Tvöföld veisla í dag – stelpurnar heimsækja Spurs

Liðin okkar spila bæði deildarleik í dag, og bæði koma svolítið særð inn í þá leiki: strákarnir eftir tap gegn Arsenal í síðasta leik, stelpurnar eftir tap gegn Everton. Bæði liðin léku svo í öðrum keppnum í millitíðinni og unnu þá leiki.

Það verður að sjálfsögðu sér leikþráður um City leikinn á eftir um leið og liðið verður tilkynnt, en svona stillir Matt Beard upp gegn Tottenham Hotspurs í dag:

Laws

Flaherty – Fahey – Matthews

Koivisto – Kearns – Furness – Hinds

Daniels – Stengel – Lawley

Bekkur: Cumings, Kirby, Robe, Silcock, Roberts, Matthews, Holland, Humphrey, Wardlaw

Að megninu til sama byrjunarlið og gegn Everton, en nú fær Taylor Hinds að spila í sinni “eðlilegu” stöðu í vinstri vængbakverði, og Yana Daniels kemur inn í framlínuna. Þá fer Ceri Holland á bekkinn og Rachel Furness byrjar í hennar stað á miðjunni. Hannah Silcock byrjar á bekknum í sínum fyrsta leik sem formlegur leikmaður Liverpool eftir að hafa gert sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið.

Annars er hópurinn helst til þunnur í framlínunni, og í reynd engin á bekknum sem spilar að jafnaði frammi. Verður gaman að sjá hvort Charlotte Wardlaw verður e.t.v. hækkuð í tign ef til þess kemur að það þurfi að skipta út einhverri af fremstu þremur, hún var jú að byrja að jafnaði í bakverði eða vængbakverði fyrst, en hefur verið að koma inn á miðjuna í síðustu tveim leikjum.

Nú er bara að vona að Vicky Jepson fari ekki að gera okkar konum skráveifu í sínum fyrsta deildarleik gegn sínum gömlu félögum, en þessi lið mættust vissulega í Continental bikarnum í fyrra og þar hafði Vicky betur með naumum 1-0 sigri. Það væri gaman að ná að svara fyrir þau úrslit í dag.

Leikurinn verður sýndur á The FA Player, en virðist þurfa breskt VPN til að mega horfa (þó allir geti hlustað).

Færslan verður svo uppfærð síðar í dag með úrslitum og stöðu í deildinni.

KOMA SVO!!!


Leiknum lauk með 1-0 sigri Spurs, grísamark í byrjun leiks. Spurs áttu vissulega fyrri hálfleikinn, en okkar konur komu sterkar til baka í seinni og voru óheppnar að jafna ekki. Þær eru núna í 9. sæti með 3 stig eftir 3 leiki, og fá Arsenal í heimsókn á sunnudaginn eftir viku.

Man City á morgun

Liðið gegn City