Liverpool – Rangers 2-0

1-0 Trent, 7 min
2-0 Salah, 53 min (víti)

Klopp gerði 2 breytingar frá því í jafnteflisleiknum gegn Brighton. Inn komu Jota og Nunez í stað Fabinho og Carvalho sem þýddi að heimamenn byrjuðu með fjóra sóknarmenn inná í þetta skiptið.

Okkar menn byrjuðu af miklum krafti og á 6 mínútu var brotið á Jota rétt fyrir utan teig. Eftir mikil fundarhöld steig Trent fram og skoraði með frábæru skoti yfir vegginn, 1-0.

Liverpool hélt áfram að pressa og gera sig líklega. Salah átti frábært skot á 13 mínútu eftir fínt samspil með Nunez en McGregor varði frábærlega í horn. Við héldum áfram að ógna, Jota komst nálægt því að tvöfalda forystuna og VVD var ekki langt frá því að komast í boltann eftir hornspyrnu en inn vildi boltinn ekki. Þegar þarna var komið (30 mín) þá var Liverpool 70% með boltann en, eins og oft áður, þá voru yfirburðirnir ekki að endurspeglast í stöðunni.

Á 33 mínútu kom loksins almennilegt færi úr opnum leik. Henderson átti frábæra sendingu yfir vörn Rangers á Nunez sem var einn gegn McGregor en skotið var slakt og beint á markvörð gestanna. Mínútu síðar átti Liverpool aftur að tvöfalda forystuna eftir hörmulega varnarvinnu gestanna þegar Diaz var gefin flugbraut inn á vítateig Rangers en skotið var lélegt og McGregor hélt boltanum auðveldlega.

Á 40 mínútu átti Nunez annað gott færi eftir frábært hlaup þvert á vörnina, sending frá Salah var geggjuð en markvarsla McGregor var ekki síðri! Þremur mínútum síðar fékk Nunez góða sendingu frá Jota og var einn gegn varnarmanni gestanna, tók skotið snemma en títtnefndur McGregor varði enn og aftur. Skotið hefði reyndar mátt vera betra en það verður að verja þau líka

1-0 í hálfleik, hefði líklega átt að vera amk 2 eða 3 mörk frá okkar mönnum.

Síðari hálfleikur

Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri endaði. Það var svo á 50 mínútu sem að Diaz fékk boltann frá Henderson vinstra megin á vellinum. Hljóp á vörnina, fór á milli tveggja varnarmanna sem brutu á honum og réttilega dæmt víti. Upp steig Salah sem skoraði örugglega framhjá McGregor, 2-0, loksins!

Jota var ekki langt frá því að koma  okkur í 3-0 nokkrum mínútum síðar þegar pressa frá Liverpool skilaði boltanum óvænt innfyrir á Jota en skot hans var frábærlega varið af stuttu færi.

Það var í raun ótrúlegt að þriðja markið skyldi ekki fara inn það sem eftir lifði leiks. Þegar líða fór á leikinn komust gestirnir aðeins inn í leikinn. Matip átti skalla hárfínt framhjá eftir horn frá Tsimikas og stuttu síðar áttu Rangers sitt besta færi þegar skot Matondo var bjargað af línu af Gríska scousernum áður. Úr horninu fengu gestirnir svo annað færi en Alisson gerði vel og varði af stuttu færi.

Þar við sat, 2-0 frekar þægilegur sigur staðreynd á meðan að Napoli rúllaði yfir Ajax 1-6 í Amsterdag í hinum leik riðilsins.

Bestu menn Liverpool

Andstæðingurinn kannski ekki sá sterkasti en það þarf að standa sig gegn þeim líka! Fínasti leikur í kvöld hjá okkar mönnum þó ég hefði vissulega viljað sjá fleiri mörk. Henderson fannst mér virkilega góður á miðjunni, varði svæðið hjá TAA vel og var óheppinn að vera ekki með amk eina stoðsendingu þegar hann sendi Nunez í gegn. Thiago stjórnaði svo sýningunni eins og honum er einum lagið.

Trent var líka frábær í dag, enda fékk hann að gera það sem honum finnst skemmtilegt, sækja. Skoraði gott mark og hefði vel getað verið með svona eins og 1-2 stoðsendingar í þokkabót ef við hefðum verið í þeim gírnum.

Það voru fleiri sem áttu fínan leik eins og Nunez, sem hefði þó átt að skora ásamt Diaz sem átti fína spretti inn á milli.

Ég ætla samt að velja Tsimikas sem minn mann leiksins. Kannski hægt að þræta um hvort hann hafi verið besti maður vallarins en það sem ég fékk frá honum í kvöld var barátta og viljinn til þess að halda hreinu. Bjargaði á línu stuttu fyrir leikslok ásamt því að eiga frábæra tæklingu rétt fyrir utan teig stuttu síðar. Þetta committment hefur vantað oft á tíðum undanfarnar vikur.

Umræðan

  • 300. Milner hefur nú komið við sögu í 300 leikjum fyrir félagið. Það er ansi stór mílusteinn og er hann vel að því kominn.
  • Ekkert mark úr opnum leik. Miðað við alla yfirburðina þá er ótrúlegt að við höfum ekki náð að skora mark úr opnum leik í kvöld. Auka- og vítaspyrna skyldu liðin að en gæðamunurinn var mun meiri. Betur má ef duga skal.

Næstu verkefni

Það eru RISA 12 dagar framundan. Næsta verkefni er topplið deildarinnar, Arsenal, á Emirates áður en við ferðumst til Skotlands og spilum aftur við Rangers. Fjórum dögum síðar er það Manchester City á Anfield. Það er ljóst að ef við ætlum okkur að berjast um efstu sætin í þessari deild þá eru þetta leikir sem verða að vinnast.

Þar til næst

YNWA

12 Comments

  1. Ætla ekki að missa mig úr gleði yfir þessum leik það voru enn slæmir kaflar þar sem betra lið hefði refsað okkur all svakalega en sigur er sigur og því ber að fagna.

    YNWA

    6
  2. þetta var skárra en viðbjóðurinn sem Liverpool bauð upp á í síðasta leik en guð minn góður þetta lið þarf að fara spila betri fótbolta, og hvenær ætlar þessi Darwin Nunes að sýna okkur hvað hann getur í fóbolta, ég meina hvað þarf hann marga leiki til að sýna hvað hann sé góður í fóbolta því það veit guð að ekki hefur hann sýnt en sem komið er og það eina sem hann getur er að skjóta beint á markmanninn. Og svo byrjar vælið hjá Klopp um að hann þurfi tíma og bla bla bla, úff veit ekki með ykkur en ég er orðin frekar þreyttur á þessum afsökunum. En þetta slapp fyrir horn og núna og svo verður það alvöru leikur á sunnudag og því miður erum við aldrei að fara vinna þetta Arsenal lið í dag með okkar getu og mannskap sorry.

    4
    • Ósköp er ég ánægður hvað þú ert jákvæður og hefur mikla trú á liðinu okkar.

      20
    • Þvílíkur stuðningsmaður sem þú ert Robbi. Svona líka myljandi jákvæður alltaf hreint, og orðfagur í garð Liverpool. Önnur lið gætu þakkað fyrir ef þau hefðu svona gloruhunters kjötbollur sem stuðningsmenn. Menn sem geta dýrkað liðið þegar vel gengur, en eru snöggir að drulla yfir liðið, þjálfarann og leikmennina þegar á móti blæs! Menn sem passa sig á að vera nú nægilega orljótir og framarlega í yfirdrullinu, því það er jú fátt betra en að vera nýbúinn að senda frá sér einhverja fýlusprengjuna, og þurfa svo að byrja að dýrka sömu fýluna þegar það byrjar að ganga betur!!
      What a man!! Ég segi nú ekki annað.

      Insjallah,
      Carl Berg

      22
    • Ég er svo sem ekkert að kafna úr hrifningu yfir frammistöðu Darwin það sem af er en þetta komment um væl af hálfu Klopp dæmir sig náttúrulega sjálft. Þú ert orðinn þreyttur á þessum afsökunum? Höfum það hugfast að leikmenn eru ekki vélmenni heldur persónur af holdi og blóði og hafa sem slíkir tilfinningar eins og ég og þú. Veit ekki hvort þú hefur einhvern tímann spilað fótbolta en það er hreint út sagt ótrúlegt hvað sjálfstraust getur skipt miklu máli þegar út á völlinn er komið. Ef einhver getur aukið trúnna hjá Darwin er það Klopp held ég. Ég vil amk trúa því að við eigum eftir að sjá betri hluti frá þessum strák. Að því sögðu kostaði hann mikla peninga og því eðlilegt að miklar kröfur séu gerðar til hans. En að taka hann af lífi eftir fjóra leiki er kannski full mikið drama er það ekki?

      6
  3. Trent skoraði í dag en hann verður að gera betur varnarlega. Nú þegar van Dijk hefur ekki lengur burðina til að hreinsa endalaust upp eftir hann skítinn verður hann að vinna í báðar áttir á vellinum.
    .
    Vorum sterkari aðilinn allan leikinn, kærkominn sigur og nú þarf bara að klára Ajax aftur og þá erum við komnir með 2. sætið eftirsótta. Gætum líka stolið þessu af Napoli en maður gerir sér ekki of miklar vonir þessa dagana.

    4
  4. Eru menn orðnir gersamlega veruleikafirrtir? Þetta er leikur í meistaradeild Evrópu en ekki framrúðubikarinn sem Stoke vann um árið.
    Við unnum 2-0 með miklum yfirburðum. Veit að Rangers er ekki besta lið í heimi en líklega á pari við Fulham sem við rétt náðum jafntefli við.
    Liverpool átti 23 tilraunir og 10 á markið þannig að markmaður Rangers varði 8 skot. Nunes var að koma sér í færi og hefði getað sett þrennu. Datt ekki í dag en dettur vonandi seinna. Hef engar áhyggjur af því.
    Þetta er ekki fullkomið en work in progress. Hef fulla trú á góðum úrslitum á sunnudag.

    27
    • Gutti menn eru veruleikafittir því miður, Liverpool spiluðu heilt yfir mjög góðan leik og völtuðu yfir skotana ásamt því að bregðast við og breyta um leikaðferði og hætta með 4 3 3 og spiluðu 4 2 3 1 megnið af leiknum og enduðu á að spila 4 4 2.
      Þetta er það sem við sófaspekingarnir erum búnir að vera að kalla eftir hjá herra Klopp og það var frábært að sjá öll færin sem við náðum að skapa í kvöld og ef sá gamli í markinu hjá skotunum hefði ekki verið í þvílíku banastuði þá hefðum við skorað mun fleiri mörk og engin að kvarta.

      2
  5. Alveg ágætur leikur hjá Liverpool og kunnulegt stef og tölfræði í honum okkur í hag. Vont að skora ekki í opnum leik gegn liði sem spilar kerfi sem vinsælt að spila gegn okkur, sex leikmenn inni í eigin teig og þrjá þar fyrir framan, hann var mjög einmanna uppi á toppnum þessi eini. Sigurinn var samt nauðsynlegur, gott að halda hreynu og gott að sjá Trent skora og spila svona mikið aftar heldur en áður.
    Að kalla útskýringar og svör hans Klopp væl finnst nér alveg ótrúleg vanvirðing og bara hræðilegur skortur á almennum skilningi. Þetta er maður sem púslaði liði saman á sex árum sem á síðasta tímabili vann báðar bikarkeppnirnar á Englandi, fór í úrslit Meistaradeildarinnar og var aðeins einu stigi á eftir olíusvindlurunum í deildinni….. bara sína smá virðingu hérna!!!
    Að lokum langar mig að benda á þá staðreynd að þegar Klopp fékk Lewandowski(22 ára) til Dortmund, þá gaf hann 3 stoðsendingar og skoraði 8 mörk í 33 leikjum. Meira var það nú ekki en restina af þeirri sögu þekkjum við og hinir geta flett henni upp. Darwin Nunez er 23 ára, hann fær tíma hjá Klopp.

    16
  6. Sælir félagar

    Liðið gaf enga forgjöf í dag og sóknin skoraði tvö mörk sem dugði til vinnings. Þetta hefði þó getað endað með jafntefli því björgun Tsimikas var ævintýraleg og Virgil gaf eitt dauðafæri með óskiljanlega lélegri vörn inni í teig. Sem betur fór varði Alisson og hélt hreinu. Niðurstaðan var frábær og vonandi tekst Klopp að vinna liðið áfram frá þessari byrjun. Flestir leikmenn að vinna og standa sig betur í þessum leik en þeim síðasta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  7. Flottur leikur og enn betri performance frá leikmönnum sem réttilega voru flestir yfir 8 í þessum leik.
    Nunez mun skora þessi mörk hreyfingin á honum er mjög góð hann þarf að fá sjálfstraustið til að klára færin.
    Verður talsvert erfiðra verkefni í næsta leik eins og flest vita sjáum hvar við stöndum gegn heitasta liði deildarinnar um þessar mundir.

    YNWA

    5
  8. Sæl og blessuð.

    Gott að vinna og halda hreinu. Pínu súrt að skora ekki úr opnum færum m.v. möguleikana.

    Nunezinn er e.t.v. ekki ósvipaður Salah og Chambo (sem átti eftir að vera lykilmaður í þann skamma tíma sem varði milli aðlögunar og meiðsla). Mögulega finnur hann fjölina sína og helst svo óskaddaður í framhaldinu. Hann hefur merkilega mikið nef fyrir færum en þarf að nýta þau betur.

    Svo fann maður panikkið í lokin þegar þeir fóru að herja á okkur. Þar hefði getað farið illa. Gæfan var að þessu leyti með okkur í gærkvöldi en leikurinn gegn Arsenal verður mikil prófraun.

    6

Liðið gegn Rangers

Gullkastið – Brött brekka í deildinni