Staðan í dag

Staðan er dálítið svona í dag.

Það er svo margt sem helst í hendur í sambandi við gengi okkar manna. Það er ekki einn sökudólgur á þessu gengi heldur saman safn af mörgum hlutum t.d þessum hér fyrir neðan.

1. Meiðsli lykilmanna
Diaz, Thiago, Matip, Konate, Jota, Nunez, Keita til að nefna nokkra sem eru meiddir í dag og svo hafa nokkrir meiðst fyrr á tímabilinu en eru að koma til baka.
Þetta veikir liðið mikið en flest lið lenda í meiðslum en mér finnst eins og að hjá okkar liði sé þetta smitsjúkdómur sem er meira smitandi en Covid.
Svo má setja þetta í stærra samhengi og velta fyrir sér þjálfunar aðferðum og ákefð þar á bænum sem gæti verið orsökin að þessu en þegar vel gengur er maður mjög sáttur við þessar aðferðir svo að því sé haldið til haga.

2. Lykilmenn að bregðast
Okkar bestu leikmenn undanfarinn ár virka mjög þreyttir en kannski ekki er það ekki skrítið miða við leikstíl og leikjafjölda undanfarinn ár. Salah, Van Dijk, Trent og Fabinho eru hryggsúlan í liðinu og það verður að segjast að þeir hafa verið lélegir á þessu tímabili og það er ávísun á slæmt gengi.

3.Andlegi þátturinn
Að berjast við olíufurstana í Man City ár eftir ár getur verið með krefjandi og gætum við verið bensín lausir í ár. Við vorum svo nálægt því að verða Englands og Evrópumeistara í fyrra + FA Cup og deildarbikarar sem komu í hús og situr þetta líklega vel í mönnum sem eiga í erfiðleikum með að gíra sig aftur í gang eftir að hafa spilað alla mögulega leiki á síðustu leiktíð.
Þetta er líklega mjög vanmetin þáttur.

4.Kaupstefna FSG
Þegar vel gengur og Klopp náði að kreista allt úr liðinu og titlarnir bættust í safnið þá er þetta virkilega flott stefna. Passa að halda sig réttu megin við núllið, uppbygging á Anfield og æfingasvæði, kaupa réttu leikmennina, passa launaliðinn og allt bara í blóma innan vallar sem utan
EN!!!
Þegar illa gengur inn á vellinum og maður sér lið í kringum okkur kafa í olíu lindir og fjárfesta miklu meira en við í leikmönnum sem gefur þeim klárlega forskot á okkur þá verður maður mjög fúll út í þessa stefna og finnst þeir hugsa bara um eigin hagsmuni en ekki liðsins.
Þetta er fín lína og mér persónulega finnst þeir hafa gert þetta nokkuð vel en að sama skapi finnst mér að þeir hefðu mátt kafa aðeins dýpra í vasana og vera búnir að fjárfesta í 2-3 alvöru leikmönnum í viðbót handa Klopp til að vinna með.
Það er gaman að sjá Elliott, Jones og Carvalho inn á vellinum sem unga og efnilega leikmenn en maður vill ekki sjá þá alla inn á í einu(nema í deildarbikar).

5. Klopp
Ég trúi ekki að ég sé að segja þetta en sem stjóri liðsins þá verður hann að taka ábyrgð á gengi liðsins hversu sanngjart eða ósangjart það er.
Klopp er kominn í guðatölu hjá manni. Hann kom til okkar og heillaði alla upp úr skónum með sannfæringarkrafti sem maður hefur aðeins séð hjá Shankly í sögu Liverpool. Hann bað okkur um að trú og við trúðum. Liverpool varð aftur heimsklassa lið og komu allir bikarar sem hægt er að vinna í bikarskápinn.
A) Klopp þarf að gera meiri kröfur um kaup á leikmönnum, kannski gerir hann það en hann má gera það opinberlega til að setja pressu á eigendur. Okkur vantar einn eða jafnvel tvo alvöru miðjumenn ekki seinna en í gær.
B) Klopp þarf eitthvað að skoða þessar þjálfara aðferðir sínar. Liðið æfir víst eins og það keppir og er áhersla á háa ákefð. Þetta gæti verið að valda meiðslum eða að minnsta kosti auka líkurnar á meiðslum.
C) Þegar Liverpool voru upp á sitt besta þá var miðjan okkar með Hendo/Gini að hlaupa úr sér lungun og gátu lið ekki haldið í við okkur á þessari ákefð en við þurfum að þróast og stjórna leikjum betur og því mæti töframaðurinn Thiago á svæðið, Gini fór og held ég að fæturnir á Hendo séu líka farnar og núna er miðjan okkar með töframanninn en vantar hlaupara sem gerir það að verkum að lið hræðast okkur ekki á miðsvæðinu.
Já, okkur vantar miðjumann en Klopp þarf að finna samt skammtíma lausn og held ég að hann sé kominn með hana, þegar allir eru heilir en það eru tveir djúpir og svo Firmino fremstur á miðsvæðinu með Diaz, Salah og Nunez(Jota) með sér.

Niðurlag: Það má velta þessu fyrir sér fram og til baka.
Það breyttir samt ekki stöðunni í nútíð, þótt að það sé hægt að líta brosandi til baka á fortíð og með von í hjarta um góða framtíð.
Maður hefur haldið með Liverpool í gegnum súrt og sært en staðan hefur oft verið miklu verri á klúbbnum en núna en maður finnst eins og við séum að missa af tækifæri með því að vera með heimklassa stjóra og nokkra heimsklassa leikmenn en árangurinn ekki eftir því.

Ég ætla samt ekki að gefast upp á þessu tímabili og vona ég að Klopp og strákarnir gera það ekki heldur.
Fyrir tímabilið var ég að vonast til þess að við værum að berjast við Man City en eitt tímabilið allt til enda en svo verður ekki en ég vill að við setjum þá stefnuna á að ná meistaradeildarsæti og bæta í bikarsafnið.

YNWA – Ég er pirraður, reiður og svektur út í liðið þessa stunduna en ég mun ekki yfirgefa það á meðan ég dreg andan.

P.s Mér finnst Elliott rosalegt efni og verður hann án efa lykilmaður í liðinu á næstu árum en ég trú því eiginlega ekki en ég er meira spenntari fyrir Carvalho í dag, þessi strákur á eftir að verða heimsklassa leikmaður spái ég.

24 Comments

 1. Verðum að sætta okkur við að liðið er að spila ferlega illa og þá sérstaklega lykilmenn. Mjög sérstakt að þeir skulu allir gera það á sama tíma.
  Nokkuð ljóst að mínu mati að vonbrigðin með að ná ekki í stóru titlana eru að hafa hér mikil áhrif.
  Hvað meiðslin varðar þá er ég ekkert viss um að það megi kenna þjálfunaraðferðum um, þetta eru ekkert allt saman álagsmeiðsli, það eru bara allt of margir menn þarna svakalegir meiðslapésar og verulega brothættir. Hingað til hefur þetta verið allt í lagi, fyrir utan þessa hefðbundnu (tímabilið 20-21 telst ekki með því það var fáránleg óheppni).
  Klopp er ekkert hafinn yfir gagnrýni og hann gerir mistök eins og manneskjur gera en skulum hafa það alveg á hreinu að hann hefur gert kraftaverk með þennan mannskap sem ég fullyrði að enginn annar, ENGINN, hefði náð. Hann á því alveg inni þolinmæði og trú á að koma liðinu upp ú þeim öldudal sem það er í núna. Með meiri gæðum í leikmannahópnum væru titlarnir fleiri.
  Það sem er að klikka er innkaupastefnan og þar vil ég meina að eigendur beri mesta ábyrgð. Sú staðreynd að bæta ekki við 1-2 gæðaleikmönnum á hverju ári hefur gert það að verkum að titlarnir eru ekki fleirri en þeir þó eru og einnig að það er erfitt að taka þá út sem núna eru að skíta upp á bak.
  Lánssamningarnir á hafsentunum 2021 eru að mínu mati brottrekstrarsök þeim sem sáu um það, pottþéttur á því að þetta voru ekki leikmenn sem Klopp vildi enda gat hann ekki notað þá, og svo eru sömu mistök gerð í sumar.
  Svo ég segi það einu sinni enn, ef við,ætlum að keppa við olíurisana á vellinum þá verðum við líka að gera það á markaðinum og það höfum við ekki verið að gera, höfum samt náð að vera þarna rétt við, þökk sé Klopp, en samt ekki nóg til að vinna oftar.
  Endurnýjun liðsins hefur ekki verið nógu góð, vegna innkaupastefnunnar, sem setur okkur í þá stöðu sem við erum í núna, og hefur gert það að verkum að við lendum ítrekað í öðru sæti.
  Núna er öllum ljóst, vegna lélegrar endurnýjunar, að liðið þarf verulega uppfærslu, en þar sem hún er svo stórtæk kostar það mun meira að gera það á einu bretti, þá er ekki til peningur fyrir slíkri uppfærslu, eða þeir tíma því ekki, þá verður það ekki gert eða verður í einhverju sötulíki, sem aftur þýðir að við förum að dragast meira afturúr. Hvað þá ef Klopp verður látinn fara eða hættir, en hver á þá að taka við? Hvern sjáið þið til að taka við þessu og ná sambærilegum árangri með þennan leikmannahóp og þessa innkaupastefnu???
  Það er tilgangslaust fyrir Klopp að vera í einhverju stríði við eigendur í fjölmiðlum, ég vil alla vega ekki sjá slíkt og ég held að hann vinni ekki þannig.

  10
 2. 1 Meiðsli leikmanna.
  Áhættu kaup á leikmönnum. Liverpool hefur verið að kaupa fullt af postulín vösum á undanförnum árum ásamt því að gera líka lánsamninga við þá.
  Alex Oxlade-Chamberlain, Naby Keïta, Thiago Alcântara, Joël Matip, Ibrahima Konate, Arthur Melo eru allt leikmenn sem eru mikið meiddir og sumir hverjir eins og Uxinn hafa varla spilað leik eða komist í gang síðan 2018!

  2 Lykilmenn bregðast.
  Það er svo sem ekki skrítið vegna mikils leikja álags vegna lélegra og lítillrar endurnýjunar á leikmannahópnum.

  3 Andlegi þátturinn.
  Við getum kallað andstæðinga okkar ýmsum ónotum s,s ólíufursta eða annað, það breytir ekki ástandinum hjá okkur. Það hlýtur að vera að þegar hlutirnir sem ég hef sagt hér að ofan smitist út í leikmannahópin á endanum hafi það áhrif á andlega þáttin hjá leikmönunnum.

  4 Kaupstefna FSG
  er einhver kaupstefna?
  á þessum tólf árum sem þessir eigendur eru búnir að stjórna Liverpool hafa þeir ekki lagt neitt fé til leikmannakaupa, það sem hefur komið inn til kaupa á leikmönnum úr efstu hillunni ss Virgil van Dijk og Alisson Becker kom vegna sölunar á Philippe Coutinho. Fyrir mér lítur kaupstefna þeirra út meira svona eins og að fara með gamla bílinn á bílasölu og fá meira fyrir hann en þann nýja. launaliðurinn fylgir því sem er lagt upp með, þetta er eins og með almening sem er að leita sér að vinnu, flestir fara þar sem bestu launin eru, það er nú bara þannig. Ég ætla að vera alveg hreinskilin með mína skoðun á þessum eigendum, ég vildi þá aldrei þegar þeir komu 2010 og það hefur ekkert breyst, það getur vel verið að þeir geti rekið fyrirtæki réttu megin við núllið enn að þeir geti fært Liverpool það sem klúbburinn á skilið er fjarri lagi. Þannig að vandamáliðð er augljóst, við þurfum mun fjársterkari eiganda til að koma okkur á þann stall sem Liverpool Fc á að vera á.

  FSG out!

  5 Klopp
  Jurgen Klopp er sennilega einn af bestu þjálfurunum þarna úti, einstaklega skemmtilegur karakter
  hann hefur náð mjög góðum árangri með þetta lið miða við aðstæður. hann færði okkur fyrsta meistaratitilinn í meira enn þrátíu ár. auðvitað er hann ekki fullkominn frekar enn nokkur annar þjálfari
  hann gerir mistök eins og aðrir enn heilt yfir eru þau örugglega færri enn hjá einhverjum miðlungs þjálfara ef maður tekur mið af hans árangri.

  14
 3. Veit ekki hverjum á að kenna um leikmannakaup en mér finnst að miðjan hefði átt að vera forgangur, hefðu mátt nota nunez peninginn í miðjuna, vissum allir að perez kom fyrir mane þannig að nunez kaupin voru ekki að meika séns,, þetta tímabil er farið í ruslið í heildinni útaf miðjunni, við töpum úrslitaleiknum í meistaradeildinni, vinnum 2 bykara í Vito eftir 0:0 leiki, miðjan er ófær um að skapa nokkuð og það versta er að hún getur ekki skorað mörk, þetta er vitað vandamál og var í raun augljóst a síðustu leiktíð,, ég stend 100% á þeirri skoðun að við hefðum ekki kvartað ef nunez hefði ekki komið og mane farið og við hefðum fengið 2 miðjumenn inn og salah með nýjan samning, vissum að margir hefðu kallað það mjög góðann glugga í leikmannakaupum, mín skoðun er að halda fabinho og fá 2 nýja miðjumenn beint í byrjunarliði, hægt að nota hendo og tiago í einum og einum leik, liverpool er ekkert að koma til baka með þennan hóp, ekki nóg að það séu gæði í vörn og sókn hún þarf líka að vera til staðar á miðjunni,,,, ég er 100% á því að liverpool nær ekki meistaradeildarsæti nema þá vinna meistaradeildina og þeir gætu gert það með 2 ofurkaupum á miðjuna í jan, en ég held að allt of mörg stig og leikir verða búnir fyrir janúar gluggann þannig að von að ná að vinna það upp á seinni hluta tímabilsins sé úti.

  2
  • Ég var að skoða eyðslu FSG í janúar glugganum síðan þeir komu, og hún er ekki merkileg til afreka?
   Luis Suarez og Virgil van Dijk eru einu nöfnin sem komu upp hvað varðar háar upphæðir og leikmenn úr efstu hillunni, enn báðir voru keyptir fyrir sölu á öðrum leikmönnum, svo ég get ekki séð að það sé eitthvað í boði í næsta Janúar glugga því miður.

   Það er möguleiki fyrir Liverpool að komast upp úr meistaradeildar riðlinum enn þá þar allt að ganga upp. Enn að þeir vinni meistaradeildina er bara draumórar, enn ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

   1
   • Dugir liðinu eitt jafntefli og þeir eru komnir áfram þannig ekki þarf mikið þar, til að gera eitthvað meira í meistaradeildinni verða þeir að kaupa alvöru miðjumenn.

    1
 4. Held að HM komi á besta tíma fyrir LFC en ég vona að engin komist í landslið og ef svo er vona ég að þau verði stutt í Katar.

  Ekki veitir af hvíld og einhverju skipulagi, bara eitthvað. Og já hætta þessum postulín kaupum, postulín er löngu komið úr týsku

  það er nú þannig

  4
 5. Liðið er orðið alltof gamalt til að spila þennan fótbotla sem Klopp hangir á eins og hundur á roði. Þess vegna er liðið sprungið í heila viku eftir eina ágætis frammistöðu.
  Klopp er skíthræddur við að skipta út öldruðum leikmönnum enda erum við með næst elsta hópinn í deildinni, líklega lang elsta byrjunarliðið. Honum hefur tekist að breyta Anfield í elliheimili.

  6
  • Það er nú bara margt til í þessu sem þú er að segja. Það hefur verið umræða hér um þessi sjö ár, að Klopp sé þá sprunginn í að ná árangri með liðið. Hjá Dortmund var hann á hverju ári að berjast við það að missa sína bestu menn og þurfti þar með að leita af nýjum í staðinn, þetta gekk bara nokkuð vel hjá honum þar til á síðasta tímabilinu hans hjá Dortmund sem endaði þó mun skárr en staðan var um jól og nýár.
   Staða Klopp hjá Liverpool er bara þannig að hann fær ekki þetta ferska blóð sem honum vantar til að halda stöðugri endurnýjun á hópnum, hann hefur sagt það marg oft í viðtölum að Liverpool geti ekki keppt við stóru klúbbana í kringum þá þegar kemur að kaupum á leikmönnum úr efstu hilluni, það munstur er ekkert að fara breytast undir eignarhaldi FSG

   2
 6. Góður pistill hjá SEE og pælingar hjá ykkur hinum.

  Mitt innlegg er það að Klopp sé og hafi ekki verið nógu harður við FSG að fá þá leikmenn sem þarf til að halda okkur á toppnum og í við City. Eitthvað helv….. “monníbol” kjaftæði sem virkaði kannski í upphafi en ekki lengur þegar olíuliðunum fjölgar í deildinni.

  Liverpool verður að spila “hardbol” í þessu, annars endum við eins og Wenger og Arsenal hér um árið þegar fjaraði undan frábæru Arsenal liði vegna þess að “bakköppið” vantaði við kaup á alvöru leikmönnum.

  Ef ekki þá enda Liverpool og Klopp á sömu slóðum – endalaus barátta um 4 sætið og einn og einn deildarbikar!

  4
 7. Varðandi stigasöfnun:

  Liðið okkar sem fékk 92 stig á síðustu leiktíð verður með 55 stig í vor og í áttunda sæti ef þessi hörmung heldur áfram. Skilja eigendurnir hversu hrikalegt það er ef LFC kemst ekki í neina tegund af Evrópukeppni á næsta ári?

  Og var ekki Brendan Rodgers einmitt rekinn þegar Liverpool var í áttunda sæti um þetta leyti árs 2015?

  Uss, hvað þetta verður erfiður vetur!

  2
  • Þess má líka geta að liðið er nú með einu stigi meira heldur en lið Roy Hodgson var með á sama tíma á sínum tíma.

   1
 8. Oj, ég var einmitt að reyna að gleyma alveg Roy Hodgson. En pæliði í því hvað það yrði mikill skellur ef Klopp yrði rekinn.

  • Það einfaldlega má ekki gerast. Klopp er ekki fullkominn, en hann er ekki vandamálið.

   7
 9. Ekki það að það bæti stöðuna eitthvað en við sáum öll stærri liðin ströggla í þessari umferð, sum reyndar voru að mætast innbyrðis en City t.d. áttu eiginlega ekkert skilið að vinna Brighton. Það vantaði ekki mikið uppá hjá Brighton að bæta við öðru marki en einstaklings brillijans frá De Brunye kláraði þetta.

  Varðandi Liverpool þá voru þessi úrslit eiginlega ófyrirgefanleg, sérstaklega eftir á að hyggja, en ég hef smá samúð með Klopp og Liverpool vegna þess hvað það vantar marga lykilmenn. Samt sem áður hefði líklega ekki einn einasti miðjumaður Forrest komist í liðið hjá okkur á þessum degi og við áttum að vinna þennan leik.

  Þetta var samt ekki alveg eins slæmt og menn vilja halda fram, ekki misskilja mig, úrslitin eru ófyrirgefanleg en frammistaðan og færin sem við fengum verðskuldaði sigur, það er mín skoðun. Það má benda á nokkur færi hjá Forrest í seinni hálfleik en það var eftir að við fórum að taka meiri áhættu. Það að VVD hafi ekki skorað er óskiljanlegt, sérstaklega færið undir lok fyrri hálfleiks, ef hann hefði skorað þar, sem á venjulegum degi hann gerir, þá hefði þetta verið öruggur 3 til 4 núll sigur. En það er alltaf þetta ef og hefði.

  Það er enginn betri en Klopp, og varðandi FSG þá var maður nú reyndar bara mjög sáttur við hvernig hlutirnir voru að þróast þar til í ár. Samningar við lykilmenn og þeir hafa sýnt að þeir eru tilbúnir að eyða stórt þegar þarf. Maður spyr sig hvort brotthvarf Edwards sé að hafa meiri áhrif en maður hefði vonað til hins verra?
  Menn eins og Mane, Origi osfrv, þeir vildu fara, ef menn vilja fara þá er það mín skoðun að það verður að leyfa það, báðir að renna útá samningi, ef það á að neyða menn eins og Mane að halda áfram þá getur það valdið meiri skaða heldur en ef hann fær að fara, þetta hafa dæmin sýnt, horfum t.d. á Ronaldo hjá Utd. Hann getur auðvitað komið tilbaka en það er ekki eins og hann sé að hjálpa til þó hann sé frábær leikmaður. Mane/Origi voru löngu búnir að ákveða sig sem gaf Liverpool lengri tíma til að finna leikmann í hans stað og það eru Nunez og Diaz.
  Það sem má helst gagnrýna er staðan á miðjunni. Liverpool voru reyndar nánast búnir að ganga frá Touchmeni áður en Madrid kom til sögunnar. FSG eru samt þekktir fyrir að bíða eftir rétta manninum frekar en að fara í kaup á leikmanni sem styrkir ekki endilega liðið, t.d. VVD osfrv. Það má eiginlega segja að Arthur sé svona fyrstu panic ,,kaup” Liverpool í lengri tíma, FSG klára sitt yfirleitt alltaf snemma og FSG eru svona eiginlega búnir að reka Liverpool fullkomnlega undanfarin ár, það er, allt þar til akkúrat núna, þeir féllu á ,,miðjumanns prófinu”. Þess vegna spyr maður aftur, er brotthvarf Edwards að bíta meira en menn þorðu að vona?

  Ég að minnsta kosti ætla að gefa FSG og Klopp séns, þeir eiga það báðir skilið. Ef staðan er eins eftir janúar og sérstaklega næsta sumar mega FSG hins vegar fara norður og niður.

  5
 10. Mest pirrar það mig með Touchmeni, það átti að fara hart eftir honum en hann gekk til liðs við Real Madrid. OK ekkert hægt að gera í því en var þá bara virkilega enginn option 2?? Okei við erum Liverpool og kaupum ekki bara hvern sem er en við meigum ekki vera svona cocky og þrjóskir. Við horfðum aðgerðarlausir viku eftir viku önnur lið kaupa miðjumenn sem við hefðum auðveldlega getað farið eftir (Bissouma, Matheus Nunez).
  Það sáu allir og öskruðu á að liðið þurfti nýjann miðjumann og endum á Melo á gluggadegi…
  Henderson er 32 ára, Thiago 31 ára. Þessir menn eru ekki lengur tilbúnir í þennan há ákefðar bolta Klopps lengur, því miður.

  Miðjumann inn í jan takk.

  6
  • Ástæðan fyrir því að við fengum ekki Frakkann er að launaþakið er allt of lágt. Liverpool getur ekki keppt við önnur lið hvað launamál varðar.

   • Ég sá viðtal við hann. Þar segir hann að valið hagi staðið á milli Real Madrid og PSG. Ekkert minnst á Liverpool.

 11. Mér finnst margir stuðningsmenn hér vera ótrúlega meðvirkir gagnvart Klopp. Klopp hlýtur að hafa tekið eftir þegar liðsmenn sneru aftur til æfinga eftir „fríið“ í sumar að þeir væru einfaldlega ekki tilbúnir til að byrja aftur. Það átti síðan eftir sjást greinilega í öllum undirbúningsleikjum, þeir gátu ekki neitt. Einn leikmaður í sigtinu og hann valdi annað félag, þá getur ekki annað hafa gerst en að Klopp hafi slegið öll önnur leikmannakaup út af borðinu og sannfært alla um að þetta muni reddast einn vetur í viðbót, hann skyldi kreista líftóruna úr þessum ellibelgjum og fá svo EINN leikmann næsta sumar! Klopp er dásamlegur þegar allt leikur í lyndi og liðið fer um völlinn eins og stormsveipur. Það er liðin tíð, enda engin leikgleði sjáanlleg né neistinn sem gladdi svo marga. Það er kannski í stærri leikjum sem bólar á þessu, en ekki meir. Liðið er að grotna í sundur, aldur lykilleikmanna, meiðsli og nánast engin endurnýjun er skýringin á því. Margir þessara öldruðu lykilmanna ættu að vera reynslumiklar varaskeifur en ekki til að spila leik eftir leik eftir leik vetur eftir vetur eftir vetur. Ég horfi talsvert á fótbolta erlendis utan Bretlands og það eru fullt að mjög góðum orkuboltum í félögum út um allt. Nei, Klopp vill ekki slíka menn, bara einn og kannski annan sem fást ekki og svo vistmenninna á hjúkrunarheimilinu. Á meðan hrynur liðið! En Klopp er heilagur og bara hann kann þetta!

 12. Mér finnst margir stuðningsmenn hér vera ótrúlega meðvirkir gagnvart Klopp. Klopp hlýtur að hafa tekið eftir þegar liðsmenn sneru aftur til æfinga eftir „fríið“ í sumar að þeir væru einfaldlega ekki tilbúnir til að byrja aftur. Það átti síðan eftir sjást greinilega í öllum undirbúningsleikjum, þeir gátu ekki neitt. Einn leikmaður í sigtinu og hann valdi annað félag, þá getur ekki annað hafa gerst en að Klopp hafi slegið öll önnur leikmannakaup út af borðinu og sannfært alla um að þetta muni reddast einn vetur í viðbót, hann skyldi kreista líftóruna úr þessum ellibelgjum og fá svo EINN leikmann næsta sumar! Klopp er dásamlegur þegar allt leikur í lyndi og liðið fer um völlinn eins og stormsveipur. Það er liðin tíð, enda engin leikgleði sjáanlleg né neistinn sem gladdi svo marga. Það er kannski í stærri leikjum sem bólar á þessu, en ekki meir. Liðið er að grotna í sundur, aldur lykilleikmanna, meiðsli og nánast engin endurnýjun er skýringin á því. Margir þessara öldruðu lykilmanna ættu að vera reynslumiklar varaskeifur en ekki til að spila leik eftir leik eftir leik vetur eftir vetur eftir vetur. Ég horfi talsvert á fótbolta erlendis utan Bretlands og það eru fullt að mjög góðum orkuboltum í félögum út um allt. Nei, Klopp vill ekki slíka menn, bara einn og kannski annan sem fást ekki og svo vistmenninna á hjúkrunarheimilinu. Á meðan hrynur liðið! En Klopp er heilagur og bara hann kann þetta!

 13. Mér finnst margir stuðningsmenn hér vera ótrúlega meðvirkir gagnvart Klopp. Klopp hlýtur að hafa tekið eftir þegar liðsmenn sneru aftur til æfinga eftir „fríið“ í sumar að þeir væru einfaldlega ekki tilbúnir til að byrja aftur. Það átti síðan eftir sjást greinilega í öllum undirbúningsleikjum, þeir gátu ekki neitt. Einn leikmaður í sigtinu og hann valdi annað félag, þá getur ekki annað hafa gerst en að Klopp hafi slegið öll önnur leikmannakaup út af borðinu og sannfært alla um að þetta muni reddast einn vetur í viðbót, hann skyldi kreista líftóruna úr þessum ellibelgjum og fá svo EINN leikmann næsta sumar! Klopp er dásamlegur þegar allt leikur í lyndi og liðið fer um völlinn eins og stormsveipur. Það er liðin tíð, enda engin leikgleði sjáanlleg né neistinn sem gladdi svo marga. Það er kannski í stærri leikjum sem bólar á þessu, en ekki meir. Liðið er að grotna í sundur, aldur lykilleikmanna, meiðsli og nánast engin endurnýjun er skýringin á því. Margir þessara öldruðu lykilmanna ættu að vera reynslumiklar varaskeifur en ekki til að spila leik eftir leik eftir leik vetur eftir vetur eftir vetur. Ég horfi talsvert á fótbolta erlendis utan Bretlands og það eru fullt að mjög góðum orkuboltum í félögum út um allt. Nei, Klopp vill ekki slíka menn, bara einn og kannski annan sem fást ekki og svo vistmenninna á hjúkrunarheimilinu. Á meðan hrynur liðið! En Klopp er heilagur og bara hann kann þetta!

 14. Smá þráðrán sá einhver vítið sem WestHam fék í kvöld ! Manni verður flökurt að sjá þá fá þetta víti og okkur neitað um vítið á móti Arsenal og þar var talað um fjarlægð Gabríel frá Jota hafi verið ráðið úrslitum og svo sér maður þetta verða að víti og ælir uppísig ekki það að þetta var allveg jafnmikið víti og það sem var rænt af okkar liði!
  Mig langar líka að ræða aðeins það sem mér þykir vanta svolítið í umræðuna þegar það er verið að segja að Salah sé ekki að eiga gott mót, skipulagið hjá andstæðingum okkar er alltaf að tví eða þrídekka manninn og líka leggja báðar hendur á hann toga hann niður og guð má vita hvað þar sem það sjá það allir andstæðingar okkar að hann fær aldrei réttláta meðferð frá dómurum nema kanski einstaka brot á heimavelli þar sem þessir dómara ræflar Þora bara ekki að sýna hversu mikla fordóma þeir hafa gagnvart erlendum leikmönnum þar sem Mo Salah trónir á toppnum hjá þeim. Síðan fær TOT dífan alltaf víti þegar blásið er á hann og hann tekur sunddífuna sína.

  YNWA.

  4
  • Einmitt, ekkert samræmi, ekki glóra í þessu.
   Einnig svipað atvik í Tot-Newc þar sem ekkert var dæmt.

   2

Stelpurnar fá Arsenal í heimsókn

Gullkastið – Guð minn góður!