Gullkastið – Ofur Október

Enski boltinn fer aftur af stað með látum um helgina og Meistaradeildin í næstu viku eftir ótrúlega langa bið. Kvennalið Liverpool hefur fengið sviðið undanfarið meðan karlaliðið hefur nánast verið í pásu en tímabilið var að hefjast hjá þeim með Liverpool á ný deild þeirra bestu. Fókusinn á þetta og fleira í þætti vikunnar og var Daníel Brandur með í þessari viku nýkominn af Anfield þar sem hann sá Liverpool – Everton fyrir fullum velli.

Stjórnandi: Maggi
Viðmælendur: SSteinn og Daníel Brandur

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 397

4 Comments

  1. Vill bara segja eitt eftir þessa upptalingu af leikmönnum úr öðrum liðum að þá er einn leikmaður sem ber af. Það er Ruben Neves því hann er þessi Henderson plús aðeins meira. Held að því miður sé Hendereon á leiðinni niður af sinni getu. Menn gleyma því að Ruben Neves er aðeins 25 ára gamall. Team Ruben!

    6
    • Enda berast nú fréttir af því að Barcelona vilji fá Neves sem arftaka Sergio Busquets. Svo eitthvað hlýtur að vera í piltinn spunnið.

      Miðjan okkar hangir á bláþræði og eitthvað þarf að gera, annaðhvort í janúar eða næsta sumar. Hvað það verður veit nú enginn, eins og segir í kvæðinu… en kannski Bellingham? Hann var langbesti maður enska landsliðsins í Þjóðadeildinni á dögunum. Eini maðurinn sem spilaði almennilega þar.

      2
  2. Veit einhver hvort að það sé möguleiki að sjá liverpool leikinn einhversstaðar á Egilst?

    1
  3. Skemmtilegur þáttur.
    Það er ekki oft sem ég skrifa hérna inná þó ég lesi allt og finnst menn virkilega málefnanlegir og skemmtilegir pennar.

    Langaði að henda í mína leikmenn úr hverju liði og vonandi verður einhver umræða heilt yfir.

    Arsenal – Gabriel Martinelli (val á milli hans og Partey).
    Aston Villa – Jacob Ramsey (eða Dendoncker).
    AFC Bournemouth – Philip Billing.
    Brentford – Ivan Toney.
    Brighton – Alexis Mac Allister (Trossard freistandi).
    Chelsea – Reece James.
    Crystal Palace – Eberechi Eze.
    Everton – Amadou Onana (ekki skemmdur ennþá).
    Fulham – Bobby Cordova-Reed.
    Leeds – Brenden Aaronson.
    Leicester – Wilfred Ndidi.
    ManCity – Kevin De Bruyne.
    ManUtd – Malacia (mikil keppni við Sancho).
    Newcastle – Allan Saint-Maxim.
    Nott.Forest – Renan Lodi.
    Southampton – Kyle Walker-Peters.
    Tottenham – Dejan Kulusevski.
    West Ham – Declan Rice.
    Wolfes – Ruben Neves.

    Skemmtilegur leikur.

    YNWA – In Klopp we trust!

    2

Derby slagur á Anfield hjá stelpunum

Loksins aftur deildarleikur!