Opnunarleikur tímabilsins hjá kvennaliðinu – Chelsea mæta á Prenton Park

Já krakkar mínir, vissulega er búið að fresta einum Liverpool-Chelsea leik sem átti að fara fram í dag, en leikur kvennaliðsins er á dagskrá, og fer fram á Prenton Park. Fyrsti leikur tímabilsins í ljósi þess að leikjunum um síðustu helgi var frestað.

Matt Beard sýnir aðeins spilin sín með uppstillingunni í dag:

Laws

Flaherty – Fahey – Matthews

Koivisto – Holland – Kearns – Hinds

Lawley – Stengel – Kiernan

Bekkur: Cumings, Kirby, Robe, Roberts, Campbell, Silcock, Furness, Humphrey, Daniels

Það er nýtt andlit á bekknum: Faye Kirby er ungur markmaður sem kom frá Everton bara núna rétt fyrir helgina, og bætist í sterkan hóp markvarða. Rachael Laws er þó ennþá greinilega númer eitt. Shanice van de Sanden er hvergi sjáanleg, spurning hvor hún sé að glíma við eitthvað hnjask. Eins er Charlotte Wardlaw ekki í hóp, ekkert komið fram hvað veldur. EDIT: hún er auðvitað ekki í hóp því hún er leikmaður Chelsea og er á láni. Stundum er maður bara svolítið seinn til höfuðsins.

Akademíuleikmaðurinn Hannah Silcock er á bekk, en hún verður 18 ára í dag og það væri nú heldur betur gaman ef hún fengi eins og eitt eða þrjú stig í afmælisgjöf. Við getum víst ekki reiknað með að þetta verði auðveldur leikur enda Chelsea meistarar síðustu þriggja tímabila, en látum á það reyna hvort stelpurnar geti ekki strítt þeim duglega.

Leikurinn er sýndur á Viaplay, og eins á The FA Player.

Við uppfærum annars færsluna síðar í dag með úrslitum.

KOMA SVO!!!

Ein athugasemd

  1. Hjá Chelsea er Niamh Charles í byrjunarliði, en hún er jú púlari í húð og hár. Eins er Bethany England á bekk, en hún var á láni hjá Liverpool eitt tímabil og skoraði grimmt. Sophie Ingle er líka á bekk hjá þeim, en hún var hjá Liverpool í 3 ár.

    2

Gullkastið – Elísabet kveður

Liverpool 2 – 1 Chelsea