til leiks.

LIVERPOOL

Það er komið að loka leik fyrir HM og gríðarlega mikilvægt fyrir sálartetrið að ná í 3 stig og setja stefnuna á top 4 og að gera eitthvað af viti í þessum bikarkeppnum. Þetta er ekki óska staða sem við erum í en enga síður það er ekki hægt að breytta fortíð(annars hefði maður fyllt M.Thomas fyrir loka leik árið 1989 eða látið Gerrard prófa aðra skó árið 2014) en það er hægt að vinna í nútíð og reyna að breytta framtíð. Fyrir þennan leik hefði ég haldið að Southampton menn myndu vera stjóra lausir en ekki við en það er staðan fyrir þennan leik. Því að Jurgen Klopp tekur út leikbann í þessum leik.

Ég reikna með að Klopp stillir upp sama liði og hann gerði gegn Tottenahm í síðasta deildarleik. Það er bara spurning hvort að Hendo byrjar inn á fyrir Elliott en ætla að halda mig við Elliott því að hann er betri sóknarlega en Hendo.

Ég vill að þetta lið komi af krafti inn í þennan leik og setji mikla pressu á Southampton menn frá upphafs flauti allt til enda. Þeir eru að fara að pakka í vörn og við verðum helst að ná marki í fyrri hálfleik til þess að fá þá úr skotgröfunum en númer 1,2 og 3 ekki dirfast að gefa þeim fyrsta markið í þessum leik en það er orðið mjög þreytt dæmi.

Mín spá
3-0 sigur á heimavelli og við förum brosandi inn í HM pásuna. Við byrjum af krafti og náum að skora fyrir hálfleik. Þeir munu færa sig framar og við nýtum okkur það og bætum við tveimur mörkum. Firmino er allan daginn að fara að skora í þessum leik eftir að hafa ekki komist á HM með Brasilíu og ég held að Salah haldi áfram að vera heitur og bætir við einu. Að sjálfsögðu skorar Van Dijk geg sínum gömlu félögum eftir hornspyrnu frá Trent.

Hérna eru nokkur gömul og góð mörk gegn Southampton á Anfield.

YNWA – Ég vill fá 3 stig í jólagjöf frá strákunum, ég veit að það er langt í jólin en næsti leikur eftir þennan er ekki fyrr en 26.des svo að þetta er síðasta séns fyrir þá að setja stóran pakka undir tréð hjá stuðningsmönnum Liverpool.

8 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir upphitunina Sig. Ein. Það er alger krafa að vinna þennan leik. Það á að er hægt ef liðið spilar eins og það gerði í fyrri hálfleik gegn T’ham en setur leikinn í hættu ef leikmenn drabbast niður eins og þeir gerðu í seinni hálfleik sama leiks. Geta liðsins til að vinna leikinn er ótvíræð og spurningin er, eins og Sigurður Einar segir, hvernig mætir liðið til leiks. Seinni hálf leikirnir gegn T’ham og West Ham voru skelfilegir og óskiljanlegt hvernig liðið getur fullkomlega hætt að spila fótbolta seinni helming leikja sem þeir hafa fullkomlega stjórnað og haft alla yfirburði í fyrri hálfleik. Vonandi heldur liðið út báða hálf leikina og þá vinnst þessi leikur.

  Dýrlingarnir eru að spila sinn fyrsta leik undir nýjum stjóra og leikmenn munu leggja sig alla fram til að sýna sig fyrir honum. Ég sá hvernig Aston Villa snýtti MU í fyrsta leik sínum fyrir Unai Emery. Ég talaði við MU mann fyrir þann leik og sá sagði að það skipti engu máli fyrir MU. Þeir væru svo miklu betri og þetta AV lið gæti ekkert. Sá hroki kom í bakið á MU liðinu og þeir steinlágu fyrir VIlla mönnum. Það er ákveðin hætta á að samkonar hroki plagi okkar menn þó þeir hafi ekki efni á honum. Vonandi tekst Klopp að mótivera liðið með áminningum um Nott. Forest og Leeds leikjunum og okkar menn mæti einbeittir, með hausinn rétt skrúfaðan á og með virðingu fyrir andstæðingnum.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 2. Nú er FA= Fucking assholes búið að dæma Klopp í eins leiks bann. Hann verður því ekki að stjórna liðinu á morgun. Mikið þurfum við 3 stig.

  2
 3. Manni fannst sekt á Klop eðlileg niðurstaða í ljósi þess að aðstoðardómarinn var augljóslega að gera mikil mistök þegar Klop reiddist og fór yfir strikð . En það virðist ekki skipta máli hver aðdragandinn er, þú átt bara að halda kjafti sama hvað ruglið er mikið.

  3
 4. Það væri gaman að sjá áfrýjunar tölfræðina hjá FA, þ.e.a.s þegar þeir áfrýja vs félögin. Kæmi mér ekki á óvart ef það hallaði aðeins á félögin þar

  4
 5. Takk fyrir upphitunina. Er þetta ekki í annað skipti sem Klopp kemur sér í bann á þessu tímabili? Eða er ég að ruglast? Hvað veldur..? Er hann núna allt í einu farinn að ganga of langt eða er FA búið að fá nóg af þessari hegðun? Hefur hegðunin versnað?
  .
  Varðandi leikinn. Vinnum 2-1, Nunez skorar bæði mörkin.

  Það er nú þannig.

  3
  • FA rannsaka mál, rétta í þeim og dæma. Gjörspillt peningabatterí, algerlega getulaust til að takast á við verkefni sitt ef einhvers staðar glittir í peningaseðil; alveg eins og UEFA og FIFA.
   Lögfræðilega stenst þetta engan veginn og málsmeðferð eins og í einræðisríki.

   Ég ætla að horfa á okkar menn í dag og vonast eftir ásættanlegri niðurstöðu.

   Síðan tekur við hjá mér u.þ.b. sex vikna fótboltalaust tímabil á meðan ógeðsmótið fer fram
   í Katar. FIFA og stjórnvöld í Katar eru ekki þess verð að fylgjast með þessu móti þeirra þar sem peningagræðgi, mútur, spilling, mannréttindabrot og þrælahald munu kristallast í vafalaust glæstri umgjörð mótsins.

   Samkynhneigðir, konur og allir aðrir sem una frelsi og réttlæti – horfum á eitthvað annað þessar vikur.

   5
 6. Verðum að “breytta” þessu gengi. Góður pistill samt eins og venjulega.

Liverpool – Derby 0-0 (3-2 eftir vítaspyrnukeppni)

Liðið gegn Southampton