Liverpool – Brighton 3-3

Fyrir leik pælingar.

Höfum við verið ólíkir sjálfum okkur í upphafi tímabils eða erum við bara svona í dag. Lið sem er með fullt af gæðum og hættulegir sóknarlega en miðsvæðið vantar smá kraft og við elskum að gefa mörk.

Fyrri hálfleikur

3. Mín Trossard skorar í fyrstu sókn Brighton í leiknum. Hendo allt of linur, Trent selur sig og Trossard skorar 0-1
8. Mín Wellbeck í góðu færi en skallar beint á Alisson.
11.Mín Firmino í ágætu skotfæri en þeir ná að kasta sér fyrir.
13.Mín Alisson með heimsklassa markvörslu og við stálheppnir að lenda ekki tveimur mörkum undir.
17.Mín Trossard skorar aftur og eiga þeir þetta einfaldlega skilið. 0-2
30.Mín Salah í góðu færi en vel varið. VAR hefði líklega dæmt hann rangan.
33.Mín Firmino skorar eftir sendingu frá Salah er líklega rangur eða hvað?? Hann er réttur og von um góð úrslit en þá til staðar 1-2
45 Mín Brighton menn vilja fá víti en þetta er aldrei víti.

Vinur minn hringdi í mig þegar 15 mín voru búnar af leiknum og spurði hvort að leikurinn væri ekki örugglega klukkan 15:00. Ég held að ég þurfi að láta Liverpool liðið hafa númerið mitt og minna þá á hvenær leikirnir byrja, því að okkar strákar létu ekki sjá sig fyrstu 20 mín í leiknum. Venjulega gefum við liðum mark í forskot en tvö mörk eru fullmikið af því góða.
Liðið áttaði sig á því að leikurinn var byrjaður og sótti alveg af krafti og voru gestirnir lengi vel í varnarpakka fyrir framan teiginn en við náðum ekki að opna þá mikið.
Þetta er orðið mjög þreytt með að gefa mörk og leit Trent því miður mjög illa út í báðum mörkunum.

Ég vona að menn spila af krafti síðustu 45 mín. Að kappar eins og Diaz, Jota og Nunez geta komið eitthvað við sögu breytt gangi leiksins. Þetta er ekki búið en afhverju í andskotanum þurfum við alltaf að gera okkur þetta svona erfitt.

Síðari hálfleikur

50.Mín Matip klaufi að tapa boltanum og Brighton í ágætu færi.
53.Mín Firmino með virkilega flott mark. Diaz með stoðsendingu og Firmino platar menn upp úr skónum inn í teig. 2-2
56.Mín Firmino í góðu skalla færi en inn vill boltinn ekki.
58.Mín Tsimikas í ágætu færi en í staðinn fyrir að skjóta ætlar hann að leika á einn sem klúðrast.
63.Mín Sjálfsmark hjá Brighton eftir hornspyrnu. 3-2
74.Mín Alisson ver vel skalla frá Wellbeck en þarna lítur Van Dijk ekki vel út.
84.Mín Trossard skorar eftir fyrir gjöf en Van Dijk klúðrar að hreinsa í aðdraganda marksins. 3-3
91.Mín Trent á góða aukaspyrnu en hún er vel varin.

Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir í 3-2 eftir 17.mín. Brighton átti svo góðan kafla rétt á eftir þar sem þeir lágu á okkur en við náðum að standast hann og hélt maður að þá værum við komnir yfir erfiðasta hjallan. Við vorum aftur komnir með tök á leiknum en svo upp úr þurru ná þeir að skora í restina og því fór sem fór.

Bestu leikmenn liðsins
Það væri auðveldara að nefna þá leikmenn sem maður fannst slakir t.d lykilmenn Trent, Van Dijk, Salah og Fabinho en maður leiksins hjá okkur er án efa Firmino með sín tvö mörk.

Umræðan

Anda inn anda út
Djöfull er maður orðinn pirraður á þessari frammistöðu okkar manna. Byrja ekki leiki og missa svo 3 stig í 1 stig eftir klúður. Þetta erum við einfaldlega í dag. Við vorum andlega skrímsli og maður fannst flott að snúa 0-2 í 3-2 en að ná ekki að klára þá stöðu er einfaldlega lélegt og ekki boðlegt. Jájá Brighton hefur verið að sigra okkur og ná stigum gegn okkur og eru með flott lið en þetta skrifast 100% á okkur þessi tvö töpuðu stig í dag.
Maður hélt að við þurfum á þessu landsleikjarhléi að halda til að komast aftur í gang en maður sér engan mun á liðinu og þurfa Klopp og strákarnir að fara í naflaskoðun og snúa þessu við strax.

Næstu leikir eru heimaleikir gegn Rangers í meistaradeild og útileikur gegn Arsenal í deild.

YNWA – Í blíðu og stríðu en núna er þetta aðalega í stríðu sem er hundleiðinlegt.

p.s Ef maður skoðar þessa pælingu fyrir leikinn aftur þá er hún að hallast í þá áttina að við erum bara ekkert betra en þetta.

59 Comments

  1. Það er svo ógeðslega lélegt að gera jafntefli við brighton á heimavelli?!?!?!! Þetta er fokkin Brighton? Og við erum bara að ströggla við fokkin Brighton á Anfield? Erfiður leikur bla fokkin bla. Þetta er brighton þetta er bara miðlungs lið og við látum þá líta út fyrir að vera City? Shit hvað það er óþolandi hvað við nennum ekki að verjast. Klopp þrjóski þarf að fara hugsa um vörnina annars fer þetta mjög illa í ár. Við erum að tala um að Adam Webster, já akkúrat, ADAM WEBSTER slátraði sóknarmönnum okkar í dag útaf því hann nennti því. Hann var til í þetta, hann vaknaði og hugsaði ég ætla ekki að tapa í dag. Þunglyndið sem skín af okkar mönnum, úff, þetta verður martröð i ár. Allt FSG tal á ekkert skylt við þetta. Við erum með “betri” leikmenn í öllum stöðum. Hausinn er ekki í lagi og þar eru tveir sem fara fremst í flokki. Virgil og Salah.

    Versta jafntefli okkar í mörg ár.

    15
    • Það var líka jafntefli í fyrra á Anfield….. Brighton er ekki miðlungs lið og þeir unnu manutd á old trafford í annari umferð. Liverpool er að berjast við fitness á leikmönnum eftir svakalegt tímabil í fyrra. Það sést á öllum tölum að ákefðin er mikið, mikið minni heldur en á síðustu tímabilum.

      1
  2. Sælir félagar

    Ef einhver ætlar að afsaka þessa frammistöðu í dag þá bið ég þann hinn sama vel að lifa. Leikur varnarinnar fyrir neðan allar hellur og gaf núna 2 mörk í forgjöf en hefir fram að þessu látið nægja að gefa bara eitt. Svo tekur Klopp eina manninn sem getur skorað í þessu liði útaf. Klopp ætlar líklega að láta Jota skora sem er meiriháttar bjartsýni. Skiptir svo Darwin inná á 89. mín sem er nottla afrek útaf fyrir sig. Darwin sem átti að vera svar LFC við Haaland hjá City. Hlægilegt

    Ég tek undir með mönnum sem undrast hvað Klopp hefur verið að gera með liðinu undanfarið. Líklega bara að éta rjómabollur til heiðurs gamalmenninu sem dó um daginn. BHA skoraði 4 mörk í leiknum og Firmino 2 enda var hann tekinn útaf svo LFC færi nú ekki að vinna leikinn sem þeir áttu auðvitað ekki skilið. Það er afar lítil skemmtun að horfa á þetta lið spila fótbolta enda frammistöðurnar með þeim hætti að skelfilegt er.

    Það er nú þannig

    YNWA

    13
  3. Fyrir síðustu jól var Mohamed Salah óstöðvandi. Skoraði og skoraði og hélt Liverpool við toppinn upp á eigin spýtur. Var einn af bestu mönnum heims.

    En núna? Það er sama og engin ógn af þessum markameistara. Algjörlega óhugsandi umskipti. Fyrir utan allt annað sem er að hjá Liverpool þá er þetta það atriði sem ég skil bara allsekki.

    (og svo Trent…)

    12
    • Salah hefur bara ekki sést eftir að hann tapaði úrslitaleiknum í Africa Cup.
      það er nú bara þannig

      Og tölfræðin er nú þannig að þegar þessir menn fá ofurlaun þá gerist það æ oft að þeir ná ekki vopnum sínum aftur.

      4
  4. Þetta er einfaldlega enn ein hörmungar frammistaðan hjá okkar mönnum.
    Voru greinilega ekki að vinna neitt í að bæta sig í þessu næstum því mánaðar fríi.

    Næstu tveir leikir í deildinni eru Arsenal á útivelli og svo City á Anfield.

    Við erum í vandræðum.

    8
  5. Þetta Liverpool lið er búið að vera !!!
    Það eru bara Allison og Diaz sem verðskulda sínar stöður !!!
    Hinir sem tóku þátt í þessum leik eiga að skammast sín !!!

    8
  6. Erum að fara lenda í svona 15 sæti eftir Arsenal og City leikinn þeir eru að fara kjöldraga þetta Liverpool lið núna

    15
  7. Mér finnst að menn verði að passa sig í gagnrýni á Darwin . Hann hefur ekki fengið nein tækifæri að sanna sig. Fær engan spiltíma. Liverpool liggur undir 1-2 og Klopp skiptir inn Milner af öllum . Ég bara spyr hvað er í gangi ? Af hverju er ekki blásið til sóknar og reynt að vinna leikinn með ferskum sóknarmönnum ? Þetta er í fyrsta sinn sem ég er virkilega óánægður með Klopp og hvernig hann bregst við að liggja undir. Þetta skrifast algerlega á hans reikning.

    16
    • Já Timikas var svo ógeðslega lélegur að hann þurfti að skella Milner inná

      9
    • Eins og hjá leikmönnum þá virkar hausinn á Klopp líka í ólagi. Sérð það bara á hegðuninni á hliðarlínunni. Horfir niður og er hissa. Sókn vinnur leiki en vörn titla. Eitt sem hann hefur ekki gert er að breyta til. Vera varnarsinnaðri. Við hvert upphafsflaut þá er eitt stig í körfunni en leikstíllinn okkar virðist vera þannig að við gefum andstæðingum forskot. Ég sagði það í upphitunarþræðinum að í enn eitt skiptið opnum við leik/hálfleik á að senda á Matip sem setur hann langan í innkast. Hversvegna? Er þetta ekki bara þrjóska? Þetta virkar ekki. Afhverju ekki að halda boltanum fyrstu mín og reyna opna vörnina þannig? Það þarf ekki séní til að sjá þetta, þetta er ógeðslega lélegt. Klopp er frábær en hann er þrjóskur og þrjóskan er að stinga hann í bakið núna. Leikskipulagið sem hann setur upp er ekki að gera neitt fyrir okkur,.

      6
  8. Sala af kantinum og í framherjastöðu en má líka fá bekkinn næstu leiki.

    6
  9. Þegar farið er að skipta inná mönnum sem voru góðir fyrir 10 árum þá er eitthvað mikið að,Nunez fær bara ekki séns hvernig geta menn ætlast til eitthvað af honum ?vörnin ja Virgil er bara útá túni kominn tími fyrir hann að drulla sér til spila einsog honum er einum lagið annars verðum við bara að setja hann á bekkinn,Arnold ekki furða hann settur útúr landsliðinu svona er saga okkar að verða, Bekker er enn og aftur að bjarga okkur frá stór tapi,það er eitthvað mikið að.

    8
  10. Pressan er ekki að virka, gegenpressing er ekki að virka, þetta hefur áhrif út um allan völl.
    Það virðist að það sé þannig að nánast öll lið sem eru að spila við okkur þessa dagana hafi enga erfiðleika við að spila út úr pressunni. Þar að leiðandi komast liðin hvað eftir annað i góðar stöður og marktækifæri.
    Af hverju, ég hef líklega heyrt 1000 ástæður en ástæðan er einfaldlega sú að menn eru ekki að leggja sig jafnmikið á sig eða HLAUPA jafnmikið og áður, sérstaklega á miðjunni en vörnin hefur líka verið mjög slök. Miðjan er of gömul
    Það er tími til að hafa smá áhyggjur

    9
  11. Leikmenn þurfa að fara að axla ábyrgð og gyrða sig í brók, all verulega. Langflestir, eignlega allir leikmenn eru að framkvæma það sem þeir gera alveg afskaplega illa og margir hverjir hreint hörmulega. Það má gagnrýna Klopp en við erum að horfa á endalaus einstaklingsmistök kosta okkur mörk leik eftir leik. Við erum að horfa á lélegar sendinar, annað hvort of langar eða of stuttar, sendar á ranga staði á röngum tíma, á ranga menn. Það er hrein hörmung að horfa á þetta, algerlega ömurlegt. Engin ákefð, enginn viliji til að gera betur, sem er í hausnum á mönnum. Það skiptir akkúrat engu máli hvaða leikkerfi er spilað þegar menn eru að gera þetta allt svona illa.
    Málið er einfaldlega að við erum að súpa seyðið af fáránlegri innkaupastefnu sem hefur gert það að verkum að liðið hefur ekki verið endurnýjað nægilega mikið í lykilstöðum. Ábyrgðin á þvi er fyrst og fremst eigenda. Núna erum við meira að segja aftur að lenda í því að fá mann á láni sem ekki er hægt að nota.
    Svo ég segi það aftur, þetta lið með þessum mannskap er búið að vera, nú þarf, ef metnaður er fyrir hendi hjá eigendum, að stokka upp, sem mun kosta óhemju peninga þvi endurnýjunin hefur ekki verið nægilega góð, og ekki væri verra að byrja núna í janúar, enda tímabilið búið.
    Trent á ekki að spila meira í hægri bak, Fab og Salah á að setja á bekkinn, búnir að vera hræðilegir. Svo þarf að komast að hvað er í gangi með VVD, þetta er ekki hann.
    Þetta er einfaldlega ekki nógu gott en erum við kannski bara að sjá hvað þessir leikmenn geta í raun og veru? Hafa þeir ekki bara spilað langt yfir getu undanfarin ár?
    Ef menn ætla að mæta svona í næstu leiki í PL þá verður okkur slátrað af Ars og Shitty.
    Ömurlegt að horfa upp á þetta leik eftir leik.

    11
    • … og brandari ársins er að einhverjum datt það í hug að þetta lið yrði meistari í vor.

      12
  12. Það er eitthvað mjög bogið við að Firmino skuli vera markahæstur, gamli maðurinn sem allir héldu að væri búinn að vera. Hann er með fimm mörk en tugmilljóna framlínan Díaz, Núñez og Salah hefur skrapað saman sex mörkum.

    Getum ekki horft framhjá því að Klopp karlinn er alveg úti á túni um þessar mundir. Aftur farinn að gnísta tönnum og orga á hliðarlínunni.

    Tíu stig af 21 mögulegu í sjö leikjum þýðir 54 stig í lok leiktíðar og áttunda sæti miðað við töfluna í vor.

    ÁTTUNDA SÆTI!!

    7
  13. Hvað voru þetta margir dagar í fríi? Ok einhverjir í prógrammi með landsliðunum en halló – hvað er í gangi? Eitthvað mikið að í hausnum á Trent sem er ennþá á skokkinu og sífellt úr stöðu og menn labba framhjá honum eins og að drekka vatn! Burtu með hann úr bakverðinum og það strax! Hvernig væri að prófa hann inn á miðjunni??
    Tsimikas bara allt í lagi en tekinn útaf og Milner inná?! Klopp…. hver var pælingin? Milner er jaxl en hann er því miður búinn í PL! Miðjan er orðin gömul og lúin og það þarf að ráða bót á því strax í janúar! Og hvernig er þetta með leikkerfin…… má aldrei breyta upplegginu? Hvernig væri t.d. að nota svipað kerfi og hjá öðrum liðium, 4-2-3-1 ?? Veitir ekki af að verja vörnina miðað við doðann þar á bæ!

    Rangers í stuði í dag og geta ekki beðið eftir að mæta Trent og félögum í tveimur leikjum, hugsa sér gott til glóðarinnar. Arsenal og City þar á eftir – úff!

    5
    • Talandi um leikkerfi og þetta endalausa 4-3-3 dæmi ………. skilar það einhverju að vera með Carvalho spilandi vinstra megin úr stöðu? Þetta er ekki hans staða – fer það vel með sjálfstraustið? Salah einhvern veginn bitlaus þarna hinumegin – afhverju ekki að prófa eitthvað nýtt?! En hvað veit ég sófadýrið – veit þó að það er eitthvað mikið að!

      4
  14. Menn eru að tala um stóra gluggan
    Og er hann í sumar?

    jude belingham eða álíka verða ekki séns ef liðið nær ekki CL . Stóri glugginn á miðjunna átti að koma í sumar. Það gæti orðið of seint næsts.

    7
  15. Meira ruglið sem liðið er orðið. Trent er ógeðslega lélegur varnarlega. Hendo er búinn. Það er líka langt síðan það var orðið ljóst. Það kemur allt of lítið sóknarlega frá miðjunni. Salah, VVD, Tsmikas og Fabinho alveg vonlausir.

    Klopp. Ef Diaz gat komið inná á 46. þá hefði hann alveg getað byrjað. Carvalho eins og fiskur á þurru landi, alveg týndur og lítill greiði gerður að starta honum. Brighton hefði getað skorað 5 mörk í fyrri og það hefði ekki verið ósanngjarnt. Algjört þrot á allri holningu í liðinu. Tekur svo 2ja marka manninn útaf. WTF!

    Aldrei að fara að gerast en Klopp þyrfti að gera eitthvað óvænt og kannski bjóða uppá nýja taktík. 343 væri gaman að prófa gegn Rangers og sjá hvernig liðið bregst við.
    Allison
    Matip VVD Gomez
    Trent Thiago Fabinho Tsmikas
    Jota Firmino Diaz

    2
  16. Í dag eru flest lið búin að átta sig á veikleikum Liverpool varnarlega og í dag nýttu Brighton menn sér það til fulls.

    Veikasti hlekkur liðsins varnarlega er Trent, vörnin opnast reglulega í hverjum leik vegna staðsetninga Trents, varnarvinnu hans, já og leti hans við að verjast. Þegar andstæðingurinn labbar framhjá Trent eða hleypur upp kantinn hans þar sem hann er úr stöðu þarf miðvörðurinn hans meginn að fara líka úr stöðu til að hjálpa honum. Við það riðlast öll vörnin og því ekki óeðlilegt að Liverpool fái á sig mark/mörk í hverjum einasta leik.

    Þetta vandamál var ekki eins áberandi þegar miðjan okkar dekkaði betur svæðið fyrir aftan bakverði liðsins. Wijnaldum var t.d. frábær í þessu og hjálpaði Trent í hverjum einasta leik við að líta betur út varnarlega enda spilaði Wijnaldum oftast hægrameginn á miðjunni til að hjálpa honum.

    Á þessu tímabili hefur Liverpool verið að spila full mikið með Elliott hægra meginn á miðjunni. Hans styrkur er sóknarlega eins og hjá Tent en varnarlega á Elliott langt í land. Það er því ekki nema von að flest lið sjái tækifæri í þvi að sækja meira og minna upp hægri kantinn hjá Liverpool.

    Til að gegenpress virki þurfa fremstu menn að vera góðir í pressunni, enginn var betri þar en Mane, liðið saknar hans mjög mikið bæði varnar og sóknarlega. Firmino er líka frábær í henni en Nunez á langt í land með að ná tökum á pressunni enda nýlega kominn til félagsins og svo er Jota ágætur en ekki í 100% formi ennþá.

    Tek undir með öðrum hér að skiptingin á Milner og Elliott var mjög sérstök, eina sem fékkst með því var að veikja liðið þegar það var með forystu.

    Vonandi verður liðið þéttara varnarlega í næstu leikjum og úrslitinn góð, ef ekki þá verður þetta langur vetur.

    7
  17. Þeir sem hafa fylgt liðinu í langan tíma vita að það er ekkert öruggt í þessum heimi. Brighton voru bara betri en Liverpool í dag og áttu þetta stig fyllilega skilið og örugglega meira
    Ástæðan fyrir því að ég styð þetta ffélag eru allar þær frábæru stundir sem félagið hefur gefið mér á þessum tíma – betri stundir en flestir geta óskað sér. Það er fullt af klúbbum sem menn þeir geta stutt. Þekki margs sem halda með Arsenal og Spurs, svo ekki séð talað um ManUtd. Þeir öfunda Liverpool stuðningsmenn af velgegni síðustu ára og að sama skapi öfunda ég þá ag framförunum sem þeir hafa tekið á þessu tímabili. Það er einfalt að dæma. Liðið í dag er hreinlega ekki í sama classa og það hefur verið undarfarin ár.

    Eitt er víst. YNWA.

    18
  18. Ég er búinn að styðja Liverpool síðan 1990 og veit alveg hvernig það er að standa með liðinu í blíðu og stríðu en það er klárlega tími til að rökræða hlutina og ég skil mjög vel að menn vilji pústa út eftir byrjunina á þessu tímabili.

    Klopp vá ég elska þennan mann og hvað hann hefur komið með en ég er drullu hræddur að við séum að koma á endastöð með hann ..ég vill EKKI Klopp út en fokk þetta er erfitt í dag.
    Ég vill ekki reyna kenna honum bara um þetta hlýtur að vera meira en það FSG áttu að styrkja liðið betur og hraðar og hætta þessu gaufi.

    Hamra járnið meðan það er heitt sagði maðurinn og við létum marga góða fara en keyptum lítið inn ?
    Diaz kom inn meðan Mané var hjá okkur og allir tala um Nunez fyrir Mané en það er bara ekki rétt approach finnst mér hann er 9ja og í raun hugsaður fyrir Firmino ekki Mané.

    Miðjan hefur verið algjörlega skilin eftir fyrir utan flotta strákinn Carvalho sem er klárlega spennandi leikmaður en hann er bara 20 ára gamall ..á meðan að miðjan hefur í raun bara dalað hann getur ekki komið í staðinn fyrir alla hina sem eru að gefa eftir.
    Ætla svo ekki að ræða meiðslapésana ,Ox ,Keita og Jones.

    Þurfum að girða allverulega í brók þetta er ekki boðlegt !
    YNWA

    10
    • Ég gæti ekki verið meira ósammála, ég er sammála að kannski einu leyti, það er að Klopp er góður stjóri. En það að hann sé kominn á endastöð er eiginlega svívirðilegt, farðu eitthvað annað….?

      4
      • Að vera kominn á endastöð getur þýtt nokkra hluti eins og ég sagði þá tók ég sérstaklega fram “ég vill EKKI Klopp út”
        Endastöðin fyrir mér eru sumir leikmenn ,leikkerfi og mögulega leikstíll þegar að leikmenn geta ekki gert það sem er beðið um.
        Við eigum leiki gegn Arsenal og City í næstu 2 ef að úrslit nást ekki þá erum við á mjög hættulegum stað við einfaldlega verðum að snúa þessu við.

        6
  19. Ég segi bara eins og Jóhanna Sig , minn/okkar tími mun koma” og það vonandi fyrr en seinna en það er augljóst að eitthvað mikið er að hjá Klopp og liðinu, ég neita að trúa að brottför Mane hafi þessi áhrif en held að það sé frekar miðjan okkar sem ræður ekki lengur við þessi svakalegur hlaup sem fylgja boltanum hans Klopp.
    Glasið mitt hefur verið hálf fult fram að þessu en nú ber svo við að ég er að verða fullur svartsýni og helvítis glasið að verða hálf tómt.

    4
  20. Liðið okkar er einfaldlega örþreytt eftir síðustu leiktíð og leikmenn eru með lítið sjálfstraust eins og er. Jafnvel Klopp viðurkenndi það eftir leikinn í dag. Sagði líka að liðið sé hreinlega ekki að fara eftir sínum skipunum. Við erum líka að sigla í skipsbrot útaf hörmulega nískri innkaupastefnu FSG síðustu ára. Of mikið álag verið á of fáum lykilmönnum sem eru látnir spila hápressubolta 50-60 leiki á tímabili í mörg ár. Liðið er bara orðið þreytt og fékk litla hvíld í sumar. Sérstaklega miðjan. FSG eru búnir að lifa á því að Klopp hefur unnið kraftaverk á hverju ári og komist upp með að eyða sama og engu af sínum peningum í leikmannakaup. Endalaus low-ball offer í Valverde, Touchameni o.fl. bara til að láta líta út fyrir að þeir vilji taka áhættur við að styrkja liðið.

    Ég elska Klopp en hann verður hreinlega að breyta uppleggi liðsins á meðan við erum að komast útúr í þessari krísu þangað til sjálfstraustið, ákefðin og úthaldið eykst. Við erum með betri leikmenn í öllum stöðum en Brighton og eigum ekki að vera lentir 0-2 undir á 18.mín á Anfield. Ekki undir neinum kringumstæðum. Klopp þrást við að spila með háa varnarlínu þó við séum með mjög þreytta fætur. Menn eins og Fabio Carvalho reynslulitlir og spilandi útúr stöðu í dag. Salah húkandi útá kanti og ógnar sama og ekkert tvídekkaður þar. Afhverju er ekki reynt að bakka aðeins niður og “grinda” út ljóta vinnusigra? Við erum með afburða hávaxið og gott lið í föstum leikatriðum í þannig bolta. Heimsklassa markmann. Auk þess leikmenn eins og Diaz, Salah, Thiago og Firmino sem geta unnið leiki með einstaklingsframtaki. Bara verja helvítis markið sitt og skora 1 marki meira en andstæðingurinn. Þetta er ekki flóknari íþrótt en það.
    Við erum að gefa allskonar skussaliðum sjálfstraust og trú á að að sigra gegn okkur vegna hversu fyrirsjáanlegir, opnir og brothættir við erum. Lið fá þessa dagana flugbraut upp vinstri kantinn gegn okkur og jafnvel Van Dijk virkar orðið hræddur. Við erum bara að gefa frá okkur stig að óþörfu. Afhverju er Trent ekki látinn verjast aðeins aftar? Ahverju þéttir Klopp ekki liðið svo það sé ekki svona auðvelt að spila í gegnum okkur? Jafnvel Matip hristi hausinn eftir leik í dag og sagði hreinlega ekki skilja hvað væri í gangi og hvernig við værum að spila. Þetta væri bara fyrir neðan allar hellur. Svo lang langt undir getu liðsins.
    Liðið er einfaldlega ekki með mikið sjálfstraust í augnablikinu. Það var mikið spennufall að eiga möguleika á 4 titlum á síðasta tímabili og vonbrigðin sitja greinilega enn í okkur. Við vorum í úrslitaleik CL fyrir nokkrum mánuðum. Við urðum ekkert skyndilega hræðilegt lið og Trent er ekki skyndilega orðinn ömurlegur leikmaður. Erum enn eitt allra besta lið Evrópu. Góð lið finna alltaf nýjar leiðir til að sigra. Það er undir Klopp núna að berja í brestina og finna lausnir tímabundið þangað til FSG drattast loksins til að styrkja og endurnýja liðið almennilega.

    16
  21. Þetta er allt rétt hjá þér. Auðvitað er liðið örþreytt, bæði líkamlega og ekki síst andlega, eftir endasprettinn í vor/sumar.

    Og úr því þú nefnir Carvalho, frábæran ungan leikmann sem var í úrvalsliði Championship eftir síðustu leiktíð með Fulham, þá finn ég hreinlega til með honum að koma inn í þessa Anfield ringulreið og fá ekki að spila sína bestu stöðu.

    Það stendur upp á Klopp að gera eitthvað í málunum. Maður hélt að drottningarhléið hefði verið nýtt í það en svo var nú ekki sjá miðað við spilamennskuna í dag.

    3
  22. Algerlega sammála sérstaklega 3-5 og nokkur hundruð spurningamerki og svo 3 inná milli var að velta þessu fyrir mér í allt kveld.

    YNWA.

    1
  23. Ef Arsenal og Man city eru ekki réttu leikirnir til að rífa sig í gang þá aldrei held að við vinnum báða en byrjum á Rangers 3 sigrar í röð hljómar vel.

    Lífið er skemmtilegra þegar maður er jákvæður.

    5
  24. Ég vill bara minna menn á áður en þeir fara að skíta yfir Brighton að þeir spila fótbolta sem hefur komið þeim þar sem þeir eru í dag. Fyrir svo utan það að þá vælir Klopp stanslaust yfir “rútuliðum” sem mæta á Anfield af því að þeir komast ekki fram hjá þeim. Svo mætir lið í bæinn sem hann vill einmitt mæta og spila fótbolta og þeir spila okkur út af vellinum í 1sta hálfleik! Klopp, það var enginn vindur í dag. Völlurinn er vel bleyttur að þinni ósk. Hvað var að?

    Ég skal segja þér hvað var að. VVD var að. TAA var að. Fabinho var að. Salah var að…..osfrv. Það sem er að er stöðnun. Stöðnun þegar ekki er haldið áfram að halda þessu öllu fersku með nýjum leikmönnum og skapa samkeppni í hópnum.

    VVD, Fabinho, TAA, Robertson, Salah til að nefna nokkra, eru allir leikmenn sem Klopp velur leikmenn í kringum á leikdegi. Með öðrum orðum. Þeir eru alltaf inni sama hvað. Horfum nú á þessa fjóra (gefum Robertsyni afsökun fyrir að vera meiddur), en þeir voru allir lélegustu leikmenn vallarins í gær. Afhverju?? Jú, ok. Þeir eru mennskir, en það er ekki það sem ég er að ýja að. Þetta eru stólpar sem eiga að lemja aðra áfram en þeir eru að sýna akkúrat það sem er að liðinu í dag. Enginn barátta. Engin samvinna. Engin samskipti inn á vellinum. Áhuginn virtist enginn. Hvern andskotann gengur á?

    Það er eitthvað virkilega mikið að þegar “Der Fuhrer”: þessi mikli mótíverari, kemur í fjölmiðlum og sakar leikmenn um að hlusta ekki á sig. Ef það er málið þá á að skipta um þjálfara í dag. Einfalt mál! Það var eins og liðið væri allt drukkið í gær. VVD gat ekki staðið á fótum né hreinsað einföldustu fyrirgjöfum og fannst mér hann vera lélegri en TAA í gær og er það afrek. Fabinho er eins og rifinn smokkur. Það lekur allt í gegnum hann. TAA er bara djók. Ég meina, frægur í 5 mínútur og kominn með einhverja fáránlega kollu á hausinn sem gerir hann 15 kílóum þyngri er virðist. Og vinsælasta stúlkan í hópnum; Salah. Þú ert búin(n) að fá borgað. Mættu til vinnu! Nei, ég gleymdi því. Það vantar alla miðjuna til að vinna vinnuna fyrir aftan þig svo þú getir fengið þín færi. Þú allavega ert ekki að gera þá vinnu! Er það í nýja samningnum?

    Ég vil ekki heyra “meiðsla”-afsökunina nefnda hér! Við höfum rætt hana svo oft að þetta er orðið að klisju. Þetta er komið í “liðið er hætt að hlusta á mig” frasa. Sjö-ára þreytan er mætt er virðist. Það er þó meira en helmingi meira en Mourinho og Touchel td. Þeir duga bara í 3 ár!

    Gefðu mér styrk, Jesús H. Kristson!

    Reiður? Nei, alls ekki. Þetta er mest allt kaldhæðni hjá mér sem endurspeglar bara hversu skammarlegt fall Liverpool hefur verið frá því að við unnum deildina. OK, við spiluðum ALLA leiki mögulega síðasta tímabil sem er stórt afrek út af fyrir sig og enginn gert áður. Frábært! Enn eitt metið sem fyllir ekki bikaraskápinn af neinu(!) Enn eitt sumarið þar sem við erum EKKI að notfæra okkur þá stöðu sem Liverpool VAR komið í í knattspyrnuheiminum en sá séns er horfinn núna.

    Ef menn gátu eitthvað þá var sá leikmaður orðaður við Citeh eða Liverpool. Lið sem eru með margfalt meiri pening á bak við sig eins og Chelsea, Scums, Barca, Real Madrid og Nott.Forest þurftu bara að bíða þangað til Moneyball liðið hjá Liverpool sagði “já eða nei” áður en þeir gátu gert eitthvað. Ég get fullyrt það með trega að sú röð hefur breyst í dag og komin á sama stað og áður. Vel rekinn klúbbur á meðan peningurinn flæðir inn. Þegar CL peningurinn hættir að koma inn hvað gera kanarnir þá?

    Einfalt mál. Skít sama hvað aðrir segja en ég vil fá nýjan gaur í stólinn ef menn eru hættir að treysta Klopp. Nú þurfum við að sjá viðbrögð (groundhog day!) og Arsenal í London næst. Ég spái því að Klopp segi upp fyrir jól.

    10
    • Sælir félagar

      Þessi dómsdags spá Eiríks á því miður við nokkur rök að styðjast. Skiptingar Klopp í gær orkuðu í bezta falli tvímælis eða voru sumar hverjar fullkomlega út í hött. Af hverju tók hann Firmino út af? Afhverju kemur Milner inn á fyrir Tsimikas? Hvað átti skipting Darwin Nuez að gera á 89. mín? Af hverju er leikmönnum ekki skipað í sínar stöður? Af hverju fara leikmenn ekki eftir fyrirmælum stjórans??? Það er eitthvað rotið í Danaveldi segir einhvers staðar. Klopp og öll stjórnun klúbbsins þarf að taka sig taki. Eru leikmenn búnir að missa traustið á stjóranum??

      Það er nú þannig

      YNWA

      7
    • Loksinns eitthver sem skrifað ekki pollíönnu póst hérna… Þetta er bara akkurat málið.
      aftur á móti vill ég gefa Klopp meiri tíma enda held ég að eigendur séu vandmálið og strúktur FSG. Mitt mat er að án Klopp væri engir titlar seinnustu ár. Hann rífur upp meðalljón á næsta level en það er bara hægt X lengi. Það þarf að kaupa gæði og endurnýja hóp!!!

      4
      • Hárrétt, enginn annar hefði náð þessum árangi með þennan mannskap, ENGINN.
        Fáránleg innkaupastefna hefur hins vegar gert það að verkum að titlarnir hafa ekki verið fleiri.
        Árangur Klopp hefur í raun komið í bakið á honum, eins bilað og það er.
        Klopp er ekkert undanskilinn gagnrýni en við skulum hafa það í huga hvað hann hefur gert með þennan mannskap áður en við förum að kalla eftir afsögn; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
        FSG hefur ekki bakkað hann nógu vel upp og ef Klopp verður rekinn þá tek ég mér pásu frá þessu liði.

        5
  25. Ég er 100% sammála Eiríki nema Klopp hættir ekki um áramót. Gæti trúað ef hann fær ekki back up í leikmannakaupum hætti hann í sumar. Komist ekki lengra með liðið.
    Stöðnun er rétta orðið. Þessi kjarni er búinn að spila lengi saman og menn orðnir þreyttir. Það að leikmenn eins og Keita og Ox séu ennþá á launaskrá er mjög skrýtið. Af hverju er ekki búið að losa þá og fá inn nýja leikmenn ?
    Langflestir í byrjunarliðinu eru komnir á síðustu árin og eru farnir að dala. VVD er skugginn af sjálfum og kenni ég um meiðslunum fyrir tveimur árum. Er búinn að missa allan hraða. Mér fannst Matip betri en hann í fyrra.

    Gallinn við Klopp er þessi þrjóska og spila alltaf sömu mönnunum. Lukaku og Timo Werner voru ekki að virka hjá Chelsea og þá eru þeir losaðir. Við erum alltaf með sama “gamla bandið”.

    Að lokum, finnst engum skrýtið að við kaupum framherja fyrir 85 milljónir punda og menn tala strax um að hann þurfi að slípast og sé ennþá hrár. Áttu ekki að fá fullmótaða vöru fyrir þennan pening ? Ef þú kaupir Wartburg á 200 þúsund ISK ertu að fá hráa vöru. Hugsanlega ekki útvarp í bílnum. Ef þú kaupir Range Rover ertu að fullmótaða vöru á 20 milljónir ISK með öllum hugsanlegum búnaði.

    10
    • Nkl. shb. Hvernig á Darwin Nunez að slípast og verða góður í liðinu ef hann fær eina – ég endurtek, eina mínútu + uppbótartíma í leik til að spila sig saman við liðið. Hvernig dettur Klopp í hug að skipta Bobby útaf og Tsimikas fyrir Milner. Er Klopp að fara á taugum. Er hann svo fastur í 4 – 3 – 3 farinu að hann sér ekkert annað. Hvernig væri að leysa TAA vandamálið með þriggja hafsenta vörn og vera með 4 á miðjunni, TAA hægra megin þar sem gerir minni kröfu til varnarvinnu hjá honum. Nei ég bara spyr því þessi uppstilling gengur ekki eins og er amk.

      Það er nú þannig

      YNWA

      4
  26. Hålland og Foden eru i engum vandrædum með Man utd og ég er hræddur um að þeir éti okkur eftir tvær vikur.

    2
    • Hrikalegt að horfa upp á City fá Haaland og við fá andlitsskallandi Carroll.

      2
    • Ég er reyndar ekki svo viss um það.

      En þrátt fyrir allt þá snýst allt héðan í frá um 3.-4. sætið og þá bikara sem enn eru í boði.

      3
    • Ooog…Haaland var að smella þrennunni! Þriðju þrennunni í röð á Etihad. Gaman að því. Hvað ætli Darwin sé að dunda núna?

      2
  27. City eru að fara farma deildina næsta áratugin með þennan gaur hann er svakalegur

    1
  28. Hvað ætli Nunez væri kominn með mörg mörk spilandi fyrir City? Væri hann kominn á bekkinn hjá Pep? Ómögulegt að vita.

    Ég skil samt ekki tilganginn með að bekkja hann og setja hann svo inn á 89min. Er tilgangurinn að niðurlægja hann?

    Áfram Klopp og áfram Liverpool!

    5
    • Talandi um mörk. Haaland er kominn með 14 í deildinni, markahrókurinn Salah er með *hóst* tvö.

      2
      • Erfitt fyrir salah að skora, hefur enga miðju til að hjálpa sér, liverpool er með verstu miðju í deildinni, Messi væri með 2 mörk ef hann væri hjá okkur.

        2
      • Já hann skoraði meira í dag en Salah allt tímabilið það segir allt sem segja þarf.

        4
  29. Varðandi Nunez og fleiri þá sagði Klopp í viðtali fyrir leikinn að læknateymið hefði beðið um að þeir yrðu hvíldir eftir landsleikina þar sem tæpir á meiðslum. Svo er náttúrulega bara verið að reyna bjarga því sem bjarga verður á síðustu stundu!

    Ps. Hlustaði á Gullkastið fyrr í dag þar sem Steini sagðist manna fegnastur yfir því að Trent hafi ekki þurft að hreyfa sig í lansleikjahlénu! Spurning hvort Steini sé jafn ánægður með hreyfingarleysið á þessum sama Trent í leiknum í gær?!

    1
  30. Svo er spurning hvort hvort að það sé einhver ókyrrð í klefanum með brottför Mané og hækkun launa hjá Salah og menn ósáttir með sín kjör. Öll þessi velgegni síðustu ára og einungis Salah fær “ríflega” launahækkun – kannski einkonar sálarverkfall hjá sumum þarna og ósáttir við að þeirra framlag hafi ekki einnig verið tekið inn í,í formi launahækkunar. Maður spyr sig.

    Þetta lið er óþekkjanlegt frá formi sínu síðustu fimm ára og eitthvað er að rotna í undirmeðvitund manna þarna og að einn maður fái veglega umbun frá launastefnu stjórnar kann ekki góðri lukku að stýra.

    5
    • Það er mikið til í þessu, enda hefur Salah ekki sést eftur Afriku keppnina og hvað þá eftir þessi laun.
      Nei ég held að klefinn sé ekki góður og þetta hefur pottþétt áhrif, svo það versta sem gæti gerst er að menn vilja fara að fara frá félaginu….. sýnist að það sé nú stutt í það.

      Tveir næstu lækir við efstulið sem tapa ekki leik, væri nú gaman að vera liðið sem stoppar Arsenal, er bara ekki að sjá það gerast.

      2
  31. Hef verið aðdándi Liverpool frá 1964 og upplifað ýmislegt með liðinu síðan þá og ennþá er Roger Hunt mitt uppáhald.. Liðið hefur átt frábær ár og léleg á milli, skipt um stjóra alloft eins og gengur og gerist og útkoman misgóð. Gengi liða er bara upp og niður og aðal atriðið er að vera trúr sínu liði, styðja það í blíu og stríðu. Það er rosalega stutt á milli ástar og haturs sem kemur fram hjá aðdáendum þegar liðinu gengur illa já eða vel. Það er ekki nóg á hugsa, rita og segja „You never walk alone“ þegar vel gengur. Annaðhvort ertu púlari eða ekki.
    Liverpool vs Brighton.
    Talandi um Haaland……stór, snöggur, hraðskreiður, fljótur að hugsa….les leikinn vel og skynjar staðsetningar. ….skorar.
    Hvaða leikmaður í Liverpool gerir þetta í dag ? Reyndar er Firmino að koma til aftur.
    Upphlaupin…hvað gerist ? þeir rjúka af stað og hægja síðan á sér í leit að samherja sem koma joggandi í rólegheitunum á meðan mótherjar eru fljótir til baka og hafa nægan tíma til að byggja sterkan varnmúr.
    Af hverju byrjar nýliðinn Carvalho ??? Þarf ekki að stilla upp sterkasta liði sem hægt er í byrjun og skipta síðan þegar líður á leikinn.
    Hvað á það að þýða að henda Milner og Elliott inná þegar liðið ser að skora mörk og einhver kraftur er að komast í liðið ???? Ótrúleg skipting sem veikti liðið….þarna gerði Klopp skiptingu sem að mínu mati var glórulaus og kostaði okkur jafntefli. Elliot er stuttfættur sem háir honum í hraðahlaupum til baka í vörn.
    Samanber City…..voru með sitt sterkasta lið og kimust í 6 -1. Settu síðan í lokin varamenn inná sem kostaði þá 2 mörk.
    Held að Klopp verði að leggjast undir feld og endurstlla forritði í kolli sínum.
    Segi bara svona, smá pæling.

    5

Liðið í dag

Continental bikarkeppnin að byrja hjá kvennaliðinu