Liðið gegn Rangers

Þá er lið fyrir verkefni kvöldins klárt og það er sóknarsinnað!

Vörnin er óbreytt frá því gegn Brighton (getum rætt hvort það sé jákvætt eða ekki) en Jota og Nunez kom inn í stað Fabinho og Carvaho.

Annað og ennþá merkilegra. Við fáum það líklega formlega staðfest að Ben Davis sé raunverulega til því hann byrjar í kvöld fyrir Rangers!

Ég ætla að leyfa mér að heimta sigur í kvöld.

Koma svo!

 

YNWA

12 Comments

  1. Þetta er hálfskrýtin uppstilling. Á Jota að spila tíu? Af hverju er Carvalho ekki settur þangað, tían er hans besta staða. Og engin miðja til að tala um. Enginn Fab og Hendó upptekinn við að sinna varnarhlutverki Trents. Eins gott að Rangers séu jafn lélegir og Klopp heldur.

    1
    • Eins og þú sást líklega eins og aðrir sem horfðu að miðjan hjá Rangers er ligur við lakari en hjá miðlungs Bestudeilarliði hér á klakanum þannig að það var ekkert skrítið að Klopp blési til sóknar en þessu leikur hefði átt að fara ef allt væri eðlilegt svona 5-0
      það er enn skjálfti í liðinu okkar sem ég held að því miður sé ekki að fara neitt strax en ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

      1
      • Þetta slapp, en ekkert meira en það. 2-0 á heimavelli og bæði mörkin úr föstum leikatriðum? Trent átti fínan leik og fagurt aukaspyrnumark. Áberandi hvað liðið versnaði þegar Elliott og Milner var skipt inná og farið aftur í 4-3-3. Munaði engu að Rangers næðu marki (takk, gríski skáser Tsimikas fyrir flugreddingu).

        2
  2. Gott að sjá Konate kominn á bekkinn höfum saknað hans mikið í þessari lægð bakkar Trent alltaf upp….

    2
    • Kemur sér í færinn ætti að vera kominn með 3 mörk í hálfleiknum

      5
      • Já klárlega enda er maður ánægður að sjá að hann er á réttum stöðum hann þarf bara fá sjálfstraustið og það kemur þegar hann fer að skora þess er ég handviss um.

        6
  3. Jahérna. Í fyrra með mané og salah á skotskóm … hvernig væri staðan þá? 3, 4, 5 – 0 ???

    Nunes er rúinn sjálfstrausti. Liverpool sennilega of stór biti fyrir hann. Berst eins og hann getur, æðir út um allt en svo fær hann nokkur færi, einn á móti markmanni en þetta fer allt beint í lófana á honum. Hann má eiga það að hann kemur sér í færin sem er gott en alvöru 9 sendir hann lágt í hornið. Þetta er allt beint á öldunginn í markinu. Hoppar varla í háu boltana.

    Salah fyrir ári hefði verið búinn að setja tvö fremur en eitt. Jota lítt sýnilegur. Þarf að spila sig í gang.

    Þessi leikur hefði þurft að vera ísbrjóturinn fyrir þá tvo. Sjáum hvað setur. Draumur ef þeir fara að finna markaskóna. Martröð væri að missa þetta í jafntefli.

    4

Upphitun: Glasgow Rangers á Anfield

Liverpool – Rangers 2-0