Liðið gegn Ajax

Það er búið að gefa út hvernig uppstillingin verður í Hollandi í kvöld, í sjálfu sér fátt sem kemur á óvart:

Bekkur: Kelleher, Adrian, Konate, Phillips, Tsimikas, Ramsay, Milner, Jones, Carvalho, Bajcetic

Það er semsagt ansi fátt um fína drætti á bekknum ef það þarf eitthvað að hrista upp í framlínunni.

Spurning hvort þetta er 4-4-2 eða 4-2-3-1, og það kemur í ljós þegar leikur hefst nákvæmlega hvar hver og einn er. Skulum segja að þetta sé tilraun til að lesa í hvað Klopp er að hugsa.

Nú væri aldeilis gaman að krækja í eins og eitt stig, og tryggja þar með sætið í 16 liða úrslitum.

KOMA SVO!!!

21 Comments

 1. Hvar er Thiago? Núna ætti hann að vera komin með rör í eyra. Ætli það sé tanntaka?

  12
 2. gettra, burt séð frá eyrnabólgu eða hvað það er sem er að hrjá Thiego núna, þá var hann og er það mikill meiðsla pési að það hefur verulega háð honum. Það er mikil áhætta tekin með því að kaupa slíka leikmenn og meiðsla saga Naby Keita er svo slæm að Liverpool hefpi aldrei átt að kaupa hann.

  4
 3. Seigla að vera yfir. Þetta er gott, meira í seinni. Leist ekkert á byrjunina.

  2
 4. Sæl öll

  Ég skrifaði fyrir stuttu að mér þætti Harvey Elliot þurfa að bæta varnarvinnu sína til að vera á miðjunni hjá Klopp. Núna ca. 3-4 vikum seinna er gæinn að hlaupa úr sér lungun leik eftir leik. Mikið djöfull er hann búinn að vera góður upp á síðkastið og alveg geggjaður í þessum fyrri hálfleik.

  12
 5. sést nokkuð vel hversu mikill afleikur það var að byrja með Jones inni á miðjunni gegn Forest.

  2
 6. Ok, þetta er bara að ganga upp, við erum á leiðini áfram það er nokkuð ljóst.
  Nú er bara að vona að allt gangi upp í framhaldinu og við komumst sem lengst í þessari keppni

  4
 7. Ég verð nú að segja að það er svolítið ánægjulegt að sjá Barcelona detta út úr Meistaradeildini 😉

  1

Upphitun: Ajax á útivelli

Ajax 0 – 3 Liverpool