Nottingham Forest 1-0 Liverpool

Við erum öll komin aftur á jörðina eftir svona nokkuð góða tæplega tvær vikur þar sem Liverpool vann þrjá leiki í röð, þar á meðal góðan sigur á Manchester City en því miður var það tap á útivelli gegn botnliði Notthingham Forest sem fór ansi langt með að núlla allt hitt út.

Það voru nú alveg fyrirboðar um hvernig leikur þetta yrði – Darwin Nunez sem var frábær í miðri viku var meiddur og gat ekki verið í hópnum og Thiago sem hefði líklega átt að byrja leikinn nældi sér í eyrnabólgu í nótt og það var eiginlega þetta sem gaf sterklega til kynna um að þetta yrði “einn af þessum dögum”.

Engu að síður þá var Liverpool með nokkuð sterkt byrjunarlið í dag en ósköp lítið að frétta á bekknum. Í fyrri hálfleik var Liverpool 75% með boltann eða þar um bil og voru að sækja á mjög varnarsinnað lið og fengu ágætis tækifæri. Carvalho slapp í gegn og reyndi að klobba markvörðin sem varði í horn, allt í lagi áfram gakk. Þá hefði Van Dijk átt að gera miklu betur í einu skallafæri þegar hann ákvað frekar að reyna að leggja hann út í teiginn á Firmino og sá síðarnefndi átti ágætis færi líka. Þegar ekkert af þessum féll með Liverpool þá fór maður að hafa smá áhyggjur.

Það var svo snemma í seinni hálfleik þar sem að Joe Gomez skeit upp á hnakka. Hann tapaði boltanum einstaklega kjánalega og þurfti að rífa niður sóknarmann Forest sem var að komast inn fyrir, hann fékk gult spjald og að sjálfsögðu skoraði Forest úr fasta leikatriðinu þegar fyrrum leikmaður Liverpool Taiwo Awoniyi kom boltanum í netið. Að sjálfsögðu.

Eins og Liverpool hafi ekki gengið nógu erfiðlega að skapa sér færi og skora fram að þessu þá var fljótt ljóst að Liverpool gæti spilað fram að jólum en myndi aldrei takast að skora í þessum leik. Það hjálpaði svo sannarlega ekki til þegar Klopp ákvað einhverra hluta vegna að taka tvo sóknarmenn út af, þá Firmino og Carvalho, fyrir tvo miðjumenn. Stórfurðuleg ákvörðun og ég held að enginn hafi botnað í þessum skiptingum.

Í blálokin fékk Liverpool eitt eða tvö góð færi á að jafna metin og þá sérstaklega þegar Van Dijk átti skalla úr góðri stöðu en það var varið og Alisson náði ekki að komast í frákastið.

Þetta var hreint út sagt ömurlegt og óboðlegt að tapa þessum leik. Það vantar fullt af mönnum en liðið var nógu gott til að eiga að vinna þennan leik eða þá að minnsta kosti gera 0-0 jafntefli. Tap er gjörsamlega óásættanlegt!

Spilið var hægt og fyrirsjáanlegt en föstu leikatriðin voru hættuleg. Persónulega hefði ég alveg viljað sjá Klopp bregðast betur við þeim og þess vegna skella bara Nat Phillips inn á til að auka ógnina í teignum. Það voru þrír leikmenn Liverpool sem mér fannst geta gengið semi sáttir með sitt úr þessum leik; Alisson var frábær í markinu og bjargaði Liverpool í nokkur skipti, James Milner þótti mér ágætur og Harvey Elliott var eini sóknarmaðurinn/miðjumaðurinn sem manni fannst vera með eitthvað lífsmark.

Næsti leikur er útileikur gegn Ajax og hagstæð úrslit í þeim leik tryggir Liverpool áfram í Meistaradeildinni og við viljum sjá svar þar. Vonandi verða Thiago og Nunez klárir í þann leik og þeir Konate og Keita koma vonandi til baka í næstu viku. Liverpool þarf svo sannarlega á því að halda að fá alla þessa leikmenn aftur í hópinn!

69 Comments

 1. Svona enda leikir þegar menn ætla að vinna með báðar hendur í vösum.

  7
 2. Steven Gerrard var rekinn og kom ekki beint á óvart. Jurgen Klopp er og verður öruggur með sitt stjórasæti sama hvað frammistaða Liverpool getur orðið ömurleg eins og við sáum í dag. Já, jafnvel þó að botninum sé sennilega ekki náð hjá Klopp með Liverpool.

  11
 3. Hræðilega hugmyndasnauður leikur hjá Liverpool. Það vantar svo miðjumenn í þennan hóp að það er átakanlegt á að horfa. Þetta hörmulega tap núllar út sigurinn á móti city.

  11
 4. Vorum einfaldlega lélegir í dag.

  Liðið virkaði þreytt og þetta var einfaldlega einn af þessum dögum þar sem hlutirnir voru ekki að ganga. Dean Henderson var án efa maður leiksins og fannst mér við klaufar að hafa ekki skorað í þessum leik.

  Ég ætla ekki að fara að leita af einum eða tveimur sökudólgum þegar Klopp þarf að sjóða saman í lið þar sem Elliott, Jones og Carvalho þurfa allir að byrja í einu og menn eins og Diaz, Jota, Nunez og Thiago sem allir eiga að geta skapað og skorað eru ekki til staðar en við erum samt sem áður með betra lið en Forest en við náðum ekki að sýna það í dag.

  Auðvita er óþolandi að spil á móti 11 manna varnarpakka en það er staðan og áttum við því miður ekki lausnir á því í dag og var það helst Van Dijk sem átti að skora eitt eða jafnvel tvö mörk í dag.

  YNWA – Maður er mjög svektur en það þýðir ekkert að grenja yfir þessu. Næst er það Ajax áður en við tökum á móti Leeds.

  17
   • Sádi draslið lítur árangurslega mun betur út enn Bandaríkja draslið hjá Liverpool
    það er í raun sorleg staðreind. Liverpool var stórveldi í fótboltanum og er með stóra sögu. Ég vil eigendur sem tryggja það að Liverpool keppi um stærstu titlana hvorst sem þeir komi frá Sádi Arabiu, Russlandi, Bandaríkjunum eða annars staðar

    FSG out!

    3
 5. Ég var of bjartsýnn að spá jafntefli þarna einhverntímann í fyrri hálfleik!

  Og plís hættið þessu jarmi um að Klopp sé búinn…. horfið á meiðslalistann, bekkinn og byrjunarliðið áður en þið byrjið á því! Það var allt annað Liverpool lið sem vann City!

  15
  • Líklega er nú stærstur hluti meiðslalistans afleiðing æfingaprómasins. Þannig að Klopp er líklega sökudólgurinn þar.

   1
 6. LIVERPOOL kann ekki að skora þegar mótherjar fara allir í vörn þó svo að önnur lið geti það

  5
 7. Henderson, Gómez, Jones og Milner eru ekki nógu góðir leikmenn til að vera í þessu liði.
  Salah er bara orðinn eitthvað grín og Klopp er búinn að missa allan mátt á þessu liði.
  Engin kraftur eða vilji í þessu liði.
  Það þarf að breyta eitthvað stórt… Það þarf að hrissta hressilega uppá leikmannahópinn og mögulega þjálfarann.
  Meiðsli eru enginn afsökun. Liverpool á að vinna botnlið deildarinnar alla daga vikunnar.

  11
  • Tja Þegar þú ert með miðju Henderson 32 ára Tja við getum sagt hans tími fer hratt niður á við – Thiago 31 árs mun betri gæði enn Henderson overall miklu betri leikmaður – Fabinho 28-29 ára spilar eins og 38 ára stundum búin að vera slakur á þessu tímabili – Oxlade 29 ára Alltaf meiddur. Keita 26-7 fjandi oft meiddur..Melo 26 ára MEIDDUR – Curtis Jones 21 árs oft meiddur og tja hann er ekki allveg í gæði til að vera byrjunarliðsmaður sem berst um titla – Fabio Carvalhio 19 ára Mjög efnilegur erfitt að fara dæma hann – Harvey Elliot 19-20 ára allveg level í gæðum miðað við Carvalhio enn samt ennþá pínu óskrifað blað kemst hann hærra? Það skilur okkur eftir með 37 ára Gamlan Milner Kóngurinn…. Það vantar algjörlega drifkraft á miðjunni leikmenn sem eru hungraðir leikmenn sem hafa orku til að spila þessa hápressuþungarokksmiðju sem Klopp vil – Því okkar miðja getur það ekki 3 leiki í röð – við sáum það í dag – Miðjan er akkerishælinn okkar… Held samt að verst geymda leyndarmálið á þessari leiktíð Liverpool er ekki að fara spila í meistaradeildinni á næsta ári með þessa stigasöfnun á útivelli! 2 stig af 15 möglegum og i öllum tilvikum hefur liðið spilað skelfilega á útivöllum…, Það átti engin von á svona Rassskellingu beint á jörðinna – við fengum ekkert eitthvað svona þetta verður erfitt tímabil eftir 10 leiki vissum við okey….við erum ekki að fara berjast um titilinn til síðasta korterið nei okkar leikmenn voru sprungnir eftir síðasta tímabil. Gátu ekki notað sama Motivation og þegar við enduðum með 97 stig á eftir City með 98 stig hvað gerðum við næsta timabíl eftir það 27 sigrar á fyrstu 28 leikjunum… Það gerist ekki aftur í bráð nema miðjan verði kippt allverulega í lag með hungruðum leikmönnum sem geta spilað þetta þungarokk sem Klopp Elskar! eigum við kannski að bíða eftir Elliot í nokkur ár áður enn það gerist að það komi aftur kraftur ? Vonandi þurfum við ekki að bíða eins og gamli forsetaráðherran okkar sem Jarmaði Minn tími mun koma! og ekki ólíkt okkur þurfti hún að bíða lengi eftir að hennar tími kom! Fjandinn hafi það ég er ennþá að hugsa hvernig fór Forrest að þessu að kaupa 20 plús leikmenn og bara unnu hugmyndasnautt Liverpool lið? Tja þegar engin mætir í vinnu og allir meiddir og þú hugsar ég er ekkert að fara missa plásssið í bráð get spilað eins og Drullusokkur lol! ég ætti kannski ekki að skrifa seint á kvöldinn kemur aldrei neitt með viti út úr mér!!!!

   1
 8. FSG hafa aldrei gert neitt fyrir Klopp. Maðurinn vann kraftaverk að koma liðinu í Meistaradeild og seldi svo Coutinho og gat keypt inn fyrir þann pening. Vann þá Meistardeildinna og deildina takk fyrir og eitthvað hefur skilað sér í kassan við það. En ekkert í leikmannakaup. Þær fær mig enginn til að tala Klopp niður. Melo á síðasta degi gluggans? Common FSG.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!

  22
 9. Sælir félagar

  Það er ekkert – bókstaflega ekkert sem afsakar þessi úrslit. Ástæðan einfaldlega ömurleg frammistaða allra leikmanna Liverpool nema Alisson Becker. Einbeitingarleysi, kæruleysi, hroki og leti er ástæða þessarar niðurstöðu. Fullkominn skortur á hugmyndum og það hald leikmanna að þeir séu svo góðir að þeir vinni leikinn bara þess vegna kom í bakið á liðinu. Liðið hafði í reynd ekkert fram að færa annað en afar slaka frammistðu. Meiðsli er u að hrjá öll lið í deildinni en LFC leikmenn eiga met í þeim sem og ýmsu öðru neikvæðu eins og frammistöðum á útivöllum á þessari leiktíð. En meiðsli réttlæta ekki svoma eymd og volæð. Framlínan svo bitlaus að það er nánast algert met í eymd.

  Markið er einhverjir 10 metrar á breidd en leikmenn Liverpool hittu alltaf á þá ca. 60 cm. sem markvörðurinn hefur í breidd. Það táknar að hinir auðu 9 metrarnir voru aldrei fyrir skotum liðisins, laflausum og eymdarlegum. Það að Liverpool leikmenn fari á heimavöll lakasta liðsins í deildinn (nota bene, fram að þessu) og tapi leiknum, og eigi ekki nema eina alvöru tilraun til að skora, er afrek út af fyrir sig. Frammistaðan í leiknum á móti West Ham hefði átt að flagga öllum rauðu flöggunum sem klúbburinn á í eigu sinni. En það var ekki að sjá í þessum leik. En ég hefi ekki áhuga á að horfa á liðið mitt vinna afrek af því tagi. Ég skammast mín fyrir liðið og ég skammast mín fyrir frammistöðu liðsins sem ég hefi haldið með í yfir 50 ár.

  Það er nú þannig

  YNWA

  14
  • Það er sárt að fyrir okkur sem eldri eru og muna þá tíma þegar Liverpool var stórveldi að þurfa að horfa á klúbbinn í dag sem er ekkert annað enn í mesta lagi miðlungsklúbbur.

   Ég ætla ekki að fara tína út einstaka leikmenn eða kenna Klopp um þennan árangur

   Það eru bara dökkir tímar framundan með þessa eigendur í brúnni!

   10
 10. þetta var mjög slakt og vonandi fara menn að girða sig í brók og að leikmenn fari að haldast heilir í meira en 2-3 vikur!

  2
 11. Samansafn af aumingjum, auðvitað tapar þetta lið fyrir botnliðið deidlarinnar.
  Versta við þetta er að ekkert af þessu kemur á óvart þessa dagana og maður er hættur að kippa sér upp við svona frammistöðu.
  Ef einhver var svo vitlaus að halda í einhverja von um að þetta tímabil gæfi eitthvað þá vonandi náðu þeir að slökkva í þeim.
  Þetta tímabil löngu búið, í deildinni alla vega, liðið vandræðalega lélegt og þá er bara að stilla væntingarnar þangað. Hef misst alla trú á þessum leikmönnum og áhuginn á eyða tíma í að horfa á þennan aumingjaskap fer hrað minnkandi. Vissulega erum við með ansi marga leikmenn utan vallar en þessir leikmenn eiga að gera svo miklu, miklu, miklu betur en þeir sýndu í dag og hafa verið að sýna. Skammarlegt.
  Innkaupastefnan heldur betur að koma í bakið á okkur, svo ég hljómi eins og rispuð plata.
  Minni enn og aftur á að hér spáðu menn þessu liði titlinum, þvílíkur brandari.
  Ömurlegt.

  11
 12. Jæja þá er tímabilið byrjað og við eigum erfitt með að halda okkur í efri hlutanum á deildinni.
  Sé okkur ekki ná 4 sætinu miðavið spilamennsku og nýtingu færa fyrir framan markið…

  Liðinn i deildinni eru búinn að læra hvernig þú stillir upp á móti Liverpool, 4-5-1 kerfi sem gengur út á að sparka menn niður og vona dómarinn leggi línuna á að spjalda ekki fyrr en í seinni hálfleik.
  Negla boltanum upp í vinstra hornið og keyra á Gomes / Trent.
  Furðulegt hversu mikið af dauðafærum lið eru að klúðra á móti okkur með 20% possession, spurning hvort það sé ekki fínt að baka aðeins á vellinum, leyfa þessum litlu liðum að gera mistök og refsa.
  Þetta full-blown suicide kerfi sem við erum að spila í dag, vörninn á þeirra vallarhelming virkaði þegar við vorum að pressa, pressan okkar i dag leit út eins og Man united í fyrra, þeir voru aldrei nálægt því að vinna boltan og við fáum á okkur break í andlitið aftur og aftur.

  Vonandi sjáum við smá eyðslu í Jan eða næsta sumar, hrista aðeins upp í þessum hóp og skipta út leikmönnum sem eru meiddir 85% af tímabilinu, kaupa leikmenn sem eru graðir, vilja vinna fyrir laununum og eru ekki 18-19 ára gamlir, 50 kíló og ótrúlegt efni.

  15
 13. Veit einhver hvar Thiago var ? er hann meiddur eða bara búinn á því eins og hinir ?

  YNWA.

 14. Því miður kom þetta ekki á óvart. Þetta er bein afleiðing af innkaupastefnu síðustu ára. Ekki verið keypt inn.

  Ef þú sinnir ekki viðhaldi á húsinu þínu og endurnýjar það að hluta á einhverjum tíma þá verður það lúið með tímanum. Það sama á við um okkar ástkæra lið.

  Ég skil ekki hvernig þessu hefur verið leyft að fara svona niður. Ef við ná við náum 4 sæti er það kraftaverk.

  15
  • FSG klúður. Klopp búinn að bjarga þeim einum of oft. FSG OUT…

   7
   • Davíð þú mannst kannski hverjir áttu Liverpool áður en FSG keyptu klúbbi, ef þú mannst það ekki þá ættir þú að fletta því upp.
    Það getu vel verið að FSG mættu standa sig betur í leikmannamálum en þeir komu með Klopp og björguðu klúbbnum frá gjaldþroti og fyrir það bera að þakka.

    6
   • Davíð.FSG fengu samt klúbbinn fyrir smáaura og verðgildi klúbbsins í dag er nú stjarnfræðilegt svo ég er ekki viss um að nokkur hafi áhuga á að kaupa svo bið sitjum uppi með núverandi eigendur hvort sem okkur líkar það eða ekki!

    2
  • Ég þarf bara ekki að flétta því upp man þetta vel og horfði á þá leiki alveg eins og þessa nú. Tvennt hefur FSG gert rétt. Halda Anfield og stækka hann. Ásamt því að ráða klopp. Annað hafa þér runnið á rassinn með. Þetta eru peninga menn ekki fótbolta menn þetta hefur verið rætt mörgum sinnum áður. Það að FSG hafi bjargað okkur er þvæla. Kaupa klúbb á 300milljon punda sem er metin á 4billjon punda í dag. Skal engin segja að Liverpool hafi farið í gjaldþrot. Klúbburinn hefði alltaf verið keyptur. Og þá af eitthverjum sem hafa áhuga á að “vinna” en ekki græða… fsg out

   4
 15. Þetta er svo hrikalega lélegt að nú er ég búinn að fá nóg. Það er átakanlegt og leiðinlegt að horfa upp á þetta lið verða sér til skammar 2-3 í mánuði

  Verði FSG niskupukunum að góðu við að þurfa endurnýja liðið utan Meistaradeildar
  Að vísu finna þeir einhverja meiðsla Pésa sem þeir fá á afslætti sem vekja nógu mörgum polyönnum von í brjóst
  Minni á þá bjartsýnu spá að margir héldu að við yrðum meistarar með þessari miðju
  Hún er ónýt nema 2-3 leikmenn sem geta verið back up. Hitt er rusl

  LIÐIÐ er hrunið af því að frábært lið var ekki endurnýjað með gæðum smá saman

  13
  • Hvað heldur þú að þessir eigendur séu búnir að borga sér mikið í arð? Sumarglugginn nánast á núlli, seldu alla breiddina til að kaupa 1 og hálfan leikmann á meðan hin liðin voru að styrkja sig. FSG út og það strax.

   4
 16. Ég held að aðal vandamálið hjá liðinu sé leiðtogi á miðjunni. Henderson hefur fallið svakalega síðan síðasta tímabili, enda ekki að byrja leiki þó hann sé heill.

  Merkilegt hvað margir eru að spila undir getu m.v. síðasta tímabil. Henderson, Robertsson, Trent, Dijk, Salah, Fabinho. Svo hafa Diaz, Nunez, Konate, og Jota bara ekki verið með so far. Þetta er gott sem byrjunarliðið okkar.

  Gangi hvaða þjálfara sem er vel með svona stöðu.

  Fyrir ykkur sem segið Klopp out: Be very careful what you wish for!!!
  Èg mun allavega setja mitt áhorf á pásu ef FSG gerir það. Fékk alveg nóg af tíunda áratugnum og þeim síðasta að vona alltaf það besta

  8
 17. Þetta er í raunini á pari við það sem eigendurnir hafa lagt upp með, það er ekkert að fara breytast á næstunni nema við yrðum svo heppin að klúbburinn yrði seldur til ljósárum betri eiganda!

  það að reka Klopp er einginn lausn, það er enginn þjálfari sem getur unnið úr þessum aðstæðum!

  Það sem ég er mest hræddur við er að Klopp hætti og það væri síðasti naglinn í kistuna

  Við skulum bara vona að eigendurnir séu búnir að græða nóg og þeir selji klúbbinn fljótlega.

  FSG out og það strax!

  14
 18. Því miður enn ein skitan og þegar illa árar þá er nánast allt á móti manni. Fyrir nokkrum mánuðum hefðum við unnið þennan leik með svipaðri frammistöðu og með sömu mönnum. Núna er vindurinn í fangið og því miður eru okkar “bestu” menn að sýna mjög misjafnar frammistöður á milli leikja. Að kalla menn aumingja og þaðan af verra gerir lítið fyrir okkur akkúrat núna en ég skil alveg að menn missi sig aðeins. Núna er staðan þannig að það verður hrikaleg barátta að ná meistaradeildarsæti og ef ekkert rætist úr þessum endalausu meiðslum þá er janúar bara okkar næsta von. En ég hef nú fylgt þessu liði í gegnum marga áratugi og ætla ekki breyta því og mun alltaf styðja liðið mitt í gegnum súrt og sætt. Því miður er þetta að verða ansi súrt………en ég trúi 🙂
  YNWA

  8
  • Ég held að vonin um meistaradeildarsæti sé engin því miður, það er smá von um evrópudeildarsæti. Við eru að færast neðar með hverju árinu sem stórir og fjársterkir aðilar kaupa liðin í kringum okkur, það er því miður mun meiri líkur á því að Newcastle vinni deildina á næstu árum enn að Liverpool endi í topp fjórum á þessu tímabili.

   8
   • Vonin er alltaf einhver en staðan skánar ekki með svona úrslitum. Maður er mest fúll út í stórunöfnin sem halda greinilega að það þurfi ekki að eyða orku í svona leiki. Við erum bara 7 stigum á eftir þannig að ég ætla að halda áfram að trúa og vona 🙂

    1
   • við erum sjö stigum frá fallsæti sem er hryllileg tilfinning 🙁

    3
 19. Alveg með ólíkindum að við fengum ekkert út úr þessum leik og óþolandi að VVD geri ekki miklu miklu betur í öllum sínum færum

  5
 20. Við verðum bara að fara að horfast í augu við að okkar frábæra lið er komið á aldur og þarfnast endurnýjunar.

  Þrátt fyrir að tveir af okkar bestu mönnum undanfarin ár Mane og Wijnaldum séu farnir, þá eru margir hinna komnir yfir sinn topp. Þessir tveir fyrrnefndir voru samt í hópi okkar allra bestu vinnudýra (-alka) alveg fram að þeirra sölum. Missirinn af þeim er því mikill. Við vitum öll að Milner er kominn vel á aldur (36), nema hann sjálfur. Milner hefur samt alla mína virðingu og ætti að vera öllum öðrum fyrirmynd. Hann kemur enn að mjög góðum notum, stoppaði mark á okkur í dag og líka í síðasta leik.

  Henderson er líka kominn á vel góðan aldur (32) hann faldi það bara oftast síðasta vetur. Hefur samt alla burði til að fylgja í fótspor Milners. Einn enn á miðjunni Thiago-Alcantara var keyptur gamall og er nú eldri (31). VVD er líka kominn á aldur (31). Hann var svo góður fyrir meiðsli að um hann var sagt að hann gerði alla í kringum sig betri. Af meiðslunum hefur hann ekki náð sér, hann er ekki nærri því eins góður í stoppa andstæðinga áður en þeir búa til hættu og verri í því að stoppa hættur sem þá þegar þær eru komnar á dagskrá. Stærstu áhrifin eru samt að hann er hættur að gera alla aðra betri, nefnum Gomez, Robertson, TAA og þó sérstaklega Fabinho. Eini maðurinn sem ekki lítur verr út í þessu hallærisástandi hans er Alison (30), enda fær hann nú fyrst tækifæri til að sýna sína burði. Ónefndur er Mate sem vissulega þarf góðan stuðning frá VVD en þegar hann er heill þá hefur hann ýmislegt fram að færa, en aldurinn er líka komin yfir hann (31).

  Virðing mín fyrir öllum upptöldum er mikil og þakka ég þeim af öllum hug fyrir skemmtulegustu stundirnar undanfarin ár. En við þurfum annað hvort “replacement” fyrir VVD eða annan með sömu eiginleika við hliðina á honum á meðan hann klárar sig. Í ljósi þessa ætti VVD að taka við sem fyrirliði af Henderson+Milner? Þá held ég samt sjálfur að við þurfum mjög fljótt að horfa til annara yngri í það hlutverk t.d. til bakvarðana okkar snörpu.

  Firmino (31) er líka kominn í hóp þeirra sem eru komnir á aldur, en kannski sá eini sem er nýttur í samræmi við það. Salah (30) nálgast þetta en virðist samt búa ennþá yfir orku sem gæti nýst 1-3 tímabil enn, en hann er hættur að fá sinn fulla stuðning frá öllum “ellismellinum” (sorry fyrir orðnotkunina). Ég held að það séu alveg tækifæri til að halda honum í “one season wonder” klassa í 1-3 tímabil enn.

  Nær allir aðrir eru í þjálfun og uppbyggingu í “extraordinary perfect” lið, nema kannski Robertson og TAA, þeir eru tilbúnir og gera sitt með réttum mönnum í öðrum stöðum. Segja mætti líka að Jota væri kominn vel af stað í þeirri þjálfun, flestir aðrir styttra.

  Klopp er auðvitað bestur í því að sjá um það sem þarf að gera!

  5
  • PS.

   Auðvitað spilar það inn í núna í haust að allar þessar hetjur okkur hafa ná því sem flestir ná ekki þ.e. að vinna allar af stærstu keppnunum sem er í boði með félagsliðum. Auðvitað finna þeir fyrir einhverskonar mettun.

   1
   • Fynnst þér Mettun að vinna einn meistardeildartiltill af 3 tilraunum og einn Premier titill af 3 tilraunum ? og ekki eins og við höfum verið Serial Winner eins og Kevin De Bruyne undanfarin ár þótt hann hafi ekki enn unnið meistardeildinna- En Fuck me City mætir til leiks ár eftir ár enda endurnýja þeir alltaf eitthvað! pældu í því hvað liðið þeirra er Scary gott næstu árin með helvítis Haalland…..og hann verður ekki Mettaður þegar kemur að mörkum hann vil verða í sama flokki og CR7 og Messi þegar hans ferill er búinn…..

    1
  • Vita það ekki allir nema eigiendur liðsins? Þeir eru alla vega ekki að eyða miklu til að ná þessari nauðsynlegu endurnýjun.

   4
 21. Maður er bara orðlaus, og allur þessi meiðsla pakki ofan á þetta allt. Sumir spila 1-2 leiki og strax meiddir í nokkrar vikur, ef ekki mánuðir.

  Og þessi taugaveiklunar stress með þennan frá Juventus, guð minn almátturgur hvað þetta tímabil er buið áður en það byrjar

  2
 22. Kannski ekki vænlegt til árangurs að byrja með Jones, Elliott og Carvalho alla inn á og í stöðum sem þeir passa illa inn í.

  Þess utan er Jones ekki nógu góður.

  Carvalho væri kannski best nýttur í þeirri stöðu sem Firmino spilaði í dag.

  Þrátt fyrir að maður sjái gæði í Elliott þá er heldur ekki gott að sjá hvar hann nýtist liðinu best.

  7
 23. Ísinn farinn að bráðna hratt undan Klopp. Ef hann lifir af fram að næsta leikmannaglugga þá er sá gluggi mikilvægasti gluggi Klopps og FSG frá upphafi. Uppbygging eða meira niðurrif. Hvor leiðin verður tekin?

  Ég sá sem betur fer bara 20 mín af fyrri halfleik þar sem ég kaus að fara út að versla frekar en að horfa. Góður kostur. Völlurinn virkaði ansi þurr en enginn vindur samt.

  4
 24. Hvað var Klopp að hugsa að byrja Milner inná sem á að hjálpa Gómes. Þetta er komið í það sama og var, vinna stóru liðin og ráða ekki við þaug litlu.

  4
  • Minni á að þeir byrjuðu leikinn á móti City og stóðu frábærlega. En sammála þér með þetta eins og var hér um árið, töpuð stig á móti liðunum í neðri hlutanum sem oftar en ekki féllu svo um vorið.

   1
 25. liverpool fékk færi til að klára þennan leik, en það vantaði bara miklu meiri gæði fyrir framan markið. miðjan er algjörlega ónýt, vantar menn sem geta skotið fyrir utan teig, menn eins og Henderson og Milner eru orðnir alltaf hægir,

  2
 26. Það er auðvitað eins og að hýða dauðan hest að nefna þetta, en MIÐJAN, drottinn minn! Hvað var Klopp að hugsa í sumar?

  6
  • Klopp hefur örugglega hugsað eitt og annað en neyddur til að fylgja frekar dapri innkaupastefnu um þessar mundir. Ef ekkert gerist í janúar glugganum og þá er ég ekki að tala um lánsmenn sem komast ekki í liðið, þá er þetta endanlega búið hjá FSG!

   4
   • Ég er nú fyrst og fremst að meina allar þessar yfirlýsingar um hvað hann hefði marga góða miðjumenn. Óþarfi að vera með slíkt leikrit þegar allir sáu í hvað stefndi.

    5
 27. Liverpool var að tapa leik vissulega gegn neðsta liðinu í deildinni og með það sama byrjar söngurinn hér, þessi eða hinn leikmaðurinn drasl, Klopp búinn á því, FSG out, það er svo skrítið að þegar Liverpool vinnur leik þá sjást þessir sófasérfræðingar flestir ekki en um leið og ílla gengur þá eru þeir mættir hér og höggva mann.

  12
  • Of margir leimenn skila engu, nema vinnu fyrir læknateymi og sjúkraþjálfara. Eigendur eru nískir. Klopp er maðurinn.

   10
  • Missti af leiknum, en vandamál okkar eru stærri en maður gerir sér grein fyrir. En ef einhver getur bjargað okkur er það meistari Klopp.

   Maður getur ekki gefist upp á meistara Klopp þegar á móti blæs, hann verður og hefur unnið það inn að fá sénsinn til að byggja nýtt lið.

   Núna er að vonast til að menn koma úr meiðslum og halda sér heilum og við björgum því sem bjargað getur og gera aðeins betur en það. YNWA

   4
  • Ég ætla ekki að kalla mig neinn sófasérfræðing en ætla samt að leyfa mér að tjá mig um það sem mér finnst vanta og hefur vantað hjá Liverpool. Ágætis aðgerð að taka út reiðina/svekkelsið hér.

   Klopp er fastur í “ef það virkar því að breyta einhverju” hugarfari sem virkaði fyrir þremur árum þegar allt gekk vel. Sömu 11-13 leikmenn spiluðu alla leikina og við heppnir með meiðsli.

   Spólum svo SEX leikmannaglugga fram í tímann og við erum enn að horfa á “Ef það virkar því að breyta einhverju” hugarfarið ráða ríkjum. Jú, við höfum gert æðisleg kaup á ungum leikmönnum og höfum meira að segja selt hreint út sagt frábærlega líka. Allt þetta til að geta verið í kringum £35m eyðsluþakið

   Nú skellum við þessum innkaupum inn í formúluna og sjáum hvað gerist. Nei, augnablik. Við stöndum uppi með svakalega efnilega leikmenn sem einn daginn verða frábærir leikmenn sem verða mjög góðir knattspyrnumenn en í dag eru þeir bara efnilegir.

   Skellum þessu inn í “Ef það virkar því að breyta einhverju” formúluna. Boom! Syntax Error!

   Þessir 11-13 leikmenn (sem hafa ekki verið seldir) eru ekki með lappir í verkefnið framundan og krakkarnir ekki tilbúnir að í þetta verkefni (þótt þeir lofi góðu!). Meiðsli gerast, sérstaklega hjá liðum sem spila sömu leikmönnum stanslaust.

   Þessi algenga afsökun að kaupa ekki: “Við kaupum ekki bara til að kaupa leikmenn” og einnig “ef hann passar ekki inn í moneyball formúluna þá gengur það ekki upp”. Semsagt, 37 ára Milner á £140k í vikulaunum var betri en allir sem við vorum að míga utan í þessi sl 3 árin? Moneyball my ass!!

   Þetta niðurrif sem á sér stað hjá Liverpool er sponsorað af Moneyball ruglinu í FSG með snertu af Þýskri þrjósku. Eina og staðan er í dag hefur þetta Moneyball snúist upp í andhverfu sína þar sem FSG þarf að skella SJÚKUM upphæðum á borðið til að dæla sjóinn upp úr hálfsökkvandi skipinu sem Liverpool er í dag. Þessar upphæðir fara í að bæta fyrir 3 ár af vanrækslu á byrjunarliðinu (ekki kaupin á framtíðarkrökkunum).

   Við erum ekki að biðja um “Nottingham Forest” leiðina, þeas, kaupa alla af listanum. Við viljum bara að byrjunarliðið verði styrkt sem tryggir samkeppni og minna þreyttir fætur.

   Aftur í sófann.

   5
   • Vel mælt Eiríkur

    Það hlýtur líka að vera áhyggjuefni að menn eins og Diaz og Nunez sem eru ný komnir eru strax farnir á meiðsla lista.

    Erum við svona óheppnir eða er þetta tengt æfingasvæðinu með allt of intense þjálfun?
    Ég hef ekki hugmynd en er þess sammála það aldeilis að fara taka til og fá inn leikmenn sem geta spilað.

    Spurning hvað þessi moneyball stefna gerir fyrir FSG ef Liverpool missir td af meistaradeildini á næsta tímabili.
    Fyrir utan peninga tapið þá mun pulling power fyrir bestu leikmennina verða talsvert flóknara ef við erum ekki í CL.

    YNWA

    2
 28. smá pæling, við erum með 2 markmenn á bekknum, en engan sóknarmann, liðið ða flotta sóknarmenn í yngri liðunum, væri kannski málið að gefa þeim séns,

  6
 29. Jonathan Morley segir að frammistaða leikmanna (f. utan Alisson) hafi verið svívirðileg og að þetta lið nái í besta falli Evrópudeildarsæti. Þessi mikli sérfræðingur hefur líklega rétt fyrir sér, því miður.
  .
  Eftir frábæra frammistöðu gegn City og hark gegn West Ham virðist bensínið vera búið í bili. Nú þarf nauðsynlega að tryggja liðið upp úr riðlinum í CL til að við höfum eitthvað til að brosa yfir í HM pásunni.

  Það er nú þannig.

  8
 30. Jæja, það fer að styttast í uppáhalds afsakanirnar mínar á þessum vef.

  1. Þetta var dómaranum að kenna (VAR)
  2. Markmaður andstæðingana átti “leik lífs síns” (algerlega í uppáhaldi hjá mér 😉 )

  Hef annars haldið með þessu frábæra liði í 40 ár.
  Það er ekki hægt að vinna alltaf.

  4
 31. Anda inn og anda út. Þó svo að þetta minni á gamla tíma að þá er nú tímabilið rétt byrjað. Ég hef fulla trú á að við komum til baka svo reynum nú að styðja liðið gegnum sársaukafulla tíma og verum smá þolinmóð. Það vill enginn Klopp out nema rugludallar. YNWA alltaf!

  2
  • Sammála. Anda inn og út þetta mun koma . Áfram Liverpool í blíðu og stríðu.

   1
 32. Ég held að það séu ekki margir Liverpool aðdáendur sem vilja Klopp out! Klopp er dýrlingur aðdáenda og hann veit það, en það er ekki þar með sagt það að sé bannað að vera með réttmæta gagnrýni á hann. Ef Klopp var ekki sammála stefnu eigenda í leikmannakaupum, þá átti hann aldrei að samþykkja nýjan samning sl. vor án þess að hafa ríkar kröfur um peninga til endurnýjunar á ryðguðum flotanum. Hugsið hvað hefði gerst ef það hefði lekið út að Klopp ætlaði að hætta vegna þess að eigendur vildu ekki leggja fram peninga til að kaupa ferskar fætur? Það hefði orðið UPPREISN í Bítlaborginni gegn eigendum þannig að þeim hefði ekki orðið vært þar lengur. Stefna félagsins í leikmannamálum með Klopp í forsvari er gjörsamlega óásættanleg. Ég eldska Klopp eins og þið, en ég get ekki lengur horft á þessa leiki þar sem ég þoli ekki að horfa upp á Liverpool tapa! Þeir geta hæglega tapað fyrir næstum öllum, eins og þeir spila stundum.

  1
 33. Versta frammistaða síðan Herr Klopp tók við liðinu ! Að tapa gegn þessu samansópi af drasli er hneyksli. Við þurfum að kaupa 4-5 leikmenn í janúar ef það á alltaf að reikna með 8-9 leikmönnum í meiðslum. Hvaða helvítis aumingjar eru þetta ? Hver spilar ekki með eyrnabólgu ? Fyrir LIVERPOOL !
  Byrjunarlið með Carvalio og Elliiot er bara alltof soft á svona lið. Jones er í engri æfingu, nú bjalla ég í helvítis kana andskotana og heimta að það sé settur einhver peningur í leikmenn, ekki fasteignir.
  Bellingham,
  Tielemans
  Neves
  og tvo í viðbót. Það veitir ekki að því ef við erum svona andskoti miklir aumingjar að við meiðumst alltaf 10 sinnum meira en allir aðrir. Ég meina hvað er að ? Reka þá bara fitness þjálfarana bara.
  Ég get bara ekki tekið þessu eins og einhverjum kinnhest eins og sumir hérna.

  3
 34. Þetta er einfaldlega búið hjá Klopp. City og Arsenal er ljósárum á undan og nokkur önnur lið líka. Partýið búið.

 35. Í samanburði tveggja leikja sem voru spilaðir með vikumillibili sást berlega að gamli kjarninn getur kreist fram eina meistaraframmistöðu á móti City en blandaðra lið er ekki tilbúið í N. Forrest.

  Liðsvalið kemur af nauð af því að heilt byrjunarlið er meitt. Ég hef kunnað að meta framlag ungu drengjanna frá Fulham en þeir eru allt of ungir til að bera hita og þunga af leik í þessari deild. Jafnvel þótt þeirra samspil hafi verið það jákvæðasta sem við sáum í fyrri hluta leiksins.

  Leiðinlegast fannst mér raunar að sjá reyndustu leikmenn liðsins fara með færin sín eins og þau hlytu að vera ókeypis. Að þau kynnu að koma á færibandi af því að þetta var lakara lið. Á móti City hefði Virgill alltaf skallað boltann í netið en ekki sent upp á von og óvon inn í teig. Þeir héldu að svona færi hlytu bara að koma sjálfkrafa. En þau koma aldrei sjálfkrafa á móti liðum sem hafa 11 menn fyrir aftan miðju.

  Þetta var slakasti leikur liðsins í ansi langan tíma. Meiðsli hafa þar mikið um að segja en það segir líka að menn sem allajafna verma skornar aspir hafa engin kraftaverkaáhrif í svona leikjum.

  Þetta er endurtekning á svo langri sögu í rússíbönum Liverpool. Og alltaf er maður jafngáttaður á því að stórfyrirtæki af þessari stærðargráðu hugi ekki að meiru en einu ári í senn. Kannski er þessi fótbolti bara orðinn stærsti trúðaskóli heimsins, stjórnað af einhverjum glóbalistum sem taka blaðamenn af lífi. Annaðhvort eru stjórnarmenn LFC að halda of fast um budduna eða það er ekki séns að keppa við stórkapítal sem engin takmörk eru sett. Við áttum okkar days of glory og síðustu ár hafa í raun verið running against all odds. Mikið hljótum við að vera stolt af þeim. Nú er liðið sem gerði þetta komið á … ég segi ekki leiðarenda, en að tímamótum. Þetta sáum við svosem 2018 þegar things voru á uppleið og ég hugsaði: Eftir 4-5 ár þá verður þetta lið ekki lengur.

  Við eigum séns á fjórða sætinu, með HM-hvíld, menn aftur úr meiðslum, þá verður liðið náttúrlega allt annað. Og andinn í Liverpool-liðinu hverfur aldrei. Við erum á brautarstöð og það verður að taka því. Ég hef trú á fjórða sætinu og jafnvel sigri í meistardeildinni ef menn skila sér úr meiðslum. Liverpool er besta liðið í útsláttarkeppnum. Það er YNWA.

  4
 36. Auðvitað er maður svekktur eins og fleiri en ég læt það alveg vera að hrauna yfir leikmenn og Klopp eins og sumir gera hér á síðunni. Liverpool liðið hefur skemmt okkur undanfarin ár með góðum bolta og mörgum titlum. Finnst líka alveg óþarfi og rífast og skammast út í þá sem komið hafa inn í liðið og gert sitt besta. Velti upp spurningum….
  ….hvað veldur því að leikmenn okkar liðs eru svona mikið meiddir. Þetta er löngu hætt að vera í lagi?
  ….innkaupastefna þeirra sem ráða?
  ….ungu leikmennirnir ekki alveg klárir en það kemur?
  ….breiddin í hópnum?
  ….erfitt að fylla skarð Mane?
  ….er Salah að hluta til farinn annað?
  ….kæruleysi og vanmat á andstæðingum en trúi því þó ekki?
  ….færanýtingin er í daprari kantinum í mörgum leikjum?
  ….er VvD ekki alveg heill heilsu?
  ….ásigkomulag Henderson, meiðsli, þreyta, á hraðri niðurleið?
  ….hvar er Keita. Hann er að verða svona huldumaður eins og sá sem fór til Skotlands?

Liðið gegn Forest

Stelpurnar fá Arsenal í heimsókn