Chelsea – Liverpool frestað

Vegna jarðarfarar sem er daginn eftir

Breska ríkið er búið að skera svo hressilega niður undanfarin ár að lögreglan í London (rúmlega níu milljón manna stórborg) ræður ekki við knattspyrnuleik á sunnudegi þar sem það er jarðarför á mánudeginum. Af þeim sökum er búið að fresta leik Chelsea og Liverpool um næstu helgi. Leikjum síðustu helgar var einmitt frestað vegna þess að breskan þjóðin er aðframkomin af sorg, eða hún kannski réttara sagt á að vera það.

Næsti leikur Liverpool er engu að síður annað kvöld í Meistaradeildinni gegn Ajax og kemur upphitun fyrir hann inn bráðlega.

Gullkastið sem vanalega er á mánudögum verður af þessum sökum á miðvikudaginn næsta, af virðingu við Elísabetu Drottningu auðvitað.

4 Comments

  1. megum þakka guði fyrir að þetta sé frestað, eina liðið í ensku deildinni sem græðir á þessu hléi er liverpool, kannski kemur eitthvað af mannskap til baka sem kann að spila fótbolta.

    mér er svosem andskotans sama hversu margir og hversu þéttir leikir verða á næsta ári, eins og staðan er á liðinu þá er hver leikur sem er spilaður núna töpuð stig.

    2
    • Liverpool hefur nú yfirleitt ekki komið sterkara tilbaka eftir einhverja hvíld :-(, því miður.

      4
  2. Hvernig geta samt leikirnir Tottenham vs Leicester og Brentford vs Arsenal farið fram fyrst lögreglan er svona illa mönnuð? Bara forvitinn að vita af hverju Chelsea vs Liverpool sé eini London leikurinn sem þurfi að fresta þessa helgi vegna manneklu, einhver hér sem lumar á svari? 🙂

    1

Engir leikir um helgina

Ajax heimsækir Anfield á morgun