Liðið gegn Forest

Liðið sem mun byrja leikinn gegn Nottingham Forest í hádegisleiknum í dag hefur verið staðfest og það eru nokkrar breytingar gerðar á því eftir sigurleikinn gegn West Ham í miðri viku.

James Milner kemur inn í hægri bakvörðinn fyrir Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson kemur inn vinstra megin fyrir Kostas Tsimikas. Þá sest Jordan Henderson á bekkinn og Fabinho kemur í hans stað og Carvalho heldur sæti sínu á vinstri vængnum og Harvey Elliott kemur inn fyrir Darwin Nunez sem fann fyrir meiðslum í læri í miðri viku þar sem hann átti frábæran leik. Curtis Jones byrjar svo sinn fyrsta leik í ansi langan tíma.

Alisson

Milner – Gomez – Van Dijk – Robertson

Elliott – Fabinho – Jones – Carvalho

Salah – Firmino

Bekkurinn: Adrian, Kelleher, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas, Clark, Bajcetic, Phillips, Trent

Thiago og Nunez eru ekki með í hóp en samkvæmt Twitter slúðrinu þá átti Thiago upphaflega að vera í byrjunarliðinu í stað Jones en hefur líklega ekki verið heill. Bekkurinn er ekki mjög spennandi en þetta byrjunarlið á að klára verkefnið í dag og sækja stigin þrjú.

57 Comments

 1. Ofboðslega þarf þetta lið á nýjum leikmönnum að halda. Ég er mjög sáttur með kaupin á Nunez. Eins Fulham strákana. Bekkurinn í dag sýnir okkur samt hvað við stöndum tæpt. Ásamt stöðunni í deildinni.

  Trúi alltaf á sigur og í dag er það skylda.

  Spái 1-2 sigri okkar manna. Salah með bæði mörkin.

  Áftam Liverpool og Áfram Klopp!

  4
 2. Já þessi meiðsli eru orðinn þreytt.
  Þeir eiga samt að klára þennan leik gegn þessu lélega liði.

  3
 3. Skoðum aðeins hverjir eru EKKI í byrjunarliði eða á bekk:

  Konate (meiddur)
  Ramsay (leikfær, en bara með U21)
  Matip (meiddur)
  Thiago (veikur)
  Keita (meiddur, en farinn að æfa)
  Melo (meiddur)
  Jota (meiddur)
  Díaz (meiddur)
  Nunez (tæpur)
  Gordon (meiddur)

  Semsagt, 6 sem eru hreint og beint meiddir, tveir sem eru farnir að æfa en ekki í leikformi. Einn tæpur og einn veikur.

  Ég bætti Kaide Gordon við listann, þó hann sé vissulega meira U21/U18 leikmaður, en virtist vera næsti maður inn úr þeim hóp á síðasta ári. Magnað að hann hafi bara ekkert sést núna í marga mánuði, ég minnist þess ekki að það hafi verið talað um að hann hefði meiðst eitthvað illa á sínum tíma.

  Framlínan ansi þunn, ekki gott þegar Bobby Clark er næsti maður inn af bekknum. Nei ég sé hann ekki koma inná, nema í því ólíklega tilfelli að liðið verði með örugga forystu þegar skammt er til leiksloka. Þó svo Forest séu í neðsta sæti sé ég þá ekki rúlla eitthvað á hliðina, held þetta verði ströggl í 90 mínútur.

  3
 4. Þetta hlýtur að vera met í meiðslum.

  Nú eru eftirfarandi meiddir:
  Diaz
  Nunez
  Jota
  Matip
  Konate
  Thiago
  Keita (surprise)
  “Melo”

  Vantar bara tvo bakverði og markann og við erum bara með fínt starting XI !! Svakalegt

  Aldrei hægt að keppa um titla með svona lista.

  Hvað er í gangi!!!

  3
 5. líst ekkert sérstaklega á að Jones sem er nýstiginn upp úr langtímameiðslum spili í tveggja manna miðju.

  Ox í engu leikformi eini sóknarkosturinn á bekknum.

  4
  • nema að Bobby Clark sé sóknarmaður? Skráður sem central midfielder á transfermarkt.

   1
 6. Ljótt er að sjá meiðsla listann, sem nánast alltaf er jafn langur hjá Liverpool svo sorglegt sem það er. Þessi leikur ætti samt að vinnast svona 3-0. Ég myndi vilja sjá Stefan Bajcetic fá einhvern spilatíma í dag, hann hefur svo flott fornafn.

  6
 7. Það er ekkert lið í úrvalsdeildinni nógu lélegt til að réttlæta að Curtis Jones stjórni spilinu hjá Liverpool!

  4
  • Thiago heima með sýkingu í eyra. Jones er svakalegt downgrade.

   Algjört harakiri að kaupa ekki miðjumann í sumar.

   6
 8. Ógeðslega hægir lélegir og fyrirsjáanlegir ..jesús hvað þeir nenna þessu ekki

  2
 9. Ég vona bara að leikmenn Liverpool fái sér rótsterkt kaffi í hálfleik eins og ég og sleppi tesullinu.

  4
 10. Ok Curtis Jones mættur eftir meiðsli en sorry – hann er og verður alltaf í Championship klassa og ekkert meira en það! Þegar FSG hunskast til að styrkja miðjuna og það með leikmönnum sem fara beint í liðið en ekki mönnum sem þurfa einhver ár í að spila sig í byrjunarlið, þá mun CJ verma tréverkið og spreyta sig í FA og deildarbikar.

  Annars ekkert að gerast í þessum leik, enginn á bekknum sem breytir því, jafntefli í dag gegn botnliði deildarinnar.

  4
 11. Ekki er það merkilegt. Fannst samt gaman að Elliott hoppa upp úr tæklingu Kouyaté. Það slökkti meira að segja á stuðningsmönnum Forest í smá tíma. Flestir nútíma fótboltamenn hefðu rúllað um í grasinu í von um spjald.

  Þetta er samt 50/50 leiðinlegur leikur. Sem við á endanum vinnum.

  Koma svo!!!

  2
 12. Bobby gjörsamlega týndur.

  Carvalho er ekki nýtast þarna vinstramegin.

  Van Dijk virðist ætla að taka leikstjórnandahlutverkið að sér þar sem Jones ræður ekki við það.

  Elliott lítið að finna sig hægra megin.

  3
 13. Eru á jogginu bara og með hægar og fyrirsjáanlegar sendingar.
  Þeir frammi hafa gert nákvæmlega 0 fyrir utan 1 færi í byrjun hjá Carvalho.
  Gomez gaf meira á Nforrest heldur en sína menn.

  Erum með boltann 90% en gerum ekkert bara hægar sendingar til hliðar.
  Curtis á ekki að vera inná vellinum ef hann spilar svona.

  3
 14. Er ekki einhver með númerið hjá Klopp sóffasérfræðingur sem þarf að ræða við hann.

  YNWA.

  4
 15. Aðeins betra núna spurning um auka pressuna með að fá Trent inná fljótlega

  1
 16. maður er að verða orðlaus. Sumir innan liðsins geta ekki sent stuttar sendingar sín á milli.

  4
 17. Veit einhver af hverju það má ekki nota VAR þegar liverpool maður fellur í teignum í návígi? Þetta var meira víti en west ham fékk síðast.
  Svo skora hinir, týpískt.

  3
 18. Að lenda undir gegn neðsta liðinu segir heilmikið um vandræði Liverpool í dag, en ég trúi þó enn á Liverpool sigur – Annað væri hneyksli

  5
 19. afhverju er þetta lið svona léleg, það verður eitthvað að fara breytast þarna

  7
 20. Djöfull er sárt að horfa á liðið okkar vera að drulla upp á bak gegn lélegasta liði deildarinnar þó að það vanti lykilmenn er það enginn afsökun að aðrir stígi upp þeir eru á launum við að spila fótbolta. Allar ákvarðanir eru lélegar og það er eins og menn hafi vanmetið lið forrest. Ekki boðlegt fyrir lið sem á að vera í topp 4

  7
 21. Það hefur ekki sýnt það á þessu tímabili að það eigi að vera í topp 4.

  2
 22. Þessi hópur er svo metnaðarlaus. Það er engin barátta né vilji. Gomes er algjörlega useless leikmaður þó hann hafi átt einn ágætisleik um daginn. Þessi meiðsli eru líka rannsóknarefni. Það er eitthvað að æfingaprógramminu.

  3
 23. Lélegasta færanýting í deildinni. engin verðlaun fyrir að hlaupa 12k í leik og pressa eins og hauslausar hænur… þetta er orðið langþreytt.

  3
 24. þá er þetta endanlega ljóst uppbygging og þrautaganga í einhver ár því miður

  6
 25. Æ, getur þetta tímabil ekki bara klárast. Vinna besta lið deildarinnar og tapa svo fyrir því versta viku seinna. Finnst eins og ég sé að horfa á Liverpool tíunda áratugarins.Vanmat hjá alltof mörgum leikmönnum og alltof margir að spila undir getu. Er um það bil að gefast upp á Gomez, alltof mistækur og á markið skuldlaust.

  Verður hins vegar ekki tekið af Cooper að hann stillti þessum leik frábærlega upp út frá fáum styrkleikum NF og mörgum veikleikum Liverpool um þessar mundir..

  2
 26. Það vantar allan metnað og kraft hjá þeim þegar þeir eru að spila við lakari lið. Alveg glatað

  3
 27. Shocking, bara shocking, alltof veik miðja með Jones og Fab. Ef Hendo er fit þá átti hann alltaf að byrja fyrir Jones. Fabinho reyndar með ótrúlega slakan leik. Gomez er rusl þó hann hafi verið fínn á móti City þá er hann langt frá því að vera nógu góður fyrir þetta lið og hvernig dettur Klopp í hug að nota Ox? ef hann hefði ekki átt þessa ömurlegu fyrirgjöf þarna í lokin þá hefði það alveg farið framhjá mér að hann hefði komið inná. Van Dijk slakur líka, allt liðið slakt og núllar út sigur á móti City, þvílík vonbrigði.

  4
 28. Hvað ætlar FSG að gera núna? Ef liðið nær ekki CL sæti? Uppá að leysa vandamálin á miðjunni ?
  Þurfa menn ekki að yfirborga allalaunapakka og fleira núna þar sem liðið getur ekki boðið uppá meistaradeildarsæti?

  Við lifnum aðeins við í stórum leikjum en komum svo hauslausir í svona leiki.

  Erum mikið meiddir
  Og fyrir leikinn bætast við tveir
  Thiago með sýkingu í eyra ??og nunez tæpur hefði getað spilað á morgun segir klopp. ???
  Vanmetið og hrokin var gígantískur í dag og fengu menn það algjörlega í smettið sem þeir áttu skilið

  Það voru alltof margir rulluspilarar inná í dag.

  Er Botninum náð? Við erum löngu búnir að ná honum á þessu tímabili við komust í skamma stund af honum en náum honum aftur og aftur.

  Treysti manninum sem stjórnar en oft sem áður erum við einum glugga of seinir að styrkja augljósaveikleika. Og í þetta skiptið gæti það kostað okkur meira en nokkru sinni fyrr.

  4
 29. Hafði rangt fyrir mér,þegar ég var viss um að það gæti ekki versnað.En þessi meiðslavandræði eitthvað furðulegt við þau.Og svo Salha nákvæmlega ekkert getað allt þetta ár.Fyrisjáanlegur með afbrigðum,þarf svo sannarlega að fara að standa undir þessa risasamningi sem hann fékk.Svo ætlum við að kaupa Bellingham !!! það mun ekki verða enda lítur ekki út fyrir að LFC spili í meistaradeild Evrópu næsta timabil því miður.

  5
 30. Sammála að kaupa þarf inn en er líka ánægður með rekstrarformið okkar og stefnu. Þetta tímabil í deildinni mun snúast um sæti í CL og ekkert annað.

  1

Upphitun: Nottingham Forest á City Ground

Nottingham Forest 1-0 Liverpool