Liverpool 1 – 0 City

Tímabilið er kannski ekki aaaaalveg búið, því okkar menn unnu dísætan 1-0 sigur á liði City í dag.

Markið

1-0 Salah (76. mín)

Gangur leiksins

Liðið sem byrjaði leikinn í dag var allt annað lið en hefur verið að spila í haust. Menn mættu greinilega með hausinn rétt skrúfaðan á. City gerðu það líka, og leikurinn var í járnum nánast allan tímann. Þrátt fyrir 0-0 í hálfleik þá var fullt af færum og hálffærum, Robbo átti skot sem við vissum allan tímann að myndi aldrei hitta markið, en færið var gott. Jota fékk skallafæri eftir fyrirgjöf frá Elliott, en skallaði beint á Ederson. Hinu megin komu nokkur hálffæri, en staðan jöfn í hálfleik.

Síðari hálfleikur byrjaði svo með látum. Salah fékk dauða-dauða færi þegar hann slapp einn í gegn, en renndi boltanum neðarlega og Ederson náði að setja litlaputta í boltann, nægilega mikil snerting til að boltinn sleikti stöngina fjær en hefði annars klárlega endað í horninu. Snertingin var svo lítil að Salah fékk ekki einu sinni horn, og var það svosem ekki í fyrsta sinn sem Salah fékk ekki hlutina dæmda með sér. Í næstu sókn skoraði Foden, en vandamálið (fyrir City) var að það var brotið á Fabinho í aðdragandanum – mjög greinilegt peysutog hjá Haaland – og eins var vafasamt hvernig norðmaðurinn vann svo boltann úr höndunum á Alisson, en það kom aldrei til þess að það þyrfti að skoða það, því brotið á Fabinho var nóg. Þurfti að vísu VAR til.

Það kom svo þreföld skipting á 73. mínútu: Hendo inn fyrir Fab, Nunez inn fyrir Firmino, og Fab fyrir Harvey. Margir greinilega orðnir þreyttir, þar á meðal Jota, en hann varð að gjöra svo vel að spila áfram.

Skömmu eftir skiptinguna fengu svo City aukaspyrnu á okkar vallarhelmingi. Sendingin fór beint í lúkurnar á Alisson, og hann átti eina af sínum margfrægu útspörkum fram völlinn, þar sem Salah náði að vinna sig framhjá varnarmanni City, hljóp í átt að marki einn og óvaldaður, og nú gerði hann engin mistök þegar hann lyfti boltanum hæfilega framhjá Ederson og skoraði gríðarlega sætt og mikilvægt mark.

Skömmu síðar gerðust ekki svo sjaldséðir hlutir þegar það var dæmt á Salah þrátt fyrir að það hefði átt að dæma á varnarmenn City, Klopp gjörsamlega missti það og fékk að líta rauða spjaldið í framhaldinu. Það voru því Pep og Pep sem börðust á hliðarlínunni, og Pep okkar Lijnders hafði betur í lokin, því ekki náðu City menn að jafna. Nunez fékk a.m.k. tvö gullin tækifæri til að bæta við, en það sem skyggir aðeins á þennan annars frábæra sigur er að það þurfti að bera Jota af velli undir lokin. Við vonum að hann komi fljótt til baka.

Frammistaða leikmanna

Hér er ekki hægt að taka einhvern einn út, bæði átti enginn slæma frammistöðu því það mættu allir með hausinn rétt skrúfaðan á og börðust til síðasta blóðdropa, og eins var erfitt að segja að einhver einn hefði staðið upp úr. Nefnum þó Gomez og Milner, mennina sem margir héldu að Haaland og Foden myndu leika sér að eins og kettir að músum, en það var sko ekki raunin. Annars áttu margir mjög góðan leik. Alisson er farinn að venja sig á að eiga a.m.k. eina stoðsendingu á hverju tímabili – ef hann skorar ekki sjálfur þ.e.

Umræðan eftir leik

  • Mo Salah er núna næst markahæsti leikmaður Liverpool í sögu úrvalsdeildarinnar, en hann fór upp fyrir Gerrard með þessu marki sínu í dag. Hann vantar 7 mörk til að jafna Fowler í fyrsta sæti.
  • Hélduð þið að James Milner væri búinn sem leikmaður? Onei.

Næstu verkefni

Það er frí í meistaradeildinni um miðja viku, en næstu tvö verkefni eru West Ham á Anfield á miðvikudaginn, og svo heimsókn til Nottingham á laugardaginn.

Okkar menn eru núna í 8. sæti deildarinnar með 13 stig, og eiga leik til góða á næstu lið. Sá leikur er reyndar gegn Chelsea, en ef liðið heldur áfram að spila eins og í dag, þá skiptir engu máli hvaða liðum okkar menn mæta. Gallinn er bara sá að spilamennska eins og þessi er ekki sjálfgefin, og við gætum alveg séð eitthvað allt annað lið í næsta leik gegn West Ham. Vonum samt ekki, kannski var þetta það sem þurfti til að sparka mönnum í gang.

En fögnum góðum sigri okkar manna!

72 Comments

  1. 9-0, 7-1, skiptir ekki öllu, þetta snýst allt um andstæðinginn. Þetta í dag var loksins alvöru frammistaða hjá Liverpool FC

    6
  2. Sætt…. virkilega sætt! Ennþá sáttari við Gomes og Milner í vörninni, frábærir!

    12
  3. Hvar er þetta Liverpool lið búið að vera frá upphafi tímabils? einsgott að menn leggi sig svona fram restina af seasoninu!!!

    10
  4. Alvöru karakter i þessu liði…..minn maður leiksins er Klopp…..

    7
  5. Mesta barátta sem maður hefur séð frá upphafi þessa tímabils.
    Liðsheildin er maður leiksins fyrir mér og Salah skoraði eitt af mikilvægari mörkum þetta tímabil vonum að við höldum áfram á sömu braut.

    Vonandi er Jota ekki mikið meiddur.

    YNWA !!!!!!!!!

    9
  6. Dælir félagar

    Eins marks sigur eins og ég spáði og líðið virðist ósigrandi í þessum ham. Meira síðar ???

    Það er nú þannig

    Ynwa

    9
  7. Liverpool Vann leikinn með Milner inná og hann stóð sig svakalega vel trúi þessu varla jessssss

    YNWA

    6
  8. Sæl og blessuð!

    Þetta lið þetta lið.

    Rosaleg frammistaða. Snúningurinn hjá Salah … vá. Firmino, Fabinho geggjaðir. Elliott hööörkuleikmaður. Svo þessar skiptingar… ákvarðanatakan hjá Nunes var furðuleg to say the least en hann náði að koma sér inn í þetta og ekki vantaði kraftinn og viljann.

    En vörnin – maður minn. Ég hafði spáð þeim hraklegri útreið en þetta var eitthvað allt annað.

    Glæsilegt. Nú er bara að halda dampi.

    7
  9. Algjörlega geggjaður sigur!! Þvílík gleði bara!

    Tvennt vakti athygli mína.

    1) Darwin Núñez virðist gersneyddur allri leikgreind. Alltaf rangar lokaákvarðanir.
    2) Salah var grautfúll, þrátt fyrir að skora sigurmarkið. Grautfúll. Hvað veldur?

    Annað var það nú ekki.

    6
  10. Alvörðun Nunez að gefa ekki a Salah er ófyrirgefanlegt, glórulaus akvörðun hja honum.

    9
    • Rólegur, Klopp lagar það hjá honum; hefur rúman tíma núna -;)

      5
  11. Anthony Taylor og þessi línuverðir mega samt eiga sig! Skil vel að Klopp hafi gjörsamlega urðað yfir línuvörðinn! Ekki eðlilegt hvað leikmenn fá að pönkast í Salah, togandi í treyjuna og stuggandi við honum trekk í trekk!

    16
  12. Höldum hreinu, vörnin mætt, og svo er Salah. Hann er magnaður. Verðskuldað, þrátt fyrir taylor draslið.

    6
  13. Ég væri til í að fá kristalkúluna þína lánaða Sigkarl. Annars er ég bara orðlaus yfir frábærum varnarleik okkar manna sem eru svo sannarlega mættir til vinnu ásamt gamla góða Mo Salah.

    6
    • Já sæll

      Ég spáði reyndar 3 – 2 fyrir okkar menn en sem sagt eins marks sigri. 🙂 🙂 🙂

      Það er nú þannig

      YNWA

      3
  14. Fyrir utan allt það góða í leiknum þá er það óþolandi, og ég hef sagt það áður, að leikmenn komast upp með allt gagnvart Salah, það má toga, hægja á og gera allt í bókinni til að stoppa hann án þess að það sé gefið brot. Ekki skrýtið að Klopp hafi fengið nóg, og ég vona að það sé í lagi með Jota. Brotið í fyrri hálfleik sem hefði með réttu verðskuldað gult spjald var meira að segja látið ótalið, óskiljanlegt.
    Annars virkilega góður og fyllilega verðskuldaður sigur, vörnin var frábær í dag, einu stóru mínusarnir eru rauða spjaldið á Klopp og meiðsli Jota.

    15
  15. Biðla til æðri máttar að Jota sé ekki frá lengi farið að þynnast með Diaz fjarverandi líka.

    6
  16. Geggjað.
    Með svona frammistöðu tapast ekki margir leikir.
    Vel gert.

    9
  17. Loksins kom frammistaðan sem við höfum beðið eftir. Ég get ekki nöldrað yfir neinu í dag. Eina neikvæða er ef Jota meiddist eitthvað eða hvort þetta var bara professional taktík hjá Liverpool til að hæja á leiknum; svona í anda Citeh þegar þeir eru að taka prófessional stuff í sínum leikjum. Vonum það seinna.

    Nú er bara að taka Frankie De Jong á lán í janúar með kauprétt að honum. Bæta við Bellingham og Mbappe líka til að bæta fyrir vanræksluna / nískuna undanfarna glugga. Þetta selur treyjur sem borgar helling af þessu útláti til baka strax. Völlurinn stækkar og þetta allt í takt við það sem þeir lofuðu.

    Brjálæði? Nei, loforð sem FSG á eftir að standa við.

    Seasonið er byrjað.

    9
  18. Geggjaður sigur!
    Liverpool að verða líkari sjálfum sér og sýndu í dag að fótbolti er liðsíþrótt.
    EN!!!…. nú bara verður að fara rannsaka þetta einelti á Salah frá dómurum. Þetta er bara glórulaust hvernig og hvað mikið má brjóta á honum.

    9
    • Meiriháháttar að vinna þetta City lið, fínt að það var tæpt, ennþá súrara fyrir Pep…..en þetta er bara Anfield eins og hann segir hahahaha

      2
  19. Þetta var svo stórkostlegur og mikilvægur sigur.

    Þetta er Liverpool liðið sem maður hefur verið að sjá undanfarinn ár.

    Hápressa á fullu en virkilega vel skipulagðir þegar við féllum til baka og áttu Man City í vandræðum með að opna okkur. Planið gekk 100% upp en það var að láta Ake fá boltan og byrja sóknir Man City og leyfðum við honum að senda á B.Silva á kanntinum sem kom lítið út úr en lokuðum miðsvæðinu.

    Við áttum fullt af færum og voru betri en Man City í þessum leik og áttum þennan sigur skilið.
    Alisson var traustur í markinu og átti stoðsendingu.
    Andy var frábær í þessum leik og er greinilegt að Tismikas er að láta hann hafa fyrir hlutunum.
    Van Dijk/Gomez voru stórkostlegir í miðverðinum. Svona City lið fær alltaf færi en við héldum þeim í hálfærum og unnu þessir tveir virkilega vel saman.
    Thiago er sterkur sóknarlega en sáuð þið varnarvinnuna hans í dag? Hann var út um allt og í svona formi bæði í vörn og sókn er hann einfaldlega einn af bestu miðjumönnum heims.
    Salah gerði frábærlega vel í markinu og var sífelt ógnandi.

    Svona sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og núna þurfum við að tengja í nokkra sigurleiki og koma okkur upp töfluna.

    YNWA – Ég skil Klopp vel að hafa misst sig á hliðarlínunni, þetta var augljóst brot á Salah og það sem meira er gult spjald.

    19
    • Þú ert einn af þeim betri að greina leiki og kemur því vel i rituðu máli….skrifaðu sem oftast…ekki kann eg það….

      9
  20. Segið mér, er þetta ekki annar sigurinn á MC á innan við þremur mánuðum? 🙂

    14
  21. Skýrslan komin inn, fátt skemmtilegra en að taka að sér að fjalla um svona leiki!

    18
  22. Hrikalega er B.Silva bara hreint út sagt leiðinlegur karakter og minnir mig svolítið á Bruno Fernandes…..báðir algjörar þvottavélar og bara á einni stillingu – vindingu.

    Frábær frammistaða og sendingin frá Becker og móttakan,hlaupið og slúttið hjá Salah upp á 12.5!

    Yndislegt.

    20
    • Ekki að ég sé eitthvað fordómafullur en Porúgalir = Hýenur mannkynsins! Nokkur dæmi eru Ronaldo, Brunó F, Silva og svo þekki ég hef ég reynslu af nokkrum hér á klakanum.

      YNWA

      2
      • Ertu þá líka að tala um Jota og Carvalho? Mjög leiðinlegt að sjá svona komment.

        Aðalatriðið er auðvitað að við unnum leikinn og frábært að það var fyllilega sanngjarnt. Ég trúi að liðið okkar sé vaknað… ef ekki bara glaðvaknað.

        5
      • Rétt Siggi maður á ekki að koma með eitthvað svona hér inn á bestu áhangenda síðu veraldar ég skal læra og ég geri þetta ekki aftur er bara orðinn leiður á að horfa upp á Brunó röfla og röfla í dómurum og fá ekki einusinni tiltal fyrir hann á ekkert inni svo mikið er víst.

        YNWA

        3
      • Gott að heyra og vel mælt hjá þér Kaldi að gera þetta ekki aftur. B. Silva er auðvitað langt frá því að vera skemmtilegur spilari og sýnir oft leiðinda hegðun á vellinum. Verst fannst mér þó þegar hann neitaði að standa heiðursvörð þegar við mættum City eftir að við urðum meistarar. Ef ég man rétt var hann eini leikmaður City sem gerði það.

        3
  23. Frábær karakter í liðinu í dag og allir börðust sem ljón.
    Án gríns, þá þarf að kæra til lögreglu hvers vegna salah fær ekki aukaspyrnu, þetta er orðin bilun fyrir löngu og hefur aldrei breyst. Ég held að það fari svakalega fyrir brjóstið á honum og þess vegna virðist hann alltaf í fýlu. Hann er besti sóknarmaður í heimi, kannski þess vegna, hver veit.
    Nú væri frábært að halda sigurrönni fram í febrúar allavega 🙂

    11
  24. Alvöru frammistaða. Menn gáfu allt í þetta
    Glæsilegt
    Vonandi að menn gíri sig í næstu leiki

    3
    • Þurfti þennan leik til að kenna hinum liðunum að verjast honum…..Halland mun samt skora áfram en vonandi eitthvað minna….

      3
  25. Þetta er að gera mig geðveikan þegar það kemur að Salah, eins og ég sagði að ofan, það er fátt sem fer meira í pirrurnar á mér þessa dagana en hvað dómarar eru algjörlega getulausir að dæma þegar það kemur að Salah. Einnig, eins og ég sagði áður þá er ég ekki hissa á Klopp og eiginlega bara fegin að hann hafi tekið þetta kast eftir á að hyggja, vonandi vekur þetta einhverja umræðu.
    https://twitter.com/hari_sethi/status/1581717405583413248?s=46&t=djpGLQlEOl5ETI2AMwKokA&fbclid=IwAR1IXsf0IPXg6k-08Zn6fDVwhE78NZ_QRvS2yQXgQHz5AVCAZ_YqxZe2XNE

    14
    • Sérstaklega þegar maður setur þetta í samhengi við leikmenn eins og Kane og t.d. vítið sem var gefið um seinustu helgi, þetta verður bara að lagast. Þetta hægir oft mjög á Salah

      7
    • Ég var alltaf að vona að það mundi einh tækla ógeðið sillva almennilega. Ég bara þoli ekki þennan viðbjóð

      2
  26. Góður sigur!
    Klopp vann taktískan sigur á Guardiola!

    Vonandi verður Liverpool selt til betri og fjársterkari eiganda fljótlega

    6
    • Og í því Gullkasti má kryfja hvort fjarvera Trent í hægra horninu hafi hreinlega breytt vörninni til hins betra – og þar með skilað sigri.

      En ég þoli alveg að bíða fram á þriðjudagskvöld.

      4
      • vörnin hefur litið betur út án Trent.

        Fyrir utan að gera sig sekan um sofandahátt og endurtekinn mistök leik eftir leik sem leiddu oftar en ekki til þess að andstæðingurinn skoraði, þá er ég heldur ekki frá því að doði hans og áhugaleysi hafi haft neikvæð áhrif á liðsheildina.

        Þess utan þá held ég að Trent komi sterkur til baka og nái aftur fyrra formi.

        5
  27. Besti leikur Joe Gomez í Liverpool treyjunni. Sá var með Haaland í vasanum allan leikinn!

    15
  28. Stórkostleg frammistaða hjá okkar mönnum.
    Erfitt að velja einhvern einn fram fyrir aðra í liðinu fyrir sína frammistöðu.
    En þar sem ekki margir minnast á Jota í kommentum hér á undan verð ég að minnast á hversu rosalegur hann var í leiknum.

    Hversu gaman var að horfa á þennan leik, maður minn. Hrein skemmtun frá fyrstu mínútu og hefði getað dottið hvoru megin sem er.

    Geggjað!

    YNWA

    8
    • Þá verð ég að fá að minnast á Andrew Robertson. Það sem ég elska að hafa þann mann í liðinu. Sigurvegari.

      9
    • vinnsla og barátta Jota til fyrirmyndar. Virðist ná betra sambandi við liðsfélagana en Diaz.

      6
  29. Bæði Jota og Elliot voru mjög duglegir að hjálpa bakvörðunum í dag, þetta gengur ekki öðruvísi, sama hvort Milner spili bakvörð eða Trent. Vinnusemi alls liðsins var til fyrirmyndar í dag og það væri gaman að sjá hlaupatölur úr þessum leik. Einhverra hluta vegna vorum við ekki að hlaupa meira en liðin sem við höfum mætt í haust, annað en undanfarin tímabil þar sem við höfum bara sprengt mótherja okkar.
    Þetta virðist samt vera að batna hjá okkur, sérstaklega í tveimur síðustu leikjum, vonandi kemur meira af þessu, og vonandi er Jota ekki meiddur.

    4
  30. Jonathan Morley segir að tímabilið hafi byrjað í dag. Hann sagði það reyndar líka eftir leikinn við Bournemouth, og leikinn við Ajax..
    Nú er að vona að þetta sé ekki ‘one off’ leikur hjá okkur og það verður að hafa í huga að þetta var versta frammistaða City á tímabilinu.
    Hef fulla trú á stig/um á miðvikudaginn en það verður erfitt að halda sama tempói þar.

    3
    • Góð skýring hjá þér. Við unnum vegna þess að City áttu sinn slakasta leik á tímabilinu. Þá var þetta sennilega mun verri frammistaða hjá City en í jafnteflunum gegn Villa og Newcastle þar sem þeir voru hræðilegir og áttu svo sannarlega skilið að tapa.

      Það er reyndar merkilegt hvað City hitta oft á slæman leik gegn Liverpool þar sem þeir hafa ekki unnið síðustu 6 leiki og einungis 1 af síðustu 22 á Anfield.

      Hvernig finnst þér annars Joe Gomez? Er hann enn vonlaus?

      4
      • Þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir Sindri Ó og er ég á því að liðið okkar hafi verið að sýna bata merki allveg frá jafnteflinu við Brighton og vorum ekki síðra lið en Arsenal á þeirra heimavelli en fengum ekkert úr þeim leik einfaldlega vegna dómaraskitu.

        YNWA

        2
    • Sindri,
      City litu illa út því liverpool lokaði algjörlega á sóknir þeirra og sendingar. Ef þú horfðir á leikinn að þá er svo augljóst að sjá hversu staðfastir liverpool voru og gáfu ekkert eftir. Þetta var geggjuð skák hjá klopp.

      4
  31. Þetta var aldeilis ekki versta frammistaða City á tímabilinu. Þeir voru mjög góðir en lIverpool voru betri. Guardiola sagði sjálfur að frammistaðan hefði átt að nægja til að vinna Liverpool sem ég er ekki sammála. Liðið okkar átti skilið að vinna.

    6
  32. Sælir félagar

    Ég má til með að þakka fyrir öll “kommentin” eftir þessa frábæru frammistöðu okkar manna. Þau slaga hátt upp í fjöldann eftir síðasta tapleik 🙂 Nei að öllu gamni slepptu þá var uppsetning Klopp á leiknum (á ekki að reka hann?) og frammistaða hvers leikmanns og svo liðsins í heild algerlega framúrskarandi. Þvílík snilld. Ég hefi alveg gagnrýnt Klopp þegar mér finnst hann eiga það skilið en ég vil líka hæla snillingnum þegar hann á það skilið. Og hann á það svo sannarlega skilið í dag.

    Hvað einstaka leikmenn varðar þá er erfitt að velja þann bezta en margir eru tilnefndir svo sem; Alisson, Gomes, Milner vélin, Virgil, Robbo, Fab, Thiago, Elliot, Jota, Sala og Firmino. Æ hvaða hvaða, þetta er bara allt byrjunarliðið. En er einhver ástæða til að taka einhvern út úr þessum hópi? Það held ég varla, og varamennirnir hver öðrum tilbúnari í slaginn þegar þeir komu inná. Sem sagt bara ekkert nema snilld, dugnaður, samheldni og liðsheild.

    Eitt neikvætt fyrir utan frekar slaka dómgæslu sem Liverpool hefur þurft að þola frá flestum dómurum á Englandi og þó er sú versta líklega hjá “bezta” dómara Englands Michael Oliver. Dómgæsla hans í Arse leiknum toppaði held ég flest sem maður hefur þurft að horfa upp á. Það er rannsóknarefni hvernig enskir “dómarar” hafa í gegnu tíðina leyft áníðslu á Salah leik eftir leik leiktíð eftir leiktíð. Því miður ber það keim af rasisma af verstu tegund.

    Ég veit ekki hvernig á að vekja athygli á þessu á Englandi en LFC þarf að bregðast við þessu og ætti reyndar að vera löngu búið að því og þá meina ég af hörku. Það hljóta að vera margir snjallir pennar og myndvinnslusnillingar sem styðja liðið og geta sett saman verulega beitt efni í þessa veru sem sýnir fram á afburða slaka dómgæslu þegar Salah er annars vegar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
    • Það er amk. klárt að ef Salah væri enskur þá væri hann að taka víti ca. einu sinni í leik. Þetta minnir mig stundum á hvernig Maradona uppá sitt besta fékk oft litla vörn frá dómurum, sérstaklega eftir hönd guðs atvikið. Af einhverjum ástæðum þá er útgangspunktur enskra dómara að Salah sé að láta sig detta (og engin ástæða til að líta framhjá hversu litla virðingu afrískir leikmenn hafa oft fengið á Englandi). Jafnvel eins og í dag þegar portúgalska sauðnautið reif treyjuna hans í strápils.

      7
      • Væri lang best að gera videó með Harry dífu vs Salah og bera saman hvað enskir kóngar fá framyfir þá egypsku, ég er ekki frá því að það sé kominn út kennslubók hjá Tottenham skólanum með Harry kane dífum. En annars allveg hjartanlega sammála þér
        Sigkarl það er bullandi kynþáttahatur í gangi og þetta var ekkert betra þegar Suárez og Mané voru hjá okkur þeir fengu heldur betur að finna fyrir því hjá þessu dómaradjóki bestu knattspyrnudeildar í heimi enþá að minnsta kost ! Spurning hvenær þeir ná að eyðileggja hana fyrir fult og allt?

        YNWA

        4
  33. Frábær leikur og geggjuð skemmtun, vel dæmt að mestu leyti fyrir utan hvað leikmenn fá alltaf að brjóta endalaust á Salah.
    Vonandi er þetta það sem þurfti til að koma mönnum aftur af stað.
    Eina slæma er meiðslin hjá Jota sem verður vonandi ekki lengi frá, rosalegt hvað við höfum saknað hans.

    2
  34. Nú heyrir maður eitthvað um að Jota verði í banni næstu leiki og að ráðist hafi verið á liðsrútu City?
    Veit einhver hvort þessar sögusagnir séu réttar?

    1
    • Ha? Af hverju í banni? Er ekki verið að bíða frétta hvort meiðslin séu alvarleg?

      1
  35. Ég vona að liverpool semji við gylfa þegar hann losnar. Væri fínt að hafa hann til vara fyrir miðjuna, hann er ekki meiðslapési. Tekur tíma að komast í form, en af hverju ekki að fá ágætis miðjumann fyrir ekkert?

    2
      • Sammála Adda Páw.
        Hvert er kynferðisbrotið?
        Ef að Gylfi verður látinn laus án þess að vera ákærður, hvað er því til fyrirstöðu?

        1
    • Ég held að Gylfi sé ekki lausnin á vandamálunum á miðjunni, Ég myndi frekar fara eftir Sergej Milinkovi?-Savi? hjá Lazio

      Henderson14
      Er ekki mál að bíða eftir að það sé kveðin upp dómur hvort hann sé sekur um kynferðisbrot, í stað þess að staðhæfa að hann sé kynferðisafbrotamaður?

      4
      • Það mun ekkert lið á Englandi snerta Gylfa eftir þetta mál. Hvernig sem dómsniðurstaðan verður.

        4
    • Úff! Vill ekki sjá Gylfa. ALLTOF HÆGUR. Held að við séum aðeins að ofmeta íslendinginn hér. Laangt síðan hann sýndi nokkurn skapaðan hlut.
      Það er ekki séns að hann eigi eftir að spila aftur í Premier League.

      3
    • Gylfi er ekki að fara að spila fótbolta á Englandi aftur. Sé ekki að nokkurt lið í þeim hreppi vilji fá hann inn. Það að hann sé búinn að vera svona lengi frá og málið “enn í farvegi” ætti að segja öllum að enginn vill snerta hann hér eftir.

      Þetta komment mitt hefur ekkert með afstöðu mína að gera til hugsanlegs brots hans eða ekki brots. Það má alveg með sanni segja að þetta er meira ruglið hvað það tekur löggu langan tíma að afgreiða þetta mál og ekki mögulegum brotaþola né heldur honum til góðs að “hanga” svona með málið.

      Held bara að ekkert lið vilji tengjast honum eftir þetta. Þetta mál mun alltaf verða aðal atriðið en ekki hæfileikar hans sem fótboltamanns. Best fyrir hann að komast annað bara.

      Það geta síðan verið aðrar fótboltalegar ástæður fyrir því af hverju Gylfi væri ekki múvið fyrir okkar menn.

      3

Liðið gegn City

Gullkastið – Vika er langur tími í fótbolta