Continental bikarkeppnin að byrja hjá kvennaliðinu

Nú er að hefjast fyrsti leikur kvennaliðsins í Continental Cup bikarkeppninni, þar sem fyrst er byrjað á riðlakeppni og svo fara sigurliðin í hverjum riðli í útsláttarkeppni eftir það. Okkar konur eru í riðli með Blackburn, Leicester, Manchester City og Sundeland, og það er einmitt síðasttalda liðið sem verða sóttar heim í dag.

Matt Beard lofaði því fyrir leik að rótera og það hefur hann sannarlega gert:

Cumings

Robe – Silcock – Matthews

Koivisto – Furness – Wardlaw – Campbell

Humphrey – Stengel – Daniels

Bekkur: Laws, Kirby, Fahey, Flaherty, Hinds, Kearns, Holland, Lawley

Planið var víst að Rhiannon Roberts myndi byrja í hægri vængbakverðinum, en svo kom upp eitthvað hnjask hjá henni og Emma Koivisto byrjar í hennar stað.

Planið er víst að sýna leikinn á Twittersíðu Sunderland, síðast þegar ég vissi var tæknin eitthvað að stríða þeim og það streymi var ekki komið upp, en við hendum inn link ef þetta lagast hjá þeim. Annars uppfærum við færsluna síðar í dag með úrslitum.

6 Comments

 1. Megan Campbell tryggir stigin beint úr aukaspyrnu, já takk! Karlaliðið gæti vel notað hennar rosalegu innköst og aukaspyrnur.

  2
 2. Kannski er maður svona rosalegur pirraður útaf gengi liðsins en þessi kvennaliðs-pistlar mættu eiga heima á sér síðu. Það er núll áhugi yfir kvennaliði LFC. Vonaðist eftir einhverjum snilldarpistli einhvers pennans hérna um ástandið á liðinu og gáfulegar umræður en nei, einhver kvennaleikur sem öllum er drull um. Ef kvennabolti leyfði markmanni að vera karlmaður og ekki eldri en 18 ára væri kannski hægt að horfa á kvennaknattspyrnu. Þið vitið, stelpur kunna ekki að hoppa og markmenn kvennaliða eru mestu trúðar íþróttasögunnar.

  Á dóttur og það yrði awesome ef hún myndi spila fyrir W-LFC einn daginn. Kvennabolti er í mikilli sókn og ekkert nema gott um það að segja en kop.is finnst mér að ætti að vera eingöngu fyrir KARLA aðallið LFC.

  6
 3. Tiago! ótrúlegt að þurfa að lesa slíkan pistill frá manni sem er faðir stúlku og rakkar niður kvennaknattspyrnu. Karlremban er slík að ég hélt að það væri ekki hægt að leggjast svona lágt.
  Finnst frábært að sjá fjallað um kvennalið Liverpool á Kop síðunni. Daníel á heiður skilið að leyfa okkur að fylgast með.
  Vonandi á Tiago ekki marga sem eru sammála honum, þessi pistill hjá honum er til skammar og vonandi sér hann að sér og sér að við erum kominn langt frá svona viðhorfum.

  13
  • Passaðu þrýstinginn maður. Ætla ekki að þykjast að vera woke og segja að mér finnist kvennabolti skemmtilegur. Er ekki að rakka hann niður. Ítreka það sem ég sagði hér að ofan að flott að kvennabolti sé í mikilli sókn world wide. Samt sem áður er ég ekki að fara að horfa á eina mínutu af kvennaleik lfc. Hef orðið peppaður fyrir ísl landsliðinu á stórmótum en eftir fyrstu 20mins í fyrsta leik man ég af hverju ég horfi ekki á kvennabolta. Mér persónulega finnst hann leiðinlegur. Hægur, þær eru klaufskar og þeirra bolti er víst léttari sem virkar oft eins og einhver blaktuðra. Svo eru markmenn flestra liða bara þarna á línunni til málamynda. Kop.is hefur verið vettvangur umræðna um aðallið LFC og enska boltann. Finnst að umræður um kvennaliðið eigi að vera annarsstaðar en hey, þetta er bara mín persónulega skoðun. Svosem lítið mál að skauta framhjá þessum greinum en tekur óþarfa pláss að mínu mati.

   2
   • Er ekki Kop.is vettvangur fyrir LFC en ekki bara karlaliðið, það er ekki rétt hjá þér að það sé 0 áhugi á kvennaliðinu, hins vegar mátt þú hafa þína skoðun og á hún fullan rétt á sér. Mér finns hins vegar mjög fínt að sjá umræðu um kvennaliðið.

    7
  • Sorglegt viðhorf í garð kvennaknattspyrnu.

   Les alla pistla af sömu gleði. Meiri umfjöllun um stelpurnar.

   3

Liverpool – Brighton 3-3

Upphitun: Glasgow Rangers á Anfield