Gullkastið – Þungarokkið dottið í Bon Jovi!

Liverpool liðið sem við þekkjum minnir á sig í Meistaradeildinni og er komið áfram í þeirri ágætu keppni en krísan í deildinni er í sögulegu hámarki eftir annað tap í röð gegn botnliði deildarinnar. Fáránlega lélegar frammistöður hafa eyðilagt undanfarnar tvær helgar illilega og ljóst að eigendur Liverpool, stjórinn og leikmennirnir þurfa að bregðast við strax næstu helgi í London.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Sveinn Waage

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 402

19 Comments

 1. þið eruð ágætir, en ég fæ útbrot við að heyra þetta skelfilega stef.

  7
  • Sammála, það er eins og írskur þjóðlagaflokkur frá lok 19. aldar sé á ferð.

   4
 2. Við erum að streða við 1.4 stig í leik, með getu sem hefur sýnt sig upp á 2.5 stig í leik síðustu ár. Margar eru ástæðurnar fyrir verri árangri núna. Góðir punktar hjá ykkur í Gullkastinu. 46% árangur er samt ekki auðskýranlegt fall. Ef 70% árangur næst af því sem eftir lifir tímabils ætti meistaradeildarsæti að nást.

  Oft hefur reynt á Jurgen okkar Klopp, annars hefðu þessir bikarar ekki komið. Ég hef enn trú á teyminu og að hægt sé að snúa þessu við. Þetta tímabil snýst um að gera gott úr stöðunni og byggja upp fyrir “næsta síson”. Það síson verður samt ekkert merkilegt ef þessu sem nú stendur yfir verður ekki bjargað. Það er vel hægt ennþá! YNWA

  5
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og skemmtilegt spjall þó ég sakni Magga og hans afdráttarlausu skoðana. Ekki það að Sveinn s´æe eitthvað daufur en samt . . . 🙂 Ég held að Steini hafi því miður rétt fyrir sér um að lítið eða ekkert verði keypt í janúar glugganum. Nú er talað um að LFC ætli að selja þrjá leikmenn í honum til að kaupa einn. Hvernig er það eiginlega með LFC og FSG? Klúbburinn er á pari við MU tekjulega og þeir keyptu í sumar fyrir 225 millur en við keyptum fyrir einhverjar 75 millur (Nunez;Ramsay). Samt þurfum við að selja einhverja (Keita, Ox, Phillips) til að kaupa einhvern einn. Þetta er nottla svo arfaslakt að engu tali tekur.

  Ekki að ég sjái eftir þessum strákum þannig séð en samt. Ox hefur átt leiki með Liverpool sem voru góðir en ég bara man ekki lengur hvernig Keita lítur út. Phillips tók virkan þátt í að bjarga Meistaradeildar sæti fyrir okkur og allt það. En samt er svo sem í lagi að selja þá út af fyrir sig. En að ástandið í klúbbnum sé þannig að ekkert sé hægt að kaupa nema selja nokkra leikmenn er ótrúlegt. Eigendur MU taka tugi eða hundruð milljóna út úr klúbbnum á hverju ári sem virðist amk. ekki vera með eigendur LFC. Samt getur klúbburinn okkar ekkert keypt??? Vegna þessa er ég algjörlega kominn á FSG out vagninn.

  PS. hvað kostar að detta út úr Meistaradeildinni miðað við að komast ði fjórðungsúrslit?

  Það er nú þannig

  YNWA

  3
  • Utd losnaði við fullt launaháum mönnum, sem þýðir að þeir gátu eytt í sumar til að fylla í hópinn. Okkar gömlu og launaháu menn maka enn krókinn hjá okkur í sjúkraherberginu og á bekknum.
   Veit ekki hvernig Nunez og þessi Ramsay kosta 75 milljónir þegar Nunez kostar meira en það einn og sér, hann hefur ekki spilað það illa að hann fari í neikvæðar bónusgreiðslur.
   Svo hefur Klopp líka stigið fram og viðurkennt að hann fór alltof hrokafullur inn í tímabilið þegar kemur að t.d. miðjumönnum.

   4
   • Sæll Sindri

    MU menn tala mikið um að hann hafi kostað 80 – 90 millur sem er bara venjulegt MU bull. Hann kostaði innan við 70 millur + árangurtengdar greiðsur í framtíðinni. Sú framtíð er ekki komin ennþá en það er líklegt að það þurfi að borga það sem uppá vantar senn hvað líður 🙂

    1
 4. Nokkrir punktar
  – Eins og var sagt það er erfitt að vera vitur eftirá, það var kannski hægt að sjá að það yrði þreyta í hópnum mv marga leiki og mikið álag í fyrra en það gat enginn séð fyrir sér það sem er að gerast núna. Klopp og FSG hafa hingað til bara farið í kaup á leikmönnum sem þeir vilja, VVD, Alison osfrv. Þetta statement frá Klopp er nýtt og kannski í fyrsta skipti sem hann sýnir að hann er ósammála þeirri stefnu varðandi áhættu, hann hlýtur að hafa verið að tala aðallega um miðjuna þá. Klopp kom reyndar ekki með þetta komment þangað til frekar seint í glugganum, var það panic?
  – Varðandi Milner og Leeds, af hverju var Milner ekki tekinn út í hálfleik amk, vantar betri doctor? Hann spilaði ca 2 mín í seinni hálfleik.
  – Annars er það aldrei á pari að vinna alla leiki nema einn í meistaradeildinni, Napoli eru klárlega svona góðir hingað til, það er staðreynd. Við hefðum klárað í fyrsta sæti í nánast öllum öðrum riðlum.
  – Lykilkaup og lykilsölur hafa verið frábær hjá Napoli eins og til dæmis:
  Kaup: Anguissa, Kvaradonna, Simone, Ndombele, Kim Min-Jae, Östigard,
  Sölur: Milik, Fabian, Koulibaly, D. Mertens osfrv. Þetta er bara brot af allri heildinni. Hingað til hljóta þeir að fá bestu einkunn fyrir að breyta sínu liði, frábær gluggi hjá þeim virðist vera og ef allt gengur upp gætu þeir verið í baráttu um stærstu titlana.
  – Sammála með Jones, gæti orðið hörkuleikmaður, ekki viss um að leikmenn eins og Thiago hafi verið mikið betri að þessumk aldri.
  – Sammála með að Konate var maður leiksins
  – Annars megum við búast við að Tottenham reyni að byrja hratt í fyrri og seinni en sitji síðan tilbaka og verjist nema við náum inn marki snemma. Ég ætla að skjóta á mark snemma og auðveldan sigur.

 5. – Eins og var sagt þá er það er alltaf hægt að vera vitur eftirá og sjá fyrir að það yrði þreyta í hópnum eftir alla þessa leiki í fyrra, þetta var víst eitt af þeim scenario-um sem stjórnin velti fyrir sér. Veit ekki hvort það er betra eða verra en ég held að það hafi ekki einn Liverpool aðdáandi séð þetta fyrir sér sem er að gerast núna, menn þurfa samt að anda með nefinu. Það er 1/3 búinn af tímabilinu, við erum vissulega langt á eftir en okkur hefur gengið vel í UCL og stóru leikjunum svo það þarf að hafa það í huga líka.
  – Klopp og FSG hafa “alltaf” beðið eftir rétta leikmanninum og verið tilbúnir að eyða nóg í þá. Varðandi statement þá er ég svo sannarlega sammála SSteinn, en það verður að hafa í huga að Klopp lísti því yfir í byrjun tímabils að allt væri í góðu lagi á miðjunni en dróg svo í land, hvað olli því er spurningamerki en samt sem áður, var það panic statement hjá Klopp?
  – Af hverju var Milner ekki tekinn út í hálfleik, vantar betri doctor?
  – Napoli hafa verið nákvæmlega eins góðir og þeir eiga skilið hingað til og það ætti ekki að koma á óvart eftir á að hyggja, það er staðreynd. Við hefðum klárað fyrst í nánast öllum öðrum riðlum. Með sama áframhaldi eru þeir kandídatar að ná langt í meistaradeildinni.
  – Lykilkaup og lykilsölur hafa verið frábær hjá Napoli eins og til dæmis:
  Kaup: Anguissa, Kvaradonna, Simone, Ndombele, Kim Min-Jae, Östigard
  Sölur: Milik, Fabian, Koulibaly, D. Mertens osfrv.
  – Sammála með Jones, gæti orðið hörkuleikmaður, ekki viss um að leikmenn eins og Thiago hafi verið mikið betri að þessum aldri. Þarf að halda áfram að þróa sinn leik og losa boltann fljótar á stundum.
  – Sammála að Konate var klárlega maður leiksins að mínu mati.
  – Annars kemur Tottenham með að sitja tilbaka eins og í öllum leikjum nema kannski í byrjun fyrri og seinni.

 6. Sælir félagar

  Fyrirspurn: er það rétt að Keita sé ekki á æfingasvæðinu lengur þar sem hann er meiddur. Ef svo er þá spyr ég; er ekki rétt að segja upp samningum við leikmanninn og losna við hann sem lengs frá Liverpool borg?

  Það er nú ( ef til vill) þannig

  YNWA

  2
  • Ætli sé virkilega ekkert performance-ákvæði í samningum við leikmenn þannig að hægt sé að rifta ef þeir eru alltaf meiddir? Ætti alla vega að vera, þannig að lið geti baktryggt sig upp að vissu marki. Lágmarksfjöldi leikja eða í þá áttina.

 7. Það er aðdáunarvert hvað þið er bjartsýnir og jákvæðir um að eitthvað fari að gerast í Janúarglugganum. Enn minnist þið ekki einu orði á ástæðu vandamálsins sem vakir yfir Liverpool og mun vera áfram svo lengi sem klúbburinn verður undir þessu FSG eignarhaldi.
  Jurgen Klopp er einstaklega góður í því að búa til leikmenn úr nánast engu, enn það eitt og sér getur ekki komið Liverpool á þann stall sem þeir hafa verið. Ég hef sagt það áður að salan á Philippe Coutinho var lóttóvinningurinn fyrir Liverpool, þá fengum við tvö stór nöfn úr efstu hilluni Virgil van Dijk og Alisson Becker. Enn við lifum ekki endalaust á þeim og auðvitað föllum við í sama farið og við vorum í áður enn þeir komu vegna lélegra kaupstefnu FSG.

  Ég er ekki bjartsýnn á að Liverpool fái eitthvað út úr þessum leik við Tottenham um helgina
  í best falli jafntefli enn ég býst frekar við tapi.

  FSG out!

  2
 8. Liverpool vinnur þennan leik og fer svo á flott skrið fram að HM.

  2
 9. Auðvitað vinnum við þetta lið en ég bara verð… Af hverju var dæmt víti á fulham áðan? Ég er búinn að sjá þetta 100 sinnum og get ekki fattað það! Það liggur við að manni langi til að hætta að fylgjast með fótbolta þegar maður sér svona ruglumbull.

  • Án þess að hafa séð þetta atviki leyfi ég mér að fullyrða að enskir dómarar eru upp til hópa algjört drasl. Maður sér það svo vel í alþjóðakeppnum þegar alvöru menn stíga inn á völlinn með flautuna. Miðað við styrk og vinsældir Premier League (best í heimi?) þá er fáránlegt hvað ensku dómararnir eru lélegir.

   1
 10. Þetta er svo sem ekkert nýtt, er ekki alltaf talað um að sóknamaðurinn eigi að njóta vafans?
  sóknarmaðurinn sækir snertinguna skömmu áður enn hann lætur sig falla með leikrænum tilþrifum.
  Maður hefur séð þetta mörgum sinnum þegar leikmenn klaupa á markvörðinn þegar hann liggur fyrir framan þá til að ná til boltans og fá nánast alltaf víti, þetta virkar nánast 100% alltaf fyrir sóknarmanninn.
  Ég er ekki að verja þessa ákvörðun dómarans, enn reglurnar eru orðnar þannig að þær bjóða upp á þennan skrípaleik. Ég hef aldrei verið hrifin af þassu VAR drasli, það ásamt ýmsum öðrum reglum eru að eyðilegga fótboltann!

Liverpool – Napoli 2-0

Upphitun: Liverpool mætir á Tottenham Hotspur Stadium