Derby slagur á Anfield hjá stelpunum

Það fer að bresta á með leik kvennaliða Liverpool og Everton sem fer fram síðar í dag, eða kl. 17:45 að íslenskum tíma. Við uppfærum færsluna með upplýsingum um byrjunarliðið um leið og það verður gefið út, en við vitum þó að Leanne Kiernan verður frá fram yfir áramót vegna ökklameiðslanna sem hún lenti í um síðustu helgi, og munar um minna. Þá vitum við líka að Shanice van de Sanden er ekki leikfær þó hún hafi sést á myndum af æfingasvæðinu í vikunni. Matt Beard talaði um að hún yrði jafnvel frá í mánuð. Það er því spurning hvernig verður stillt upp á eftir, líklegast er kannski að Yana Daniels komi beint inn í framlínuna, en mögulega verður haldið áfram með tilraunina að setja Taylor Hinds fram og setja þá Megan Campbell í vinstri vængbakvörðinn. Kemur í ljós á eftir.

Leikurinn verður sýndur á Viaplay eins og síðast, og líklega á The FA Player (en gæti þurft VPN tengingu fyrir Bretland).


UPPFÆRT: liðið lítur svona út:

Laws

Flaherty – Fahey – Matthews

Koivisto – Holland – Kearns – Campbell

Lawley – Stengel – Hinds

Bekkur: Cumings, Kirby, Robe, Silcock, Roberts, Furness, Humphrey, Wardlaw, Daniels

Það er semsagt lagt upp með uppstillinguna eins og hún var eftir að Kiernan fór útaf meidd í síðasta leik með Hinds í vinstri framherja og Megan Campbell í vinstri vængbakverði. Innköstin hennar gætu vegið þungt í kvöld.

Nýliðinn Emma Koivisto á afmæli í dag og við óskum henni að sjálfsögðu þriggja stiga í afmælisgjöf.

KOMA SVO!!!


UPPFÆRT AFTUR: ekki okkar dagur, því bláklædda liðið vann 0-3. Frammistaðan í fyrri hálfleik var bara alls ekki nógu góð, Everton meira með boltann og miklu ákveðnari. Í raun heppni að fara bara 0-2 inn í hálfleik. Rachel Furness kom inná fyrir Missy Bo í hálfleik, og það ásamt einhverju tiltali frá Matt Beard gerði það að verkum að leikurinn jafnaðist heldur, en ekki nóg til að okkar konur næðu að skora. Í staðinn náðu Everton konur að bæta við þriðja markinu undir lok leiks.

Það komu vissulega einhver færi og með smá heppni hefðu e.t.v. einhver þeirra ratað inn. Stengel vann boltann og slapp í gegn en náði ekki skoti um miðjan fyrri hálfleikinn, og Ceri Holland fékk ákjósanlegt tækifæri nokkru síðar en skaut framhjá. Undir lok leiksins hefðu svo bæði Yana Daniels og Katie Stengel mögulega náð að pota inn boltanum, en þetta féll ekki með okkar konum.

Áhorfendafjöldinn var rétt undir 30 þúsund sem er betra en í leiknum árið 2019, setið í neðri hluta allra stúknanna, og Kop endinn var nánast alveg fullur. Hins vegar vantaði talsvert upp á stemminguna og söngvana, enda talsvert öðruvísi aldurssamsetning á áhorfendaskaranum en í leikjum karlaliðsins. Auk þess var það talsvert til vansa að í þrjú skipti hlupu áhorfendur inná og trufluðu leikinn. Svona lagað á auðvitað ekki að sjást.

Auðvitað skammt liðið á leiktíðina og ekki gott að leggja mat á stöðuna alveg strax, en liðið er um miðja deild með 3 stig eftir fyrstu tvo leikina. Næstu þrír leikir verða allt annað en auðveldir: Spurs, Arsenal og City. Og stelpurnar okkar mæta til Lundúna um næstu helgi og mæta þar Vicky Jepson og co hjá Spurs. Vonum að þær mæti betur stemmdar í þann leik en í dag.

5 Comments

  1. Ekki gaman að skrifa þetta… en Everton er talsvert betra en Liverpool. Eins og staðan 0-2 ber með sér. Og það á Anfield.

    • En þau eru svakaleg innköstin hjá Megan Campbell! Væri ekki ónýtt að hafa einn svona flugskeytastjóra í aðalliði karlanna.

  2. Já það er því miður meiri kraftur í þeim bláklæddu. Spurning hvort aðstæður séu að stíga okkar konum til höfuðs? Held að fjarvera Kiernan skýri þetta ekki eingöngu. En vonandi rífa þær sig í gang í seinni. Spái að Furness komi fljótlega inná.

    • Vantar alla snerpu í Liverpool. Of lengi að öllu, tapa einvígjum, boltinn er hirtur af þeim, þriðja markið var dálítið eins og Harry Maguire væri mættur í vörnina…

      1

Gullkastið – Lognið á undan storminum

Gullkastið – Ofur Október