Liðið gegn Bournemouth – endurkoma í vændum?

Jæja, ná strákarnir okkar að rífa sig upp á r********u og vinna fyrsta sigurinn á tímabilinu? Það er spurningin sem við spyrjum okkur öll. En liðið sem ætlar að gera heiðarlega tilraun til þess lítur svona út:

Bekkur: Adrian, Davies, Nat, Sepp, Tsimikas, Milner, Bajcetic, Clark, Carvalho

Ekkert sem kemur neitt svakalega á óvart, Fab kemur inn fyrir Milner en annars óbreytt lið frá síðasta leik. Áfram tveir markmenn á bekknum sem segir sína sögu varðandi breiddina.

Við biðjum ekki um mikið: 3 stig í dag, og svo mætti meiðslalistinn alveg sleppa því að lengjast. Held við gleymum því alveg að halda hreinu, við erum búin að gleyma hvernig sú tilfinning er.

KOMA SVO!!!

43 Comments

 1. Solanke á bekk fyrir Bournemouth, en á örugglega eftir að koma inn og setja eins og eitt mark. Náði hann að skora á Anfield meðan hann var hjá Liverpool?

  1
 2. Úff þessi bekkur….
  Vonandi náum við að klára þetta í dag og taka 3 stig og sleppa við fleiri meiðsli.

  2
 3. Auðvitað vill maður 3 stig, en ég vil frekar fara að sjá liðið baráttu- og leikglatt í dag frekar en úrslit (legg áherslu á að auðvitað vill maður sigur) því það fer allt í vaskinn ef þeir vakna ekki í dag.
  Það er bara dagsatt!

  2
 4. Hvað er að gerast með þetta lið? Veit að það eru mikil meiðsli en þessi hópur í dag er djók. Við erum með á bekknum 2 markmenn, 5.og 6.hafsent og 2 -3 kjúklinga. Síðan 36 ára Milner og vinstri bakvörð. Það er í raun bara Carvalho sem er option ef það gengur illa að skora.

  Ég á ekki til orð. Eins gott að byrjunarlið klári þetta.

  3
 5. Sæl öll,

  algjörlega must win leikur og þeir bara verða helst að keyra yfir þetta lið.
  Ég vil að Liverpool sæki bara de Jong, hvað sem hann kostar, hann mun alltaf bæta miðjuna og kemur með gríðarleg gæði inn í hópinn.

 6. Frábært að sjá Liverpool-liðið koma aftur! Þarna þekkir maður það. Best spilandi lið deildarinnar þegar þeir vilja.

  2
 7. Jæja þetta er að mjakast hjá okkur. Halda þessum leik svona og enginn að meiðast, takk.

  Svo þarf að fara að kaupa eitthvað almennilegt. Er einhver alvara í þessu Jong dæmi?

  2
 8. Elliot er að koma sterkur inn. Þarna átti Salah að gera betur!

  2
 9. Þetta hefði orðið eitt af mörkum tímabilsins ef Salah hefði skorað. Sendingin frá Firmino…

  2
 10. Í sjálfu sér er þetta ekki verri frammistaða en gegn cp á heimavelli. Munurinn er fof sá að þeir skora úr þessum dauðafærum og eru ekki að hleypa neinum Zaha í dauðafæri.

  2
 11. What the fuck var í gangi þessar fyrstu þrjár umferðir? Þetta er spilamennska upp á 10.

  4
 12. Ég bara finn það á mér að ég er að yngjast um tíu ár á hálftíma !!!

  10
 13. Æðislegt í alla staði að sjá baráttu-og leikgleðina aftur hjá okkar mönnum!!!!!

  Já, þetta er sko dagsatt!!
  YNWA!!

  3
 14. Þetta Bournemouth lið er eitthvað það versta sem ég hef nokkrun tímann séð.
  Auvitað gott að skora 5 í einum hálfleik en ég ætla ekki að missa mig í gleðinni yfir að sigra þetta drasl.

  1
  • Þeir eru kanski ekki góðir en það er allt annar bragur yfir okkar mönnum því ber að fagna

   3
 15. Geggjað

  Nu er bara að hvila, Hendo, fabinho, dias, alla vega.
  Getum ekki misst fleiri menn i meiðsli osfrv

  1
 16. Arselan-liðið lét vel út í júllok og sá klúbbur sem bætti hvað mestu við leikmannahóp sinn. Skildi aldrei af hverju Jesus var ekki meira notaður í sínu fyrrverandi liði. Hann hefði líka komið sterkur til okkar. Ekki skemmtilegur gagnspilari þegar hann spilaði á móti okkar liði. Í raun búinn að keyra Gunners einn og óstuddur í gegnum fyrstu umferðirnar. Held samt að hvorki hann né þeir haldi þetta út. Þeir enda í 72-76 stigum og ná meistardeildarsæti. Spurs eitthvað svipað. Þá er bara spurningin hvort það verður City sem nær 86 stigum og Liverpool 88, eða hvort það verður omvendt. Ekki alveg að marka að skora 5 á móti Bournemouth sem skilur eftir hrikalegt pláss á miðjunni og eru dæmdir til að falla, sem var svoseem fyrirséð. Engu að síður skorar lið ekki fimm mörk í fyrri hálfleik á móti nokkru liði nema hafa tekið sig verulega í gegn.

  2
 17. Afsökunarbeiðnin tekin gild, sýna það á vellinum. Þeim er fyrirgefið en verða að halda áfram svon bolta!

  4
 18. Ég hefði nú viljað færa eitthvað af þessum mörkum yfir á síðustu leiki.

  5

Upphitun: Bournemouth mætir á Anfield

Liverpool 9 – 0 Bournemouth