Arsenal 3-2 Liverpool

Það voru rosalega mikil vonbrigði þegar Liverpool tapaði 3-2 fyrir Arsenal fyrr í dag, ekki það að Liverpool hafi í raun og veru átt skilið að fá eitthvað út úr leiknum og hvað þá að vinna hann en vonbrigðin eru engu að síður mikil.

Klopp hélt óbreyttu liði og leikkerfi frá leiknum gegn Rangers í miðri síðustu viku. Því miður þá virðist það litlu máli skipta þessu dagana hvernig liðinu er stillt upp því vandamálin eru einhvern vegin alltaf þau sömu, vörnin er að mígleka færum – og yfirleitt það góðum færum að mótherjanum tekst alltaf að skora.

Það tók Arsenal innan við mínútu að skora fyrsta mark leiksins eftir nokkuð hnitmiðaða skyndisókn. Það virtist þó vera að leikmaður Arsenal hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins en það var ekki skoðað að ráði og markið fékk að standa. Það léleg byrjun og varnarleikur hjá Liverpool að það hefði varla verðskuldað að taka þessa refsingu af hvort sem er.

Sem betur fer tókst Liverpool samt aðeins að ranka við sér og spilaði í raun restina af fyrri hálfleiknum nokkuð ágætlega. Það var klárlega ákveðinn skjálfti í vörninni á köflum en spilið var ágætt og liðið var líklegt, það var svo á 34. mínútu sem Luis Diaz komst í ákjósanlega stöðu á hægri vængnum og lagði boltann fyrir á Nunez sem skoraði gott “framherja mark” af stuttu færi. Fínt fyrir hann að komast loksins aftur á blað. Fyrir markið átti Liverpool að fá klárt víti þegar boltinn fór í hönd varnarmanns Arsenal en það má víst verjast þannig núna segir Michael Oliver dómara leiksins sem átti heilt yfir afleitan leik í dag.

Luis Diaz fór svo meiddur út af rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa lent í glímu við leikmann Arsenal og fékk einhvern hnykk á hnéð. Roberto Firmino kom inn á í hans stað. Eftir leikinn bárust fréttir um að hann hafi farið af leikvanginum á hækjum og með spelku um hnéið sem eru skelfilegar fréttir. Trent fékk sömuleiðis slæmt högg á ökklan um svipað leiti og segir Klopp það ekki líta vel út heldur.

Það var svo í blálok uppbótatíma fyrri hálfleiks sem vörn Liverpool seldi sig skelfilega ódýrt enn einu sinni og Arsenal komst yfir. Ömurleg varnarvinna – nei, engin varnarvinna og það jákvæða úr fyrri hálfleik var ekki lengi að núllast út.

Í hálfleik kom svo Joe Gomez inn á fyrir Trent og var Liverpool strax í miklu basli þar til Roberto Firmino jafnaði metin í 2-2 eftir góða stungusendingu frá Diogo Jota. Það gaf Liverpool svo sem ekki einhver tök á leiknum og Arsenal sótti harðar að marki Liverpool, Klopp brást við því að setja inn varnarsinnaðri leikmenn og skömmu síðar reyndi Liverpool svona tólf sinnum að hreinsa úr teignum sínum en komust ekki lönd né strönd og endaði það í mjög ódýrri vítaspyrnu sem Arsenal fékk og kom sigurmark þeirra úr henni.

Ömurleg úrslit og er þetta ekki að gefa manni neinar vonir fyrir leikinn gegn Man City um næstu helgi. Liðið er í mikilli krísu og stefnir nú í að liðið hafi misst tvo mikilvæga leikmenn í meiðsli sem hjálpar svo sannarlega ekki til. Það er gífurleg vinna framundan og maður veit svo sannarlega ekki hvar eða hvernig menn hyggjast ætla að snúa þessu við en það þarf að gerast fljótt áður en allt verður enn þá verra!

75 Comments

  1. Jæja, við erum þá komin þangað. Við skulum öll lúta höfði og fara með bænina sem hann Jesús kenndi okkur.

    8
  2. Vond frammistaða vond dómgæsla vond varnarvinna . Hvað er að gerast fyrir klúbbinn minn. Það er ekki bara einhver einn sem er lélegur heldur bara allt liðið. VVD hleypur bara frá mönnum með hendurnar niðri . Salah að drukkna í seðlum og getur ekki hlaupið með þá í vasanum. Hendo of hægur. Sendingar hjá tiago eru búnar að missa sjarmann og þessi Darwin gaur ? Hvað sáu menn við hann eiginlega jú hann skoraði gegn okkur eins og minamina gerði og þá var hann keyptur. Það þarf eitthvað mikið að gerast á móti shitty ef ekki á illa að fara

    11
  3. Ég er að spá hvort að samningur hans Salah sé að hafa áhrif á klefann. Mér dettur ekkert annað í hug.

    Við vitum að Klopp og leikmenn verða ekkert lélegir yfir nótt.

    Biggi

    10
  4. Verra en þegar Hodgson var hérna um árið ..algjörlega skelfileg staða í deildini og getum hlakkað til að fá norska skógarköttinn í heimsókn í næstu umferð.

    5
    • Verre en þegar Hodgson var hérna um árið…. Hérna vinur…er ekki allt í lagi? Minnið eitthvað í styttri kantinum?

      8
  5. Alls ekki okkar versti leikur en samt ekki góður. Með álíka frammistöðu gæti liðið hæglega fengið á sig 5 mörg gegn City og vörnin hjá þeim mun þéttari en hjá Arsenal. Ekki von á góðu. Reikna varla með að Klopp eigi einhverjar snilldar lausnir í handraðanum, hann væri þá búinn að beita þeim.

    7
  6. Er þetta ekki allt innan skekkjumarka ennþá!!!

    Að hafa ekki styrkt liðið og þá sérstaklega miðjusvæðið er algjörlega stórundarleg ákvörðun hjá þessum eigendum, óskiljanlegt.

    YNWA

    8
  7. Jurgen Klopp mætti fara að taka liðið fram yfir tannburstann og helvítis tannhvítukremið.

    7
    • Ég er alls ekki vanur að gagnrýna pistlahöfunda hérna en var frammistaða Liverpool afleit í dag?

      Ég get ekki verið sammála en vissulega er ákveðin krísa í gangi hjá okkar fallega liði. Ég er samt ekki byrjaður að hafa áhyggjur því ég tel þetta vera skammtímavandamál en ekki langtíma.

      31
      • Ég er alveg sammála Svavari.

        þetta var alls ekki afleit spilamennska.
        Ef við þéttum aðeins varnarleikinn og náum að halda hreinu þá kemur sjálfstraustið og úrslitin með.

        NB. Þessi einkunn hjá Sky finnst mér fáránleg !

        YNWA

        8
      • Sammála, þetta var langt frá því að vera eins slæm frammistaða og margir vilja segja. Við vorum betri í fyrri hálfleik en ströggluðum meira í seinni. Það eru hins vegar mörkin sem telja og vörnin og dómarinn litu mjög illa út a köflum.
        Ég man ekki eftir því að hafa séð Oliver svona lélegan, þvílík frammistaða. Það var ekki bara vitið, það var allt sem for a móti okkur. Allir litlu hlutirnir líka, eins og t.d þegar Gomez var bókaður fyrir tafir. Ben White reyndi 3svar að taka sömu aukaspyrnuna í fyrri hálfleik og tók óralangan tíma í innköst, líklega 2svar sinnum lengur en Gomez. Þessir litlu hlutir skipta kannski ekki máli akkúrat þá, fyrir utan stóru atriðin auðvitað, en þetta hjálpar ekki og skiptir máli þegar upp er staðið

        5
      • Algerlega sammála þér Svavar að segja það að Liverpool hafi ekki átt neitt skilið úr leiknum er djók af öllum þeim leikjum sem þeir hafa spilað í deildinni í ár er þessi örugglega okkar besti fyrir utan fyrstu mínútuna sem var rangstöðumark eins og markið hjá Rassford á móti okkar liði þá var heill fótur fyrir innan línuna sem aldrei var teiknuð upp ! hvorki í þeim leik né þessum. Ég velti því fyrir mér hvort að það sé búið banna Sky að sýna VAR línu teikningar til að vernda slæma dómara ? Allavega þá var hægt að teikna öxlina á Mané rangstæða á móti Everton hér um árið og höndina á Firmino og svo má lengi telja, en í dag getur heill fótur í stærð 44 – 46 verið fyrir innan línuna og það er bar ekkert mál ef dómarar fá BT sport og Sky í lið með sér og sýna ekki þessa hluti nema þá helst í mýflugu mynd svo enginn tali um þá hluti eftir á og dómarastéttin fái bágt fyrir.
        Oliver er allveg jafn lélegur dómari og hver annar í þessari deild og ég get lofað ykkur kjæru félagar að við vinnum aldrei ManC 11 á móti 12 ! Nógu erfit er það með jafnt í liðum.

        YNWA

        2
  8. Frammistaða Liverpool bara alls ekki afleit að mínu mati. Hörkuleikur þar sem Arsenal voru kannski beittari en við vorum alls ekki afleitir. Brekkan er brött núna en við höfum séð það svartara. Horfum líka til þess að ekki ein einasta ákvörðun dómara féll með okkur og já dómarar og dómar geta breytt leikjum. Það var svakalegt að missa Diaz af velli því hann hefur hraðann og svo er líka frekar erfitt að hafa Salah ekki með þó svo að hann sé með. En ég skal líka alveg viðurkenna það að Arsenal er með virkilega flott lið og hraðinn fram á við minnir mig á það sem við höfðum. En áfram gakk og er ekki bara fínt að slátra city í næsta leik 🙂
    YNWA

    21
      • Nei er reyndar ekki með hita……en væri samt ekki bara gaman að slátra city? Raunhæft, veit ekki en klárlega yrði það skemmtilegt 🙂

        11
      • Mikil er trú þín Dude. Sestu virkilega niður og horfir á leik og trúir því bara að liðið þitt tapi? Og þar sem það eru veðurviðvaranir um allt land þá held ég mig bara inni frekar en úti á túni 🙂 En svona í alvöru þá mun okkar tími koma…..bara spurning hvenær

        7
  9. Hvað getur maður sagt!
    Menn ætla ekki að hysja upp um sig buxurnar!
    Leikkerfi skipta engu máli, þetta snýst um framkvæmd og frammistöðu leikmann og hún er og hefur verið skelfileg.
    Ömurlegt að horfa upp á þetta, ömurlegt!

    5
  10. Sæl öll
    Liverpool fær aldrei “soft” víti dæmd með sér eins og arsenal fékk í dag. Mér fannst frekar barnalegt hjá Liverpool að reyna þessa fyrirgjöf í aukaspyrnunni fyrir lok fyrri hálfleiks og fá þessa skyndisókn á sig. Í rauninni er það dómarinn sem sker úr um þennan leik, víti og ekki víti, og það er lítið sem ekkert hægt að gera í svoleiðis málum. En varnarleikinn bara verður Klopp og félagar að laga og af hverju var ekki keyptur miðjumaður í sumar skil ég bara engan veginn.

    7
  11. Sælir félagar

    Hvaða lið hefur efni á því að gefa mark eða tvö í forgjöf í hverjum einasta leik? Ég bara spyr. Það verður að fara að bekkja TAA og setja Gomes í bakvörðinn. Vonandi fer skotinn sem á að vera “bakkup” fyrir Trent að komast í form svo við losnum við að leika TAA í hverjum einasta leik sem þýðir bara forgjafarmörk alla þá leiki. Andskotinn bara með þessa eilífðar drullu frammistöður hjá vörn liðsins. Ef vörn liðsins héldi vri Liverpool með 12 stigum meira en raun ber vitni um.

    Það er nú þannig.

    YNWA

    11
  12. Það var mér alveg ljóst þegar við slepptum því að styrkja miðjuna að við dölunum mikið. Svo var vitlaust að rjúfa launaþakið við Salah, það hefur að mér sýnist skapað neikvæðan móral. Comes á að mínum dómi að vera í bakverðinum og Trent að fara á miðjuna hægra megin að sjálfsögðu. Fyrir tímabilið var efsta sætið frátekið og nú er bara að keppa um meistaradeildarsæti. Áfram Liverpool.

    8
  13. Til hvers er VAR ef ekki í dag?! Og hvaða regla er þetta þegar ekki víti þegar bolti fer í útrétta hönd?! Er það eitthvað kjánalegt centimetra spursmál?? Á að fara mæla það?!

    Fínt að fá Trent útaf, hægri bakvarðastaðan leit betur út með Trent inni í klefa!

    Salah týndur, Luiz meiddur….. við getum gleymt öllum titilvonum þetta tímabilið.

    Við erum að fara inn í uppbyggingar tímabil, þökk sé slakri innkaupastefnu FSG!

    9
    • Hahaha gleymt, elsku vinur það er löngufarið einhver bikar þetta arið.

      Reynum að na 4 sætinu

      1
  14. Ótrúlegt að heyra þetta bull um að Klopp sé búinn. Hefur nær engan stuðning fengið.

    FSG þurfa að koma með einhver risa stórkaup í janúar. Þeir hafa í mörg ár neitað að styrkja og endurnýja liðið okkar þrátt fyrir að eiga gommu af peningum og Liverpool að færa þeir miklar tekjur og viðskiptaauðlegð sem þeir nota annarstaðar. Enn eitt helvítis árið sem þetta andskotans Moneyball net spend er í kringum núllið eins og við séum einhver gjaldþrota botnlið. Þeir eru algerlega búnir að skíta í deigið.

    Við vorum í algerri draumastöðu fyrir ári síðan og gátum valið okkur heimsklassa leikmenn. Algjörlega vitað að of margir leikmenn væru að detta röngu megin við 30 ára aldurinn og liðið væri örþreytt eftir svakalegt tímabil í fyrra og nær enga hvíld.

    Eins gott að þessir moneysharks sem FSG eru fari að drullast til að styrkja liðið og það strax. Annars þurfum við að taka þá í sömu meðferð og Hicks og Co. og bola þeim út með illindum.

    26
    • “Þeir hafa í mörg ár neitað að styrkja og endurnýja liðið okkar…”.
      Er það? Hefur Klopp eitthvað tjáð sig um að hann fái ekki stuðning?

      1
      • Klopp hefur marg sagt það að Liverpool hefur ekki úr sömu peningunum að spila og hinir klúbbarnir sem þeir eru að berjast við. Ég ætla ekki að hrauna yfir þá leikmenn sem Liverpool hefur þei eru sjálfsagt að gera það sem þeirra geta segir um.
        Jurgen Klopp er búinn að vinna kraftaverk með þetta lið, og er sennilega einn besti stjórinn sem völ er á.

        Að góðum árangi Liverpool undanfarin ár.
        Þegar Fhilippe Coutinho grét sig til Barcelona í byrjun árs 2018 fyrir stjarnfræðilega upphæð náði Klopp að fá að eiða næstum öllum þeim peningum til leimannakaupa á tveimur leimönnum úr efstu hilluni (Alisson og Virgil van Dijk) þessir leikmenn lögðu grunnin að meistaradeilda og úrvaldsdeildar titlunum sem klúbburinn hefur unnið á þessum tíma með Klopp í brúnni.

        Það eru allt of mörg áhættu kaup á meiðslapésum sem hafa verið gerð á mönnum eins og Ibrahima Konaté , Thiago Alcantara, Alex Oxlade Chamberlain og Joe Gomes.

        Ég hef sagt það áður að FSG eru eifaldlega mjög slæmir eigendur, þótt sumir hér séu að verja þá fyrir að auka verðmæti klúbbsins verulega síðan þeir komu hafa þeir ekki skilað því að neinu leyti til leikmannakaupa sem er það sem fótboltinn gengu út á. Þessi verðmæti gagnast bara eigendunum ekki stuðningsmönnum eða árangri Liverpool.

        FSG out!

        14
      • Ari Oskarsson
        Eins og talað frá mínu hjarta. Að hafa ekkert styrkt liðið síðustu glugga er bara fáránelgt og svo sannarlega að skila sér núna. Án Klopps værum við bara Tottenham. Líklega er níska FSG ástæðan fyrir því að Michael Edwards hætti.

        6
      • No 9
        Það er sennilega rétt hjá þér, það er mjög líklegt að Michael Edwards hafi hætt út af eigendunum. Ég er einn af þessum sem man þegar Liverpool var stórveldi á níunda áratugnum og gerðu þá kröfu að vinna enska titilinn á hverju ári.

        Spáðu í það ef eigendurnir af Man City hefðu fengið að kaupa Liverpool 2007 hvað við værum búnir að vinna marga titla?

        Ég yrði hissa að Klopp yfirgefi þennan klúbb í vor, ef ekki þá ekki seinna en sumarið 2024.

        FSG out!

        5
      • Sama hér, búinn að styðja liðið í rúma fjóra áratugi. Oft hefur maður haldið að þetta væri að koma síðustu tuttugu plús árin en alltaf sleginn niður jafn hraðan aftur, Houllier þrennan og hjá Benitez eftir Istanbul en ekkert var byggt ofan á. Svo fáum við loksins einn albesta, ef ekki besta, stjóra sem er í boði, sem skilar okkur langþráðum titlum en ekkert gert til að viðhalda og bæta liðið- og erum líklegast að fá enn eitt höggið aftur.
        Var ekki aðal ástæðan fyrir því að Moore seldi liðið á sínum tíma að hann taldi sig ekki geta gefið því þann stuðning sem það átti skilið? Vona að þessir eigendur hysji upp um sig brækurnar og styðji Klopp almennilega. Það verða fjögur ár í vor síðan við unnum meistaradeildina og þrjú síðan sá enski vannst- tíminn flýgur

        4
      • Ég vil þessa eigendur burt ekki seinna enn strax!

        Ég vona að stuðningsmennirnir rísi upp og boli þeim í burtu. Við þurfum alvöru eiganda sem myndi koma Liverpool á þann stall að vera aftur stórveldi líkt og við vorum á níunda áratugnum. Liverpool klúbburinn er með stóra sögu en er í besta falli miðlungs klúbbur eins og staðan er í dag með jafn marga úrvalsdeildar titla og Leeds, Blackburn og Leicester.

        FSG out!

        3
      • Jú Klopp hefur sagt þetta oftar en einu sinni. En ekki enn þorað að gagnrýna þá beint af krafti. Mjög líklegt að við misstum yfirburðamann í Edwards því hann nennti ekki að standa í eilífðarþrasi um peninga við þessa bandarísku nískupúka.

        Maður verður bara virkilega reiður að hugsa um alla titlana sem Liverpool væri búið að vinna síðustu 4-5 ár ef FSG hefðu fokking drattast til að eyða pínku litlu af þeirra eigin peningum. Við erum búnir að tapa Englandsmeistaratitlum til þessa ógeðslega Man City liðs reglulega með 1-3 stiga mun þegar brotabrot af þeirra eyðslu hefði fleytt okkur vel yfir þá.

        Það er ekki bara leikmannahópurinn sem er þreyttur. Klopp er örugglega líka orðinn dauðþreyttur að vinna kraftaverk á hverju einasta ári fyrir endalaust vanþakkláta eigendur og kreista blóð úr steini ár eftir ár. Pælið í að vera í draumastarfi að stjórna besta fótboltaliði í heimi og fá þetta svar frá eigendunum á hverju ári þegar þú biður um einhver alvöru leikmannakaup. 🙁

        https://www.youtube.com/watch?v=XMHt02mHKS0

        5
    • Hverju orði sannara AEG……. hverju og einu einasta orði!

      Ég nefndi það hér inni fyrir margt löngu þegar Gerrard, Xabi og fleiri voru okkar aðal miðjumenn og til stóð að styrkja miðjuna enn frekar með kaupum á Gareth Barry frá Aston Villa sem þá var prímus mótor þeim megin á besta aldrei……. en nei, við buðum 15 millj. punda en Villa vildi 18 millj…… sorry, amerískir eigendur í formi Gillet og Hicks sögðu nei!

      Sagan að endurtaka sig!

  15. Spurning hvað það kostar næsta sumar af endurnýja miðjuna. Utan Meistaradeildarinnar og hvaða leikmenn munu hafa áhuga á að koma

    9
    • Yep held það sé stærsta spurningin.
      Verður mjög auðvelt fyrir Bellingham að velja Real fram yfir Liverpool sem verður ekki í meistaradeild á næsta ári ef þetta heldur svona áfram.

      7
      • Liverpool er aldrei að fara kaupa Bellingham, þetta er bara orðrómur eins og með Mbappé
        við þurfum ekki nema bara skoða innkaupastefnuna hjá eigendunum síðan þeir komu 2010, það er selt oftast nær fyrir meira enn það er keypt!
        Þetta er svona eins og að fara með gamla bílinn á söluna og fá meira fyrir hann enn þann nýja!

        6
  16. Mér er spurn,eru yfirmenn dómaramála á England ekki að horfa á leiki,þessi sem dæmdi í dag á að vera rjóminn af dómörum í úrvalsdeildinni, það eru búnar að vera gagnýrisraddir á dómara á Englandi í mörg ár en ekkert gert í þessum málum, dómgæslan í dag var hörmung og hvernig hann kommst að þeirri niðurstöðu að hendin í fyrri hálfleik var ekki víti er mér ráðgáta.

    12
  17. Sá núna fleiri endursýningar. Ég bara sé ekki brotið. Þetta erkifífl dæmir víti og VAR staðfestir án þess að tv áhorfendur fá að sjá brot. Hendið í fyrri er klárt víti. Fíflið segir áfram gakk en hvar er VAR? Á ekki að fokking stoppa og láta dómarafíflið skoða þetta í skjánum?

    Annars er allt í volli. Andstæðingar mega ekki anda boltanum í átt að marki og hann er í netinu. Leikmenn, sem btw voru í guðatölu fyrir 5 mánuðum, líta út eins og viðvaningar. Hendo og Thiago, gjörsamlega vonlausir í dag. Hendo auðvitað búinn að vera on the decline í svoldinn tíma og á alls ekki að vera starter á þessu leveli. Thiago reyndar með lélegasta leik sem ég hef séð. Trent, tja, orð fá ekki lýst því hvað ég dýrka að scouser sé svona mikilvægur leikmaður lfc en hann þarf annaðhvort ca. mánaðar frí eða prufa nokkra leiki í röð á miðjunni. Að spila right back núna restina í okt mun kannski skaða hann til framtíðar.

    Var nú nokkuð anti FSG áður en þurfti að taka það tilbaka eftir titlasöfnun síðustu ára. Ætla ekkert að ranta gegn þeim sérstaklega núna en set nú samt spurningarmerki við miðjumannakaup. Meina þá kaup annarra liða í epl. Af hverju eru leikmenn eins og Odegaard og Bruno(newc) að enda þar? Eitt að tala um Rice og Bellingham sem eru ekki í boði en að missa af leikmönnum sem eru að slá í gegn hjá öðrum liðum í epl er vanhæfni. Það vita allir ástand mids hjá lfc og ótrúlegt að amk þrír þeirra hafi ekki horfið á braut 1.júlí.

    Eitthvað er augljóslega ekki að virka hjá Klopp en hann fær tíma til að snúa þessu við. Myndi þó krefjast 200m punda í janúar í leikmannakaup, annars er ég farinn. Hann á það skilið og FSG skuldar stuðningsmönnum það.

    12
    • Er ekki hægt að færa rök fyrir því að ef FSG hefðu látið meiri pening í leikmannakaupa og endurnýjað liðið betur þá væru titlarnir fleiri en þeir eru?
      Það er í raun fáránlegt að þessi velgegni sem Klopp hefur skapað sé að vinna gegn honum þegar kemur að stuðningi eigendanna.
      Að mínu mati hefur Klopp náð miklu meiri gæðum út úr þeim mannskap sem hann er með en innistæða er fyrir, sem er kannski að koma í ljós núna.
      Fáránleg innkaupastefna og tregagangur í endurnýjun er heldur betur að koma í bakið á okkur núna!

      15
      • Jú, klárlega. Var vitstola af bræði þegar enginn var keyptur í stað Lovren og trúði svo ekki að sömu mistök voru gerð þegar enginn kom í stað Gini. Glugginn í sumar fær algjöra falleinkunn. Við stuðningsmenn ætluðumst kannski til þess að það ætti að hamra járnið á meðan það var heitt en erfitt að andmæla fsg þegar stigasöfnun í epl hefur verið svona rosaleg síðustu ár fyrir utan meiðslaárið. Það er auðvitað olíuríkið svindl-city sem kemur í veg fyrir að titlarnir séu ekki fleiri.

        7
    • Ég er svo ósammála að við ættum ekkert skilið úr leiknum. Fáum ekki víti sem var víti og þeir fá víti sem liklega var ekki víti…..hvað er að sumum herna, vorum á útivelli gegn Arsenal og staðan var 2-2 á 90 mínútu, myndi frekar segja að heilladísirnar og dómgæslan voru Arsenal meginn…..mótið er ekki búið….eða var bara krafan hjá sumum hér að mæta og rúlla þessu upp 5-0

      3
  18. Kunnum ekki vörn, kunnum ekki miðju, kunnum ekki sókn! Farin frá því að sýna hvernig á að gera hlutina yfir í að sýna hvernig á ekki að gera! Algjört hrun!

    9
  19. Brynjar H
    Algerlega sammála
    Og svo grátlegt að missa liðið svona niður í djúpa lægð
    Og eyðileggja heilt tímabil

    4
  20. Þessi leikur svíður ekkert svakalega því ef að við hefðum spilað að þessum krafti í öllum þessum skíta jafnteflum hefði útlitið verið bjartara við hefðum unnið alla að er allveg ljóst og annað þulurinn hjá Símanum sagði í upphafi að besti dómari england væri að fara dæma leikinn ! GUÐ hjálpi dómurum englands þvi hann lítur hann ekki út fyrir geta dæmt frekar en aðrir ónýtir dómarar þessarar deildar.

    YNWA

    5
  21. Ég held að það sé nokkuð ljóst að eigendurnir hafa engan sérstakan áhuga á fótbolta. Þeir sáu viðskiptatækifæri og hafa verið að byggja upp innviði og umhverfi klúbbsins og í það hafa peningarnir farið en ekki í leikmannakaup. Gengi liðsins hefur verið með ólíkindum og það er vegna stjóra sem er einstakur. Eftir að hafa verið 1 stigi frá meistaratitli og að tapa úrslitaleik meistardeildarinnar naumlega á að sjálfsögðu að styrkja liðið til að viðhalda trú leikmanna og draga úr álagi. En niðurstaðan eftir sumargluggann er mínus 9.6 m Evra og örþreyttir leikmenn sem horfðu á hin liðin kaupa allt sem hreyfðist. https://www.transfermarkt.com/fc-liverpool/startseite/verein/31 Svei!

    12
  22. Já það var lélegur dómari að störfum og virðist ekki þora að dæma hendi og er Eliot var tekinn niður og það hefði mátt skoða brotið á Días. Leiðinlegt er Var og dómari vinna ekki saman.

    7
  23. Ég er alls ekki sammála að leikur okkar manna hafi verið slakur, ég tel að mikil batamerki hafi verið á leik okkar manna. Slök dómgæsla hjá dómara, sem á að teljast sá besti, algjör hneisa að dæma ekki vítaspyrnu. Slæmt að missa Diaz í meiðsli, vonandi er hann ekki mikið meiddir. YNWA

    8
  24. Ótrúlega er vörnin okkar orðin léleg allt í einu. Það er alveg fáránlegt að við höfum ekki fengið víti þegar boltinn fer í útrétta hönd gabríel, alveg eins atvik gerðist í leik newcastle og brentford og það var umvsifalaust dæmt víti !
    Það er svo mikið ósamræmi í dómgæslu hjá þessum lélegustu dómarastétt í heimi að það kemur í raun ekkert á óvart. Hvað sem því líður þá verðum við að fara að verjast miklu, miklu, miklu betur. Thiago átti að stöðva þessa skyndisókn rétt fyrir hálfleik með því að brjóta á leikmanninum ! Við erum að verjast svo mjög óskynsamlega og barnalega. Þeir hljóta að vera að fara yfir varnarleik okkar eftir þessa skitu leik eftir leik. Jæja, áfram gakk, það versta er að við misstum tvo leikmenn tilviðbótar í meiðsli ! ÞAÐ ER SVAKALEGT ! máttum bara alls ekki við því, við erum alltaf með eitt byrjunarlið í meiðslum, allt annað en lið sem eru á toppnum, hvernig eru þessar æfingar hjá okkur eiginlega ?

    2
  25. Þegar Saka skoraði markið rétt fyrir hálfleiksflautið varð mér hugsað til leiks þessara liða fyrir ca fimm árum, þennan hér: https://fb.watch/g2WGh3wGa_/

    Mark Saka minnti mig á mark nr. 3 hjá okkur í leiknum 2017 (sprettur Salah). Þarna var Liverpool sem lið á mikilli uppleið en Arsenal í einhverjum spíral niður á við.

    Eftir leikinn í dag finnst mér liðin hafa haft ákveðin hlutverkaskipti. Arsenal er í dag mest spennandi lið deildarinnar með gríðarhraða, kraftmikla og leikna leikmenn sem berjast um alla bolta og eiga framtíðina fyrir sér á meðan við erum almennt alltof hægir í okkar aðgerðum og ákefðina vantar hjá alltof mörgum leikmönnum (Diaz og Nunez undanskildir). Þetta skrifa ég á alltof litla endurnýjun undanfarin ár.

    Liðið hefur vissulega fært okkur bæði titlafjöld og ótal skemmtilega leiki undanfarin ár. Það þarf hins vegar að hlaupa hratt bara til að standa í stað í þessari deild og þar hefur félagið klikkað að mínu mati, hvort sem um er að kenna eigendum eða þjálfarateyminu. Tryggðin við leikmenn sem ekkert hafa sýnt að ráði í alllangan tíma er of mikil (og er að bíta okkur núna í afturendann) á meðan liðin í kringum okkur halda áfram að styrkja sig og næla í gæðaleikmenn, þar á meðal Arsenal sem hefur ekki verið í Meistardeild í háa herrans tíð. City hefur unnið deildina undanfarin tvö ár en styrkir sig alltaf eitthvað. Meira að segja lið sem eiga að vera mun lakari (t.d. Brighton, Newcastle og Wolves) en við eru að næla í fantagóða leikmenn á skikkanlegu verði sem eru að springa út í deildinni, leikmenn sem gætu bætt okkar lið umtalsvert.

    Ég vona að leikurinn í dag verði það vakningakall sem bæði eigendur og þjálfari þurfa til að átta sig á að það þarf að endurnýja hópinn verulega. Annars gætum við verið að horfa fram á svipaða svekkelsistíma og Arsenal undanfarin ár og það mun taka mjög langan tíma að koma til baka.

    Og eitt enn. Í síðustu krísu liðsins, þegar við lentum í miðvarðamatröðinni fyrir tveimur árum og töpuðum ótal leikjum, tókst okkur samt á endanum að tryggja okkur fjórða sætið í deildinni, þökk sé ótrúlegum baráttuanda og elju (og marki frá Alisson). En þá voru margir leikmenn sem enn eru með okkur líka tveimur árum yngri. Ég sé okkur því miður ekki leika þennan leik aftur á þessu tímabili, til þess eru stoðirnar orðnar of feysknar. Ég mun samt glaður ég heila sokkaskúffu í vor ef það reynist rangt.

    9
  26. Tek undir markt sem sagt hefur verið hèr. Dýrkeypt að styrkja ekki liðið þegar það var í toppslagnum. Það verður engin biðröð um að komast til LFC í Janúar.

    Hinsvegar áttum við skilið stig á móti erfiðu liði á útivelli, þetta er ekki kolsvart þrátt allt. En að sama skapi hafa stuðningsmenn Liverpool ærna ástæðu til að vera pirraðir.

    6
  27. Ég vonsvikinn með Klopp. Ég bara verð að viðurkenna það, eins mikið og ég dýrka gaurinn.

    Við byrjuðum illa og að miklu leyti sneri það að varnarvinnunni og þá sérstaklega að TTA. Því breytt um uppstillingu og farið í 4-4-2 eða 4-2-4 eins og það leit út í fyrsta marki leiksins.
    Síðan í seinni þá kom Gomes inn á fyrir Trent og það sást hversu mikið betri varnarmaður hann er, hélt Martines mun betur í skefjum.
    Nú vitum við að TTA er frábær sóknarlega, af hverju ekki að nota hann bara sem hægri kantmann og Gomes fyrir aftan hann ? Það fyrir mér væri miklu rökréttara og mögulega betra fyrir liðið, værum þá með kantmann sem gæti skapað en líka variist upp því að marki sem TTA kann, sem er kannski í varnarmanna klassa, en klárlega vel yfir meðalags miðjumann klassa.

    5
    • Ég er búinn að tala um það sem þú ert að segja hér miljón sinnum og er örugglega farinn að hljóma eins og rispuð plata ! Er ekki einhver hér inni svo kjarkaður að taka upp tólið og hringja bara í hr Klopp og biðja hann að gera svo vel að færa Trent ekki seinna en strax ! Og þá væri liðið svona næst ef Diaz er out ? Firmino Darwin Salah
      Thiago Fab Trent
      Tsimigas Konaté Van D/ Matip Gomes

      YNWA

      3
  28. Sæl og blessuð.

    Vantar okkur nokkuð annað í lok þessa dimma dags annað en útpælda LS-sófaspeki? Hélt ekki.

    Í febrúar 2020 fór ég með stráknum mínum á Liverpool (í efsta sæti) vs. West Ham (í neðsta sæti). Þetta átti að verða gönguferð í skemmtigarðinum. Hugarfarsskrýmslin höfðu pakkað öllu og öllum saman og enginn vissi hvernig átti að hemja þau, hvað þá stöðva. En það kom okkur feðgum í opna skjöldu – og flestum held ég þessara 60 og eitthvað þús. annarra áhorfenda hvað okkar menn voru berskjaldaðir gegn hömrum sem áttu ekki að geta skorað og varist m.v. stöðuna á þeim. Gestirnir komust yfir í leiknum og leiddu lengi 1-2. Svo var það fyrir ægilega baráttu og slatta af heppni (Salah skaut lausum bolta sem fór milli fóta markvarðar wh) að okkur tókst að sigra með erfiðismunum, 3-2.

    Hvers vegna var þessi sigur svo torsóttur? Jú, Henderson var nýkominn á meiðslabekkinn. Lisskipanin riðlaðist öll við það. Og næsti leikur? töpuðum fyrir Watford. Þeir pökkuðu miðjunni saman og greyið Lovren mátti sín lítils gegn trukkunum í framlínu Watford. Hvern vantaði? Já, leikmann þess tímabils – Henderson. Og svo töpuðum við í mars í undanúrslitum CL gegn A. Madrid – þá var okkar maður nýskriðinn á fætur og var tekinn út af örþreyttur og fór eins og fór. Auðvitað áttum við miðað við gengið á liðinu á þeim tíma að taka tvöfalt það árið.

    Núna er Henderson ekkert líkur þeirri maskínu sem hélt öllu gangandi hjá okkur þá. Þeir gerðu líka svimandi launasamning við Salah á grundvelli þess sem hann hafði gert (fyrir afríkumótið) ekki þess sem hann átti eftir að gera (sem er ekki mikið). Kaupin á Nunes eru enn sem komið er vonbrigði – líklega átti hann, eins og Robertson, Fabinho ofl. ekki að spila neina alvöru rullu fyrr en eftir langan tíma á æfingasvæðinu. En neyðin hefur sett hann strax í fremstu röð og nú kemur á daginn að hann skilur engan í liðinu. Var ekki Keita í sömu sporum?

    Orkan í liðinu er ekki svipur hjá sjón sem hún var. Það er hárrétt hjá Birni hérna að ofan, að markið frá Saka var í sama anda og appelsínugula viðvörunin þegar Salah skeiðaði upp völlinn og skoraði eftir hornspyrnu nalla á sínum tíma. Mikið var það fallegt mark og vísir að því sem koma skyldi. En nú hafa hlutföllin snúst við. Salah er löturhægur, Hendo er að dragast aftur úr. Þörf er á nýrri hugsun og nýjum fótum.

    Hið liðna er að baki og framundan er ströggl þar sem við megum vel við una ef við náum fjórða sætinu. Teldi það nú vera nánast kraftaverk ef það næðist. Það er ekkert minna en grátlegt að liðið hafi ekki bætt meiri mannskap í raðir sínar m.v. það hvernig reksturinn hefur verið. Bara sigurinn í riðlakeppni CL í fyrra var á við kaupverð Bellingham. Úrslitaleikurinn hefur skilað feitum gróða. Hefðum við ekki getað keypt Jesus eins og nallarnir? Hefði Zinchenko ekki verið góður kostur líka?

    Við hljótum að gera þá kröfu að FSG og Klopp rýni vandlega í eigin rann og setji í gang alvöru áætlun um það hvernig við ætlum að endurheimta kraftinn og sigrana. Við þurfum að fá hungraða, hraða og þindarlausa leikmenn. Og við þurfum leikskipulag sem hefur sömu áhrif og ,,gamla” 4-3-3 gerði (allir virðast vera búnir að lesa það og læra).

    Þetta var mín útpælda sófaspeki. Liðið í mikilli lægð. Nú þarf að spyrna við fótum og koma sér upp á við að nýju.

  29. Ætti Klopp sé ekki bara með FSG í liði. Skrifaði undir nýjan samning um að starfa fyrir þessa herra. Hann þekkir væntanlega þeirra stefnu og hefur samþykkt hana. Óhugsandi að FSG sé að spila með Klopp án þess að hann láti í sér heyra.

    • Klopp er það klár að hann er ekki að gagnrýna eigendurna opinberlega á blaðamannafundinum eftir leikinn, enn ég sé að hann hegðar allt öðruvísi enn hann er vanur, hann veit 100% hver áhugi og metnaður þessara eiganda er og hann er búinn að berjast við þá í sjö ár og er örugglega búinn að fá nóg af þeim, ég hef grun um að hann sé búinn að taka ákvörðum um framhaldið hjá sér sem þjálfari Liverpool. eins og ég hef sagt þá er ég ekki hissa að Klopp sé að hætta í vor.

      FSG out!

      9
  30. Það væri náttúrulega draumur fyrir man utd menn að Klopp hætti með Liverpool en ég efast um að það séu margir Liverpool stuðningsmenn sem vilji það, annað með þessa blessuðu eigendur

    9
  31. Klopp hættir og tekur við Bæern verður sennilega næsta stóra fréttin í boltanum.

    1
  32. Sæl og blessuð

    Við erum að snerta botninn og spurningin er ekki hvort heldur hvernig við spyrnum okkur upp af honum:

    1. Klopp verður væntanlega áfram en nauðsynlega þarf að bæta staffið í kringum hann. Meiðsli eru alltof tíð. Rangar (eða engar) ákvarðanir í leikmannamálum. Mórallinn ekki góður. Aðstoðarliðið þarf endurnýjunar við. Við erum að sjá hin liðin bæta við sig afburðamannskap. En við fáum Nunes á yfirverði (note to self: ef mu hefur brennandi áhuga á leikmanni þá er betra að láta hann eiga sig) og laskaðan Arthur auk unglinga sem bera ekki upp liðið með þeim hætti sem þarf.

    2. Leikmannakaup verða að vera róttækari og afdráttarlausari en þau hafa verið. Kraftmikil miðja með Bellingham í hjartanu er eitthvað sem við þurfum. Grábölvað að leyfa nöllum að kaupa Jesus og Zinchenko. Hefðum haft góð not af þeim báðum.

    3. Nýtt eða uppfært leikplan þarf svo að koma fram. 4-3-3 með dúndrandi bakverði og bónvélar á miðjunni kemur engum lengur í opna skjöldu. Nú þarf að hugsa upp nýtt plan út frá nýjum hópi leikmanna og yfirstjórnar.

    4. Nýir eigendur gætu verið nauðsynlegir svo að fyrri þættir geti orðið að veruleika. Það segir sig sjálft að reka þetta lið á núllinu ár eftir ár er ekki sjálfbært – þ.e. það kostar titla sem að endingu dregur úr tekjum. Þeir hafa ekki nýtt frábæran árangur til að styrkja félagið. Bara tekjurnar af því að vinna riðilinn í cl í fyrra hefði dugað fyrir toppleikmanni. Gerðu þeir ráð fyrir þeim í áætlunum? eða snýst allt um að stækka völlinn? Held við þurfum að fara að fá fólk sem leggur fé í félagið og setur okkur á þann stað sem hæfir okkar ástkæra liði.

    Þá er ég búinn að blása. Takk fyrir.

    12
    • Með eðlilegri endurnýjun á hópnum værum við enn að keyra heavy metal bolta á fullu blasti og allir glaðir.

      5
  33. Vonandi nær Klopp að snúa við genginu fyrir HM. Eigendurnir okkar hafa eytt miklu í liðið fyrir hann og eru vafalaust hundfúlir með gang mála. Miðverðir okkar eru bara ekki það sem þeir voru, Van Dijk átti sín 2-3 ár á toppnum en hann hefur ekki lengur burðina til að hreinsa upp eftir krónísk mistök Dele Alli hægra megin.
    Miðjan er drulluléleg og mönnum þar hefur farið mikið aftur, t.a.m. Fabinho og Henderson.
    Salah virðist alveg týndur en hann er vonandi ekki brotinn. Getum vonandi notað Díaz aftur áður en hann fer á HM. Þó Nunez hafi skorað í gær er þetta bara ekki næstum því nóg frá okkar aðal framherja.

    4
    • Diaz er frá Kólombíu og þeir eru ekki að fara á HM. Grunar reyndar (án þess að vita) að hann komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrr en eftir HM. Þetta eru meiðsli á hné sem er aldrei gott.

  34. Þetta eru mínir punktar:

    Það eru öll lið búin að læra að læra á okkur. Erum búnir að spila sama kerfið í 5-6 ár. Ekkert sem kemur á óvart.

    Við höfum alveg sofið á verðinum varðandi innkaup og stefnu í þeim málum. Alltaf sömu “jálkarnir” á miðjunni. Svona gengur ekki til lengdar. Liðið orðið alltof gamalt og flestir á niðurleið.

    Efast um að við náum CL sæti í ár. Hvað gerist þá ? Eru menn sáttir við að spila í Evrópudeildinni ?

    Framlenging við Salah var mjög vond ákvörðun. Hann hefur lítið getað á þessu ári og verið arfaslakur núna í haust.

    Ég held að Klopp sé þannig þjálfari að hann eigi að vera að hámarki 5-6 ár með hvert lið. Búinn að vera sjö ár hjá okkur.Leikmenn brenna út undan þessu álagi.

    3
  35. Ég missti af síðasta hluta leiksins en er að lesa fréttir um læti og jafnvel slagsmál þar sem Hendó var í fararbroddi. Getur einhver upplýst mig hvað gerðist?

  36. Skítur skeður

    Liðið okkar sem hefur fært okkur svo mikla gleði undanfarinn ár og spilað frábæran heimsklassa fótbolta er að eiga lélega byrjun á tímabilinu.
    Fyrir tímabilið voru menn frekar bjartsýnir á framhaldið og töldu að við myndum verða aftur í harði baráttu við Man City um bikarinn en eitt árið. Við áttum að vera með en þá sterkara lið en oft áður. Jújú Mane væri farinn en heilt tímabil með Diaz/Elliott, Nunez að koma og ungu strákarnir með meiri reynslu.
    Eftir frábæran sigur og framistöðu gegn Man city í góðgerðaleiknum fóru þessar væntingar ekki niður.

    EN! 🙁 staðan í dag er sú að við virkum búnir með bensínið, hápressan ekki eins góð sem gerir það að verkum að liðið okkar er opnari varnarlega og miðjumenn liðsins líta ekki eins vel út.
    Lykilmenn að klikka og tímabilið virðist farið í vaskinn.

    EN! 🙂 Hættum þessu helvítis væli. Það má heldur betur gagnrýna liðið og talað um að eigendur hafi ekki eytt nógu mikið í leikmenn, Klopp með of einfalda hugmyndafræði og leikmenn orðnir saddir eða búnir með sitt besta.
    Þetta er sama lið og á síðustu leiktíð var að spila alla leiki sem voru í boði. Skiluðum tveimur bikurum í hús og voru nálægt tveimur í viðbót. Klopp og hans menn munu snúa þessu gengi við og komast á skrið aftur en ég er sammála því að það má fara að gerast sem fyrst en þessir leikmenn og þessi þjálfari eiga það inni að við höfum trú á þeim, þegar gengur illa og ég ætla að halda þeiri trú.

    – Þótt að það sé miklu þægilegra að hafa það ekki og láta menn heyra það 😉

    YNWA – Stendur fyrir eitthvað og núna ætla ég ekki að skilja Klopp og strákana eftir með því að hakka þá í mig, heldur ætla ég að tala þá upp og hafa trú á þeim.

    13
  37. Magnað vaaaaaáá 72 innlegg í þennan þráð, þetta er ansi vel gert ég vona að það verði svona líflegt á KOP.IS þegar liðið fer að komast af stað, því það hefur ekki verði raunin. Hellisbúarnir virðast alltaf taka við sér þegar verr gengur.

    4
  38. Það á ekki af þessu liði að ganga. Diaz frá fram yfir HM. Okkar besti leikmaður fyrir utan kannski Allison.

    1

Liðið gegn Arsenal

Gullkastið – Bullandi stormur