Gullkastið – Brött brekka í deildinni

Byrjun tímabilsins hjá Liverpool hefur vægast sagt verið gríðarlega svekkjandi, enn eitt ósannfærandi og svekkjandi jafnteflið á Anfield um helgina gegn Brighton en ágætur sigur á Rangers í Meistaradeildinn léttir aðeins andann. Þar “frumsýndi” Klopp mögulega leikkerfi sem hentar liðinu betur í komandi verkefnum. Arsenal og Man City er næstu andstæðingar í deildinni og því ekki seinna vænna en að fara byrja þetta tímabil.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 398

10 Comments

  1. Takk fyrir enn eitt góða hljóðvarpið!

    Mér, eins og líklega öllum stuðningsmönnum, hefur verið umhugað um gengi liðsins síðustu tvo mánuði.

    Liðið hefur verið keyrt út síðustu ár og bensínið í okkar bestu leikmönnum hefur verið takmarkað núna í upphafa leiktíðar. Rosalegt dropp. Þetta hefur verið aðferð Klopp, að hámarka getu leikmenna um ákveðinn tíma, en það hefur auðvitað afleiðingar til langs tíma.

    Endurnýjunin hefur svo verið ögn skrýtin. Flestir keyptir undir tvítugu, af því að þeir eru þá ódýrir, og þeir þurfa náttúrlega tíma. Hefðum þurft að kaupa 4 aukaleikmenn síðustu 2 ár í kringum 24-25 ára aldur. Hryggurinn í liðinu er ekki að fara halda okkur í top 3 næstu tvö ár. Við gætum horft upp á annað miðjumoðsskeið hjá LFC ef ekkert verður að gert.

    Ekki kaupa nýtt lið eins og Notthingham Forrest, en öppdeita smá. Ef Bellingham og Touchaemani hefðu komið báðir, eða sá fyrrnefndi kemur, þá erum við strax á betri stað. Darwin búinn að viðurkenna á brasilískum miðli að hann skilji ekki orð í ensku og viti í raun ekkert hvað hann á að gera á vellinum.

    Mané brotthvarfið er okkur líka dýrt.

    Myndi vilja Sesko frá Salzburg ásamt Bellingham og amk einn miðjumannitil viðbótar. Plús miðvörð, því eru Virgill og Matip að fara að spila mörg ár í viðbót á hæsta getustigi?

    Vil ekki hljóma neikvæður en það eru brotamerki á liðinu og það væri grátlegt að hafa náð á toppinn, eins stórkostlegt og það var og frammistaðan ógleymanleg, og klúðra svo framhaldinu með því að halda ekki við. Nógir ættu peningarnir að vera miðað við árangur síðustu ára.

    8
  2. Takk fyrir þáttinn, piltar!

    Ég er því miður á sömu blaðsíðu og Maggi, held að við förum ekki vel út úr London ferðinni á sunnudaginn. Og hlakka ekki neitt til að fá Erling blóðöx í heimsókn á Anfield. Þetta gætu orðið daprir dagar.

    2
    • Ef konate verður kominn til baka fyrir sity leikinn, þá hef ég ekki áhyggjur af erling, sér í lagi ef dækarinn stígi upp og verði líka skrímsli í þeim leik. Myndi vilja fá gomes í hægri einnig í þeim leik og leyfa trent að leika sér á miðjunni einn leik, auðvitað bara hugarburður í mér en sem einn af verstu sófasérfræðingum síðari tíma… auðvitað á að taka mark á mér!…….
      Við erum að fara að vinna arsenal, city(jafntefli þó einnig líklegt) en gera svo einhver jafntefli við minnipokarottur.

      3
      • Þú færð uptick fyrir hugtakið minnipokarottur! Ég skellihló…

        1
    • Því miður hlakkar manni lítið til að mæta Arsenal á þessum tímapunkti en auðvitað vonar það besta og styður sína menn no matter what.

      Arsenal ásamt City hafa verið gjörsamlega á öðru leveli en restin af liðunum og Liverpool hafa ekkert sýnt manni neitt sem breytir því neitt á næstuni.
      Væri samt risa statement að koma til baka gegn þessum liðum en erfiðra verður það ekki.

      YNWA

      2
  3. Nú er Bellingham byrjaður að flörta við Real Madrid. Er svona 95% viss um að hann fer ekki til okkar. Núna verður maður að treysta á að Keita og Ox stígi upp…. djók.

    4
  4. Slúðrið er að orða okkur við Brozovic ég held að hann sé ekki nógu góður.

    • Sem verður þrítugur eftir nokkrar vikur og er þar að auki meiddur? Hljómar ekki eins og Klopp kaup.

  5. Takk fyrir koparar það er alltaf gaman að hlusta á ykkur og oftast er ég sammála ykkur en ekki alltaf eins og gengur.
    Mér fannst frábært að sjá kraftinn, pressuna og færin sem Liverpool kom sér í á móti skotunum og allt tal um að skotarnir hafi verið svo lélegir þá vil ég bara benda á að ekkert lið spilar betur en andstæðingurinn leyfir.
    Aðeins að Arsenal þeir hafa verið að spila vel og ná í góð úrslit en á móti kemur þá hafa þeir bara mætt tveim af þessum svokölluðu topp sex liðum, unnu tottarana einum fleiri megnið af leiknum og töpuðu fyrir man utd þannig að þeir eiga eftir að sína okkur hvað þeir geta á móti stóru liðunum.
    En hvað viðkemur okkar mönnum í Liverpool þá hef ég enga trú á öðru en að liðið ná að rífa sig í gang aftur því þetta eru að megninu til sömu leikmenn og hafa glatt okkur síðustu ár og þeir verða ekki lélegir í fótbolta sí svona þótt vissulega hafa þeir ekki verið að ríða feitum hesti frá flestum af þeim leikjum sem búnir eru.
    Þar sem ég er bjartsýnis maður að eðlisfari þá er glasið mitt enþá hálf fult og því spái ég sigri á móti bæði arsenal og city og við tökum gleði okkar aftur.
    YNWA.

    4
  6. Sælir félagar

    Takk fyrir skemtilegan þátt og umræður. Þó ég sé ánægður með að Maggi hefur þrek í að vera rausær þá er ég þeirrar gerðar að ég get ekki spáð Liverpool tapi. Það kemur fyrir að ég spái jafntefli en frekar spái ég ekki en spá tapi. Þar sem Maggi á engra kosta völ og verður að spá þá er hann maður að meiri að þora að spá liðinu okkar tapi í leik sem er erfiður á pappír. Ég spái hinsvegar 2 – 3 sigri og get ekki annað.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

Liverpool – Rangers 2-0

Arsenal á morgun