Gullkastið: 9-0!

Liverpool vaknaði heldur betur til lífsins um rústaði Bournemouth 9-0 eftir þreytta byrjun á þessu tímabili. Það er því aðeins léttari brúnin fyrir verkefnum vikunnar sem eru Newcastle á miðvikudaginn og Everton í hádeginu á laugardaginn. Smelltum okkur á Sólon Bistro Bar í miðbænum og fengum gallharðan Newcastle mann með okkur til að fara yfir allt það helsta í þessari viku. Leikmannamarkaðnum lokar að fimmtudaginn og það var dregið í Meistaradeildinni líka.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Agnar Freyr Gunnarsson

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 393

12 Comments

  1. Flott gullkast hjá ykkur drengir. Við erum alltaf að fara að vinna newcastle, þið vorum alltof kurteisir við newcastle drenginn ! Guimares ekki með , ekki heldur St Maxim, eða hvað hann heitir, og Jonjo vill bara ekki spila. Við tökum newcastle, 3-1 og everton með sömu markatölu.

    3
  2. Gott cast takk fyrir það. Ætla fá að henda mínum punktum hér.

    Trúi ekki að menn séu bara sáttir við að enginn sé fenginn inn þrátt fyrir að valta yfir lélegasta lið deildarinnar í síðasta leik.
    Jú menn eru að koma til baka Matip og Ramsey það er mjög gott að fá Matip aftur. En það breytir samt ekki alveg stöðuni á miðjuni finnst manni og það er bull að það sé ekki réttur leikmaður sem var hægt að fá þeir einfaldlega vilja ekki eyða meiri pening.

    Þeir bókstaflega eyddu 12 mil í netto í Nunez þegar var búið að selja hina á móti þetta þykir mér brosleg upphæð meðað við stórveldið Liverpool í dag. Og tal um munnlegt samkomulag við Jude Bellingham í janúar eða næsta sumar skiptir mann engu í þeim efnum ef að tímabilið fer í vaskin afþví þeir ætla krossa fingur og vona að Klopp geti keyrt áfram svona.

    Ég vona að áhyggjur mínar séu einfaldlega útaf slæmri byrjun tímabils og maður fái að éta sokk en eins og staðan er akkurat núna þá er verið að taka mikla áhættu þar sem flestir stuðningsmenn kölluðu eftir liðsauka á miðsvæðinu fyrir meiðslin ótrúlegt að þeir FSG ætli að slæda framhjá því svona.

    YNWA

    13
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og ég er algerlega sammála Magga og Ragnari H um miðjumann og nísku FSG. Minni klúbbarnir í deildinni eyða meiru í styrkingar á liðum sínum en Liverpool. Skammarlegt ef svo verður.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  4. Á eftir að hlusta á þetta “Kast” með einum ísköldum Gull – nýbúinn með “sálfræðitímakastið” eftir tapið í síðustu viku – veitti ekki af því!

    En mikið roslega verður það dapurt ef FSG og Klopp halda að við förum í gegnum næstu vikur með þéttu leikjaprógrammi án þess að einhverjir af þeim sem nú spila verði ekki fyrir einhverju hnjaski! Á meðan horfum við á nokkur lið í kringum okkur eyða milljónum á milljónir punda ofan í leikmenn!

    Þeir sem eru núna meiddir og styrkja okkur þegar heilir eru Jota, Thiago og svo Nunez þegar hann kemur úr banni – Jones er ekki að heilla mig. Meiðslapésarnir Ox og Keita þurfa alltaf einhverja leiki til að spila sig í gang þannig að við erum að tala um í fyrsta lagi eftir áramót!

    Styrkingu á miðjuna og það strax – ekkert kjaftæði!

    Að allt öðru ………. og nú beini ég spurningu minni til “málfarsráðunauta” Kop (Maggi skólameistari? :O)) eða annarra sem til þekkja! Þegar talað er um varnarmenn með orðinu “hafsent” – hvaðan í ósköpunum kemur það orð og hvað er verið að skilgreina þarna í vörninni?? Að mínu viti er 4 manna varnarlína 2 bakverðir og 2 miðverðir….. verja markið. Hvað er “hafsentinn” að gera þarna?? :O)

    2
  5. Vangaveltur!

    Er Ramsey lausnin á miðjumannavanda okkar? Ef sögur sem fara að honum að hann sé jafn góður í sókn sem vörn og grjótharður í þokkabót gæti hann ekki tekið stöðu Trent í bakverðinum og Trent uppá miðju? Maður veltur því fyrir sér hvort Klopp langi nokkuð í annan miðjumann heldur hvort hann sé bara að bíða eftir Ramsey. Ég sé fyrir mér að Trent og Salah gætu verið baneitraðir á hægri vængnum og við ekki jafn berskjaldaðir aftast. Jafnvel gæti þetta færst í 4-4-2 útfærslu ef illa gengur að brjóta niður lið þá með Trent uppá kanti og Salah uppá topp eða í holuna.

    Það er óneitanlegt að Trent er lang slakastur af öftustu mönnum að verjast, þó hann sé ekki endilega slakur. Oft klaufskur og það er mögulega meira acceptable að vera það framar á vellinum. Annað óneitanlegt er að hann væri lang mesta ógnin okkar utan teigs. Ekki bara sem skotmaður heldur krossarnir líka.

    Það sem mér hefur fundist með Trent er að hann telur sig ekki eiga séns á að ná mönnunum sínum þegar þeir breika og þá lítur hann út fyrir að vera lazy, hægir á sér og lúkkar illa varnarlega. Ég held hinsvegar að hann sé enganveginn þannig gerður og myndi plumma sig vel á að elta miðjumenn niður sem hafa ekki sama hraða og forskot og þessir kantarar hafa oft á hann.

    Eru Klopp og hans menn að hugsa þetta? Veit ekki. Þetta gæti hinsvegar orðið áhugavert útspil og ég velti því fyrir mér hvort það væri betra fyrir Liverpool að fá einn “artist” á miðjuna sem er oftast en ekki heill heldur en enn einn “engine” leikmanninn sem gefur okkur lítið sóknarlega.

    Ég myndi ekki gráta ef enginn kæmi og við færum að sjá þessa uppstillingu.

    YNWA

    5
    • Ég tel mjög ólíklegt að Ramsey sé tilbúinn í að vera okkar aðal hægri bakvörður.
      Það gleymist kannski en sóknarlega þá spilar Trent oftar en ekki í kringum miðsvæðið og jafnvel inn á sjálfri miðjunni.
      Þar sem menn eins og Henderson taka hlaup út á kannt og Trent færi sig inn á miðsvæðið þar sem hann fær oftar en ekki boltan og fær að taka ákvarðanir.

      Ástæðan fyrir því að Trent fær þennan ljóta stimpil á sig sem ekki sterkur varnarmaður er
      1. Hann mæti vera betri – Hann er góður varnamaður en það kemur fyrir að hann gleymi sér og okkur er refsað.
      2. Liverpool spilar þannig fótbolta að Trent er oftar en ekki að lenda í stöðunni 1 á 1 eða jafnvel að fá lið keyrandi á sig í yfirtölu, sem er erfitt að verjast.
      3. Maður sér hina og þessa bakverði fá hrós fyrir að stopa Salah meðan að það eru þrír eða fjórir varnmarmenn allt í kring til að aðstoða og loka svæðum. Trent fær ekki þessa þjónustu með Liverpool.

      Trent er ekki vandamál hjá Liverpool heldur styrkur og þótt að hann er ekki heimsklassa varnarlega þá er hann drullu góður og á bara eftir að verða betri.

      16
      • “Trent er ekki vandamál hjá Liverpool heldur styrkur”

        Það talaði enginn um að Trent væri vandamál. Það breytir samt því ekki að þegar við stillum upp okkar aðal varnarlínu er hann sísti varnarmaðurinn. Það þýðir samt ekki að hann sé lélegur varnarmaður. Og þó, hann er bara sæmilegur að verjast, ekkert meir en það. Getur bætt sig auðvitað og ég vona að hann geri það. Hræddur við návígi í loftinu og er alltof oft sloppy og úr fókus. Hefur oft gert vel og oft hefur maður bölvað honum.

        Auðvitað lendir hann oft í 1 á 1 og þjónustan frá liðsfélögunum kannski ekki upp á marga fiska eins og gerist í flestum leikjum hjá öllum liðum. Það var ekki pointið.

        Ég nefndi aldrei að miðjuvandi Liverpool myndi leysast ef Ramsey færi í liðið í staðinn fyrir Trent. Ég væri til í að sjá Trent á miðjunni af einfaldri ástæðu. Hann yrði að ég held algjörlega frábær þar, myndi halda áfram að nýta styrkleika sína og varnarhlutverk hans sem bakvörður væri úr sögunni.

        Þetta myndi auðvitað þýða að hægri bakvörðurinn væri aftar og við ekki jafn berskjaldaðir þegar við fáum á okkur breikið og ég held að sóknarlega værum við á pari.

        Trent er alls ekki vandamálið. Hann er lausnin.

        3
  6. Þessi strategía með að bíða eftir rétta leikmanninum kom heldur betur í kollinn á FSG þegar þeir seldu Lovren án þess að kaupa í staðin.

    Staðan er einfaldlega þannig að ef rétti leikmaðurinn fæst ekki núna þá þarf að fara í bráðabirgðareddingar á miðsvæðinu.

    7
  7. Svona eins og við tókum bráðabirgðareddingar í vörninni, menn deila um hvort einn af þeim sé til,
    Annar var notaður í sókn.

    Engar skítareddingar… það er allt til sölu fyrir rétt verð

    2

Liverpool 9 – 0 Bournemouth

Newcastle heimsækir Anfield á morgun