Liverpool til sölu!!!

Heldur betur óvæntar risafréttir að leka núna strax í kjölfarið á drættinum í Meistaradeildinni. FSG eru sagðir hafa sett Liverpool á sölu!!! David Ornstein á The Athletic kemur með þessa sprengju og hann er vel áreiðanlegur

Fenway Sports Group (FSG) has put Liverpool up for sale.

A full sales presentation has been produced for interested parties.

FSG has looked at opportunities in the past but decided against moving forward with them. It is unclear whether or not a deal will eventually be done, but FSG is inviting offers.

Goldman Sachs and Morgan Stanley have been retained to assist with the process.

Red Bird Capital fjárfestinahópurinn keypti hluti í liðinu á síðasta ári og er nógu öflugt til að kaupa félagið en það er líka ljóst að stuðningsmenn Liverpool sætta sig síður en svo við hvaða eigendur sem er og því mikil og óþægileg óvissa framundan. Hvað þá ef þetta ferli tekur svipað langan tíma og þegar David Moores seldi félagið á sínum tíma… og klúðraði því fullkomlega.

Svo er stóra spurningin, eru FSG að gefast upp á að reyna keppa við ríkisstyrktu Olíufélögin? Það hefur ekkert í regluverki knattspyrnunnar staðist síðan þeir keyptu félagið.

Á móti gæti Ornstein verið að leggja saman 2+2 og fá út 7

Þetta er ekki alveg það sama og að setja allt félagið á sölu

34 Comments

  1. Rosalegar fréttir, það eru örugglega nokkrir þarna úti sem hafa passion fyrir fótbolta og vilja eiga Liverpool klúbbinn og eiga nóg af peningum.

    1
  2. Eigum við hér á Kop að sameinast og kaupa klúbbinn, kima þessu á hærra plan.

    7
  3. Mér er alveg sama hvort olíufélag eða auðkýfingur kaupi félagið. Við þurfum því miður mikla peninga til að keppa almennilega við hin olíufélögin á hverju ári.

    4
    • Eini olíueigandinn sem ég væri til í er norski olíusjóðurinn. Norðmenn eru sturlaðir Liverpool aðdáendur.

      25
      • Sammála með sturlun norðmanna sem Liverpool aðdáendur en því miður eru þeir nískari en anskotinn og amma hans og því lítið á þeim að græða.

        2
      • Ok, skrítið að velja miðjumoð (evrópudeild) í stað alvöru hóps sem barist getur á öllum vígstöðum. Engum þarf að líka við eigendur ef liðið innan sem utan vallar til fyrirmyndar og alvöru leikmenn í öllum stöðum og þurfum ekki að eiga slæmt tímabil í kjölfarið á frábæru tímabili vegna þunnskipaðs hóp. Það er allavega mín skoðun og langar mig að okkar ástkæra spili um sigur í deildinni á hverju tímabili heldur en þetta. Af hverju áttu raftæki? Vissir þú að þrælar grafa eftir verðmætu málmunum sem þurfa í raftækin? Ásamt mörgu öðru? Því miður er fótboltinn bara að breytast í þessa átt hjá stærstu liðunum, og ég vil endilega sjá mitt lið vera meðal þeirra í langan tíma.
        Klopp verður ekki að eilífu.

        1
      • Merkileg athugasemd ArnarP, og er ég henni eins ósammála og hægt er. Hefur Liverpool verið í einhverju miðjumoði síðustu ár undir stjórn FSG? Jú það gengur smá erfiðlega á þessari leiktíð og þá er þú fyrstur til að vilja stökkva af vagningum eins og ofdekraður krakki.
        Af því að þú tekur raftæki sem dæmisögu, þá get ég bætt við, í fyrra áttum við eitt besta raftæki (Liverpool) sem búið hefur verið til, án þess að nokkur “þrældómur” hafi átt sér stað, bara eðlilegt eignarhald. Það er raftæki sem ég vill halda áfram að eiga, þó það þurfi að restart-a því 1-2 á þessu ári.

        3
  4. Ef það verða eigendaskipti þá fjár sterkari eigendur takk. Svo er spurning hvernig FSG horfa á þetta, eyða peningum í jan og tryggja söluvöru í meistaradeildinni eða spara og treysta á söluna á vörumerkinu Liverpool.

    Vona að þetta ferli er skapar óvissu taki ekki of langan tíma og endi á samkeppnishæfum eigendum.

    3
  5. Staðfestir allt sem maður hefur sagt og haldið um FSG. Nú þegar verðmæti er í hæstu hæðum og erfiðleikar framundan sem þarfnast fjármagns en ekki froðusnakk þá hverfa þeir. Þetta var aldrei í blíðu og stríðu. Engir fótboltamenn heldur fjárfestar þetta hafa stuðningsmenn LFC úti alltaf vitað. Ekkert super league fyrir þá, ekkert financial fair play, hópur að detta á aldur… þetta var svo fyrirsjáanlegt.
    Ég tek þessu fagnandi. Nú er er bara að vona að það sé góður kaupandi tilbúin í verkefnið

    14
    • Held ég sé ósammála, ekki bara hverju orði heldur hverju einasta atkvæði í póstinum þínum.

      FSG eru búnir að vera stórkostlegir eigendur fyrir LFC og hafa fengið afar óverðskuldugan skít fyrir.

      16
      • Algjörlega. Undir FSG er LFC búið að vinna allt sem er hægt að vinna og meira að segja með FFP. Hvað í andskotanum er hægt að biðja um meira???

        Ég er mjög sáttur með það hvernig FSG hefur farið með minn ástkæra klúbb.

        2
  6. Ef þeir eru að selja allan klúbbinn þá er það frábært en líka sorglegt. Sorglegt að þeir hafi ekki meira passion fyrir fótbolta en svo að þeir hlaupa á Usain Bolt hraða frá verkefninu um leið og þeir þurfa að fara eyða sínum eigin peningum í stór leikmannakaup. Þeir láta þá liðið viljandi eldast og drabbast niður síðustu 2 ár án endurnýjunar kannski vitandi að þeir ætluðu að selja. Liverpool er bara bisness fyrir þeim og þetta rétti tíminn til að losa sig út hafandi hámarkað gróðann þökk sé Jurgen Klopp sem hefur borið liðið á sínum stóru herðum í mörg ár.

    Vonandi fáum við þá alvöru eigendur. Menn sem vita hvað góðu eiginleika Liverpool stendur fyrir og hafa metnað og passion til að gera liðið að risa á ný. Öll hráefnin eru til staðar í dag.

    8
  7. Fair game. FSG gerðu vel fyrir sig og klúbbinn. Þetta hefði auðvitað aldrei gengið án Klopp. En titlar komu í hús og rekstur heilbrigður.

    Síðustu gluggar hafa samt gefið okkur ágæta mynd af stöðu mála.

    Spennandi tímar.

    7
  8. Já sæll, núna fá einhvern frá dubai til að kaupa félagið, verðum eins og city, keypt og spreðað eins og enginn sé morgundagurinn

    • Nei takk á blóðpeningana frá Dubai og UAE. ég vil geta horft á Liverpool án þess að þurfa að slökkva á heilanum og svíkja sálina sem liverpool stuðningsmaður, YNWA.

      12
  9. Hræðilegar fréttir….. í “miðju söluferli” verður væntanlega engin leikmaður keyptur í janúar

    1
  10. maður hefur blendnar tilfinningar gagnvart FSG.

    Þeir mega eiga það sem þeir hafa gert vel.

    En liðið þarf eigendur sem eru tilbúnir að setja meiri pening í leikmannakaup.

    6
    • Kjaftæði.

      Það þarf bara að fylgja eftir þessum helvítis financial fair play reglum og fá fleiri eigendur eins og FSG inn í EPL. En það eru kannski draumórar?

      3
  11. Ef Liverpool verður selt, beint eða óbeint, til spillts olíuríkis sem hikar ekki við að myrða og pynta þá sem gagnrýna það og fyrirsvarsmenn þess og þverbrjóta öll mannréttindi á konum og minnuhlutahópum mun ég hætt að halda með Liverpool meðan það eignarhald stendur yfir.

    Þá skulu menn hafa það alveg á hreinu að Jurgen Klopp mun ekki þjálfa Liverpool með slíku eignarhaldi.

    Áfram Liverpool!

    25
    • Eg held þú hafir hitt naglann á hausinn með það að Klopp muni fara sama daginn og oliugrísinn frá Quatar eða Du Bai kaupir klúbbinn og þú verður ekki sá eini sem hættir að horfa á enska boltann þegar og ef það skeður.

      10
  12. Þurfum skynsama og heiðarlega eigendur sem halda áfram að virða FFP og helda nettógreiðslum niðri. Höfum náð góðum árangri þannig. Ef við fáum einhverja morðingja frá miðaustur löndum eða Kína finnur maður sér nýtt lið.
    Við þurfum Jaime Ratcliffe.

    Það er nú þannig

    6
  13. FSG sjá að þeir gerta ekki keppt við önnur félög sem að eru endalaust að svindla á fair play reglunum. Reglurnar eru ekki jafnar.
    Þessi money ball á því ekki break í Evrópu einsog þeir hafa náð með góðum árangri með Boston Red Sox í USA.

    Þess vegna sé ég mjög mikið eftir þeim.

    Ef nýjir eigendur koma hinsvegar frá löndum þar sem mannréttindi eru vert að vettugi og eru að nota Liverpool til að kaupa sér jákvæða ímynd að þá mun ég hætta að horfa á enska boltan með öllu og einbeita mér að því að fylgjast með mínu liði í Þýskalandi sem er Köln 😉

    6
  14. Gríðarlega spennandi og óvæntar fréttir. Annað hvort verðum við með langbesta lið í heimi eftir 1-2 ár eða allt fer í vaskinn… Ég spái því fyrra sem ég sagði.

    4
  15. Ég skil þessa tilkynningu þannig að þeir séu alltaf til í að skoða að selja hluta af því sem þeir eiga, ekki endilega allan klúbbinn en það sé möguleiki líka.

    3
  16. Ég bíð spenntur eftir næsta fjölmiðlafundi hjá Jurgen okkar Klopp. Þá skýrist betur hvað er í gangi. Ég vona bara að fjársterkari aðilar kaupi klúbbinn en FSG og fylgi svipaðari stefnu í leikmannakaupum. Vonandi það fjársterkir að þeir geta keppt við Ciy, Newcastle og hin stórliðin í framtíðinni.

    1
  17. Ég er búinn að halda með Liverpool í 50 ár. Sama hverjir kaupa félagið mun ég að sjálfsögðu halda áfram með Liverpool. Ekkert mun breyta því.
    Að því sögðu vil ég að sjálfsögðu enga blóðpeninga inn í félagið. Ég vil hins vegar fjársterka eigendur sem vilja styrkja liðið.

    11
  18. Ef satt reynist eru þetta einar bestu fréttir sem ég hef fengið af Liverpool í ansi mörg ár 🙂
    Liverpool þarf eiganda sem er á pari við eigendur Man City, Man Utd, Chelsea og núna líka Newcastle.
    Það er því miður ekkert hægt að gera í því að peningar stjórna öllu í fótboltanum í dag!
    Ég vona að þessi frændi eiganda Man City sé sá sem mun kaupa Liverpool ef af verður
    var það ekki hann sem bauð í Liverpool fyrir nokkrum árum?

    Um FSG
    Það er enginn söknuður hjá mér ef þeir eru að fara, allann tímann ljóst að þeir voru mörgum númerum of litlir til að eiga Liverpool!

    Vonandi eru góðar stundir framundan fyrir okkur Liverpool aðdáendur þar sem klúbburinn muni
    verða aftur þetta massíva stórveldi sem þeir voru á nýjunda áratuginum þegar við vorum að berjast um enska titilinn á hverju ári!

    5
  19. Hvernig er staðan á mönnum hérna, fáiði ekkert hausverk undan geislabaugnum sem þið eruð með á hausnum.

    Menn sem vilja ekki sjá “olíu” risana kaupa liðið því samviskan er of Hrein,
    Svo fara þessir sömu menn og dæla olíunni þeirra á bílinn sinn skælbrosandi.

    Svo eru líka menn sem virkilega spá í það hverju klúbburinn er eyða í leikmenn og eru ánægðir með að liðið sé að eyða minna en önnur lið því það lítur svo vel út að geta notað það sem afsökun þegar eitthvað klikkar.
    Sama hversu dýra leikmenn liðið hefur keypt, og sama hversu há laun hann fær, þá hefur það aldrei haft áhrif á bankabókina hjá mér.

    Ég vill að liðið sé samkeppnishæft við bestu lið Evrópu, sem það er klárlega ekki með þessa fjármála stefnu, og allt tal um ffp er bara fret í vindi, það skilur engin ykkar hvernig það virkar eða hvort það sé í gangi yfir höfuð, þannig afhverju ekki að geta verið að berjast um bestu bitana og þar af leiðandi verið að berjast við bestu liðin á hverju ári?

    1

Real í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Gullkastið – Félagið til sölu?