Napoli 4- Liverpool

Ekki byrjar Meistaradeidlin vel hjá Liverpool í ár en Liverpool tapaði gegn Napoli í hreint út sagt ömurlegum leik. Liverpool náði aldrei tökum á leiknum og komst Napoli bara strax á upphafs mínútum í dauðfæri þegar framherji þeirra komst framhjá Alisson og skaut í stöng. Þarna var tónninn fyrir leikinn strax kominn.

Á 5.mínútu komst Napoli yfir eftir að James Milner fékk dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á honum. Á 19. mínútu fékk Napoli aftur víti þegar Van Dijk steig á fót leikmanns Napoli en Alisson varði spyrnuna vel.

Á 31. mínútu skoraði Napoli verðskuldað mark þegar þeir sundurspiluðu vörn Liverpool. Þeir komust svo í 3-0 þegar Gomez klúðraði svakalega við eigin vítateig. Það byrjaði svo ekki vel í seinni hálfleik þegar Napoli skoraði strax fjórða markið.

Tveimur mínútum eftir fjórða markið hjá Napoli skoraði Luis Diaz með mjög góðu skoti en nær komst Liverpool ekki. Eitt og eitt hálf færi en aldrei einhver alvöru ógn.

Þetta var afleitur leikur hjá Liverpool frá upphafi til enda og í takt við það sem við höfum séð frá liðinu í upphafi leiktíðar – bara einhvern veginn bara svo miklu miklu verra!

Vörnin var alls ekki góð og var enginn sem stóð sína vakt með prýði. Það besta frá vörninni var líklega þegar Van Dijk bjargaði á línu en það kom eftir lélegan varnarleik svo það núllaði það svolítið út strax. Joe Gomez var í algjöru rugli og átti afleitan leik, með réttu hefði Klopp átt að taka hann út af á fyrstu tíu mínútum leiksins en hélt honum inn á til hálfleiks sem var bara alltof seint – það var þó ekki bara hann sem skilaði ekki sínu þarna en hann var líklegast verstur af mörgum slæmum þarna.

Miðjan var ekki góð Fabinho var fínn en þurfti að sinna alltof stóru svæði og manni fannst hann mjög einangraður. James Milner átti ekki góðan leik og Harvey Elliott náði ekki að spila sig inn í hann heldur. Mo Salah var bitlaus frammi og það kom ekki mikið út úr Firmino. Jákvæðasti þátturinn er líklega Luis Diaz sem var hvað líflegastur og steig upp í leiknum og skoraði enn eitt glæsi markið á leiktíðinni. Það er hins vegar ekki gott að það þurfi alltaf að vera með bakið upp við vegg og í erfiðri stöðu til að þessi framlög Diaz skili einhverju.

Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það hvað er að klikka hjá Liverpool þessar vikurnar en það virðist ansi mikið og erfitt að benda fingri á bara eitthvað eitt. Miðjan er auðvelt skotmark en það er bara eitthvað miklu meira en bara það að klikka. Sóknin er bitlaus og manni finnst þeir Diaz, Firmino og Salah sem hafa verið aðal framlínan undanfarnar vikur hafa allir verið að detta niður í sama hlutverkið þar sem þeir draga sig langt til baka eða langt út á teig og eru of mikið í spilinu aftarlega á vellinum og vantar alla ógn í þá frammi. Þegar Nunez kemur inn á ásamt Jota þá finnst manni þeir allt í einu komnir í þær stöður að þeir séu að krossa inn í teiginn þegar þeir eiga að vera þeir sem ógna inn í teignum.

Liverpool fer nú alveg að renna út á tíma hvað varðar það að snúa blaðinu við og gera það sem þarf að gera til að ná einhverjum árangri á leiktíðinni. Kannski er maður of dramatískur og neikvæður en það er rosalega erfitt að sjá fram á hvar og hvenær liðinu tekst að snúa genginu við. Leikjaprógramið framundan er strembið og þétt en nokkrir öflugir leikmenn eru að koma til baka úr meiðslum svo vonandi hjálpar það eitthvað – Liverpool þarf að minnsta kosti á allri þeirri hjálp og heppni sem það mögulega getur fengið þessa dagana.

39 Comments

 1. Þetta var einfaldlega skelfilegur leikur.

  Það pirrar mann að sjá ekki þessa 100% ákefð og dugnað hjá okkar liði sem hefur verið okkar helsta einkenni undir stjórn Klopp.
  Það er eins og Klopp og hans menn eru að reyna að vera eitthvað sem við ráðum ekki við. Að vera flott lið sem sundurspilar andstæðinga með því að halda boltanum en það er ekki að virka.
  Þurfum að finna aftur þessa greddu í að vinna boltan framarlega á vellinum og einfaldlega keyra á lið aftur og aftur með hápressu og látum.

  Diaz er eini maðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir þennan leik en hann var á fullu allan tíman en leikmenn eins og Gomez, Firmino Van Dijk, Salah, Trent, Andy, Milner og Fab eiga að skammast sín fyrir þennan andlausa leik.

  Nú þarf liðið að fara í naflaskoðun og fara að snúa þessu tímabili í rétta átt. Við vitum alveg hvað þessi strákur geta en þeir þurfa að fara að sýna það á vellinum.

  YNWA – Gefumst ekkert upp en liðið þarf að komast í gang og 3 stig gegn Wolves er orðið nauðsynleg krafa.

  9
 2. Ég legg það ekki í vana minn að skrifa svona stuttu eftir leik en það sýður alveg á manni eftir þessa frammistöðu. Það er í lagi að tapa en ekki svona, það er betra að tapa gegn liðum sem pakka í vörn ef eitthvað er og fá eitt færi til að klára leikinn.
  En hafandi sagt það þá langar mig að koma með nokkra punkta til að velta fyrir sér
  – Já, Gomez átti ömurlegan leik, líklega einn versti leikur sem ég hef séð Liverpool leikmann spila á seinustu árum. En það þýðir ekki að hann sé hræðilegur leikmaður, það eiga allir sinn off dag, vonandi tók Gomez þetta út fyrir allt árið, en meðan Matip er heill þá mun Gomez ekkert spila hugsa ég. Ég er ekki frá því að Phillips hafi farið yfir hann í goggunarröðinni, en eins og ég segi, Gomez er góður leikmaður en sýndi það alls ekki í þessum leik.
  – Mér fannst Salah óvenju off í dag, en hann hefur ekki verið eins slakur og menn vilja meina, hann hefur verið að spila dálítið “út úr stöðu” en ég verð að viðurkenna að í þessum leik var hann alveg off, kannski er umræðan eitthvað að fara í hausinn á honum. Hann er lang bestur þegar sjálfstraustið er í botni
  – TAA þarf samkeppni, hann var ekki versti leikmaður Liverpool í dag en þarf meira aðhald. Robertson var líka langt frá því að vera góður
  – Það var gott að sjá Matip og Thiago tilbaka, auðvitað er ekkert að marka þegar staðan er 4-1 fyrir andstæðingnum en Thiago dómineraði miðjuna eftir að hann kom inná, eitthvað sem hefur bara ekki sést í Liverpool leikjum undanfarið sama hvernig staðan er. Og Napoli miðjan komst alls ekki upp með það sem þeir gátu áður en hann kom inná.
  – Það eru bara tveir leikmenn sem geta borið höfuðið hátt það eru Alisson og Diaz, og svo reyndar Thiago eftir að hann kom inná.
  – En svona til að súmmara þetta, þá var þetta allra versti fyrri hálfleikur sem ég hef séð lengi, Milner var arfaslakur, Gomez fær 0 í einkunn, það klikkaði eiginlega allt. Loksins þegar við fáum breik og tækifæri þá klúðrum við þvi.
  – Kannski er það jákvæða að þetta getur eiginlega ekki orðið verra.

  Svo að lokum ég skil að menn séu reiðir en plís ekki byrja á Klopp out vagninum, það væri klikkaðari en að Tuchel var rekinn í dag, reyndar algjörlega galið. Gleymum ekki hvað stjórn Dortmund sagði á sínum tíma eftir að hafa fengið sína reynslu af því að hafa látið Klopp fara, það hefði verið betra að reka alla leikmennina heldur en Klopp.

  30
 3. Sælir félagar
  Það er varla orðum eyðandi á þessa frammistöðu hjá liðinu. Maður er að átta sig á því að úrslit undanfarinna leikja er engin tilviljun. Það var enginn að spila vel nema ef til vill Alisson og markið hjá Diaz var gott en líka það eina sem hann gerði í leiknum. Gomes var svo gersamlega heillum horfinn að það “hálfa væri hellingur” eins og Ssteinn segir stundum.

  Salah gat ekki einu sinni tekið á móti boltanum, Firmino var úti á einhverju öðru túni en þar sem leikurinn fór fram, Milner gaf eitt víti og Gomes 2 mörk. Sendingar TAA lélegar og varnarvinnan nánast engin, Robbo veit ekki lengur hvort hann er sóknarbakvörður eða eitthvað annað óskilgreint og Fab reyndi að verjast eitthvað en skortur á hraða og rangar staðsetningar settu hann út úr leiknum hvað eftir annað.

  Varamennirnir bættu engu við en ákveðin ró kom samt yfir miðjun eftir að Thiago kom inná. Jota var svo góður eftir að hann kom inná að eini maðrinn sem átti fleiri skot á markið en hann var Artur, varnarsinnaður miðjumaður. Darwin Nunez er örugglega mjög góður en ég sé bara svo illa á ég sá það bara ekki.

  Framtíð þessa hóps sem liðs er í uppnámi og skortur á innkaupum til að bæta hann er tilfinanlegur. Klopp á í verulegum vanda með þetta lið og verður fróðlegt að sjá hvernig hann leysir þann vanda. Hitt er svo annað að enginn annar getur gert það betur ne hann ef það er þá yfirleitt hægt. Framtíð Liverpool er ekki björt miðað við þennan leik og aðra þar á undan. En hvað veit ég svo sem?

  Það er nú þannig

  YNWA

  11
 4. Þetta var hörmung.
  Ég mundi allan daginn vilja FSG í burtu heldur en Klopp. Þessi nísku innkaupastefna er bara að koma svona heiftarlega í bakið á þeim. Grátlegt að vera ekki búið að styrkja hópinn síðustu glugga, tala nú ekki um þegar allir þykjast nú vita af þessari sjöundatímabilskrísu.

  YNWA

  15
 5. Það er bara eitthvað mikið að, vörnin berskjölduð því miðjan gerir ekkert til að hjálpa. Það er eins og að menn nenni þessu bara ekki.

  6
 6. Okkur vantar einn til tvo heimsklassa miðjumenn ! FSG ? Elliot ekki til í svona leik, ekki Milner, Fab slappur, vörnin ÖMURLEG ! Enn og aftur. Sóknin nær ekki saman.

  5
 7. Er brottför tveggja lykilmanna skýringin á þessum ósköpum?

  Mané – með sprengikraftinn og endalausa ógnun til viðbótar því að vera alltaf til taks?
  Edwards – sem fékk (nánast) alltaf lykilmenn í liðið? Kom öllum á óvart og þetta voru alltaf úthugsuð kaup. Ég get ekki hrist af mér hrollinn við að sjá móttökuna hjá Nunes, boltameðferðina og ákvarðanatökuna. hóst hóst Carrol. Mistæk kaup sýnist mér þrátt fyrir góða innkomu í samfélagsskjaldarleiknum. Hversu margri senterar hefðu verið betri kostur en hann?

  Napoli var búið að missa lykilmenn en þeir koma fram með þessa stórbrotnu leikmenn sem tættu okkur í sig í þessum leik.

  Svo þegar miðjan er svona slöpp þá missum við bakvarðarógunina. Gini/Hendo/Fabinho sáu um tiltektina og gáfu TAA og Robbo frelsi sem sköpuðu þetta svæði fyrir tríóið frammi. Nú er þetta ekki til staðar og liðið höktir eins og illa stillt gangverk.

  Góðu fréttirnar eru þær að … hmmm …. tja … leikmenn koma vonandi úr meiðslum og mögulega sleppum við upp úr riðlinum og verður í einhverju ati í deild. Skal ekki segja.

  6
 8. Ég þoli ekki hvað Van Dijk og Trent geta verið casual & arrogant í sinni spilamennsku.
  Eins og lordar á silkisloppum og inniskóm að taka á móti gestum í koníaksstofunni. Þeir halda sjálfkrafa að þeir eigi rétt á að dútla bara með boltann. Þess vegna lendir liðið undir í hverjum einasta leik. Að horfa á Trent skokka til baka, eða verjast ekki neitt, er ekki góð skemmtun.

  Ég ætla ekki að nefna vesalings miðvörðinn sem var hægra megin við van Dijk í kvöld. En úff! Og Milner var grútheppinn að fá ekki annað gult spjald og fjúka út af. Dómarinn sá í gegnum fingur við hann oftar en einu sinni í seinni hálfleik.

  Rosalega vantaði orkuna úr Henderson í kvöld. Og þá er ég að meina andlegu orkuna. Hvern sjáið þið taka við því hlutverki að garga liðið í gegnum leiki til að vinna þá?

  Eini maðurinn sem var með ljósin kveikt í kvöld og bensín á vélinni var Díaz. Salah má skammast sín.

  Klopp er vissulega einstakur man-manager en nú erum við að sjá dæmi um það að tryggðin gengur stundum of langt hjá honum. Hann horfist ekki í augu við það þegar menn eru algjörlega búnir. Heldur bara áfram að spila þeim þangað til slokknar á þeim.

  Sextíu og eitthvað leikir á síðasta tímabili, tvö risastór lokatöp og svo setur hann mannskapinn í þrælabúðir í Austurríki fyrir tímabilið og endurnýjar ekkert. Þessi hauslausi framherji telst ekki með. Hélt Klopp í alvörunni að Ox væri að fara að spila 30+ leiki á miðjunni? Eða Curtis? Liðið getur ekki teflt fram Milner og Firmino í 90 mínútur tvisvar í viku í vetur. Bara ekki. Þeir eru orðnir gamlir.

  Í stöðunni 4-0 kom yfir mig sú tilfinning að Henry væri í símanum að reka Klopp. Óraunverulegt. En hvernig verður framhaldið hjá Liverpool í vetur?

  14
  • Samamála þér í öllu nema kanski að það voru tveir ljósir punktar og það var Thiago sem átti bestu innkomuna á miðjuna af beknum ásamt Matip sem þurfti ekki að sýna mikið til að vera betri en sá sem hann leysti af.
   En það er einusinni þannig með lífið að þegar botninum er náð þá þarf að spyrna sér upp frá honum og ég held að þessi þynka hljóti bara vekja okkar lið og þeir endurstilli liðið ég er allavega ekki búinn að gefast upp en þetta hlýtur að vera botnin sem við sáum í gær.

   koma svo !

   YNWA

   6
 9. Þetta er bara eins og space jam
  Hver tók.hæfileikana úr þessum gæjum?

  En ef Liverpool rekur Klopp þá yrði það einn svartasti blettur í sögu klúbbsins.

  14
 10. Hef engar áhyggjur enn, en horfði ekki á leikinn. Það er lítil spenna í fyrstu umferðum CL. Nóg eftir af riðlinum, menn koma úr meiðslum og nýir menn þurfa tíma til að komast í takt við liðið. Gomez dettur væntanlega úr byrjunarliðinu fyrir næsta leik m.v. lýsingar á frammistöðu hans. Matip inn, höfum saknað hans. Tökum Úlfana sannfærandi og förum að bæta formið jafnt og þétt.

  5
 11. Þessir leikmenn virðast alveg búnir að gefast upp á að leggja allt í sölurnar í mörg ár en uppskera aðeins einn deildarmeistaratitil.
  Svipaður hópur og er búinn að tapa tvisvar í úrslitum CL og það er kannski að útskýra þessa uppgjöf.
  Nú þarf að leggja allt í sölurnar á móti Wolves því ekki viljum við dragast aftur úr í baráttunni um efstu sætin fjögur.
  YNWA

  7
 12. Þoli ekki hvernig sagan endurtekur sig hjá Liverpool
  Alltaf þegar klúbburinn er við það að setjast á toppinn og halda sér þar erum við með skíta eigendur sem styrkja ekki klúbbinn þegar þarf og Liverpool höktir. Ekki næg endurnyjun
  T.d 2008-2009 Benitez við stjórnvölinn og Liverpool á tooonum med 6 stiga forystu. Robbie kean seldur og Torres meiðist í kjölfarið og tímabilið fór í vaskinn
  Ngog spilaði 6-8 leiki í röð frammi. Ufff

  Aðrir USA menn sem eigendur en sömu skíta eigendurnir og þetta FSG hyski
  Já já klúbburinn æðislega rekinn og allt það en við vinnum ekki leiki med banka innistæðum
  Og ekki heldur skemmtilegar til áhorfs
  Þeir sem gleðjast yfir auglýsinga og styrktar samningum sem FSG nær og skila engu í fjárfestingu í leikmannahópnum. Ég hef aldrei skilið þá áráttu
  Klopp er frábær og vantar bara aðeins meira fjármagn til að haldast á toppnum
  FSG out sem fyrst

 13. Þessi frammistaða í fyrri hálfleik var hræðileg en aðallega hjá 3 leikmönnum, Trent, Fabinhio og Gomez. Milner var ekki góður heldur.
  Þetta breyttist gríðarlega mikið með innkomu Thiago og Matip. Ekki frábært en töluvert betra.
  Þeir sem tala um að reka Klopp eru náttúrulega ekki í lagi og þetta 7.tímabils kjaftæði er svo dásamlega vitlaust að það nær ekki nokkurri átt. Halda menn í alvöru að líftími þjálfara eins og Klopp sé akkúrat 7 ár þó að það hafi verið svoleiðis hjá Dortmund? Það er tilviljun í guðanna bænum.
  Þetta er röff patch sem líður hjá. Við töpuðum einu sinni öllum útileikjum í CL (meðal annars 2-0 á móti Rauðu Stjörnunni) en fórum áfram, vorum einmitt með Napolí í riðli þá. Anda með nefinu….

  14
 14. Klopp kom og gerði Liverpool Fc að frábæru liði.Liðið hafði ekki bestu leikmenninna
  en þeir unnu saman sem ein sterk liðsheild og eftir að hafa veitt Manchester City harða
  keppni síðustu ár þá er liðið í dag orðið þreytt andlega og líkamlega.Luis Díaz og Harvey
  Elliott eru þeir einu leikmenn sem hafa spilað vel í byrjun þessa tímabils.Hinir eru einfaldlega
  þreyttir.Leikmenn eru engar vélar og sú knattspyrna sem hefur glatt mann svo mikið, þessi hápressa
  síðustu tímabil ásamt leikjaálagi þegar menn fara alla leið í bikarkeppnum taka sinn toll.Líkaminn
  þolir ekki allt þetta álag og menn fara að meiðast.Lið sem spilar svona knattspyrnu þarf að endurnýja
  reglulega og nota breiðan hóp leikmanna.Annars finnst manni að margir stuðningsmenn Liverpool Fc séu með óraunhæfar kröfur. Liðið á að vinna alla leiki og helst mjög örugglega.Ég bjóst ekki við að Liverpool Fc myndi veita Man City svona mikla keppni síðustu tímabil þegar maður bar saman liðin.En með ótrúlegum dugnaði náði liðið loksins að vinna meistaradeildina ásamt deildina.Að mínu mati hefur Liverpool Fc ekki fyllt skarð Coutinho, miðjumanns sem skoraði af og til ásamt því að leggja upp aragrúa af færum.Man City hefur De Bruyne á miðjunni og það er stærsti munurinn á liðunum.Öll bestu knattspyrnuliðin hafa miðjumann sem skorar mörk og skapar færi.Nú er komið bakslag og þá er enn mikilvægara að styðja liðið.Allir sem koma að liðinu eiga það skilið. YNWA

  11
  • Var ekki Fábio Carvalho hugsaður sem arftaki Philip káta? Enn þetta er samt staða sem mig hefur dreymt um alvöru playmaker i liverpool undanfarin ár einhvern i líkingu við bruyne. .með þessa kantmenn og mesta ógnin er frá bakvörðum? Enn það hefur líka sýnd sig í öllum leikjum nema 9-0 leiknum þá hefur vantað mikið með teningar frá miðju til sókn.. Það sem er kannski verra liverpool hefur spilað 7 leiki lend undir i 5 leikjum og við erum greinilega ekki lengur mentality monsters

   2
 15. Hægir og hrokafullir er það sem lýsir okkar mönnum best í dag. Mæta í alla leiki haldandi að hann sé unninn fyrirfram. Margir þarna sem þurfa að fara líta innávið eða fá alemmnilega sálfræði hjálp. Neita að trúa því að þetta sé “þreyta”. Þú getur alveg sýnt barráttu og vilja þó þú sért þreyttur. Þrjóskan í Klopp getur alveg gert mig bilaðann. Fyrstu viðvörunarbjöllur klingdu um eftir 48 sekúndur þegar þeir voru sloppnir í gegn. Hefði það drepið hann að færa vörnina neðar og öskra menn aðeins í gang, svona rétt á meðan Napoli voru í þessari geðveiki. Bara drepa vonina þeirra og ná stjórn á aðstæðum? Neinei, höldum bara áfram að vera með vörnina uppi og hægt tempó. Gaf Napoli sjálfstraustið í að klára þetta verkefni.

  Ég er með aðra pælingu fyrir Klopp. Þegar við tökum miðju. Eigum við ekki bara að halda aðeins í boltann? Þessar löngu sendingar enda alltaf í innkasti, þetta hefur aldrei gengið og ég skil eiginlega ekki afhverju lið reyna þetta? Er ég einn um að finnast svona start á miðju vera algjörlega fáránleg? Eða er ég að misskilja er þetta einhver regla að maður þurfi að byrja svona?

  Maður getur eiginlega ekki annað en vonast eftir að þetta hafi verið það besta sem gat komið fyrir okkur á þessum tímapunkti. Getum auðveldlega unnið þennan riðil ef við náum takti og þetta er ekkert meik or breik þó það hafi verið viðbjóður að horfa á þetta. Ég meina, það getur ekki verið að Milner fái fleiri byrjunarliðsleiki. Ef það var það eina sem Klopp tók úr þessu þá er það skref fram á við.

  Skoðun mín á að Trent eigi að vera miðjumaður frekar en bakvörður styrktist enn frekar eftir þennan leik. Drengurinn er bara ekki með fókus í að verjast með engan fyrir aftan sig. Tsmikas má fá smá run af leikjum. Hef enn trú á að Gomez gæti verið flottur í bakverðinum og miðað hvað vörnin er í miklu rugli þá væri ég til í að sjá hann þar í meira varnarhlutverki en Trent er í. Trent þarf að tylla sér á bekkinn í smá tíma. Matip er vonandi kominn til að vera og Thiago í guðana bænum haltu þér heilum fram að HM (Og spilaðu sem minnst þar).

  Allison
  Gomez – Matip – Dijk – Tsmikas
  Trent – Fabinho – Thiago
  Salah – Nunez – Diaz

  Ég væri svo mikið til í að sjá þessa tilraun á uppstillingu en maður fær oftast en ekki það sem maður vill. Góðar stundir.

  7
  • Það hefði verið ansi gott að geta gripið til Neco Williams núna. Svona rétt á meðan Trent lætur mesta hrokann líða úr sér.

   3
   • Sammála því. Manni finnst Trent vera sér á báti hvað þetta varðar. Hann er bara hættur að reyna, stendur bara og horfir á, fer á hálfum hug í skallabolta og er að lenda á eftir mönnum. Illa þreytt að horfa uppá þetta. Þetta hjálpar heldur ekkert liðsfélugum hans og Gomez fékk heldur betur að finna fyrir því í dag. Þó hann hefði eflaust átt að gera betur í einhverjum momentum. Trent og Andy virðast þurfa tilla sér á bekkinn í einhvern tíma. Neco getur því miður ekki leyst hann, Ramsey er meiddur og ég vill ekki sjá Milner koma nálægt byrjunarliðinu framar. Eftir stendur Gomez og ég væri til í að sjá hann byrja gegn Wolves í meira varnarhlutverki en Trent vanalega spilar í.

    7
 16. Nú ríður á að við í samfélaginu stöndum saman í blíðu og stríðu. YNWA. Áfram gakk.

  8
 17. Sælir félagar. Þetta var ekki Klopp fótbolti í gærkvöldi. Liðið okkar er gjörsamlega heillum horfið. Sjálfstraustið brotið og trúin á verkefnið ekki til staðar. Hvað gerðist sl vor og sumar? Lið sem vann 2 titla, lék til úrslita í öllum keppnum og féll á marklínunni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn verður ekki lélegt á nokkrum vikum yfir sumartíman. Skýringin er sálræn og á sér rætur í sársauka og vonbrigðum. Einhverskonar andleg þreyta og doði í hausnum á leikmönnum. Margar af stjörnum liðsins eru heillum horfnar. Ég man varla hvenær Salah gerði síðast mark. Þetta hefur mjög takmarkað með meiðsli leikmanna að gera. Kloppfótbolti hefur alltaf einkennst af því að maður kemur í manns stað. Ef einn leikmaður meiðist grípur annar tækifærið og blómstrar og liðið heldur áfram að spila vel. Klopp vélin mallar. Svona hefur þetta alltaf verið undanfarin ár að undanskildum stuttum tíma á tímabilinu þegar öll varnarlína Liverpool meiddist samtímis. En jafnvel þá náði Klopp að blása anda í liðið með marga miðlungs góða leikmenn innanborðs og það lék frábæran fótbolta á vormánuðum 2020 og náði að tryggja sér meistaradeildarsæti. Hvað er til ráða ? Fara Chelsea leiðina í gær og reka Klopp ? Ég ætla bara að vona að eigendum Liverpool detti ekki slík vitleysa í hug. Klopp er Liverpool og hann. nær að snúa genginu við. Við stuðningsmenn verðum að sýna honum og liðinu smá þolinmæði og styðja við þá. Það er oft gott að fá skell í fótbolta eins og í gær til að fá viðspyrnu. Það blæs oftar en ekki anda í liðin. Áfram Liverpool. Áfram Klopp.

  7
 18. Það mætti halda að maður væri kominn í Kassagerðina, það er svo mikið af pappakössum hérna!

  Áfram gakk, öllsömul, þetta er Liverpool undir stjórn Klopp.

  Mentality Monsters eru eitthvað hálf ryðgaðir eftir sumarið en smella bráðum í gang, efast ekki um að Klopp noti landsleikjahléið til þess gíra hópinn í gang.

  Spái því að menn mæti dýrvitlausir á móti Wolves og landi auðveldum sigri þar.

  YNWA!

  7
  • Sammála þér Magnús, glasið mitt er enþá hálf fult en að vísu varð það hálf tómt yfir leiknum í gær slík var spilamennskan en þar sem ég er búinn að styðja Liverpool í rúmlega fimmtíu ár og mann bæði góða tíma og aðra sem voru ekki eins góð þá þakka ég þeim sem öllu ræður fyrir Klopp og veit að hann réttir skútuna við von bráðar.

   1
 19. Á varla orð yfir því að aðdendur Liverpool séu farnir að íhuga framtíð Klopp sé að renna á enda.
  Klopp er það besta sem hefur komið til Liverpool í þeirri eyðimerkurgöngu sem við upplifðum sem stuðningsmenn svo til í áratugi.
  Við höfum oft verið að hæla Klopp sem kraftaverkamanni og það er búið að vera hrein unun að vera Liverpool stuðningsmaður síðastliðin ár.
  Öll lið enda í krísu og það hafa verið aðvörunarljós frá byrjun þessa tímabils, við náum ekki skotmörkum okkar á leikmannamarkaðnum, förum í mótið með marga leikmenn sem eru í byrjunarliðinu og í hóp í meiðslum, öll lið myndu fiinna fyrir þessu en í krísu þurfa allir að standa saman.
  En aðdáendur með niðurrif, sófasnillingar með lausnir á öllum vandamálum sem oftast snúast um það að reka mann og annan, bekkja menn eða nánast gefa leikmenn í Tyrknesku deildina og íþróttafréttamenn nærast á óförum hjálpar ekki til.

  Klopp sagði sjálfur í viðtali rétt áður en leikmannaglugginn lokaði að hann myndi stundum vija sjá Liverpool taka fleiri sénsa á leikmannamarkaðnum, þarna var hann að skjóta á FSG
  Ástæðan er að mínu mati afleiðingar FSG með rekstur liðsins.
  FSG biður Klopp að keppa við bestu liðin í heims fótboltanum með þvi að skila inn jöfnu á því að neyðast til að selja leikmenn á móti kaupum á hverju ári, á endanum renna kraftaverkin út.
  T.d miðjan er farin að eldast og endalaus meiðsli, hin aldni Milner og hin ungi Elliot eiga að bera uppi miðjuna sem er galið í liði sem á berjast við þá bestu.
  Boltinn liggur hjá FSG þeir verða að breyta um taktík og hætta að neyða Klopp til að selja menn alltaf á móti við erum buying sell club, en nú er komið gott, Klopp er ekki vandamálið, FSG er vandamálið.

  YNWA

  15
 20. Ekki var þetta gott! Núna þurfa menn að girða sig í brók því Klopp samþykkir ekki þennan aumingjaskap.

  4
 21. Sælir félagar, það gerist nánast aldrei að ég skrifi neitt hér inn, en í dag þá langar mig að buna útúr mér heilum helling.
  Byrjum á Gomez ég hafði mikla trú á þeim dreng en í gær þá fór það alveg í ruslið, hann er of soft og lætur ýta sér of auðveldlega af boltanum og þar af leiðandi fannst mér Van Dijk verða óöruggur í sínum aðgerðum því hann getur ekki treyst manninum við hliðina á sér, eftir skiptinguna á Gomez, Van Dijk aftur verða eins og hann á að sér að vera.
  Millner, eins og ég elska hann þá er hann bara orðinn of hægur, hann hefur úthaldið og þrekið en hraðinn er bara ekki hans hlið, ég sé hann sem leikmann sem ætti að koma inná á 65-70mín og klára leikina með sinni ákefð.
  Robertson, ég bara veit ekki hvað hefur komið fyrir hann, það er eins og hann nái ekki sama dampi og þegar Mane var með honum á kantinum, kannski eiga hann og Diaz eftir að slípa sig betur saman.
  Fabinho, eftir leikinn í gær þá fannst mér eins og hann væri bara ekki alveg kominn á fullt eftir meiðslin, svona eins og hann væri að gera sitt besta en væri ekki kominn með “touchið” enþá.
  Trent, mér finnst eins og hlutverk hans í liðinu hafa farið úr því að vera sóknasinnaður vængbakvörður í að verða sóknasinnaður vængbakmiðjueitthvaðallstaðar, sem skilar sér í því að lið æða upp kantinn og það kemur öllum á óvart eða ekki á óvart afþví að hann er svo lélegur varnarmaður, fyrir mitt leiti er hann bara búinn að fá of mikið frelsi til að hlaupa inná miðjuna og skilja vænginn eftir opinn og það bakkar enginn þangað til að covera svæðið sem hann skilur eftir.
  Salah, hefur átt down tíma áður en maður varð ekki var við það á meðan Mane var á svæðinu og tók við hans hlutverki í að skora mörk þó Diaz hafi skilað mörkum þá finnst mér hann ekki taka eins mikið athyglina frá Salah eins og Mane gerði, ég hef alla trú á að Salah komist á skrið aftur.
  Miðjan yfir höfuð er overflowing á leikmönnum sem geta verið góðir þegar og bara þegar þeir eru ekki meiddir, sem er mjög sjaldan, Ox , Keita, Thiago eru menn sem eru oftar meiddir en heilir, hvað er langt síðan Henderson spilaði heilan leik ekki það að hann hleypur yfirleitt úr sér lungun, en hann er alltaf korter í að vera meiddur eða með smá meiðsli.
  Núna er komið að því að FSG þurfi að fara að kaupa tilbúna leikmenn eins og þeir gerðu þegar Van Dijk og Alisson voru keyptir, Elliott var keyptur ungur og hann lítur vel út og er til í að gefa allt í þetta, en það gerist ekki endalaust að við fáum leikmenn sem eru svona ákafir, Thiago var keyptur sem reynslumikill leikmaður tilbúinn að spila á hæðsta leveli en hann átti sér sögu með meiðsli alveg eins og Ox. Þetta skilar ekki nógu miklu og of mikið af launum fara í leikmenn sem sitja á hliðarlínunni og ekki hægt að nota þá, Auðvitað geta allir leikmenn meiðst en þetta er bara orðið of mikið að sitja með svona marga meidda á sama tíma, hættum að setja bót á gatið og kaupum bara nýjar buxur.

  Það verður þá ekki lengra í þetta skiptið.

  YNWA

  8
 22. Sælir félagar

  Mér sýnist þegar ég fer að skoða leikinn í gær að Klopp brást ekki við þeim stöðum sem komu upp í leiknum hvað eftir annað. Tveir framherjar lágu á rangstöðulínu Liverpool og eltu stungusendingar frá miðjunni hvað eftir annað. Nokkrum sinnum komust þeir 3 og 4 á móti miðvörðum okkar og það var einskær heppni að vera ekki 5 mörkum undir í hálfleik. Það eru ekki bara Napólí menn sem spila svona á frekar hæga og svifaseina vörn Liverpool. Það eru öll lið farin að gera þetta og í því liggur að Liverpool lendir undir í nánast hverjum einasta leik.

  Klopp bregst ekki við þessu og heldur áfram að láta liðið spila leikkerfi sem það virðist ekki ráða við lengur. Hver er skýringin á þessu. Löskið miðjan með afar hægan Fab og svo aldraðan Milner er auðvitað hluti af henni. TAA er afar latur varnarmaður og nennir oft ekki að hlaupa til baka til að að verjast. Það hefur verulega hægst á Virgil og hann er því farinn að brjóta á mönnum því hann hefur ekki lengur hraða til að verjast fljótum sóknarmönnum, Gomes átti afar slæman leik í gær en hafði sjaldnast stuðning frá TAA en Gomes hefur í undanförnum leikjum verið ljósið í myrkri varnarinnar. Robbo er í einhverju einskismanns landi og tengir illa bæði í vörn og sókn.

  Klopp verður auðvitað að bregðast við stöðu liðsins. Það er að segja að hann er ekki lengur með þann leikmannahóp sem gat hlaupið öll lið í spreng. Elliot er ungur og ræður ekki við að taka leiki á sínar herðar. Carvalho er líka ungur og ekki harðnaður í það að leiða liðið. Darwin Nunez er enn sem komið er vonbrigði. Salah finnur ekki taktinn og klúðrar bæði móttöku á bolta og þeim færum sem hann fær. Firmino sem hefur verið okkar bezti sóknarmaður í haust átti algeran “off” leik í gær en það er ekki skýring á almennu getuleysi liðsins. Ljósið í myrkrinu í gærkvöld var innkoma Matip og Thiago.

  Það eina sem maður getur gert sem stuðningsmaður er að styðja Klopp og liðið til góðra verka. Klopp mun finna leið til að rífa liðið upp en það er okkar eina von. Klopp er lausnin en þó eins og er líka hluti vandans því hann verður að skilja að hann er ekki langur með lið sem sprengir önnur lið með gríðarlegum hraða og hlaupagetu. Það er því ekki hægt að spila alltaf sama sem kerfið öll lið eru farin að lesa og kunna ráð við.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
 23. Eins lélegur leikur og þetta var að þá voru okkar menn arfaslakir í 50 mín. Síðustu 40 voru lala.

  Robertson, dýrka þennan leikmann, sýndi kraft og var að reyna að öskra á menn og vann boltan þegar Diaz skoraði markið. Það vantar bara aðeins meira og já maður sá það í fyrra að það var ekki alveg sama dínamík í hans leik með Diaz eins og með Mane. Það kemur..vonandi sem fyrst.

  Fabinho á miðjunni getur bara ekki haldið miðjunni einn síns liðs. Milner er því miður orðinn of hægur og Fab var farinn að draga sig mjög til hægri þar sem Gomes var að skíta uppá bak og Elliott skilar ekki mikilli varnarvinnu en ok.

  En það sem pirrar mig mjög er þessi svokallaði ,,hápressu” fótbolti sem við höfum séð er bara ekki til staðar. Milner hefur ekki hraðan í það, Firmino er hægari og greddan er bara miklu minni núna en áður. Þar saknaði ég einna helst Thiago, Hendo og já Keita. Eins mikið og Keita er meiddur að þá finnst mér hann frábær í hraðri og ákveðinni pressu og hann var oft að vinna boltan ofarlega á vellinum, þennan kraft vantar bara í liðið núna.

  Nunez fer að detta inn, hann þarf eitt til tvö mörk úr góðum opnum leik og þá er hann dottinn í gang, vonandi. En TAA og Salah???? Ákvað að rita ekkert um þá enda væri ég bara að hrauna yfir þá miðað við byrjunina á tímabilinu… þeir eru búnir að vera (vægt til orða tekið) skelfilegir.

  3
 24. Menn eru kallaðir hér „pappakassar“ ef þeir hafa ekki sömu skoðun og allir hinir snillingarnir meðal stuðningsmanna Liverpool. Kannski er Carragher líka pappakassi, en hann er akkurat að segja það sem margir hafa verið að meina, þar á meðal ég. Leikstíll Klopp útheimtir mikinn kraft og orku og eftir mörg slík ár eru lykilleikmenn Klopp búnir á því. Maður hefur verið að sjá logann dofna með hverju árinu þar sem engin eðlileg endurnýjun er í gangi á hópnum. Klopp var í dauðafæri að heimta aukið fé til leikmannakaupa í vor þegar hann framlengdi, en niðurstaðan er einn framherji, sem hefur vantað lengi og tveir guttar undir tvítugu! Klopp segist líka alltaf vera sáttur með hópinn sinn og þurfi ekki fleiri leikmenn. Eru þá ekki allir sáttir? Allavega þeir sem ekki eru pappakassar! Það þykir öllum vænt um Klopp, en hann er ekki heilagur og enginn er stærri en klúbburinn.

  6
  • Yep..það er eins og menn skilji ekki að það fóru leikmenn út sem voru jú lykilmenn líka ..Mané einn sá allra besti í liðinu, Origi ..gaur sem kom inná sem einn besti supersub sem liðið hefur haft. Minamino sem fór líka kanski ekki sá besti en hann skilaði mörkum og orku þegar hann kom inná völlinn.

   Þetta og gríðarleg meiðsli í byrjun móts ..menn eins og Jota og fleiri sem eru bara skugginn af sjálfum sér eflaust sökum forms og svo greinileg þreyta á lykilmönnum eins og Salah og fleirum þeir eru gjörsamlega búnir á því enda hafa ekki stoppað í mörg ár.

   Flott að vera Haaland sem er líklega einn besti framherji heims í dag ..getur nánast staðið kjurr og boltinn dettur fyrir hann útaf það eru menn á vellinum sem hafa öll tök í að halda boltanum og senda boltann nákvæmlega þar sem hann þarf.

   Miðjumenn okkar eru meira svona holding midfielders og hafa verið í öll þessi ár..Hendo,Fabinho,Winjaldum..hvað áttu þeir sameiginlegt ?

   að vera þvílíkir vinnuhestar og halda miðjuni þannig að línan gæti verið svona ofarlega án þess að ógna eins mikið til baka ef menn misstu boltann.
   Núna er orkan farinn Fab byrjaður að eldast orðinn hægari, Hendo enn hægari og meiðsli auðvitað , Winjaldum farinn ,Milner ætla ekki að ræða hann ekki honum að kenna að vera lykilmaður Liverpool á miðjuni 2022.

   Carvalho og Elliot eru ferskur andblær í liðið en eru 19 og 20 ára það er verið að setja alltof mikla pressu á þessa drengi að mínu mati.
   Nenni ekki ræða Keita og Ox og þá og þeirra meiðsli við vitum allt hvaða áhrif þetta hefur að geta ekki fengið inn leikmenn sem eru á sjúkralistanum allt tímabilið.

   Jú maður sá gríðarlegar breytingar þegar Thiago kemur inn með þetta swag playmaking dæmi inná miðjuna algjörlega nýtt dimension fyrir liðið og varð enn erfiðra fyrir hin liðin að átta sig að núna væri miðjan orðinn enn hættulegri.

   En Thiago er meiðslagjarn og ef hann dettur út þá erum við farinn aftur í það sem er að gerast núna spila á mönnum sem eru annað hvort ekki lengur með orkuna í þetta eða of unga stráka sem hafa ekki öðlast næga reynslu.

   Varð Liverpool allt í einu lélegir að spila knattspyrnu nei þetta er margir þættir sem spila saman og koma svona út á þessu tímabili,..þreyta , meiðsli ,lykilmenn orðnir hægari en áður ss geta ekki pressað eins og þeir gerðu, Mögulega er háa línan sem við erum með of há ef við getum ekki haldið pressuni með því.

   ég er sosem bara tala fyrir sjálfan mig og mögulega að þvaðra en þetta er ekki eh einn leikmaður eða slæmur kafli þetta er stærra og þarf að adressa.

   12
  • Hvernig getur þú sagt að loginn sé að dofna með hverju árinu. Liðið var aðeins hársbreidd frá því að vinnar fernuna á síðasta tímabili sem var stórkostlegt tímabil. Síðasta tímabil útheimti gríðalega orku og leikmennirnir eru að súpa seiðið af því núna. Eitthvað herfur klikkað á undirbúningstímabilinu.

   2
 25. Orkan er ekki til staðar til að spila eins og liverpool gerir best.
  Ég held því miður að klopp verði að skipta um kerfi sem ekki fer mikil orka í (getur hann það?)
  Leikmenn, sér í lagi stjörnurnar, eru með “dead legs” . Mér finnst það svo augljóst hjá trent t.d.
  Allavega lagast ekkert fyrr en menn hrista þetta af sér.

  4
 26. Ég spái því að næsta Gullkast verði mjög hressandi. Þarf sennilega að setja hljóðkút á Magga!

  3
 27. Þá er enska deildin komin í frí drottningin dauð þannig að þá má ekki spila neina leiki næstu vikur.

  • Drottningin er dáin. Svona orðalag er óþarfi, sýnum fólki virðingu.

   6
 28. At the end of the storm………..

  Svekkjandi en ekki heimsendir.

  YNWA.

Byrjunarliðið gegn Napoli

Nýtt tímabil framundan hjá stelpunum okkar