Gullkastið – Bullandi stormur

Liverpool er komið í þó nokkra krísu eftir svekkjandi tap gegn Arsenal, titilbaráttu er klárlega endanlega lokið og spurning hvort félagið sé að skilja eftir of stórt bil fyrir Meistaradeildarsætin líka? 2020 wibe yfir byrjun tímabilsins og Man City bíður um næstu helgi sem er langt í frá heillandi verkefni núna. Fyrst er það hinsvegar heimsókn á Ibrox í Glasgow.
Eina gleðifrétt vikunnar er hinsvegar að Eurovision er að fara til Liverpool næst og við erum búnir að raða saman framlagi íslands.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 399

18 Comments

  1. Daren England var í VAR bæði ManU og Arsenal leikjunum vita menn mér betur viti bornir hvort að sá dómari eigi við eitthvað andlegt vandamál að stríða eða er hann fætur Liverpool hatari ? Nei vá hvað er ég að velta mér upp úr þessu hann er bara enskur dómari auðvitað enn ekki hvað.

    YNWA

    8
  2. Þegar það rignir þá hellirignir. Núna er ljóst að Diaz verður ekki með fyrr en eftir HM og Trent og Matip verða frá næstu 2-3 vikur. Svo er Henderson í e-h skítamáli sem ekki er komin niðurstaða í. Það eina jákvæða við það er að hann er Englendingur og fær aldrei mikla refsingu ef hann er fundinn sekur. Er ekki spurning um að vera bara með damage control á sunnudag, reyna að tapa með sem minnstum mun. Vera með 5 til baka – Gomes / Konate / Phillips /Van Dijk / Tsimikas
    Hafa svo Henderson / Fabinhio / Thiago og Milner á miðjunni og svo hafa annað hvort Nunes eða Salah upp á topp.
    En fyrst er það Rangers á Ibrox og ég trúi varla að ég sé að skrifa þetta en ég er skíthræddur við þann leik. Leikur sem hefði átt að vera formsatriði.
    How the mighty have fallen!

    4
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn en mjög væri gott ef sarginu í bakgrunninum (á víst að vera tónlist) yrði sleppt amk. meðan þátttakendur eru að tala. Þessi ósiður að hafa bakgrunnsmússikk undir talmáli hefur sem betur fer minnkað mikið undanfarin ár enda flestir áttað sig á að ef verið er að segja eitthvað markvert er hávaðinn bara til vanza. Gaman væri að vita hvaða lið eru með elzta leikmannahópinn (fyrir utan LFC). Það er greinilegt eins og þátttakendur bentu á að “aldrað” lið Liverpool ræður ekki við hraðann sem t.d. Arse hefur í sínu liði. Það þýðir að það verður að yngja hópinn og það hið snarasta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  4. Ég er bara algjörlega ósammála þeim sem eru að ræða það að Klopp þurfi að víkja. FSG þurfa að styðja hann mikið, mikið betur og kaupa strax tvo miðjumenn. Þá er ég ekki að tala um panik kaup eins og Arthur heldur tveir tilbúnir miðjumenn sem koma inn 1.janúar!!! Mér er alveg sama hvað þeir kosta, bara borga uppsett verð fyrir Bellingham og Declan Rice og ekkert kjaftæði með að verða að kaupa þann eina rétta. Það þarf ekki annað en að fara inn á transfermarkt og þá er hægt að finna fullt af leikmönnum sem Liverpool gæti notað núna. Það eru ár og aldir síðan ljóst var að Keita og Ox geta ekki spilað undir þessu álagi og þeir fara næsta sumar. Ég er heldur ekki sammála að Liverpool sakni Mané því Diaz hefur bara fyllilega fyllt hans skarð en Salah á sínum ofurlaunum þarf að fara gera eitthvað af viti. Ég hef skrifað hér í mörg ár að það er alveg ótrúlegt hvernig dómarar dæma gegn Liverpool leik eftir leik og aldrei neitt gert í því. Önnur lið grenja og grenja og fá jafnvel afsökunarbeiðni frá dómarasambandinu og vafaatriði sér í hag í næstu leikjum…… þetta er í alvöru algjör brandari. Bara á þessu nýbyrjaða tímabili eru strax a.m.k. tvö augljós víti sem við höfum átt að fá og bæði Rashford og Saka voru mikið lengra fyrir innan varnarlínuna heldur en Mané var hér um árið og dæmdir rangstæður. Spurning hvort Klopp þurfi ekki að hringja í Zeljko Buvac og fá hann í vinnu aftur. Mig minnir að ástæða brottför hans á sínum tíma hafi verið skoðanaágreiningur um hvort Liverpool ætti að æfa fleiri kerfi og vera fjölhæfara lið eða sérhæfa sig í einu srm varð ofan á. Þetta er alveg óþolandi byrjun á þessu tímabili og það er EKKERT að hjálpa okkur, dómararnir í ruglinu og mikið um meiðsli. Ég er á þeirri skoðun að FSG beri mestu ábyrgðina á þessari lægð með mjög lélegum “gluggum” undanfarin ár. Á meðan chelsea, manutd, mancity og arsenal hafa mokað í liðin sín erum við á einu stóru NÚLLI!!. Ég þreytist ekki á að benda á og minna sjálfan mig á árangurinn frá því á síðasta tímabili og kvíði því hræðilega þegar Klopp hættir eftir næsta tímabil.

    8
  5. Las ágætis útskýringu sem ástæðu fyrir þessu standi á leikmönnum, þeir hafi einfaldlega sprungið andlega eftir vonbrigðin sl. vor. Skýrir hvers vegna svona margir leikmenn eru að gera upp á bak á sama tíma.
    Allt tal um að reka Klopp er rakið bull!!

    7
    • Já það er alveg pottþétt ein af mörgum ástæðum á því hvers vegna svona margir leikmenn á sama tíma dala. Það er þó líka ein mjög stór ástæða að fá inn a.m.k. tvo leikmenn inn í hópinn sem hafa áhrif á hann strax og láta aðra leikmenn fá trú að liðið sé að taka framförum. Ekkert slíkt gerði FSG heldur skiptu út Mané fyrir Nunes og annað ekki þótt allir voru að benda á vandamál á miðjunni.

      8
  6. Sammála ykkur öllum hér fyrir ofan! Þeir sem tala um að reka Klopp eru í bullinu og rúmlega það!

    FSG út að skíta varðandi leikmannakaup og það er sko heldur betur að bíta þetta tímabilið og hin síðustu – alltof margir meiðslapésar og menn komnir á aldur!

    Hlusta Gullkastið í kvöld með einn kaldan á kantinum og já…… ágætis lag sem þeir félagar eru með sem byrjunarstef en sammála Sigkarli – tjúnnið niður þegar þið hefjið upp ykkar yndisfögru raddir….. :O)

    3
    • Eftir lokaleik undirbúningstímabilsins fórum við fullir bjartsýni inn í deildina. Veit að allir okkar vildu sjá miðjumann úr efstu hillu, og stuttu seinna sagði Klopp það opinberlega. Fórum ekki nóg af vel af stað og töpuðum síðan fyrir United sem voru í ótrúlegri krísu.
      Núna nokkrum umferðum síðar erum við í 10. sæti, m.a. fyrir neðan Bournemouth (sem við vitum hvað eru frábærir) og eigum besta lið deildarinnar í næstu umferð.
      Fengum einhverjar fjórar vikur í pásu frá deildinni og höfum í kjölfar þess spilað tvo leiki og fengið á okkur sex mörk. Maður vonaði að liðið næði að þjappa sér saman í þessari pásu, en við erum að spila verr ef eitthvað er.
      Maður vill ekki sjá á eftir Klopp, en ef þetta verður ekki betra fyrir HM pásuna þurfum við breytingar.

      7
  7. Öskubuskuævintýrið með Klopp er búið og ég er hræddur um að það verði ekki endurvakið, því miður. Klopp hefur fært okkur Liverpool aðdáendum ómælda ánægju sl. ár og náði hann að reisa félagið upp úr öskustónni og gerði liðið að einhverju alskemmtilegasta fótboltaliði sem sést hefur í langan tíma, ef einhverntíma. Þetta gerði hann með lítil fjárráð og að sama skapi lítinn hóp úrvalsleikmanna. Klopp tókst að kreista allt út úr þessum mannskap síðasta vetur og nú situr hann upp með afleiðingarnar. Við sáum það t.d í úrslitaleiknum í meistarakeppninni í vor að liðið var ekki líkt sjálfu sér því það kom mjög þreytt inn í leikinn. Undirbúningstímabilið var heldur ekki gott og þar sást í hvað stefndi með veturinn.
    Illa hefur verið staðið að endurnýjun hópsins undanfarin ár, eins og allir vita og benda á. Það má vel vera að nískupúkunum í FSG sé að kenna, en það er ekki hægt undanskilja ábyrgð Klopp í þessum leikmannamálum. Þegar hann hefur verið spurður út í þetta sl. ár þá hefur hann margsagt að hann sé ánægður með hópinn sinn og þurfi ekki nýja leikmenn. Ekki vafðist það fyrir honum að framlengja samninginn sinn sl. vor án þess að því virðist setja neina almennilega pressu á alvöru peninga til leikmannakaupa. Einn leikmaður og Billy the kid! Var þér alvara Klopp? Fattarðu ekki að leikmennirnir eru að eldast og ráða ekki lengur við þennan leikstíl í þessu mikla leikjaálagi?
    Klopp mun ekki í vetur eða síðar ná upp samskonar liðsheild og hann var með né sömu stemningu, nema kannski ef hann skiptir út megnið af liðinu um áramótin, en það verður aldrei. Ég ætla ekki að leggja til að Klopp verði látinn fara, því hann er elskaður og dáður af stuðningsmönnum (líka mér), en stundum er það eina lausnin að láta stjórann fara. Á það við núna?

    4
  8. Þessar umræður um að Klopp sé kominna endastöð eru eiginlega hlægilegar. Klopp er búinn að gera undraverða hluti allstaðar þar sem hann er og það mun halda afram hjá Liverpool ef hann fær rétt backup. Við skulum ekki gleyma hvað Watzke sagði á sínum tíma þegar Klopp for frá Dortmund:

    “We did not try to change his mind anymore. But that was maybe a mistake. Perhaps it would have been better if we had exchanged the entire team – not the coach.

    Because I knew that, we would never get back such a coach. When I said goodbye, real tears came.

    Such a relationship, as I had with Jürgen over seven years at BVB, that did not exist before. And such a relationship will probably never happen again.”

    Hann er samt auðvitað ekkert yfir gagnrýni hafinn og hefur gert sín mistök, en grasið er ekki grænna hinu megin, það er klárt.

    15
  9. Gjörsamlega galið að það séu einhverjir yfirhöfuð að taka þátt í umræðu um Klopp, aðrir en stuðningsmenn annarra liða og þá jafnan í gríni eða wind-up. Liverpool var bókstaflega að keppa til úrslita í öllum keppnum í maí sl og það eru NÍU FOKKINGS leikir búnir á þessu tímabili.

    Nýr stjóri myndi byrja á því að heimta töluverða endurnýjun á núverandi hópi sem er einmitt þar sem Klopp þarf að fá í gegn hjá FSG. Það er enginn í heiminum líklegri til að einmitt ná að snúa þessari hörmungar byrjun við og ná því mesta út úr þessum leikmannahópi.

    Frekar myndi ég selja hvern einasta leikmann Liverpool og byrja upp á nýtt með Klopp heldur en öfugt.

    12
  10. Sammála með tónlistina í bakrunninum, ekki að gera sig, annars takk strákar.

    Einn punktur sem maður hefur pælt í síðustu vikur.
    Pre-season. Margir fóru á flakk með landsliðum sínum eftir langt og strangt tímabil. Hefði ekki átt að gefa lykilmönnum bara meira frí? Ok, tímabilið startar snemma í ágúst útaf hm en áttu ekki 10-12 leikmenn hreinlega skilið viku til tvær auka frí til að núllstilla sig og chilla? Minnir að 1st game pre season varalið en svo bara keyrt á öllum helstu og svo bara crash and burn.

    Getur einhver frætt mig um Keita og hans meiðsli. Hvaða meiðsli nákvæmlega og hversu lengi frá eiginlega?

    1
  11. Ég verð að vera með í því að lýsa yfir óánægju minni með þetta stef þegar verið er að tala um Liverpool .
    Mér finnst ég reyndar hafa heyrt þetta einhverstaðar áður?
    En eftir að hafa seð FC København gera jafntefli við Man City þá held ég að okkar menn geti alveg tekið þessar “stjörnur” á sunnudaginn og genstartað tímabilinu.
    Og í guðanna bænum hættiði að tala um að reka Klopp ,hann er yfir gagnríni hafinn punktur.

    1
    • Klopp er EKKI yfir gagnrýni hafinn, þó hann sé dýrlingur klúbbsins í dag. Menn mega ekki vera svona hlægilega meðvirkir gagnvart öllu sem við kemur klúbbnum, sérstaklega stjóranum og þola ekki heilbrigða gagnrýni og umræðu. Ég er búinn að vera stuðningsmaður Liverppol síðan 1965 og upplifað margt, séð leikmenn og stjóra koma og fara í hrönnum. Það er eitthvað skrýtið í gangi í klúbbnum núna og maður er farinn að velta fyrir sér afhverju t.d. Mane ákvað að yfirgefa okkar ástsæla leiðtoga! En, auðvitað vonast maður til þess að þetta lagist í næsta leik, eða þarnæsta leik, eða ….

      2
      • Mané vildi aðra áskorun og vildi fyrst fara fyrir tímabilið í fyrra, það var Klopp sem sannfærði hann um að taka eitt tímabil í viðbót.
        Ég segji bara enn og aftur að gengi Liverpool hefur sama og ekkert að gera með að skipta út Mané. Diaz er kominn með 3 mörk í 8 leikjum í deildinni og hefur farið langt fram úr mínum björtustu vonum og verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu….. og auðvitað þurfti hann að meiðast. Það er miðjan sem er í ALGJÖRU RUGLI!!! Trend er t.d. bara að gera það nákvæmlega það sama og þegar hann hefur verið kallaður sá besti í sinni stöðu. Hann fær bara enga hjálp varnarlega frá miðjunni og fram á við hefur hann ekki sama plássið og áður því Salah hefur bara ekki mætt til leiks.
        Í mínum huga er ekkert skrítið í gangi heldur bara sama íhaldsemi eigenda á fjármagni sínu. Það er ekkert lið sem hefur eytt jafn litlu (net spend) í leikmannahóp sinn síðustu tímabil og Liverpool. Fyrir þetta tímabil eyddi svo aðeins Leicester minna en við og við sjáum hverju það skilaði þeim. Meðalaldurinn á liðinu er fínn, eins langt og það nær, eða um 26.8 ár. Þeir leikmenn sem við eigum á miðjuna og eru ekki alltaf meiddir eru annað hvort 20 ára eða 31, 32 og Milner 36 ára….. þetta verður að laga og það strax. Að mínu viti er vörnin og sóknin mikið betur saman sett.
        Lið þurfa ca. 2 leikmenn um hverja stöðu og eins og Ferguson sagði oft að þá þarf 2-3 leikmenn inn á hverju tímabili sem hafa áhrif á hópinn, hvort sem þeir koma inn yfir sumar eða janúar. Þess háttar endurnýjun hefur alveg vantað á miðjuna hjá okkur. Tvo miðjumenn inn þann 1.jan og ekkert bull.

        4

Arsenal 3-2 Liverpool

Rangers FC úti