Villa heimsækja stelpurnar okkar

Það styttist í að leikur Liverpool og Spurs hefjist hjá strákunum, í millitíðinni fá stelpurnar okkar Aston Villa í heimsókn á Prenton Park, nánar tiltekið núna kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Okkar konur koma inn í þennan leik með 3 stig eftir sigur á Chelsea í fyrstu umferð, en hafa tapað öðrum leikjum eftir það, nú síðast 1-2 gegn City þar sem Katie Stengel skoraði fyrsta markið úr opnu spili. Megi þau endilega verða fleiri þegar líður á leiktíðina.

Villa stelpurnar eru aðeins fyrir ofan okkar konur í deildinni, með 6 stig eftir sigur gegn Leicester, ásamt því að þær unnu City frekar óvænt í fyrsta leik, en hafa svo tapað fyrir Everton, Chelsea og West Ham. Það er því ekki útilokað að þetta gæti orðið frekar jafn leikur á eftir.

Ceri Holland er frá eftir að hafa meiðst á fæti, og verður frá í einhverjar vikur. Matt Beard stillir þessu því upp svona:

Laws

Flaherty – Fahey – Campbell

Koivisto – Matthews – Furness – Hinds

Lawley – Stengel – Daniels

Bekkur: Cumings, Kirby, Robe, Silcock, Roberts, Missy Bo, Wardlaw, Humphrey, van de Sanden

Að venju ætti að vera hægt að sjá leikinn á The FA Player með enskt VPN í gangi.

KOMA SVO!!!

Upphitun: Liverpool mætir á Tottenham Hotspur Stadium

Liðið í dag