Liðið gegn City

Það er komið að næsta 2ja – 3ja tíma taugahrúguveislu þegar City mæta í heimsókn á Anfield. City auðvitað búið að vera í hörkuformi alla leiktíðina, en Liverpool ýmist að rústa andstæðingunum eða gera jafntefli eða jafnvel tapa. Ekki hjálpar að Matip og Konate eru báðir frá vegna meiðsla, og þó Trent sé kominn aftur í hópinn er hann bara á bekk. Það kemur því í hlut hins háaldraða James Milner að spila hægri bak í dag.

Svona lítur liðið út:

Bekkur: Kelleher, Phillips, Tsimikas, Trent, Henderson, Jones, Bajcetic, Carvalho, Nunez

Það er eiginlega bara þrennt í stöðunni:

a) City rústa þessu og Haaland með a.m.k. þrennu
b) Liverpool kemur inn sem sært villidýr og vinnur sögufrægan sigur
c) enn eitt stórmeistarajafnteflið á milli þessa tveggja liða

Við vitum öll hvers við óskum okkur, þó svo að hausinn segi að það sé e.t.v. ekki líklegt, þá sérstaklega með Milner í hægri bak. Vonum að þessi ungi og efnilegi leikmaður sýni að það sé ástæðulaus ótti.

KOMA SVO!!!!

38 Comments

  1. Hef því miður enga trú á að Millner haldi Foden niðri . En trúi samt að Liverpool skori kanske tvisvar sem er bara ekki nóg á móti Liði sem er með Hålland

    1
  2. Nú verða menn bara að vera á tánum. Burtséð frá töflunni, haalan og milner vs foden þá getum við unnið. En, til þess þurfa menn að vera búnir að þurrka út endirinn í fyrra að missa af þessum 2 stóru bikurum.
    Koma svo, plís.

    2
  3. Milner i byrjunarliði með Gomez við hlipina a ser.

    Þetta er buið aður en það byrjar

    Hrikalegt að sja byrjunarlið lfc i dag

    1
  4. Ég og Pollýanna eigum dúsín af hálffullum glösum… en viðurkennum bæði að liðið okkar á vellinum í dag er ca.4-6 sætis lið. Milner er allt allt of hægur til að spila hægri bakvörð — hvað þá á móti liði sem notar breidd og hraða til að opna upp fyrir Godzilla. Það eina góða sem hægt er að segja er að við töpum í mesta lagi 3 stigum í dag, og það fyrir liði sem er hvorteð er að fara að vinna deildina og þal. þegar fyrir ofan okkur í keppni um UCL sæti.

    Erfitt að sjá okkur vinna. En fyrsta skrefið er að gefa ekki mark í fyrri hálfleik. Ef það tekst er miði möguleiki.

    5
  5. Sæl og blessuð.

    Hversu ógnvekjandi er þetta city lið en um leið aðdáunarvert hvað okkar menn hafa barist af mikilli hörku.

    En þetta er leikur þar sem ekkert má fara úrskeiðis. Haaland ógnar og ógnar.

    Eitt mark frá þeim og við erum í tómum vandræðum.

    2
  6. Þrjátíuogeitthvað mínútur búnar og við ekki ennþá búnir að fá okkur mark…. so far so good!

    2
  7. Úff… þessi bekkur hjá city…. þvílík breidd.

    Það sem milljarðar og aftur milljarðar af olíupeningum geta keypt…

    2
  8. Frábær varnarleikur hjá Liverpool í þessum hálfleik en þurfum að gera meira fyrir framan markið hjá þeim.
    Sáttur við baráttuna so far !

    5
  9. Ánægður með baráttuna hjá okkar mönnum, dómarinn greinilega að leifa mikið. Hefur vantað svona baráttu á tímabilinu. Það má bara ekkert slaka á þegar verið er að keppa við $hitty, vona að okkar menn geti haldið þessum ákafa út leikinn.

    4
  10. Mjög flottur fyrri hjá okkar mönnum. Mikil orka farið í þetta samt. Gæti orðið erfitt í seinni. Ég er sáttur með Liverpool.

    3
  11. Allt annað að sjá liðið okkar…..vonandi heldur þetta áfram í seinni….

    2
  12. Ánægður með að okkar menn geta svo sannarlega varist ef þeir vilja, svo einfalt er það. Nú er bara að tengja það við sóknina betur og þá er enginn að fara að stoppa þá.
    Megi city menn fá heilaþokuna mína í seinni!

    5
  13. Frábær spilamennska… loksins
    Vonandi fylgja eitthver úrslit með þessu. Áfram Lfc

    2
  14. Ákveðinn sigur að halda hreinu fyrstu 15.
    Og svo 30, vá!
    Og svo heilan fyrri hálfleik… manni líður bara eins og liðið hafi unnið deildina.

    Komaso!

    4
  15. svakaleg keyrsla í leiknum. City með þvílíka hemsklassa leikmenn á bekknum. hljóta að keyra yfir okkur á síðustu 20 mín.

    3
  16. Agjör heimsklassa-skita hjá Salah að skora ekki úr þessu færi. Nú eða bara gefa á Jota. Akkúrat svona vinnum við ekki leiki.

    Vonandi bætir hann fyrir þetta.

    Og vonandi heldur vörnin.

    Komaso!

    3
  17. Þarna bætir Salah fyrir klúðrið áðan! Svona á að gera þetta!

    Nu vil ég sjá liðið sýna skynsemi og landa sigri; ekkert rugl plís!

    5
  18. Vil sjá okkur tefja og nota öll skítatrixin í bókinni.

    Komaso fjandinn hafi það!

    4
  19. Nunes hefur verið talsvert í boltanum í leikum. Hann er bara ekki með markanef.

    jæja jota í grasinu… búinn að leggja sig 100% fram

    2
  20. Besti leikur Liverpool á tímabilinu maður er búinn að sakna sjá þessa baráttu !!!

    YNWA !

    3
  21. Hættiði nú að væla og tala liðið niður ! Sigur, þrátt fyrir ömurlegan dómara.

    6
  22. Liverpool eina liðið í deildinni sem getur eitthvað gegn þessu City liði. Frábær frammistaða og betra liðið vann,svo einfalt er það.

    6

Tvöföld veisla í dag – stelpurnar heimsækja Spurs

Liverpool 1 – 0 City