Gullkastið – Elísabet kveður

Þetta er farið að minna á Covid ruglið, það er frestað deildarleikjum Liverpool tvær helgar í röð verða fráfalls Elísabetar Englandsdrottningar og ástæðurnar fyrir þessu raski eru vægast sagt tæpar. Einu leikir Liverpool undanfarið eru því tveir afar mismunandi Meistaradeildarleikir.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 395

10 Comments

  1. Spurði mig að því um síðustu helgi. Ef að það hefðu ekki verið þessar Covid frestanir, hefði FA þá verið jafn bráir á sér að fresta öllum leikjum um liðna helgi?

    2
    • Ef þetta hefði ekki farið í pásu væri liverpool minnst búið að tapa 3 stigum, með elliott á miðjunni erum við ekki að fara vinna leiki, búið að fullreyna það.

      4
  2. Takk fyrir hlaðvarpið – en vá hvað ég er pirraður yfir fótboltaleysinu..

    2
  3. Vonandi nær Klopp að stilla alla strengi rétt í þessari pásu. Hann rokkarinn ætti að vita að vel stilltur gítar hljómar best í þungarokkinu.

    6
  4. Fínt að fá hlé þegar við meiðslalistinn inniheldur 12 leikmenn.

    5
  5. Þá er Erlingur blóðöx kominn með 11 mörk. Úff! Salah er með tvö. Þetta verður líklega langur vetur…

    3
  6. Haldiði að Rodgers verði ekki rekinn eftir leikinn gegn Tottenham ?

    1
  7. Ég saknaði þess að heyra hið undarlega Arthur Melo mál rætt. Vil heyra ykkar greiningu á því. Kannski næst?

    1
  8. Þrátt fyrir leikjaleysið þá má endilega halda áfram með podköstin, slíkur er sponsorinn orðinn á þessari framleiðslu og það væri gott að fá þá þætti sem fjalla meira um stöðu liðsins, mögulegar vendingar o.s.frv. ef ekki um leikjaumfjöllun er að ræða sökum þess að engir leikir eru.

    Að því sögðu þá verð ég að segja að mér finnst þessi “umfjöllun” ykkar um andlát og útför Elísabetar II Bretadrottningar vera taktlaus í besta falli. Það kostar ekkert að sýna smá virðingu og átta sig á því að þessi atburður hefur víðtæk og djúpstæð áhrif á bresku þjóðarsálina. Þetta er, þegar öllu er á botninn hvolft, enska deildin og tekur mið að því.

    Vissulega er það bagalegt að vera í leikjaleysi og maður áttar sig hreinlega ekki á því hvernig FA ætlar að leysa úr þessu en ákvörðunin var tekin og þetta er veruleikinn sem blasir við okkur.

    YNWA

    3
    • Hlustaði loks á Gullkastið í gær í kvöldgöngunni og sammála þér Magnús að “umfjöllun” þeirra félaga um andlát og útför Elísabetar hitti ekki í mark. Maður er svo góðu vanur af þeirra hálfu að þetta var eins og vítaspyrna sem endar upp í stúku. Allir sem hér eru inni þekkja ekki annað en að Elísabet Bretadrottning hafi ríkt yfir konungdæminu frá því um miðja síðustu öld – ótrúlegur ferill, ótrúleg kona og óumdeild.

      En sammála þeim félögum að ótrúlegt að heilli umferð skuli hafa verið frestað á meðan aðrar íþróttagreinar héldu fullum dampi. Sömuleiðis nokkrum leikjum um liðna helgi – fregnar herma reyndar að lögreglan í Lundúnum hafi þurft á liðsauka að halda utan af landi til að halda utan um ástandið í höfuðborginni á meðan jarðarförin stóð yfir – ekki á hverjum degi sem þarf að taka á móti hundruðum þjóðhöfðingja og fyrirmenna og því mikil öryggisgæsla.

      En þetta bölvaða “kviss” í opnun á Gulldósum í kastinu er hvimleitt……. kaloríurnar sem fóru í kvöldgöngunni komu til baka þegar freistingin var ofurliði borin og einn kaldur sóttur í ísskápinn! :O)

      1

Liverpool 2 – 1 Ajax

Opnunarleikur tímabilsins hjá kvennaliðinu – Chelsea mæta á Prenton Park