Engir leikir um helgina

Það var viðbúið eftir fréttir gærdagsins að leikjum helgarinnar yrði frestað, og það hefur núna verið staðfest. Þetta þýðir að ekkert verður spilað um helgina, og reyndar ekki á mánudagskvöld heldur. Væntanlega á þetta við um allar deildir, bæði í karla- og kvennaflokki.

Er þetta slæmt fyrir Liverpool? Ekkert endilega, kannski þurftu menn á því að halda að fá meiri tíma til að ná vopnum sínum. En áttum okkur á því að þetta tímabil er nú þegar mjög þröngt setið vegna HM í Qatar, og svigrúm til að fresta leikjum er nú þegar mjög takmarkað. Hvað þá ef fleiri leikjum verður frestað, sem er alls ekkert útilokað og á líklega eftir að koma í ljós á næstu dögum.

12 Comments

 1. Enginn fótbolti um helgina er glatað – en samt kannski gott. Menn fá þá aðeins meiri tíma til að ná fókus og berja hópinn (saman). Og einhver gæti náð sér af meiðslum. Ætli næsti leikur verði þá við Ajax á þriðjudaginn?

  3
 2. Með fyllstu virðingu fyrir QEII er þetta hlé það besta sem gat komið fyrir LFC. Og kannski ástæða til að meta hvar við stöndum. Vond byrjun tímabilsins, en samt er leiðin opin í útsláttarkeppni UCL. Við erum einungis 5 stigum á eftir City. Tímabilið er engan veginn farið í vaskinn enn. En eitthvað þarf undan að láta og breytinga er þörf.

  Við vitum að leikkerfi sem byggir á því að allir séu 100% virkar ekki þegar við erum með 3 miðjumenn sem eru allir undir 100%. Móti Napolí var Milner 50% (af því sem við höfum haft í orku/getu síðustu ár), Elliott 75%, Fab 75%. Sem sagt, Napolí höfðu auka mann á miðjunni og rúlluðu yfir okkur. Svipað hefur verið að gerast í öðrum leikjum. Afleiðingarnar eru að gegenpressing virkar ekki. Að há lína virkar ekki. Að sóknin verður dútl því við þurfum að hvíla okkur þegar við loksins fáum smá af boltanum — hraðinn er horfinn.

  Ég er ósammála að vörnin sé vandinn (þó Gomez hafi tekið léttan Lovren í síðasta leik). Vandinn er að vörnin er að þurfa að spila öðruvísi en þegar miðjan skilar sínu. TAA er enn að spila eins og hann þurfi ekki að spila vörn — það er okkar taktík síðustu ár. En virkar ekki þegar við erum á hælunum meira en helming leiksins og andstæðingurinn spilar upp hraðann. Það sjá allir að við getum ekki spilað eins og áður. Í raun gerðist þetta undir lok síðasta tímabils. Bæði í úrslitaleikjunum sem við unnum í vító, og gegn RM í UCL úrslitunum.

  Hvort sóknin sé nógu beitt er svo erfitt að meta. Jota kom aðeins inná móti Napóli og var verulega ryðgaður, en hefur beinskeytni sem við þurfum. Nunez þarf þjónustu sem framherji og það var engan veginn að gerast út af miðjupaníkinni á móti Napóli. Svo við verðum að sjá. Diaz ágætur en þarf að losa boltann hraðar. Salah veldur áhyggjum, en auðvitað kann hann ennþá fótbolta.

  Þegar Klopp segir að við þurfum að endurskoða og breyta, þá er hann held ég að tala um að breyta taktík. Og hér eru góður fréttirnar. Það er fullt af góðum fótboltamönnum í LFC. Við þurfum ekki að fara í panik. Þessir sorgar dagar munu gefa okkur tækifæri til að prófa nýja hluti á æfingasvæðinu.

  Verður spennandi að sjá. En jafnvel þrjóska Klopp hlýtur að sjá að það gengur ekki að spila Milner sem neinu öðru en varamanni þegar leikurinn hefur hægst eftir 60+ mínútur. Og varla þá. Hann er eiginlega búinn. Elliott er 19 og getur ekki virkað á miðjunni nema með sterka menn með sér. Hann er ekki grunnstoðin, heldur framsækna tæknilega hliðin.

  Sjáum kannski “double-six” með Fab og Thiago/Melo og Carvalho/Elliot/Firmino fyrir framan, og svo alls kyns mögulegar leiðir með fremstu þrjá.

  Napólí var kannski ekki svo slæmt eftir allt — sérstaklega í ljósi frestaðra leikja núna.

  39
 3. Með þessari frestun á leik gæti sannast að ,, eins dauði er annars brauð ,,.

  6
 4. Það verður væntanlega frestað næstu helgi líka þannig að næsti leikur er 1.okt á móti Brighton eftir landsleikjahlé. Það er frekar kómískt að PL eru að fara að lenda í miklum vandræðum með að koma þessum leikjum fyrir enda prógrammð þétt. Auðvitað átti að spila um helgina og votta virðingu á vellinum eins og nokkrir málsmetandi menn í Bretlandi (ekki Piers Morgan) hafa verið að benda á.

  En þetta er kannski blessin in disguise fyrir okkar menn. Leikurinn á þriðjudag hlýtur að fara fram, varla þarf öll heimsbyggðin að hætta að lifa lífinu þó þjóðhöfðingi Breta falli frá?

  3
 5. Liverpool skammarlegt að vera með brandara og skrifa Liverpool rangt afsakið fljótfærnina

  YNWA

  2
  • Það er reyndar Queen. Smá afrek að ná að skrifa fjögur af níu orðum rangt 🙂

   3
   • Vá segðu á ekki skrifa á ensku greinilega halda mig við íslenskuna bara.

    2
 6. Drottningin bjargaði okkur, kannski verða einhverjir leikfærir sem gera spilað á miðjunni eftir þetta hlé, kannski hrekkur kóngurinn upp líka þá værum við að horfa á uxann sem möguleika.

  5
 7. Jæja, það verður þá alla vega fótbolti á þriðjudaginn. Búið að staðfesta Ajax leikinn á Anfield.

  1
 8. Og nú er Robbo meiddur! Þetta á eftir að verða eitthvað skrýtin leiktíð hjá okkar mönnum.

Nýtt tímabil framundan hjá stelpunum okkar

Chelsea – Liverpool frestað