Stelpurnar fá Arsenal í heimsókn

Ég held að við tökum því öll fagnandi að færa síðustu leikskýrslu neðar á síðuna, þó ég viti fullvel að staða karlaliðsins sé hvergi nærri fullrædd. Grípum því fagnandi því tækifæri að fylgjast með stelpunum okkar, þó svo andstæðingurinn sé reyndar einn sá allra erfiðasti sem mögulegur er.

Það eru sem sagt Arsenal sem mæta í heimsókn, með Vivianne Miedema fremsta í flokki. Liðin mættust í bikarnum síðasta vor, og þar höfðu Lundúnarkonur betur 4-0, þrátt fyrir að téð Miedema léki ekkert með. Að vísu voru úrslitin sem slík ekki alveg í takt við aðra tölfræði leiksins, svo mögulega er bilið á milli liðanna ekki alveg svona stórt, en ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er brekka engu að síður.

Uppstillingin er svolítið áhugaverð:

Laws

Flaherty – Fahey – Campbell

Koivisto – Matthews – Holland – Hinds

Daniels – Stengel – Lawley

Bekkur: Cumings, Kirby, Robe, Silcock, Roberts, Kearns, Wardlaw, Humphrey, Furness

Þær Taylor Hinds og Megan Campbell hafa hingað til skipt með sér vinstri vængbakverðinum, en byrja báðar inná í dag. Ég les það úr uppstillingunni að Hinds sé á miðjunni við hliðina á Ceri Holland, en svo kemur það í ljós hvernig uppstillingin er nákvæmlega.

UPPFÆRT: Campbell hefur oft spilað í miðverði og er þar í dag, með Hinds í vængbakverði, en það er Jasmine Matthews sem spilar við hliðina á Holland.

Leikurinn hefst kl. 11 að íslenskum tíma og ætti að vera sýndur á The FA Player að venju.

Færslan verður svo uppfærð með úrslitum og stöðu síðar í dag.


UPPFÆRT: 0-2 tap staðreynd, sem í sjálfu sér eru líklega bara eðlileg úrslit, en nú er liðið búið að tapa 3 af 4 fyrstu leikjunum, og hefur ekki skorað mark í opnum leik. Vissulega er sigurinn gegn Chelsea í fyrsta leik aðeins að vinna upp á móti. Eins munar talsvert um það að Leanne Kiernan skyldi hafa meiðst, og eins er klárt mál að Shanice van de Sanden átti klárlega að nýtast í þessum fyrstu leikjum en hún hefur líka verið frá vegna meiðsla. Vonandi fer hún að koma til baka.

Staðan er þá þannig að Liverpool er enn í 9. sæti með Brighton, Reading og Leicester fyrir neðan sig.

3 Comments

  1. Kemur í ljós að það er bara hægt að hlusta á leikinn á FA Player, en leikurinn er sýndur á BBC 2. Svo á víst líka að vera hægt að sjá hann á Viaplay, en fær einhver það til að virka? Ég fæ bara villusíðu þar strax á forsíðunni.

Nottingham Forest 1-0 Liverpool

Staðan í dag