Liðið gegn Napoli – Nokkrar breytingar

Þá er komið að lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar Napoli kemur á Anfield en bæði lið hafa tryggt sig áfram í útsláttarkeppnina. Napoli er sem stendur í efsta sætinu og eru þremur stigum á undan Liverpool eftir að hafa unnið stóran sigur á Liverpool í fyrri leik liðana. Liverpool nær toppsætinu af Napoli ef liðið vinnur 4-0 en miðað við spilamennsku Liverpool undanfarnar vikur og mánuði og uppstillingu kvöldsins verður það að teljast nokkuð ólíkleg úrslit.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Tsimikas

Milner – Fabinho – Thiago

Salah – Firmino – Jones

Bekkurinn: Adrian, Kelleher, Henderson, Gomez, Elliott, Ramsay, Robertson, Nunez, Carvalho, Bajcetic, Phillips

Henderson er greinilega eitthvað tæpur eða eitthvað og er ekki í hópnum í kvöld. Konate kemur aftur inn í miðvörðin fyrir Gomez sem hefur alls ekki verið sannfærandi undanfarið, Tsimikas tekur vinstri bakvörðinn, Milner kemur inn á miðjuna og ætli Jones sé ekki annað hvort fremstur á tígulmiðju eða á vinstri vængnum.

Sjáum hvað setur, leikurinn skiptir þannig lagað kannski ekki öllu máli en Liverpool þarf nauðsynlega að koma sigrum aftur í rútínuna hjá sér og gera það að vana aftur svo það væri fínt að taka sigurinn í kvöld.

19 Comments

    • mun skárra að spila honum út á kanti en inni á miðjunni.

      Góðu fréttirnar eru að þessi leikur skiptir litlu máli.

      6
  1. Sælir félagar

    Óskaplega bitlaust og fyrirsjáanlegt og dapurt. Jones er í bezta falli championship leikmaður og það væri vit í að selja hann upp í alvöru leikmann. Varnarmenn Napólí eiga svör við öllu sem Salah og Firmino eru að reyna að búa til. Nunez mætti koma inn á og sýna einu sinni til hvers hann var keyptur. Annars er ekkert að frétt í þessum leik og stemmningin á Anfield eftir því.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Læt það fara alveg óskaplega í taugarnar á mér hvað Jones þarf að klappa boltanum mikið. Allir aðrir taka “móttaka-sending” eða í mesta lagi “móttaka-rak-sending” en Jones fer upp í allt að tíu snertingar áður en hann gefur boltann! Af hverju er ekki búið að flengja þetta úr honum?

      2
  2. Rólegir, það eru alveg 45 mínútur eftir. Leikur tapast ekki fyrirfram. Styðja við liðið okkar !

    9
  3. Af hverju tekur Klopp ekki Fabinho út af núna og gefur Bajcetic 10-15 mínútur? Fab er alveg búinn að vera í löppunum.

    4
  4. Fleiri að lenda í veseni með viaplay? Þá er eg ekki að tala um ömurlega umfjöllun í halfleik heldur að
    Utsendingin se að detta út

    9
  5. Sko, seiglu sigur, vel gert. Sama hvað þeir í settinu tala Liverpool niður.

    5
  6. Annars var viaplay alltaf að detta út og frjósa, sama og núna í samantektinni. GLATAÐ !

    1
  7. Frábær sigur hjá okkar fallega liði. Við eigum svo mikið inni og það glittir í það annað slagið. Á Klopp ég treysti!

    5
  8. Sælir félagar

    Seiglusigur gegn liði sem mér fannst á löngum köflum betra en Liverpool. En það eru mörkin sem telja og strákarnir okkar skoruðu þau. Ég kallaði eftir að Nunez kæmi inn á og sýndi af hverju hann var keyptur. hann kom inn á og sýndi það – sem var mjög gott.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • Nunez hefur margoft sýnt hvers vegna hann var keyptur. Því að kalla eftir því núna?

      Þó vissulega hafi eins og allir aðrir átt erfitt á köflum.

      Ungur leikmaður í nýrri deild, talar ekki tungumálið og er að spila í liði sem er að stöggla.

      Er nokkuð sáttur við hans framlag hingað til.

      3

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur – Napoli koma í heimsókn

Liverpool – Napoli 2-0