Everton 0-0 Liverpool

Byrjun leiksins í dag var eins og að horfa á endursýningu síðustu mánaða. Liverpool stýrði spilinu men skapaði ekkert meðan Everton vörðust vel og beittu skyndisóknum og voru mun hættulegri. Eina sem kom í veg fyrir að þetta væri nákvæmlega sama uppskrift og við höfum séð undanfarið var að Tom Davies skaut í stöngina frekar en að koma Everton yfir eftir um hálftíma leik. Eftir það fóru okkar menn þó aðeins að komast í betri færi og rétt áður en flautað var til hálfleiks var ótrúlegt að Liverpool hefði ekki komist yfir þegar Nunez tók vel á móti botlanum inn á teig og átti skot sem Pickford varði frábærlega í þverslánna þaðan sem boltinn barst til Diaz sem krullaði boltann í fjærstögina.

Í fyrri hálfleiknum voru enn ein meiðslin þegar Carvalho, sem fékk óvænt að byrja í dag, meiddist eftir tækingu frá Onana og í hléinu var hann tekinn útaf og Firmino kom inn á í hans stað. Sóknarleikurinn skánaði nokkuð við innkomu hans en eftir klukkutíma leik unnu markmenn liðanna fyrir laununum sínum. Pickford átti þrjár góðar vörslur úr sömu sókninni tvisvar frá Firmino og svo Fabinho en í kjölfarið fóru Everton í skyndisókn en Alisson varði vel frá Maupay. Stuttu seinna komust Everton yfir þegar fyrrum fyrirliði unglingaliða Liverpool Conor Coady skoraði en var kolrangstæður og það réttilega dæmt af. Pickford varði svo tvisvar vel á lokmínútunum fyrst frá Firmino og að lokum varði hann skot Salah í stöngina á lokamínútu uppbótartíma.

Frammistöður leikmanna

Það voru ekki margir sem áttu góðan leik heilt yfir í dag en Alisson varði nokkrum sinnum vel og Gomez átti fínan leik gegn Maupay og Grey en átti sín mistök í sókninni þegar Davies skaut í stöng og átti erfitt með sendingar í byrjun leiks. Firmino kom vel inn í leikinn og átti þrjú skot sem Pickford varði vel. Carvalho sem hefur komið vel inn í leiki að undanförnu fékk að byrja í dag á miðsvæðinu en var í miklu basli áður en hann meiddist og fór svo útaf í hálfleik. Trent og Salah héldu áfram að vera skuggar af sjálfum sér og var Trent tekinn útaf fyrir Milner eftir tæplega klukkutíma en Milner var enn verri ef eitthvað var og að lokum var hann færður inn á miðsvæðið og Gomez kláraði í bakverðinum.

Umræðan

 • Við erum nú með níu stig eftir sex leiki og nokkuð ljóst að við erum ekki í neinni titilbaráttu eins og er og þurfum meira að vera fylgjast með liðum eins og Chelsea, Tottenham og Manchester United frekar en Manchester City, og eins og stendur Arsenal.
 • Enn einn leikurinn þar sem Salah er gríðarlega langt úti á kanti og er sjaldan nægilega nálægt markinu til að vera sá leikmaður sem við höfum horft á síðustu árin.
 • Orkuleysið í liðinu er algjört, síðan Klopp tók við liðinu höfum við horft á lið sem hleypur andstæðinga sína niður í jörðina en í ár virðumst við sitja og tikka boltanum á milli án þess að skapa neina hættu og bjóða andstæðingum að brjótast upp í skyndisóknir þegar það klikkar.
 • Við mættum í dag liði sem er sigurlaust og hefur verið mjög slakt í rúmt ár og þrátt fyrir að eiga þrjú skot í tréverkið og Pickford hafi verið maður leiksins er eitt stig líklega bara sanngjarnt í dag sem er ótrúlegt.
 • Eina sem er jákvætt í dag er að Darwin Nunez kom tilbaka úr leikbanni og Jota og Matip snéru tilbaka úr meiðslum þannig það fer að styttast í að við eigum einhverja breidd.

Næsta verkefni

Næst kíkjum við til Ítalíu og mætum Napoli á miðvikudaginn. Ég hef ekki séð neitt af Napoli liði Spalletti en ef það á eitthvað skylt við það Napoli lið sem við mættum 2018 og 2019 þá verðum við í gríðarlegum vandræðum en við mætum svona orkulausir eins og liðið hefur verið í byrjun tímabils.

57 Comments

 1. Hahaha við erum svo ömurlegir fyrir framan markið að það nær engri átt!

  10
 2. Sælir félagar

  Maður var á sínum tíma að vona að Darvin Nunez mundi verða eitthvað sambærilegur við Haaland inni í teig andstæðinganna. En því miður er Haaland ca. tveimur til þremur klössum betri. Annars var sá fótbolti sem Liverpool leikmenn og Klopp buðu uppá í þessum leik alls ekki boðlegur. Markmenn beggja liða beztu menn leiks sem fer í sögubækurnar fyrir lélegan fótbolta beggja liða.

  Enginn leikmaður Liverpool á skilið prik fyrir þennan leik nema eft il vill Firmino sem kom með smá “boost” inn í leikinn en það fjaraði fljótt út þar sem allir leikmenn sem með honum voru voru að gera eritthvað annað en spila fótbolta. Sú hugmynd Klopp að láta Nunez byrja þennan leik var greinilega dauðadæmd frá fyrstu mínútu. Skelfileg frsmmistaða framherjans segir að hann á langt í land með að vera byrjunaliðsmaður af einhverju alvöru kaliberi.

  Innkoma Jota gladdi mann ekkert og Diaz þarf að fara að læra að spila með samherjum sínum og hætta að ætla að gera tvö mörk í einu þegar hann fær boltann sama hvar hann er staddur á vcellinum Hitt er svo annað að þessi leikur virtist ganga út á það hjá sóknarmönnum Liverpool að hitta Pig-ford í markinu. Liðið var heppið að kóróna ekki frammistöðu sína með tapi á móti einu lélegasta liði deildarinnar.

  Það er nú þannig

  YNWA

  15
  • Ég er sammála þér með að liðið okkar átti heilt yfir ekki ekki nægilega góðan leik. Hins vegar get ég ekki annað en brosað yfir þinni greiningu og viðbrögðum. Mikið rosalega hlýtur á köflum að vera erfitt að vera Sigkarl og hrærast tilfinningalega með gengi Liverpool. Þú ert að mínu mati framúrskarandi í neikvæðni og gremju. Það mætti segja mér að erfitt sé að gleðja þig að einhverju marki, dyggi stuðningsmaður. Ég er afskaplega feginn að það sé ekki mitt hlutverk Vegni þér sem best, það er nú þannig.

   16
   • Ég er alls ekki alltaf sáttur við leik/árangur okkar manna og stundum skil ég Klop ekki. Það fellur þó af og til í skugga túlkunar þinnar í gremju og neikvæðni. Ekki neitt að því mín vegna og oft gaman að lesa þína hlið. Langaði bara til að minnast á þetta þar sem það snertir mig stundum og finnst þú full neikvæður.

    3
   • Plús hvernig getur maðurinn afskrifað Nunez eftir tvo deildarleiki?? Maðurinn þarf einfaldlega betri þjónustu frá miðjunni og koma í álitlegar stöður. Nunez var eigi að síður sá leikmaður í gær sem var næst því að skora fyrir LFC.

    2
   • Líklega er honum í nöp við Nunez vegna þess að hann er að berjast um stöðuna við Firmino. Að sömu ástæðu hatar kallinn Jota.

    2
 3. Þetta var einn af Þessum næstu því leikjum.

  Mér fannst eins og við myndum ná í þessi 3 stig í restina þegar Everton liðið virkaði sprungið og við vorum að keyra á þá. Firmino með góð færi og Salah komst í góðar stöður sem hann náði ekki að nýta.

  Liverpool vann Newcastle í síðasta leik 2-1 en það voru miklu fleirri færi í þessum leik og hann endar 0-0 út af heimsklassa markvörslum frá Alisson og Pickford. Við fengum fleirri færi en það er ekki nóg við þurfum að skora úr þeim.

  1 stig úr þessum leik er ekki heimsendir enda oft krefjandi völlur fyrir okkur en eftir jafntefli gegn Fulham, C.Palace og tap gegn Man utd þá er þetta ömurleg úrslit.

  Hvað er þá hægt að gera? Það er alltaf það sama, einfaldlega næsti leikur og vona að koma Jota/Matip eigi eftir að hjálpa okkur og að það styttist í Thiago en hann gjörbreyttir okkar sóknar leik.

  YNWA – 6 leikir 9 stig eru vonbrigði en við gefumst ekki upp.

  12
 4. Svona miðað við spilamennskuna so far, þá er topp-fjögur raunhæft markmið. Ég vil ekki trúa því að þetta getuleysi og andleysi verði viðvarandi alla leiktíðina. Ég bara vil ekki trúa því. Þeir leikmenn sem eru að valda mér vonbrigðum eru Salah og Dijk. Nunez átti þó skalla og skot á markið í dag … og svo finnst mér líka mentality hjá liðunum augljóst þegar Everton fagnar jafntefli, Pickford á stórleik og fær gult fyrir tafir … og bölvuð vonbrigði hjá Liverpool. Ég man ekki eftir að hafa séð Liverpool fagna t.d. jafntefli svona í deildarleik …

  Við skulum bara halda í smá von og sigrarnir hljóta að koma…

  9
 5. Öll þessi skíta, bæði sóknar- og varnarlega, á rætur sínar að rekja til slakrar miðju.

  Stórkostleg afglöp í starfi að vera ekki búnir að gera meira í þeim málum.

  9
 6. þegar Liverpool var að spila sinn besta bolta síðustu ár þá var alltaf einhver sem steig upp og togaði þetta áfram í svona leikjum en í dag vorum við á hælunum mánast allan leikinn ég er ekki allveg dottinn í svartsýnis raus enda ekki í boði það eru menn að koma til baka og vonandi fer þetta að líta betur út hjá okkur koma svo.

  YNWA

  4
 7. Þvi og miður sanngjörn úrslit þegar upp er staðið. Grænklæddur froskur með útlimi út um allt varði vel í marki Everton. Sóknarmenn Liverpool enda bara alls ekki sprækir í þessum leik og Salah ekki að vinna fyrir laununum. Thiego er sárt saknað en samt engin afsökun fyrir skelfilegri byrjun Liverpool á þessu tímabili.

  7
 8. Ég held að skilaboðin séu að reyna ekki við ensku deildina, bara halda sér í topp fjórum. Mögulega einbeiting á meistaradeild.

  4
 9. Ef það er hægt að taka Trent út af tvo leiki í röð af því að hann er lélegur, því ekki Salah líka? Kaide Gordon myndi fagna því að taka plássið hans, nú eða þá bara Elliott – eini maðurinn sem spilar almennilega í þessu liði.

  3
  • Ég er eiginlega alveg viss um að Gordon er ennþá meiddur. Hann hefur a.m.k. ekkert sést með yngri liðunum en fór ekki út á lán.

   1
 10. Úff bara úff
  Mér finnst það glæpur gegn fótbotanum að hafa besta stjórann en veita honum lítinn sem engan stuðning. Hvernig það getur talist góð viðskipti eða moneyball að hafa leikmenn eins og Ox og Keita á launaskrá er mér hulin ráðgáta. Ætti að vera búið að hleypa þeim frítt í burtu til að losa pláss, svo má Aubame… nei fyrirgefiði Salah fara vinna fyrir þessari launahækkun.

  18
 11. Ég bjóst ekki við því að segja þetta – en nú er alveg á mörkunum að ég hafi taugar í að horfa á Ítalíuleikinn…

  3
 12. Ekkert minnst á rauða spjaldið sem van dijk hefði átt að fá í leikskýrslu???

  7
  • Skrifar van dijk með litlum stöfum ! Eru Neverton aðdáendur farnir að lesa leikskýrslu inn á KOP.ís og ropa útúr sér algeru ruggli ef Van Dijk hefði átt að fá rautt þá ætti jordan píkford eða hvað hann heitir að vera ennþá í banni frá knattspyrnu vegna heimsku sinnar þegar hann hendir sér á Van Dijk hér um árið og gerir næstum út um feril hans og mögulega er Van Dijk ekki sami leikmaður eftir það sem þetta gerpi gerð !?. þannig að í guðanna bænum grjót haltu þessu spjaldi fyrir þig blá liði.

   YWAWA.

   17
 13. Að öllu eðlilegu hefði þessi leikur farið 3-1 fyrir okkur. Fjandinn hafi stangirnar og Pickford.

  3
 14. 10 sæti í vor allt annað væri kraftaverk og þetta lið í dag er hreinlega skelfilegt. Og núna erum við búnir að tapa á móti Man Utd og Everton og já jafntefli er tap í mínum huga.

  6
  • Hérna….þú hlýtur að vera að grínast. Allt yfir 10 sæti kraftaverk? Hvernig væri að anda aðeins þeð nefinu.

   7
 15. Kom þá ekki sjálfur Stevie G með síðdegis-hressingu handa okkur!

  Og munurinn milli MC og Liv er 5 stig. Skitin fimm stig og hefur OFT verið meiri.

  Come on you Reds!

  13
 16. Þessi síða er að verða ótrúlega neikvæð og niðurdrepandi. Ég hafðu afskaplega gaman af því að koma hér inn og lesa skemmtilegar færslur (yfileitt í kringum sigra) hér áður, en í dag þá finnst mér allir vera tilbúnir að hrauna yfir þjálfarann og liðið OKKAR. Liverpool er klúbbur sem hefur átt góðar og slæmar stundir í gegnum síðustu áratugi, menn komið og farið, en alltaf hef ég haft trú á þeim í gegnum þykkt og þunnt. Ég myndi ekki vilja að klúbburinn yrði keyptur af aðilum með endalaust fjármagn en það eru félögin sem við erum að bera okkur við. Og við erum eftir allt bara 5 stigum á eftir MC. Áfram Liverpool!

  39
  • Það var gaman að lesa þegar liðinu OKKAR gekk vel, nú gengur ekki vel og þar af leiðandi er ekki jafn gaman.

   4
 17. Búinn að vera að glápa á aðra leiki í dag 4 deildar dómarar að dæma í Premier League og weekend dómari í Var herberginu 🙂 🙂

  8
 18. Alls ekki sanngjörn úrslit, Everton voru töluvert í leiðindum og að tefja eins og Newcastle síðast. Pickford með stórleik en mörg skotanna á hann voru þó of ónákvæm. Diaz stangarskotið átti að vera mark en þetta var týpískur grannaslagur og of mikið um brot sem leikmenn komust upp með því lína dómarans var að láta leikinn fljóta sama hvað tautaði og raulaði. Það er óstöðugleiki í upphafi leiktíðar sem á eftir að lagast, á góðum degi hefðum við tekið Palace og Fulham. Salah er aðaláhyggjuefnið það sem af er, hann var ekki beinlínis lélegur í dag en ekki mikið í boltanum. Gegn Bournemouth var hann fínn fyrir utan að nýta færin sín.

  Svartsýnisraus hefur hins vegar ekkert upp á sig á þessum tímapunkti. Deildin er að byrja skemmtilega og liðin að reyta stig hvert af öðru sitt á hvað. City töpuðu stigum á móti Aston Villa, sem hafa verið arfaslakir það sem af er, verri en Everton. Hjá Everton má tala um óheppni í sumum leikjanna en síður hjá Villa. Held þó að Gerrard geti komið þeim á réttan kjöl ef hann verður ekki látinn fjúka fljótlega, keypti sér líklega frest með jafnteflinu í dag. Sjáið líka endurkomu Bournemouth í dag, þeir eru ekki svona arfaslakir eins og við létum þá líta út fyrir að vera um daginn. Það verður að horfa á form yfir lengra tímabil og hætta þessu drama í hvert sinn þegar hlutirnir falla ekki með okkur.

  Arsenal voru tæpir gegn Villa, held að þeir nái í besta falli jafntefli gegn United á morgun, enda United verið vaxandi á meðan maður sér að það styttist í að Arsenal misstígi sig. Þetta er ekkert “Invincibles” lið þótt þeir hafi líklega gert frábær kaup í Jesus og Zinchenko og Ødegaard sé farinn að líta út eins og stórstjarna á köflum.

  10
 19. Mig langar ekki að vera með svartsýnis raus en vá hvað Nunez var skelfilega lélegur í þessum leik hitti aldrei boltann spurning hvort hann þurfi gleraugu…þetta kemur í næsta leik vonandi

  5
 20. Þetta er bara sama uppskrift og hjá öllum liðunum sem klopp hefur stýrt, þau enda bensínlaus

 21. Ónákvæmar sendingar með eindemum í dag, léleg móttaka á bolta, missa boltann endalaust. Spila illa saman. Everton yfirleitt fljótari í boltann. Það er eitthvað að móralnum. Sjálfstraustið ekki í lagi.

  2
 22. Vissulega var Mainz í ströggli síðasta tímabil Klopp með þá og Dortmund byrjuðu illa þegar Klopp var á lokatímabili sínu með þá en þeir enduðu sterkt það ár svo allt tal um að lið hans endi bensínlaus er í besta falli della. Gleymum því ekki að Liverpool spilaði alla leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili og því kannski ekkert skrítið að e.k. þynnka og/eða þreyta sitji í mönnum. Meiðsli í byrjun núverandi tímabils hjálpa ekki og þá verður líka að taka með í dæmið að margir lykilmenn fara kannski að nálgast þann aldur að huga þarf að því að losa eitthvað af þeim. Klopp hefur gert frábæra hluti með þennan leikmannahóp undanfarin ár en kannski er liðið á krossgötum núna. Liðið í vissum endurnýjunarfasa. Ungir menn eins og Elliot og Carvalho munu hægt og rólega gegna stærra hlutverki á miðjunni, Diaz hefur leyst Mane af hólmi og Nunez virðist eiga að taka við af Firmino. En margir lykilmenn undanfarinna ára eru að eldast, Robertson virðist hafa færri 90 mínútur í sér, er þó bara 28, Matip og van Dijk báðir komnir yfir þrítugt. Allison, Henderson, Milner, Firmino og auðvitað Salah einnig allir um og yfir þrítugt. Salah sérstaklega að mínu mati ólíkur sjálfum sér undanfarið og virkar þreyttur á mig. Leikstíll Klopp er auðvitað afar krefjandi og krefst mikils af mönnum og kannski ekkert skrítið að erfitt sé að halda sér ferskum þegar leikið er jafn þétt og raun ber vitni. En afskrifum ekki Klopp og hans teymi, undir stjórn Þjóðverjans magnaða mun liðið ná flugi aftur. Lásuð það fyrst hér! YNWA!

  15
 23. Góðir hálsar. Auðvitað er maður ekki ánægður með stöðuna hjá liðinu en kæru stuðningsmenn andið með nefinu. Það hefur ekkert uppá sig að hrauna yfir liðið, þeir sem það gera, og vera með neikvæðni, upphrópanir og niðurrif. Alvöru stuðningsmenn styðja liðið sitt með jákvæðni og uppbyggilegri gagnrýni sama hvað. Margt sem kemur upp í hugann….
  ….meiðslalistinn er í lengra lagi og man ég ekki betur en að fyrir nokkrum árum með svipaðan meiðslalista hafi liðið verið í vandræðum
  ….ef Keita, Thiago, Jones og Matip ofl væru heilir væri allavega úr fleiri leikmönnum á velja
  …staðan á bakvörðunum, þreytttir eða ofkeyrsla síðustu ár??
  …VvD ekki alveg kominn í sitt besta stand eða hvað?
  …búið hjá Hendó??
  ….hápressu, djöflabolti Klopp leyfir nánast ekki að menn meiðist og komi ekki í fullkomnu standi til baka
  …þetta dæmi með Keita er löngu hætt að vera fyndið. Ef kaupin á honum eru komin í flokk með kaupunum á Balotelli og Carroll þá á maður ekki orð
  …finnst að miðjumönnunum hafi um of verið kennt um ófarir liðsins þegar færanýting sóknarmanna er í dapari kantinum, bæði á Liverpool kvarða og miðað við önnur lið í deildinni
  …dálítið mikið stöngin út
  Margt í upphafi tímabils líka jákvætt….
  …einn titill kominn í hús
  …liðið taplaust á heimavelli
  …þrátt fyrir allt bara 5 stigum á eftir MC
  ….Carvalho og Elliott þrælsprækir þó þeir séu rétt nýfermdir. Algjör óþarfi að dæma þá hart
  …Milner á einhverja bensíndropa eftir
  …Firmino að hrökkva í gírinn, 3 mörk og 3 stoðsendingar
  …Comez mjög stöðugur og sterkur

 24. Góðir hálsar. Auðvitað er maður ekki ánægður með stöðuna hjá liðinu en kæru stuðningsmenn andið með nefinu. Það hefur ekkert uppá sig að hrauna yfir liðið, þeir sem það gera, og vera með neikvæðni, upphrópanir og niðurrif. Alvöru stuðningsmenn styðja liðið sitt með jákvæðni og uppbyggilegri gagnrýni sama hvað. Margt sem kemur upp í hugann….
  ….meiðslalistinn er í lengra lagi og man ég ekki betur en að fyrir nokkrum árum með svipaðan meiðslalista hafi liðið verið í vandræðum
  ….ef Keita, Thiago, Jones og Matip ofl væru heilir væri allavega úr fleiri leikmönnum á velja
  …staðan á bakvörðunum, þreytttir eða ofkeyrsla síðustu ár??
  …VvD ekki alveg kominn í sitt besta stand eða hvað?
  …búið hjá Hendó??
  ….hápressu, djöflabolti Klopp leyfir nánast ekki að menn meiðist og komi ekki í fullkomnu standi til baka
  …þetta dæmi með Keita er löngu hætt að vera fyndið. Ef kaupin á honum eru komin í flokk með kaupunum á Balotelli og Carroll þá á maður ekki orð
  …finnst að miðjumönnunum hafi um of verið kennt um ófarir liðsins þegar færanýting sóknarmanna er í dapari kantinum, bæði á Liverpool kvarða og miðað við önnur lið í deildinni
  …dálítið mikið stöngin út
  Margt í upphafi tímabils líka jákvætt….
  …einn titill kominn í hús
  …liðið taplaust á heimavelli
  …þrátt fyrir allt bara 5 stigum á eftir MC
  ….Carvalho og Elliott þrælsprækir þó þeir séu rétt nýfermdir. Algjör óþarfi að dæma þá hart
  …Milner á einhverja bensíndropa eftir
  …Firmino að hrökkva í gírinn, 3 mörk og 3 stoðsendingar
  …Comez mjög stöðugur og sterkur

  17
  • Vel mælt!

   En skúff að fá ekki fleiri nýja leikmenn inn í ljósi þess hversu furðulega/fyrirsjáanlega margir eru meiddir nú í byrjun tímabils. ,,Djöflaboltinn” gerir kröfur til liðamótanna og greinilega krefst hann breiðari hóps en við búum að núna.

   4
   • Alveg hárrétt. Þessi bolti sem Klopp vill að sé spilaður krefst mikillar orku og veldur sennilega meiri meiðslum. Klopp veit þetta og ef ég man rétt sagði hann fljótlega eftir að hann tók við að hann vildi helst ekki gera samning við eldri leikmenn en 30 ára og að minnsta kosti ekki til lengri tíma en eins árs í senn. Svona orkufrekur bolti eyðir mönnum upp og eftir þrítugt hafa menn ekki lengur sömu orku í endalausa keyrslu. Er að hugsa upphátt. Fann td Mane þetta og ætlar að framlengja ferilinn í auðveldari deild. Ég sagði, og fékk bágt fyrir, að ég teldi að Thiago myndi ekki þola að spila +40 leiki á tímabili án þess að detta eitthvað út og segi það enn um hann. Hendó er núna kominn í meiðslapakkann enda mikill hlaupapési og byggir sinn leik mikið á dugnaði. Því er spurningin þessi. Er hópurinn, eins góður og hann er, kominn yfir sitt besta samanlagt? Í fyrra og í vetur ætti hópurinn, td aldursins vegna, að vera alveg á toppnum. Árið sem Liverpool vann deildina var hópurinn einn sá yngsti í deildinni munum það.

    11
 25. Mér finnst liðið hafa verið frekar slakt,(lélegt), það sem af er, (þetta er ekki svartsýni, þetta er skoðun mín á gangi liðsins).
  Meiðsli eru auðvitað stór þáttur í þessu, en einhverskonar þreyta eða áhugaleysi virðist hrjá suma leikmenn, eins og að Klopp nái ekki alveg að sannfæra þá. Mér finnst þetta hafa byrjað á undirbúningstímanum, þá var liðið mjög lélegt og tapaði leikjum sem áttu að vinnast með annarri. Mórallinn virðist slæmur.
  En þetta kemur.

  2
 26. Athyglisvert það sem er að gerast núna í city. Þeir eru komnir með Haland sem superpower leikmann og liðið farið að treysta á hann. Það er bölvun fyrir þá í sjálfu sèr því of sterkir og dominerandi týpur draga jú vagninn en liðin verða bitlaus þegar þeir eru ekki í stuði og örvænting byrjar að seitlast inn.

  3
 27. Sælie félagar

  Ég er búinn að halda með þessu liði í meira en 50 ár, í gegnu þykkt og þunnt og aldrei hverflað að mér að snúa baki við liðinu. Það stendur ekki til heldur núna þó gefi á bátinn. Í frammistöðum eins og liðið hefur sýnt í 5 leikju af 6 er full ástæða til gagnrýni. Mér finnst ég hafa fullt leyfi til að gagnrýna liðið af fullri hreinskilni og segja það sem mér finnst. Mér finnst líka að aðrir hafi fullt leyfi til að vera mér ósammála og segja það fullum fetum. En þeir eiga þá líka að ggntrýna það sem ég segi og benda á það sem er rangt en láta persónu mína liggja á milli hluta. Hún kemur málinu bara ekkert við.

  Margir hafa komið hér inn á þennan þráð og reynt að gera sér grein fyrir hvað sé í gangi hjá liðinu. Það hefi ég svo sem ekki gert útaf fyrir sig en gagnrýnt frammistöður manna eftir því sem mér hefur fundist ástæða til. Ég ekki frekar en flestir, ef ekki allir, geri mér ekki grein fyrir af hvejru liðið nær ekki árangri. Darwin Nunez hefur valdið mér miklum vonbrigðum og ég fer ekki dult með það. En hann getur átt eftir að verða góður og ef til vill mjög góður en það sem hann hefur sýnt fram að þessu er ekki gott vægast sagt.

  Aðrir leikmenn virðast spila langt undir getu. Þar má nefna TAA, Salah, Robbo, Virgil(?!?), Hendo, Fab (amk. í fyrstu leikjunum). Þar að auki eru margir meiddir svo ýmislegt hjálpast að í slæmu gengi liðsins. En hverjar eru ástæður þess að ástandið er svona? Spyr sá sem ekki veit. Þreyta eftir stutta hvíld í sumar? Vöðvameiðsl leikmanna sem einhverjir vilja meina að sé vegna rángrar þjálfunar/ofþjálfunar? Andleg þreyta vegna langvarandi álags? Of þunnur hópur í jafn erfitt tímabil og það síðasta var með möguleikum á 4 titlum o.s.frv.?

  Ekki veit ég hvað veldur en staðreyndin er sú að liðið okkar spilar illa og þegar lið spila ekki vel þá fellur lítið með þeim. Árangur framlínunnar í upplögðum færum er óskiljanlegur (fyrir utan Bournm. leikinn) Einbeitingarleysi er sjáanlegt í lélegum sendingum manna á milli og líkamstjáning manna er stundum ekki góð o.s.frv. Einhver minnist á að ekki sé gott ástand á klefanum? Ég veit það ekki frekar en aðrir en vona bara að þetta lagist sem fyrst svo mér og öðrum stuðningmönnum líði betur í framtíðinni. Læt þetta nægja í bili 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  12
 28. ANDSKOTINN………. …. zzzz ….. þetta minnir á sóknir LIÐSINS í þessum leik!!!!! STEINSVÆFÐI MANN.

  Jurgen “seventh season” Flopp vaknaður, og það á MERSEYSIDE??!!!!

  Ég er ekki viss um hvort salatið geti verið án Mane mikið lengur. Eini sem gæti rifið hann upp er SONURINN sem sýndi snilldarlegt upplegt gegn Pep í gær. BENITEZ sem aðstoðarþjálfara!!!!

 29. Ég hef engar áhyggjur af Liverpool og segir bara eins og Jóhanna sagði um árið ,,minn tími mun koma”
  Liverpool er ekki búið að spila ýlla það sem af er tímabili nema þá helst í Fulham leiknum en verið óheppið með úrslit er Liverpool búið að tapa nema tveim leikjum í deild síðan í jan-feb?
  Deildin verður þrælflott í vetur með óvæntum úrslitum og við berjumst við city um dolluna fram að síðasta leik.

  4
 30. Salah til varnar, þá er hann í nýju hlutverki í sóknarleiknum. Milner var færður inn á miðju því þeir voru að breyta um leikkerfi. Hann er kominn hátt á fertugs aldur, gallharður og til í altt sem Klopp setur hann í m.a. að leysa rétt helmingi yngri, Trent af. Tímabilið er rétt byrjað og galið að afskrá liðið strax. Þetta á allt eftir að smella saman.YNWA

  5
 31. Hér er kalt mat eftir sex umferðir í deildinni miðað við leiki sem ég séð: Það eru amk. fimm lið hressari en Liverpool og munu veita harða keppni í ár. Menn hafa endurnýjað eins og enginn sé morgundagurinn og það sést. Meira að segja MU leit vel út í dag, eftir aðeins nokkrar vikur með Ten Hag. Róðurinn verður þungur hjá Klopp.

 32. “If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win”

  Bill Shankly

  11
  • Frábært að minna á þetta. Stuðningur er aldrei mikilvægari en þegar eitthvað blæs í mót. Þeir sem bara styðja liðið sitt í sigurleikjum eru ekki alvöru stuðningsmenn og er miklu betra að hafa þá ekki í stuðningshópnum.

   1
 33. Væri illa til í diego costa .. en eg er nu svo sem enginn serfræðingur

 34. Við skulum horfa aðeins á staðreyndir. Þessir eigendur taka ómælt fé út úr klúbbnum. Við getum ekki keypt nema selja. Eftir sumargluggann er klúbburinn á núlli í eiðslu miðað við sölu og kaup. Þessir eigendur stækkuðu stúkuna um 8 þúsund sæti sem kostaði 100 milljón pund, en þeir seldu auglýsingar í stúkuna fyrir 97 milljón pund til 10 ára og hafa sennilega fengið lán upp í kostnaðinn á stúkunni til 10 ára líka og þess utan seldir miðar á hvern leik upp á 8 þúsund stikki. Liverpool er eitthvert stærsta vörumerki í heimi og malar gull fyrir eigendur sem væntanlega taka út milljónir á ári hverju. Af hverju haldið þið að Mikeal Edward hafi hætt hjá okkar ástsæla liði og ekki fengið starf aftur. Hann veit allt um fjárhagslega stöðu Liverpool og hvað eigendur eru að gera og þess vegna sagt upp. Ég vill eigendurna út og það strax. Þetta er ekki pirringur heldur það sýn sem ég sé á okkar ástsæla félagi. Það þarf enginn að segja mér að liðið sé svo illa statt fjárhagslega að það megi ekki kaupa miðjumann. Liðið var tvisvar á úrslitaleik á Wembley, úrslitaleik meistaradeildarinnar og í öðru sæti í úrvalsdeildinni og liðið getur ekki keypt miðjumann úr efstu hillu.

  2
 35. Vá. Hvaða peningar voru teknir út úr klúbbnum? Edwards hætti sjálfur og hefur ekki viljað taka störf í fótbolta (t.d. Chelsea). Stúkan er þriðji hluti umbóta á Anfield. Önnur stúka var endurbyggð og leikvöllurinn sjálfur var gersamlega endurbyggður. Nýtt æfingasvæði upp á 50 mlljón punda var byggt. Klúbburinn var gjaldþrota þegar FSG kom inn. Ekki segjast ætla að koma með “staðreyndir” og hrúga svo upp skoðunum og sögusögnum.

  Ég væri alveg til í fleiri leikmannakaup. En ekki bara til að menn geti verið að metast eins og krakkar um hver hafi “unnið gluggann”. LFC komst á toppinn ekki með rugl kaupum sem riðla móralnum í liðinu heldur með ástríðu og vinnu.

  LFC er sennilega best rekni klúbburinn af topp klúbbum heimsins. Við erum núna alltaf í UCL, erum að keppa á öllum vígstöðvum og stöðugleiki klúbbsins er ótrúlegur. Liverpool er ekki heimsborg og það verður alltaf erfiðara fyrir okkar lið keppa við hin stærstu liðin.

  Fólk verður að hætta að pissa á sig í hvert sinn sem liðið tapar stigum. Það er frábært að EPL er með fleiri lið sem geta spilað fótbolta en 2-3 — skemmtilegasta deild í heimi.

  Það eina sem ég kvarta yfir er þegar við spilum leiðinlegan fótbolta. Hefur ekki verið ástæða til að kvarta á þeim nótum í langan tíma.

  #lfcsunshinefansout

  29
  • Hárrétt og þarft svar.

   Að auki má bæta við, að af 6 stærstu klúbbubum eru FSG einir búnir að greiða niður skuldir félgsins á síðustu árum.

   3
 36. Jordan Henderson is expected to be out for around 3 weeks with a minor hamstring injury

  Geggjað eða þannig

Byrjunarliðið í grannaslagnum

Upphitun: L’Armata Rossa e il ritorno a Napoli