Liðið gegn Newcastle

Er annar 9-0 sigur í uppsiglingu? Líklega ekki, og kannski eins gott, enda hintaði skýrsluhöfundur að því að éta sokk ef slíkt gerðist á þessari leiktíð í skýrslunni eftir síðasta leik.

Sigur í kvöld væri mjög kærkominn, biðjum ekki um meira (nema hugsanlega að meiðslalistinn lengist ekki).

Liðið sem byrjar er óbreytt frá síðasta leik:

Bekkur: Adrian, Davies, Nat, Matip, Tsimikas, Jones, Milner, Bajcetic, Carvalho

Fátt sem kemur á óvart. Nýir menn sjást á bekk: Matip og Jones komnir til baka. Sepp farinn á láni til Schalke eftir að hafa skrifað undir nýjan samning og kemur væntanlega ekki meira við sögu á þessari leiktíð. Ramsay var líka mættur til æfinga en er ekki hent á bekkinn alveg strax.

KOMA SVO!!!

48 Comments

  • Hvað sagði ég um að það væri týpískt ef þessi isak myndi gera okkur skráveifu? Helvítis djöfull, ég hata að hafa rétt fyrir mér.

   2
 1. Sæl og blessuð.

  Jæja, þetta verður eitthvað. Grjótharðir hnjúkaselsmenn og heilt byrjunarlið af púlurum á sjúkrabekk/skammarkrók.

  Þetta verður ægileg rimma. Þeir héldu jöfnu gegn city og eru komnir með nýjan framherja.

  2
 2. Sama skita og á móti Utd og með svona spili erum við ekki að fara gera neitt í vetur.

  5
 3. Á maður nú að þurfa að horfa á FC Sloppí spila á inniskónum í 90 mínútur – og tapa? Á heimavelli. Úff.

  3
 4. Salah er bara horfinn á þessu ári – svo einhæft og fyrirsjáanlegt dútl sem liðið er í leik eftir undanfarið.

  5
 5. Þetta er allsvakalega fyrirsjáanlegt hjá liverpool og ég bara get ekki skilið þessa áráttu að reyna að spila háum boltum inná teig á móti liði eins og Newcastle nánast allir leikmenn þeirra eru stórir og sterkir eins og sést að van dijk og gomez vinna nánast ekki skallabolta og hvað eiga þá hinir tittirnir í liverpool að gera algert þrot í fyrri hálfleik

  1
 6. Það er verulegt áhyggjuefni hvernig buið er að loka á Salah meira og minna í öllum leikjum. Hann kemst ekki framhjá bakvörðunum því miður. Vonandi breytist það sem fyrst.

  3
  • Hann kemst ekki framhjá einum einasta manni lengur. Bara aldrei.

   2
 7. Jæja hef séð nóg og er búinn að slökkva á þessu helvíti, megi Klopp og allt þetta pakk hjá Liverpool fara norður og niður ef þeir tapa þessum leik!

  2
 8. Þetta lið nær ekki einu sinni meistaradeild þetta ár. Aurapúkar geta ekki einu sinni verslað miðjumann…. til skammar.

  2
 9. Það er fyrst og fremst miðjan sem engu skilar ásamt Robbo sem hefur ekki átt eina einustu sóknarsendingu frekar en vanalega. Virgillinn að skíta uppá bak eins oftar á þessari leiktíð. Deinn í svifum og seinn að hugsa. Gomes klassa betri.

  2
 10. þennan leik vinna okkar menn ekki því miður, fer 0-1, þetta Newcastle lið er hörku gott.

 11. Er salah saddur eftir að hafa fengið samninginn?
  Ég vissi að sænska fíflið myndi gera okkur skráveifu, þetta er svo týpískt. Menn sem hafa aldrei skorað skora á móti okkur o.s.frv.
  Svo tefja þeir og tefja. Þótt bobby sé góður þá er hann svo hægur, salah er orðinn hægari líka. Við munum verða í baráttu um evrópusæti þetta tímabilið. Við höfum ekki skapandi miðju. Henderson? Góður fyrirliði en thats it!
  Spila bara carvalho nógu mikið og þá verður hann tilbúinn eftir áramót og næsta tímabil.
  Óþolandi að enginn sé keyptur, jú keyptur skaphundur sem skallar fólk.
  Hvert er planið? Ég sé ekkert plan bjé.

  4
 12. Úff.

  Salah = horfinn. Heillum horfinn. Nýtur engrar verndar og þeir geta djöflast í honum að vild. En það kemur ekkert út úr þessu.
  Diaz = sprækur en slútthamlaður.
  TAA = margar geggjaðar sendingar – en svo kom … þessi.
  Roberson = sprækur en ekkert að frétta þegar kemur að fyrirgjöfum.
  Firmino = átti gullsendingu og er nokkuð ógnandi. Verður samt að fara að axla alvöru ábyrgð sem 9.
  Eliott = Bestur okkar manna.
  Vörnin = æ. Ekkert mæðir á þeim en svo þetta.
  Fabinho = ekkert spes
  Hendo = átt nokkrar góðar sendingar og þeir eru auðvitað með algera yfirburði á miðjunni.

  hver einasta taug í skrokknum á mér er sannfærð um að það sé nákvæmlega ekkert meira að frétta í seinni hálfleik.

  2
 13. Enginn tilgangur að horfa á liverpool í vetur, vita allir að liverpool varð að kaupa miðjumenn í sumar svo þeir ættu einhvern séns. Held það sé óþarfi að fólk sé með óraunhæfar væntingar, okkar miðja er sú lélegasta af top 6 liðunum.

  2
 14. Þegar við spilum einnar snertingar bolta þá brillerum við….klárum svo þennan leik…

  5
 15. Jæja, það verður ekki annað sagt en að þeir berjist. Væri gríðarlega vel þegið ef Salah karlinn myndi finna gömlu markaskóna og setja eitt í uppbótartíma.

  4
 16. Hendo útaf og inna Milner, gamall út og eldri inn.
  Nei nei þurfum alls ekki nýjan skapandi miðjumann.
  Hinir bara meiddir og ekki i formi.

  Hvað getur maður sagt, þetta er bara hrikalega lélegt og metnaðar laust hjá fsg

  2
 17. Skrítið að sjá titil baráttuni lokið eftir 5 umferðir en engu að síður þá var þessi síðari hálfleikur miklu betri hjá okkar mönnum ég tek það ekki af þeim.

  4
  • Ég fann einn góðan sokk ekki hafa áhyggjur er að hita hann núna!

   10
 18. Góður síðasti hálftími hjá Liverpool gegn pirrandi Newcastle. FSG er saddir. Ekki leikmenn né þjálfari.

  3
 19. Hver hætti að horfa, essasú????

  Geggjaður sigur, gaman að sjá liðið halda endalaust áfram og að ungu leikmennirnir standi sig svona vel.

  11
 20. Sanngjarn sigur miðað við hvernig þetta spilaðist. Newcastle byrjaði að tefja um leið og við skoruðum og þeir ultu um og vældu. Áttu svo innilega skilið að fá þetta í smettið!

  Finnst eins og mörg lið hafi fært sig upp um gír milli ára en Liverpool á sama stað eða lakari og það veldur áhyggjum. Líklega verður þetta umbreytingatímabil fyrir liðið og raunhæft að stefna á topp 4.

  7
 21. Ef þið getið ekki stutt liðið þegar illa gengur, ekki þá styðja liðið þegar vel gengur. Eigið varla skilið að kalla ykkur stuðningsmenn Liverpool.

  10

Newcastle heimsækir Anfield á morgun

Liverpool 2 – 1 Newcastle