Gullkastið – Bölvað bras

Alvöru Evrópu upphitun fyrir Napoli leikinn

Byrjun tímabilsins heldur áfram að vera allt of mikið bras hja okkar mönnum, eins tæpur sigur og mögulegt er á móti Newcastle í miðri viku og 0-0 tap gegn Everton á Woodison var allt of sumt í þessari viku og framundan er þriggja leikja vikur fram að HM í eyðimörkinni. Napoli á útivelli fyrsta verk í þeirri törn. Leikmannaglugganum var einnig lokað í þessari viku m.a.s. Liverpool bætti við sig leikmanni. Þéttur pakki.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 394

2 Comments

  1. Eftir því sem stuðningsaðilum Kop fjölgar, því verr gengur okkar mönnum á vellinum. Minnir vel á kvikmyndina “Celtic Pride” frá árinu 1996 sem er í miklu uppáhaldi á mínu heimili ?

    2
  2. Frábært podcast, eins og endranær og gaman að sjá framleiðslu-value-ið aukast með flottu þema og frábærum styrktaraðilum.

    Eitt sem ég sakna samt, það væri gaman að fá meiri leikgreiningu frá ykkur spekingununum sem og dýpri pælingar um liðið og mögulega liðsskipan, sérstaklega þegar við erum í svona svakalegri lægð. Þetta þarf ekkert að vera einhver heilagur sannleikur en sérstaklega þegar okkur gengur svona illa þá er ljóst að núverandi liðsskipan t.d. inn á vellinum er ekki að virka og þörf á því að hugsa út fyrir kassann.

    Hvur veit nema sjálfur Klopp sé við viðtækið einmitt þegar það kemur lausnin á vandanum í næsta þætti 🙂

    2

Upphitun: L’Armata Rossa e il ritorno a Napoli

Byrjunarliðið gegn Napoli