United 2, Liverpool 1. (Skýrsla uppfærð)

Í kvöld tókst okkar mönnum hið ómögulega, þeir létu Manchester Unite lýta vel út. Okkar menn mættu til útivallar sem er í krísu, keyrðu í gegnum þúsunda manna mótmæli og… ja. Hver fjárinn gerðist?

Gangur leiksins.

Leikurinn fór illa af stað og versnaði hratt. Ég man ekki hvenær ég sá seinast Liverpool lið verða svona gjörsamlega undir í baráttu og anda. Á sama tíma og okkar menn voru að spila boltanum fallega á milli sín án þess að skapa raunverulega hættu, þá keyrðu United menn í okkur. Andstæðingurinn var á undan alla bolta, hikuðu ekki við að djöflast á leikmönnum Liverpool og virtust hreinlega vilja þetta meira. United átti frábært skot í stöngina eftir skyndisókn og ónotatilfinning rann um Liverpool stuðningsmenn um allan heim..

Markið sem kom andstæðingnum á sigurbraut kom eftir flott uppspil. Þeir unnu boltann og gerðu það sem við vildum óska að okkar menn gerðu oftar: Sköpuðu pláss með sendingum, settu boltann á Sancho sem fíflaði Milner upp úr skónum og slúttaði út í hliðarnetið. Traffort rauk upp eins og eldfjall og United voru með öll spil á hendi.

Út hálfleikinn var kunnulegur. Liverpool fnésu og blésu en þrátt fyrir að ná að skapa sér hálffæri þá vantaði eitthvað uppá. Þegar litið var til bekkjarins í hálfleik klóraði maður sér í hausnum. Hver átti að breyta leiknum?

Í byrjun seinni hálfleiks kom smá vindur í bakið hjá okkar mönnum en Marcus Rashford drap það hratt. United komst í skyndisókn, Rashford sá við lélegri rangstöðugildru og Rashford skoraði.

Það versta sem hægt er að segja seinasta hálftímann er að þrátt fyrir að Salah næði að skalla inn marki þá hafði maður nákvæmlega enga trú á að þetta myndi snúast við. Fabinho kom inná fyrir Hendi sem lagaði lítið og Carvalho kom inn með smá neista fyrir Milner en það var alltof lítið og alltof seint. United notaði (réttilega) öll trikkinn í bókinni til að pirra okkar menn og landa þremur stigum. Okkar menn sitja eftir í fallsæti eftir þrjár umferðir og alls konar risa stórar spurningar hrannast upp yfir Anfield.

Maður leiksins.

Illskástur var Elliot, sem var allavega að skapa einhverja ógn af miðjunni. En þetta var eins og að vera hæsta fjall Danmörkur, ekkert til að monta sig af.

Vondur dagur.

Milner, þú ert í gífurlegu uppáhaldi hjá mér. En þú átt ekki að vera að starta leiki. Van Dijk, Trent, Firmino, hvað voruð þið að gera? Salah? Hvar varstu? Gomez? Kommon? Alisson, hvað varð um að þú bjargaðir stigum?

Umræðupunktar eftir leik

  • Hvað er í gangi með meiðslalistann í þessum leik? Það eru þrír leikir liðinir af tímabilinu!
  • Þegar miðjan virkar ekki í þessu liði þá lýta þeir svo svakalega illa út. Auðvitað virkar hvorki sókn né vörn þegar það er engin tenging neinstaðar í liðinu.
  • Ekkert olli mér meiri áhyggjum en þreytan í liðinu í dag. Andlausir og kraftlausir í annað sinn í þremur leikjum er ekkert til að hlægja að. Liðið þarf lausnir strax.
  • Það vita allir hvernig á að vinna þetta Liverpool lið: Hanga til baka, loka á kantana og bíða eftir skyndisókn. Það er reyndar komin lausn við þessu, hann var að klára fyrsta af þremur leikjum í banni.

Næst á dagskrá

Örfáir dagar í frí og svo Bournemouth á laugardaginn. Einhverstaðar verður fyrsti sigurinn að koma.

56 Comments

  1. Vantar miðju MENN , þýðir ekki að vera með 6 markmenn og gutta á bekknum.

    7
  2. Það er ekkert leiðinlegra en tap á móti Manchester united. Maður Verður gjörsamlega brjálaður 🙁

    4
  3. Áttum ekkert skilið útúr þessum leik og menn geta sjálfum sér kennt um. Með Hendo og Milner í starting var alltaf að fara að vera vandræði

    Okkar versta byrjun í 10 ár og vandamál útum allann völl í öllum stöðum. 2 stig komin í hús af 9 mögulegum, þetta lítur afar illa út og nú þurfa menn að girða sig í brók og fara að hala inn stigum. Og það þarf að versla inn miðjumann fyrir lok gluggans það sjá það allir að við getum ekki farið inní seasonið svona.

    4
  4. kominn tími til að brjóta sparigrísinn og kaupa 2 miðjumen takk.

    8
  5. Þetta lið getur ekki blautan skít þessa dagana.
    Allt sem þeir gera gera þeir illa, ALLT, og það meira að segja mjög illa, og það á við um hvern og einn einasta leikmann í liðinu. Helst að það sé eitthvert líf í 19 ára stráklingum.
    Ekki séð þetta lélegra síðan síðustu mánuðina hjá Rodgers.
    Algerlega ömurlegt, ÖMURLEGT, að horfa upp á þetta.
    Sprungu menn alveg á því sl. vetur?
    Hvar eru andlegu stórmennin núna? Kvak, kvak.
    Skammarlegt.
    Hugsanlega eina jákvæða við þetta er að nú sér hann að það þarf að kaupa og bæta í ákveðnar stöður, nauðsynlega, ef ekki á verr að fara.
    Þetta verður laaaangur vetur, og einhverjir stóðu í þeirri meiningu að þetta lið myndi standa uppi sem meistari í vor. Brandari ársins.
    Brjálaður.

    4
    • Mér finnst einmitt eins og menn séu ekki búnir að jafna sig andlega eftir að hafa misst svona naumlega af enska tiltlinum og tapað svo úrslitaleiknum í CL í vor. Virðast vera hálf hugmyndasnauðir og geta hreinlega ekki sprengt upp varnir andstæðinga sinna (reyndar byrjað síðustu leikina s.l. vor). Eins og vanti einhverjar hraðabreytingar til að keyra á þessar varnir. Allt of fyrirséð hvað á að gera. Þetta hlýtur samt að koma 🙂 Ungu strákarnir eru frískir.

      13
      • Þú ert ferskur blær skynsemi í öllu volæðinu hér.
        Ég giska á að þú hittir naglann á höfuðið. Síðasta tímabil tók örugglega mikinn toll af liðinu, bæði líkamlega og andlega. Margir leikir og andlegt áfall að missa af tveimur stærstu titlunum svo naumlega. Menn þurfa ksnnski svigrúm til að jafna sig á því.

        Svo dettur mér eitt í hug. Þegar svo margir eru meiddir og byrja þarf með Milner og Elliott á miðjunni, má kannski breyta um leikstíl? Vera þéttari, minna með boltann og breika hratt? Stundum er gott að geta aðlagast breyttum aðstæðum.

        8
  6. Einfaldlega lélegt og ekkert hægt að fela sig bakvið að það vantar þennan og hinn.

    Þetta lið okkar í dag á að geta unnið þetta andlausa Man utd lið en í dag vorum við andlausir. Í dag en eina ferðina þá mættum við ekki til leiks og þeir unnu baráttuna. Þeir komast yfir og við náum pressu á þeim sem við náum ekki að nýta okkur.
    Þeir skora úr sinni fyrstu sókn í síðari hálfleik( var hann ekki rangur?) og við náum að pressa þá niður en náum bara að skora eitt mark.

    Þetta var bitlaust og einfaldlega ekki boðlegt. Við getum alveg tapað fótboltaleikjum en maður vill ekki sjá okkur tapa af því að við mættum ekki til leiks.

    Það þarf ekkert að fara yfir hvaða leikmenn voru góðir, það voru allir lélegir í dag.

    Hvað er þá næsta skref? Nú þarf að bretta fram ermanar og einfaldlega gera betur. Þurfum við að versla? Já, segja líkleg flestir og tala um að það gengur ekki að hafa Keita/Thiago alltaf meidda og þurfa að treysta á miðju með Milner/Hendo til að skapa eitthvað.
    Ég er alveg til í að Liverpool kaupi miðjumann en það þarf að byrja á því að laga höfuðið en það gengur ekki að sjö leiki í röð lendum við undir(ef við hefðum skorað fyrst í kvöld, þá hefðu þeir brotnað).

    4
  7. Klárlega kominn tími á nokkra leikmenn í liðinu, Bobbý, Millner,Henderson, Tiago ofl.en hvað veit ég.

    7
  8. Sæl öll,

    NÚ VERÐUR KLOPP AÐ FARA KOMA ÞESSUM MANNSKAP Í GANG OG BYRJA LEIKINN ÞEGAR FLAUTAÐ ER Á, EKKI ÞEGAR ANDSTÆÐINGURINN ER BÚINN AÐ SKORA EITT MARK!!!

    Miðjan batnaði mjög mikið þegar Fabinho kom inn á og óskiljanlegt að hann hafi ekki byrjað, það var grátlegt að horfa upp á hvað utd áttu auðvelt með að spila boltanum í gegnum miðja vörnina í byrjun leiks. Þegar meiðslastaðan er svona þá bara VERÐUR Fabinho að byrja.

    Því miður er Firmino búinn og að hefði átt að selja hann í sumar og finna annan í hans stað.
    Keita kemur ekki til með að spila fleiri mínútur á þessu tímabili heldur en ÖLL hin sem hann hefur verið hjá okkur og því algjörlega óskiljanlegt að hann hafi ekki fengið að fara í sumar og Bellingham sóttur. Það þarf að borga fyrir gæði og þá þýðir ekkert að bíða. Næsta sumar fáum við samkeppni frá real madrid um hann og þá kennir sagan okkur að þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.

    En að lokum vil ég taka fram að í upphafi hvers tímabils býst ég ekki við mörgum stigum á old trafford þegar maður lítur yfir leikina og hvar er hægt að sækja stig og hvenær. Þetta er ekki heimsendir.

    Næsti leikur og march on, YNWA!!!

    6
  9. Sælir félagar.

    Klopp og liðið er sér til skammar. Eigendurni og Klopp eiga að skammast sín. Leikmenn liðsins hrokfullir, seinir og latir, sérstaklega vörn og miðja og eiga að skammast sín. MU var einfaldlega betra á öllum sviðum leiksins og áttu skilið að vinna. Þetta lið mun skíta á sig leik eftir leik ef ekki verður breyting á hugarfari manna eins og TAA og VvD. Eins þarf Klopp að líta í eigin barm. Þessi miðja sem hann bauð uppá (þrátt fyrir að segjast vera með nóg af góðum miðjumönnum) var ömurleg og skelfilega léleg.

    Menn verða að fara í nána naflaskoðun á Anfield og gera þær kröfur til manna eins og TAA að hann sinni varnaskyldum sínum og hætti að gefa mörk sinn eftir sinn. Virgil þarf líka að skoða sinn leik ásamt Robbo og svo nottla Klopp sem býður uppá svona frammistöður leik eftir leik og ekkert breytist – sama skitan aftur og aftur með því að gefa andstæðingunum mark í forgjöf hvern leikinn á fætur öðrum. Liðið í 16. sæti með 2 stig og 1 mark í mínus. Hvað er eiginlega verið að bjóða stuðningmönnum uppá!?!?!

    Það er nú þannig

    YNWA

    17
    • EIGENDURNIR ERU TIL SÓMA SIGURKARL, þessi póstur er fyrir neðan allan hellur hjá þér.

      sjáðu unglingastarfið sem það hefur gefið af sér síðustu ár: HARVEY ELLIOT, BOBBY CLARK, NATHANIEL PHILIPS, KOSTAS OG STEFAN BAJCETIC. ÞEIR VORU ALLIR Á BEKKNUM!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

      MANSÉSTER HAFA KEYPT ALLA SÍNA MENN………….. …… HUGSA!!

      Svo höfum við sleppt hæfileikaríkum leikmönnum eins og J.Shelvey í gríð og erg, nú er kominn tími til að REKA KLOPP. Kenny Dalglish væri “bráðabirgða” þjálfari hjá okkur þangað til að SONURINN kæmi aftur heimi – STEVEN GERRARD 😉

      USA MENNIRNIR SETJA SVO BENITEZ Í STJÓRN.

      5
      • Kostas er án efa besti maðurinn sem hefur komið úr unglingastarfinu hjá Liverpool

        7
      • Harvey Elliott var búinn að spila í úrvalsdeildinni fyrir Fulham þegar hann var keyptur til Liverpool.

      • United keypt alla sína menn? Það voru þrír uppaldir í byrjunarliðinu. Annar lagði upp og hinn skoraði. Spurning um að tala ekki fullkomlega með rassgatinu.

        2
  10. nú þið eruð með svörin það er nú gott það vantar þetta og hitt kaupa þennan og hinir allir útbræddir en þið ég held með Liverpool það eru 3 umferðir búnar og það virðist allt vera í hnút miðað við siðurnar sem fjalla um okkar lið en koma svo eitthvað jákvætt veit að þeir fræknu í popkastinu verða ekkert glaðir eina sem hef að seigja að vera jákvæðir allavega er ég jakvæður því þetta er bara að byrja en é er allavega ekki búinn að gefast upp eins og margir LFC menn eru eigið góðar stundir
    Stefán På

    11
    • Það er flott, Stefán. Okkur vantar einmitt menn með þetta viðhorf á miðjuna. Það er leikur um næstu helgi.

      5
  11. Jæja
    Hvern ætlar Klopp að bekkja fyrir næsta leik ?
    ungu strákarnir úr Fulham eru bara ekki tilbúnir í að starra toppliði í PL þó efnilegir séu. Til að bera uppi miðjuna með þegar illa gengur.
    Reynslulitlir og ekki nógu líkamlega sterkir til að vera í byrjunarliði sem ætlar sér að vera í toppbaráttu.
    Var enginn nógu mikill meiðslapési á lausu fyrir FSG sem hægt var að fá á útsöluverði ?
    Net spend hjá (FSG) Liverpool eru örfáar milljónir fyrir tímabilið
    Óþolandi djöfulsins nískupúkar og ekkert skárri eigendur en Glazer hyskið
    Við erum bara heppnir að vera með Klopp undanfarin ár sem hefur gert ótrúlega hluti fyrir litla peninga.
    2 seasonið sem er farið i vaskinn a 3 árum vegna nísku ef miðjan verður ekki styrkt verulega fyrir glugga lok

    13
  12. Furðulegt val. Í fyrsta lagi er illa vegið að Milner sem var eiginlega eini sjáanlegi miðjumaðurinn í klukkutíma hlaupandi útum allt, allur að vilja gerður en því miður fer hann þetta á viljanum en ekki gæðunum og það er ekki honum að kenna að hann sé ekki á bekk þar sem hann á heima.
    Svo fær Elliot prik í kladdann !!! Ég var lengi að spá í hvort hann væri inná eða hefði meiðst í upphitun.
    Elliot komst í takt í lokin en löng er sú bið að strákurinn leggji upp eða skori mark… hann bara er þarna.
    Fleiri nenni ég ekki að fara orðum um

    5
  13. Fyrsta alvöru mótlætið í nokkur ár.
    Við meigum ekki missa hausin og missa trúnna bara eftir 3 leiki.
    Klopp bað okkur um að trúa.

    Við getum aldrei búist að fá 1-3 stig á hverju ári á OT. 5 ár eru bara nokkuð gott.

    Menn hljóta að setjast niður núna og ræða málin.
    Og fara yfir það sem er að.

    Þegar við töpuðum síðast titlinum naumt komum við inn í mót brjálaðir og ætluðum að vinna næsta.

    Núna er þetta meira svona vonleysi og skortur á hugarfari plús allt sem gengur á meiðsli,leikbann og maður sem vill fara fyrit utan þá er örlítil kynslóðarskipti að eiga sér stað
    Það er smá krísa og klopp og co á hliðarlínuni þurfa
    að kveikja í þessu aftur sem fyrst.
    Áfram gakk við vitum hvað.þetta lið getur
    YNWA.

    6
  14. Hvern fjárann eru þeir að gera á nýja æfingarsvæðinu? Er þetta sambland af Hunger games og Squid game? Eru menn barðir í ökkla og hné?

    Hvernig í fjáranum stendur á því að þriðjungur leikmanna eru meiddir áður en leiktíð hefst og restin er úrvinda og magnþrota?

    Hvaða rugl er þetta?

    Það er einfaldlega glæpur gegn knattspyrnunni að láta þetta mu hyski líta vel út.

    13
  15. Þarf ekki að eyða mörgum orðum á frammistöðuna sem var arfaslök frá öftustu línu til þeirrar fremstu. Sprækir UTD menn börðust fyrir þessum sigri og uppskáru eins og sáð var. Miðjan með þá þrjá sem þar voru urðu undir í öllum aðgerðum. Eru einhverjir alvöru miðjumenn aá lausu ? Væri til í að fá eins og tvo takk. Að því sögðu þá þýðir ekkert að grenja, komið sem fyrst með næsta leik takk

    2
  16. Maður sá tapið strax og liðsuppstillingin var gerð opinber klst fyrir leik. Hvernig við ætluðum að vinna þennan leik með Elliott, Milner og Hendo á miðjunni er mjög mikil bjartsýni, sama þótt um sé að ræða gegn liði sem getur blautann. Við meira að segja byrjuðum á að taka langa bolta yfir miðjuna okkar því hun var svo léleg og ekki á treystandi. Scums voru ekki góðir en þurftu þess ekkert.

    Einhver spurði áður:

    “Hvað er í gangi með meiðslalistann í þessum leik? Það eru þrír leikir liðinir af tímabilinu!”

    Svarið er einfalt. Ef þú átt bíl sem er alltaf á verkstæði og nýtist þér afar illa þá hlýturðu að fá þér nýjan? Hann þjónar engum tilgangi alltaf inn á verkstæði. Það sjá það allir sem vilja sjá það að Klopp getur hætt þessari þvælu um að hann sjái ekkert um leikmannakaupin og veit ekki hvað hann fær til að eyða í leikmenn. Eitt er vitað að FSG er ekki til í að klúbburinn falli niður töfluna af því að þjálfarinn er með einhverja laumuást á fáeinum leikmönnum sem ALDREI eru til taks þegar þarf. Þeir spreða þegar ÞJÁLFARINN segir hvað hann vill fá. Þetta Bellingham kjaftæði er orðið þreytt. Við þurfum leikmenn og það er ljóst nema Klopp vilji taka Dortmund endirinn á þetta. Hann hlýtur að hafa lært af þeirri lífsreynslu.

    Ég veit að það eru bara þrír leikir búnir en bjöllurnar eru farnar að hringja. Salah og co geta akkurat ekki neitt þegar þeir fá ekki hjálp frá “skúringadömunum” á miðjunni sem gefur þeim frelsið til að sækja. Skorturinn á gæðum á miðjunni tekur ekki bara miðjuna út heldur líka bitið úr sókninni OG opnar á Virgil og co sem breytast bara í venjulega leikmenn þegar við opnum inn á þá. Kerfið hjá Klopp hefur alltaf snúist um þrjá duglega miðjumenn sem éta allt upp. Kannski ekki alveg leikstjórnanda gæði en leikmenn með mikla vinnusemi. Í dag er akkúrat EKKERT slíkt. Það útskýrir 0-2-1og fallbaráttu.

    Kaupa miðjumenn strax.

    7
  17. Sæl öll,

    gleymdi einu áðan…. en Rashford er auðvitað kolrangstæður í seinna markinu, ekki einu sinni vafi. Alveg ótrúlegt hvernig enskir geta klúðrað þessu leik eftir leik.

    11
  18. Það hvarflar að mér sá grunur að Van Dijk sé meiddur en það sé hreinlega þagað yfir því. Stórfurðulegt að sjá hann spila í kvöld. Eins dauft ljósrit úr gamalli rúllupappírsvél frá 1984.

    7
  19. Þetta er engin neikvæði en það er voðalega lítið að fara að breytast með vörnina alltaf svona hátt og lélega miðjumenn. Þetta var ástæða þess að við unnum ekki premier league á síðustu leiktíð. Það vita allir hvernig á að spila á móti okkur, þetta er ekkert nýtt.
    Er meistari klopp kannski ekki að spá of mikið í miðjunni?
    Alveg án gríns, þá verðum við í basli að ná meistaradeildar sæti ef ekkert breytist. Auðvitað eru mikil meiðsli (sem á ekki að vera hjá svona liði. Eru city leikmenn mikið meiddir? Nei)
    Það þarf mikið að breytast, eins og t.d að vinna næstu 20 leiki í röð (eða kaupa 1-2 verulega sterka fokking miðjumenn!!!), ef ekki á illa að fara.

    Það má leysa að framan og aftan strákar!

    2
  20. Ákvað að skella mér inn á spjallið á kop.is en virðist óvart hafa endað í “kommenta-kerfinu” á DV, þar sem virkir í athugasemdum fara hamförum með stuðboltann Sigkarl fremstan meðal jafningja. Allt saman sjálfstæðisflokknum að kenna!!!!! já og smá Vinsti grænum líka.
    Djöfull held ég að Man Utd menn skemmti sér konunglega yfir lestrinum.

    Stuðningsmenn eru reyndar merkilegt fyrirbæri, því fyrir fjórum mánuðum áttum við líklegast besta lið í heimi, en núna 3 leikjum seinna, eru þetta víst allt saman bölvaðir aumingjar sem þarf að selja sem allra fyrst. Reyndar slatti meiddir og í leikbanni, en who cares, kaupa bara nýja strax.
    Kaldhæðni…..já smá.

    En svona í lokin, hélt virkilega einhver að þetta yrði auðveldur leikur á móti hel-særðu dýri og það á þeirra heimavelli? Um að gera að spá stórum sigri á erfiðum útivelli og vera svo brjálaður þegar það gekk ekki eftir.

    23
    • Sæll Doddi

      Það er gott að þú sért sáttur með stöðuna. það er það þá einhver. Ekkert af því sem ég sagði í minni athugasemd er rangt. Ég meira að segja slppti því að minnast á frammistöðu VvD í fyrra marki MU sem var ótrúlega léleg og í reynd óskiljanleg. Allir vissu held ég (nema ef til vill leikmenn LFC) að MU mundi mæta mjög árásargjarnir og særðir inn í þennan leik. Hinsvegar virtist það koma okkar mönnum mjög á óvart. Frammistaða okkar mann var verulega ámælisverð og árásir á stuðningmenn eins og mig breyta þar engu um. Þakka þér, íhaldinu og íhaldinu í vg fyrir tilskrifið.

      Það er nú þannig

      YNWA

      3
      • Árásir…. ég sagði að þú værir stuðbolti 🙂
        Hinsvegar, þó ég þekki þig ekki neitt persónulega, þá finnst mér flest þín skrif vera neikvæð og já sorry leiðinleg. Ef þér finnst ég vera með árás á stuðningsmenn eins og þig með mínum skrifum þá er þú klárlega með árás á Liverpool liðið með þínum skrifum.

        Síðan hvenær er það sjálfsagður hlutur að vinna lið eins Man Utd og Everton á þeirra heimavelli. Þetta eru 2 erfiðustu leikir tímabilsins, samt koma menn hérna inn brjálaðir og skrifa einhvern skít um liðið eins og við höfum tapað 4 – 0 eða 5 -0. Við töpuðum vissulega 2 -1, en það var fullt af fínum hlutum í þessum leik sem flestir sem hér skrifa einfaldlega neita að sjá. Við vorum 70% með boltann, þeir björguðu 2 sinnum á línu, okkar með “kiksuðu” boltann 2x í mjög góðum færum. Margt í spilinu hjá Liverpool var mjög flott og boltinn gekk oft hratt manna á milli í sókninni. Þar að auki erum við að berjast við mikil meiðsli. Thiago er okkar Bruyne, það mundi klárlega hafa áhrif á City ef hann væri meiddur. Afsakið en ég er pollíanna… því mér finnst skemmtilegra að horfa á það jákvæða frekar en einblína á það neikvæða.

        Að lokum, Man Utd er hörku lið, betra en Arsenal að mínu áliti, en vissulega hefur gengið ílla hjá þeim upp á síðkastið. Samt að finnast það eðlilegt að vinna stórt á þeirra heimavelli í erfiðasta leik tímabilsins, er barnalegt. Að hrauna yfir Liverpool liðið í slíkum leik sem þeir töpuðu 2-1 er barnalegt, en…. það er nú bara þannig.

        YNWA (nema þegar illa gengur) … smá kaldhæðni

        15
    • Algerlega sammála því, við Liverpool menn þurfum að standa saman!

      3
  21. Það er augljóst að það að tapa á OT og ýta þunga skýinu þaðan og sjá Ronaldo brosa, Neville og Keane flissa í viðtölum og almenna uppreisn United manna í netheimum hjálpar manni ekkert að láta sér líða betur.

    Ég var eins og margir hér stressaður frá því liðsskipan kom upp. Milner og Hendo eru snillingar sem eiga allt gott skilið en að þeim sé stillt þarna upp með Elliott (sem Klopp sagði í sumar að yrði framherji í vetur) var bara rosalegur séns að taka. Ekki það að Fabinho hefur átt erfitt frá síðustu leikjum síðasta tímabils og það eitt og sér held ég að hefði ekki dugað. Hafsentaparið Virgil og Gomez léku síðast í 2-7 tapi á Villa Park en ekki svosem alveg að marka. Fremst hljóp Bobby, einn af mínum uppáhalds, en einfaldlega var ekki klár í þennan leik…frekar en á Craven Cottage.

    Í dag var þetta einfaldlega þannig að við vorum með alltof laskaða hryggjarsúlu – af alls konar ástæðum. Við höfum heldur ekki neitt sjálfstraust, höfum eftir 270 mínútur í deildinni aldrei verið yfir í leikjum og það hefur áhrif. Þegar við fórum af stað í lok fyrri hálfleiks og í lokin sáum við alveg ágætan klassa en það er bara ekki að gerast í heilu leikjunum…og það má nú kannski segja að í lokaleikjum í fyrra var það svolítið að gerast líka.

    Hvað nú. Það einhvern veginn er algerlega óvíst hvenær meiðslalistinn lagast. Miðjan allavega er ekki að fara að fá inn leikmann sem breytir miklu fyrr en eftir HM held ég því Keita, Ox og Jones eru ekki af því kalíberi að þeir breyti öllu. Hvað þá?

    Við þekkjum það frá því nýlega að menn vilja ekki stökkva inn í kaup. Og það skil ég alveg í raun. Í dag erum við komin með 2 bakverði báðu megin, 5 hafsenta, 8 miðjumenn og 5 framherja. En…staðan er bara einfaldlega sú að við þurfum inn nýtt blóð á miðjuna ef við ætlum að ná árangri. Eins og þegar við fórum of þunnir inn í mótið í hafsent þá er einfaldlega staðan nú að hraðmótið fram á HM skiptir öllu.

    Fram að HM förum við á Goodison, Stamford, Tottenham Stadium og Emirates…allt vellir sem munu þurfa allan fókus og lið sem er heilt í líkama og anda. Menn eru ekkert orðnir lélegir á einum degi sko…við vorum öll bjartsýn fyrir Fulham úti og getum ekkert bara slegið það útaf borðinu að við vorum ekkert á garginu fyrr en núna.

    Breytingin á liðinu þarf að ná í gegnum það allt þó svo sannarlega ég telji öflugan miðjumann vera stórt atriði þar sem Thiago er alltof oft meiddur og Keita búinn með sinn séns hjá mér. Ox, Jones og Milner getur enginn verið lykilmaður á miðju hjá meistaraliði.

    Þetta snýst líka um vondar frammistöður lykilmanna. Báðir bakverðir átt erfitt og Virgil gert barnaleg mistök. Salah er annað hvort yfirdekkaður eða ekki kominn í gang og Diaz vantar pínu stöðugleikann.

    Við komum á Trafford í dag og mættum liði sem var með sært stolt og vantaði mjög að búa til eitthvað upphaf á sínu tímabili. Vandinn fyrir leik var áþreifanlegur en eftir 5 mínútur vorum við búin að kveikja í vellinum fyrir þá og bökkuðum út úr baráttunni þar til alltof seint.

    Nú er LFC með bakið upp við vegg. Það er algerlega ljóst að næsta helgi er skyldusigur og svo er drulluerfiður leikur gegn Newcastle. Von er til þess að einhverjir hafi bæst í hópinn fyrir þann leik og svo er það Merseyside derby.

    Það að lesa í gegnum þráðinn sýnir ákveðið brot á okkar sjálfstrausti sem byggir á þarsíðasta vetri. Ég held að Klopp og FSG hafi lært af því og við sjáum hreyfingar fyrir gluggalokun. Hins vegar er það ekkert síður á æfingavellinum og liðsfundunum sem eitthvað þarf að breytast. Ég neita líka að trúa því að Klopp lendi aftur á veggnum sem var hans síðasta tímabil hjá Dortmund. Einmitt fas hans á blaðamannafundum og leikjunum sýna mér það að hann sé áhyggjufullur og drulluósáttur með stöðuna. Mikið vona ég að við öndum ofan í pokann svolítið og reynum að brosa í gegnum tárin.

    Svekkelsið er sennilega mest yfir því að sjá liðið dottið ofan í þessa holu nú í upphafi tímabilsins og nú bara geta menn ekkert beðið lengur. Ekkert til að verða neitt meistarar, heldur einfaldlega að sýna fram á þann hæfirleika sem þeir búa yfir!

    31
    • Það eru bara allir að spila illa, sem er ótrúlegt að horfa upp á. Allt sem menn eru að gera gera þeir hreinlega mjög illa og það er eiginlega enginn undanskilinn, hvað sem veldur.

      2
  22. Er ekki hægt að setja spurningarmerki við undirbúningstímabilið? Það er eins og leikmenn hafi hlaupið 100 km á dag, svo þungir eru þeir. Og 30% af liðinu á meiðslalista strax um miðjan ágúst, flestir ef ekki allir með vöðvatengt vesen, sem segir manni að eitthvað er að á æfingasvæðinu, ef ég hef lesið fréttirnar rétt gerast flest meiðslin þar.

    11
  23. Maður hélt að menn sem stydja Liverpool Fc, vissu að mánudagar eru ekki
    æskilegir dagar til að horfa á liðið leika knattspyrnu.Vegna þess að þá gengur yfirleitt frekar ílla að vinna leiki.
    Annars er ágætt að það gangi ekki of vel alltaf því annars verður þetta allt saman fyrirsjáanlegt og leiðinlegt.Nú eru erfiðir tímar framundan og borgar sig ekki taka þessu of alvarlega.Huga að heilsunni og vera góður við náungann.2 traustir leikmenn sem meiddust nánast aldrei voru ef til vill mikilvægari en menn héldu. Þeir Gini og Máne.
    Klopp er svo búinn að kreysta allt út úr þessum hóp og menn gjörsamlega búnir á því.
    Það tekur á lið að vera í baráttu allt til enda um 4 titla síðasta tímabil.Leikmenn liðsins gáfu allt og
    hefðu þurft lengra frí fyrir komandi átök.Þó að liðið tapi nokkrum sinnum á tímabili á ekki að vera þess valdandi að fokreiðir froðufellandi (stuðningsmenn) kalli leikmenn allskonar ljótum nöfnum.
    Þeir gætu komið á óvart og unnið næsta leik og aftur orðið langbesta liðið.

    12
  24. United léku frábærlega í þessum leik, hef ekki séð neinn hér minnast á það. Fókusinn er bara á hvað okkar menn hafi verið slakir en United mættu einfaldlega tilbúnari til leiks. Þetta var skemmtilegasti leikur sem ég hef séð lengi þrátt fyrir úrslitin, hraði og barátta allan tímann.

    Það þarf ekki að kaupa fjòlda manna eða losna við fjölda manna til að bregðast við, þvílíkt drama í sumum. Elliott og Diaz voru sprækir en Henderson og Salah sáust varla. Fernandes átti svo að fá sitt annað gula spjald fyrir stæla og leikaraskap eftir Salah markið. Ólíklegt þó að það hefði breytt úrslitunum.

    Næsti leikur Bournemouth á Anfield, spái sannfærandi sigri. Það er örstutt síðan við unnum City verðskuldað, óþarfi að fara á taugum strax. Það er þétt leikjadagskrá og önnur lið munu líka klikka. Ég fékk töluverð mótmæli hér í janúar í fyrra þegar ég sagði City eiga eftir að misstíga sig en það gekk eftir og LFC voru á endanum hársbreidd frá því að hirða titilinn.

    7
    • Á endanum er þetta niðurstaðan, við vorum hársbreidd frá því að hirða titilinn af City en náðum honum ekki. Það er akkúrat það sem málið snýst um, endurnýjunin er ekki nógu mikil til þess að við klárum dæmið. Við unnum tvo titla, einn alvöru, en með fullskipaðan hóp (alvöru miðjumenn) hefðum við klárað dæmið en ekki verið hársbreidd frá því. Það telur lítið að komast í úrslitaleiki og tapa þeim.

      6
      • Ósammála, þetta var nógu tæpt til þess að eitt mark til eða frá í einum leik hefði ráðið úrslitum. Ekki hægt að tala um að City hafi verið betri þegar titilbaráttan ræðst í lokaumferðinni, munurinn á liðunum einfaldlega innan skekkjumarka.

        4
      • Við verðum þá sammála um að vera ósammála. Sumir eru ánægðir með að,,vinna” silfur en aðrir líta á það þannig að gullið tapaðist. Engin skekkjumörk, annað liðið vann titilinn en hitt ekki.

        5
    • Sammála Guðmundur, með spilamennskuna hjá Man Utd. Veit ekki hvort þeir voru endilega neitt frábærir en það var allt allt annað að sjá þá miðað við fyrstu tvo leikina. Ten Hag sýndi kjark í að bekkja bæði Maguire og Ronaldo. Stundum þarf bara að teyma fílana út úr stofunni.

      4
  25. Þvílíkt sem við söknum Mané. Algjör baller, lykill í uppspili og ógnaði stöðugt með hraða sínum og krafti og gaf Salah meira svigrúm.

    9
  26. Innkaupastefnan að koma rækilega í bakið á okkur, hverjum sem það er að kenna, og er bara ekki að ganga upp að mínu mati.
    Höfum farið allt of hægt, og jafnvel hreinlega ekki, í að endurnýja liðið.
    Það að kaupa ekki einn einasta leikmann eitt sumarið og smávægilegar uppfyllingar í öðrum gluggum gengur bara ekki í nútíma fótbolta. Glugginn í sumar hefur í raun bara verið til að fylla upp i skörð en ekki verið að kaupa til að bæta gæðum við, kaup á unglingum teljast hér ekki með þó svo að þeir séu algerlega nauðsynleg kaupa upp á framtíðina að gera. Okkur vantar gæða leikmenn, sem hafa sannað sig, á aldrinum 23-28 ára gamla.
    Það verður ansi dýrt þegar þarf að fara að kaupa 5-7 nýja leikmenn í einum og sama glugganum til að skipta þessum gömlu út. Framlengingin hjá Milner er td að fresta óumflýjanlegri endurnýjun þar um eitt ár í viðbót, með allir virðingu fyrir honum og því sem hann hefur gert.

    4
  27. Liðið er veikara en það var á síðasta tímabili. Fólk segir að eigendur Man. utd taki of mikið út úr félaginu, en ég er ansi hræddur um að það sé þannig líka hjá Liverpool. Það þarf alltaf að selja til að kaupa, og Liverpool er einhvert stærsta vörumerki í heimi. Mig líkar ekki við eigendur míns kæra félags. Það er betra að hafa olíurisa sem eigendur því þeir leggja bara inn en taka ekkert út því þeir þurfa þess ekki.

    4
  28. Minni á að það eru 114 stig í boði fyrir tímabilið, það er nóg eftir í pottinum, sérstaklega þegar Newcastle nær að pressa City hressilega og enda með jafntefli gegn þeim, það er allt hægt í þessari yndislegu deild sem við elskum að hata!

    Að því sögðu þá er það þyngra en tárum tekur að sjá þessa frammistöðu í gær. Þetta var það slæm frammistaða að ManUtd leit actually vel út í gær, liðið sem hefur ekki byrjað tímabil svona illa síðan 1921.

    Það er eitthvað að krauma þarna undir í hópnum sem við erum ekki að sjá á yfirborðinu en augljóst að eitthvað er að. Mann grunar að Keita sé í einhverri störukeppni við Klopp varðandi nýjan samning, við erum enn eina ferðina að díla við meiðsli í fyrirséð alltof gömlum hópi leikmanna – það verður að grípa til einhverra ráðstafana.

    Munið þið eftir meiðslatímabilinu 2020-2021? Þegar Van Dijk spilaði ekkert með allt tímabilið og við vorum á endanum að spila með Hendo í vörninni? Það var af því við vorum með of þunnan hóp og að díla við of mörg meiðsli í einu. Maður hélt að menn hefðu lært af þessari reynslu en það virðist sem að við séum að lenda í sömu gryfjunni aftur.

    Við megum ekki við því að sogast ofan í þessa hringiðu aftur en það er ekki öll von úti. Við eigum klassískan laugardagsleik um helgina og ég er sannfærður um að menn komi þar með hausinn rétt skrúfaðan á og sýni hvað þeir geta.

    Það leysir hinsvegar ekki stóra vandann og ég hreinlega trúi ekki öðru en að menn séu að skoða hvað sé hægt að gera til þess að setja meiri kraft inn í miðjuna hjá okkur… þó það væri ekki nema en bara að selja Keita og kaupa inn í staðinn fyrir hann ef hann er með einhverja stæla.

    Áfram að markinu – YNWA!

    Ps. Meðalaldurinn á byrjunarmiðjunni okkar í gær var 29 ár… og Harvey Elliot er 19 ára!

    6
    • 105 stig eftir,,,, þarft 95-96 til að vinna hana, þýðir að liverpool má gera 3 jafntefli og tapa einum leik það sem eftir er af tímabili, vitum öll hér inni að við erum að fara að tapa helling af stigum framm að hm sem byrjar eftur 3 mánuði, 24 leikir á sléttum 3 mánuðum 11 leikir í mánuði, 2 á viku.

  29. Ég tek mjög sjaldan þátt í umræðum hér á síðunni en hef gaman af því að lesa umsagnir eftir leiki. Nánast alltaf jákvæðar athugasemdir sem dásama Liverpool enda ástæða til. Liðið er eitt sigursælasta Liverpool lið allra tíma og fór í alla úrslitaleiki á Englandi og í Evrópu á síðasta tímabili sem er í sjálfu sér einstakur og eftirtektarverður árangur sem öll lið í Evrópu öfunda okkur af. Hvernig mér leið eftir síðustu umferðina í Premier League og síðan úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þarf ég ekki að útskýra fyrir Liverpool stuðningsmönnum um allan heim. Hvernig haldið þið kæru stuðningsmenn að liðsmönnum okkar hafi liðið. Það er ekki hægt að segja við liðsmenn okkar. Standið upp og áfram gakk frá þeim stað sem frá var horfið. Það er ekkert óeðlilegt að liðið hiksti eftir svona upplifun í upphafi nýs tímabils. Sannir stuðningsmenn standa með liði sínu á erfiðum tímum. Lið sem var á barmi þess að vinna nánast allt sem var í boði verður ekki lélegt yfir eitt sumartímabil. Þetta er sálrænt og við þurfum að hjálpa þeim yfir þennan hjalla. Bæði Klopp og eigendur eiga hrós skilið. Í guðs bænum hættið þessari niðurrifsstarfsemi sem skemmtir bara stuðningsmönnum annara liða. Liðið nær vopnum sínum. Spyrjum að leikslokum.

    16
  30. Jæja, skítur skeður. Man utd var með bakið upp að vegg fyrir þennan leik og ef þeir hefðu ekki mætt dýrvitlausir í þennan leik þá hefði eitthvað meira en lítið verið að þeim, meira að segja bakverðir þeirra virkuðu eins og leikmenn í heimsklassa.
    Liverpool er í miklum meiðslavandræðum og þessi miðja sem við vorum með þarna var ekki góð, en það sem verra er vörnin hjá okkur er ekki góð heldur. Virgill er mjög ólíkur sjálfum sér og við söknum Konate mikið. Ég hef ekki miklar áhyggjur af liðinu okkar, en frekar af þessum meiðslavandræðum í byrjun tímabils, hvað er eiginlega í gangi ? 11 leikmenn meiddir ? Heilt lið !
    Thiago, Ox og Keita eru bara eins og einn leikmaður, saman ná þeir kannski 55 leikjum yfir heilt tímabil !
    Við þurfum miðjumann sem er ekki með svona meiðslasögu, og helst strax.

    Liðið er að skapa sér fullt af færum, við þurfum bara að nýta eins og 30% af þeim, og guð minn góður hvað við söknum MANE !

    West Ham er búið að eyða 100 mills í leikmenn nettó. Liverpool 12 mills nettó, það er eitthvað.

    3
    • Enda skilur maður engan vegin hverju stuðningsmenn man Utd eru að mótmæla, eytt mestu í kaup og laun síðustu 10 ár en klopp virðist ekki fá að kaupa neitt nema selja fyrir það sama, af hverju eru okkar stuðningsmenn ekki að mótmæla frekar en þeir ? Liðið okkar líklega búið að skila líka mest hagnadi síðustu ár ensku liðanna. Þetta er óskiljanlegt og ekki séns að klopp væri ekki til í að kaupa tvo heimsklassa leikmenn þótt hann segi tad ekki. Hver myndi ekki vilja það ? .. liðið öskrar a miðjumann. Milner Chamberlain og líklega Keita allir búnir, þá vantar 2-3 miðjumenn, ókei ef við eigum séns í Bellingham næsta sumar sem er alls ekki víst en hvernig væri að byrja núna og taka Tielemans frá Leicester með ár eftir af samning fyrir Max 30. Bara hann myndi miklu breyta.

      3
  31. Skil ekki Van Dijk. Það er eins og hann nenni þessu ekki eða þá hann sé of góður með sig. Vonandi er það búið núna.

    Mér finnst LFC vera að keyra of mikið á sömu mönnum. Þeir þurfa líka að sjá ný andlit koma. Það gefur þeim bæði von og spark í rassinn.

    Djöfull var þetta erfitt í gær.

    9
  32. Omurkeg úrslit, lélegur leikur og ljóst að okkar menn munu þurfa einhvern tíma til að finna sig en bara eitt, ætlar í alvöru einhver að segja mér það að ekkert hafi amad að fábinho í gær og hann var a bekknum bara svona af því bara ? Það væri fyrir mér jafn líklegt og Allison, can dijk eða Salah hefði verið á bekknum bara af því bara , hann er klárlega einn af þessum 4 mikilvægustu mönnum liðins ummtad getur engin efast. Mér er sagt að ekkert hafi verið að honum og hann hafi bara verið bekkjadur og þá aðallega því Milner svo flottur í síðasta leik, leik sem hann gat ekkert í reyndar frekar en í gær og á aldrei að spila nema bara ef illa nauðsyn ber til að mínu mati. Sorry en ég bara er ekki að kaupa þetta, er einhver með þetta á hreinu ?

    2
  33. Gaman hvað við sjáum leikinn öll ólíkt, samanber skýrslu og sumar athugasemdir. Mér fannst Milner með betri mönnum á vellinum. Í hvert einasta skipti sem ég sá leikmann Liverpool berjast og leggja sig fram þá fannst mér það vera Milner. Ég var líka anægður með að sjá hann skammast í Van Dijk. Vonandi vegna “varnarleiks” Van Dijk í marki ManU.

    6

Byrjunarliðin klár, vesen í kringum völlinn

Gullkastið – Bring Back The Mentality Monsters