Byrjunarliðin klár, vesen í kringum völlinn

Það er tæpur klukkutími í að leikar eigi að hefjast á Old Traffort. Stuðningsmenn United hafa þegar hafið mótmæli fyrir utan völlinn en gáfu sé þó tíma til að sóa miklum bjór á glugga Liverpool rútunar (og líklega dæmt þrifakarl rútufyrirtækisins í yfirvinnu) og syngja gamalkunna og ömurlega söngva um Liverpool:

En svona raðar Klopp upp byrjunarliðinu, vonum að okkar kappar séu með hausinn rétt skrúfaðan á og skori eitt mark fram hjá De Gea fyrir hvert glas sem skall á rútunni.

 

 

Ansi margir búnir að reka upp stór augu við þessa miðju, hlakka til að sjá hvernig þeim gengur.

 

Hinum megin við miðlínuna still hollendingurinn svona upp:

Hvernig lýst ykkur á?! Hvernig eru taugarnar?

86 Comments

  1. Ég held að ég hafi aldrei séð verri varamannabekk en Klopp fær að stilla upp í kvöld, það er það slæmt að hann er með 2 markmenn á bekknum.
    Vonandi geta þessir 11 sem byrja þennan leik, klárað dæmið fyrir okkur.
    Það er ekki til spennandi sóknarmaður í ungliði Liverpool sem er þess verðugur að fá séns á bekknum

    3
    • Lítum á björtu hliðarnar (ahemm) – við erum alla vega ekki að spila við City í kvöld. Með þessa miðju og þennan bekk…

      Og hvað er NÚ að Naby Keïta?

      4
  2. Hrikalega þunnur hópur og bekkurinn. Hvað er i gangi hja klopp og hans mönnum.

    Eg veit ekki hvað skal segja, verðum heppnir að taka öll stigin i kvöld.

    2
  3. 3 spurningar…
    Afhverju er Milner að byrja leikinn
    Hvar í fjandanum er Keita
    Afhverju er Fabinho á bekknum

    4
  4. Allt við liðið, uppstilling, varamannabekkur, meiðslalisti að ónefndum Keita nokkrum……. vekur upp stórar spurningar???!!!

    2
  5. Fab verið slakur og fær pásu, kemur sterkur til baka. Ef Keita er ekki meiddur er hann á útleið, ekki spurning.
    Elliott að tengja vel við Salah og Trent á kantinum og ég er sáttur við að klopp treysti stráknum. Erum undir pressu eftir dapra byrjun og einfaldlega verðum að finna leið til að taka 3 stig. Koma svo, erum mun betra lið, í gang með þetta season.

    2
    • Áttu virkilega von á því? Við verðum með 2 stig eftir 3 leiki. Ég sé ekki annað í minni kúlu.

      1
  6. Naby Keita absent through injury for Liverpool.

    Búinn að vera æfa alla vikuna! Ef rétt reynist þá selja þennan meiðslapésa strax á morgun!!

    4
  7. Sæl og blessuð.

    Ég bakka ekki með það að við erum að fara að vinna þennan leik.

    En það er ferlegt að vera ekki með betri mannskap. Skil ekki enn hvernig þessi fjöldi getur verið meiddur áður en tímabilið hefst. Hvað eru þeir að gera á æfingum? er það eitthvað í ætt við Squid Game?

    Og Keita – í miðjumannahallærinu miðju – er hann gagnslaus. Ég hef í gegnum tíðina reynt að sjá björtu hliðarnar á þessum leikmanni og stundum komist nálægt því – stundum gagnrýnt hann harðlega og fengið bágt fyrir.

    En þetta eru augljóslega döprustu kaupin sem Edwards, Klopp og co. hafa gert. Undantekningin frá reglunni.

    6
  8. Hvaða smjatt hljóð er ég að heyra í sjónvarpinu, er þetta útsendingin eða eitthvað að mínu sjónvarpi?

    1
  9. Gæti trúað því að meiðslalistinn eigi eftir að lengjast enn í kjölfar þessa leiks.

    Þeir bæta sér upp með fautaskap það sem vantar upp á gæðin.

    úúúfff….

    þarna hefði getað farið illa….

    1
  10. ohhhh…

    enn ein maaaartraðarbyrjunin…. enn eitt skiptið lentir undir.

    þurfum jöfnunarmark.

    hvar er lallana þegar við þurfum á honum að halda?

    3
  11. 16 sæti eftir 3 imfetðir og ekki segja mer að það se foucking meiðslalistanum aö kenna.
    Það vissu allir hvenær motið myndi byrja.

    3
  12. Okkur vantar ekki miðjumann segir Klopp
    Alveg sömu mistök og þarsíðustu leiktíð þegar okkur vantaði ekki varnarmann
    Niðurlæging ef við töpum í kvöld
    Það er Alltaf næsta season

    5
    • Þetta er einmitt farið að líkjast þar síðasta tímabili aðeins of mikið. Maður veit inni í sér að það er ekkert að fara gerast hjá Liverpool í leiknum – enn einu sinni.

      1
  13. Guð minn almáttugur. Menn ekki enn mættir í tímabilið, það er hálfgert þrot í uppspilinu og engin barátta.

    3
    • Af hverju er carvalho ekki bara hent í djúpu laugina eins og með trent um árið?

      2
  14. Klopp ætti að drullast til að setja á sig gleraugun og kaupa miðjumenn, þetta tímabil er ein skíta og kannski best að fá inn menn strax og koma þeim í stand fyrir næstu leiktíð, leit á varamannabekkinn er þetta grín?

    5
    • Það bara getur ekki verið að Klopp vilji ekki styrkja liðið. Þetta er FSG.

      2
  15. Við eigum auðvitað lélegasta varnarmann í sögu enska boltans í Trent, þvílíki ofdekraði pappakassinn sem þessi auli er. Nennir ekki að hlaupa og elta mennina sína sem kostar okkur alltof mörg stig. Svo hefur hann það líka alltof gott þarna í bakverðinum, hvar er samkeppnin?

    4
  16. Ég er eins og fl. sem skil ekki af hverju miðjumaður er ekki keyptur. Millner, Henderson og Elíot.

    7
  17. Svakalegt andleysi yfir liðinu, eins og menn séu ekki tilbúnir í þetta tímabil, eins og einhver hafi dáið. Það vantar alveg hraðann og snöggu skiptingarnar sem hafa einkennt okkar spilamennsku.

    Maður ímyndar sér að árangur síðasta tímabils (að spila til úrslita í öllum keppnum) ásamt skorti af auðmýkt fyrir andstæðingum sé að flækjast fyrir okkur. Vonandi finnur Klopp útúr þessu og við spilum amk um meistaradeildarsæti í vor.

    3
  18. Það sem þetta lið vantar er einhver sem vill skjóta á markið. Það þýðir ekki að rekja boltann yfir línuna.

    Fávitahátturinn í Nunes að láta reka sig út af. Það sem við hefðum þurft á honum að halda í kvöld.

    6
  19. Var ekki talað um að bayern München ættu að byrja alla leiki 1-0 undir, hvernig lenti það á Liverpool?

    5
  20. Maður á ekki orð yfir þessari frammistöðu Liverpool algjörlega óásættanlegt.

    4
  21. fer 2.0 eða 1-1
    ManU menn skríða þá undan steininum sem þeir hafa falið sig undirfarin ár og geta loks farið að rífa kjaft við okkur LIV menn, búinn að sakna fjörsins,

    2
  22. Sælir félagar

    Enn og aftur gefur vörnin og miðjan drullumark. Enn og aftur er Liverpool liðið að fara að eltast við að reyna að jafna hvað þá vinna leikinn. Enn og aftur skítur TAA uppá bak í varnarleiknum. Enn og aftur er liðið að byrja leikinn á hálfri ferð. Enn og aftur er liðið að spila einherja meiningarlausa þvælu án nokkurs bits í sókninni. Enn og aftur á VvD ekki einn einasta sóknarskalla. Enn og aftur eiga Liverpool menn varla skot á markið heldur þvæla boltanum fram og aftur þar til hann tapast. Enn og aftur er maður brjálaður yfir leikplani Klopp sem virðist ekki geta notað einhvern af öllum þessum miðjumönnum sem hann stærir sig af. Andskotinn bara.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  23. Milner /Firmino út og Carvalho , Fab inná og færa Elliot upp ? ég veit það ekki fokk.

    3
  24. Alltaf góðs viti þegar Klopp hleypur til buningsklefa i hálfleik……skorum snemma i seinni og vinnum leikinn 1-3

    2
  25. Jæja þá er þetta búið guð minn góður hvað þetta er lélegt á ekki til orð!

    1
  26. Þetta tímabil er búið eftir þrjá leiki. Þvílíkir helvítis aumingjar á miðjunni og í vörninni, allir sem einn. Bless

    6
  27. Djöfulsins skita þessi leikur og þessi burjun hja lfc.
    Gjörsamlega skil ekki Klopp og hans menn hvernig þeir mæta með liðið i þetta mot.
    Algjörlega óásætanlegt

    Eg er svo brjaluður að þið skiljið þetta ekki. Og við skulum atta okkur a einu að það langt i þessa meiðsla pésa okkar sem við eigum til einhversstaðar

    2
  28. Hver byrjar með milner, elliott og henderson á miðjunni… Þvílíkt þrot

    4
  29. Var rangstöðulínan allt í einu færð fram um 10 cm og VAR-herbergið á hláturgasi fyrir Rashford? Kannski er ég með vitlausu gleraugun. Ekki hægt annað en hlægja að þessu allavega. Að því sögðu er liðið líka búið að vera lélegt. Mjög lélegt og eiginlega grátlegt að fylgjast með þessu dala frá leik til leiks.

    6
  30. Pæling! Henderson byrjar á bekknum í síðasta leik, Fabhino byrjar á bekknum í þessum. Hefði ekki verið eðlilegt á útivelli á móti MU að byrja með þessa báða frá byrjun?!

    Það er eitthvað sem segir mér að menn séu tæpir og meiðslavandræðin séu ekki að baki!

    Og hvað?! Ætla Klopp og FSG að láta þetta ganga svona með mótið rétt byrjað á meðan lið eins og Chelsea, Arsenal, MU og fleiri versla leikmenn eins og enginn sé morgundagurinn?!

    Svo erum við með einn fýlupoka og meiðslapésa að nafni Keita sem má láta fara strax á morgun!!

    3
  31. Erum ekki að fara ná CL sæti þetta tímabil ef þetta heldur svona áfram því miður

    1
    • Arsenal tapaði fyrstu 5 í fyrra en átti samt góðan séns á CL sæti. Upp með hökuna og áfram gakk!

      1
      • erfitt þegar maður sér okkur tapa gegn lélegasta UTD liði sögunar

        5
  32. ég hef engar áhyggjur af þessar byrjun. City að missa stig og Chelsea að tapa, nóg af leikum eftir, mark my words, skituleikirnir búnir… liðið að kom úr meiðslu, future is bright.

    5
  33. Þetta var ein versta dýfa sem ég hef séð og auðvitað var það rottan sjálf Bruno Fernandez sem átti hana.
    Liverpool vörnin er að láta Marcus Rashford lýta út eins Pele þegar hann var upp á sit besta, ótrúlegt dæmi!

    5
  34. Þetta þrot er algerlega í boði FSG nýskupúkanna og hroka Klopp að kaupa ekki á miðju liðsins fullorðins miðjumann fyrir tímabilið.
    Þegar þetta var fyrirsjáanlegt

    9
  35. Geta skammast sín eftir þennan leik ég ætla rétt að vona að komi statement frá Liverpool og biðji stuðningsmenn afsökunar

    5
    • Vonandi hringja þeir persónulega í þig og biðjast afsökunar á þessu tapi svo að þú sofnir nú alveg örugglega í nótt kallinn minn.

      5
      • Ég skelli bara pollýönu blinders á mig fyrir svefnin no worries

        4
  36. Kannski var völlurinn of þurr hver veit!
    Verður gaman að heyra hvaða afsakanir Klopp verður með eftir leik.

    5
  37. Sælir félagar

    Liverpool með “alla sína miðjumenn” drullaði upp á bak. Latir og seinir og skiluðu stuðningsmönnum ömurlegum leik, ömurlegum úrslitum og er einfaldlega staddir þar sem þeir eiga skilið. Sama drullan og þegar varnarmennirnir meiddust í röðum. Ekkert gert og staðan er sú sem búast má við þegar hroki og hleypidómar ráða för. Andskotinn bara og það er ekkert sem afsakar þessi úrslit. Ógeðslegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
    • Veistu hvað gamli? Nú segi ég við þig eins og ég segi við 7 ára gamla dóttur mína.

      Ef þú hefur ekkert jákvætt að segja, skaltu frekar bara segja ekki neitt.

      Púllarar voru miklu betri í þessum leik. Þeir voru ekki latir og skiluðu ekki ömurlegum leik. Hroki og hleypidómar. Nenniru aðeins að slaka þér á?

      Jú, vond úrslit og staðan ekki frábær en svona viðbrögð eftir 3 leiki eru úr takti við raunveruleikann.

      Fáðu þér kamillute og sofðu fýluna úr þér….

      10
  38. Um leið og ég sá byrjunarmiðjuna vissi ég að við myndum ekki vinna þennan leik.

    Kannski var Klopp að senda eigendum skilaboð með þessari uppstillingu. Eigendurnir munu fá yfir sig ansi mikla drullu í kjölfar þessa leiks og krafan um miðjumann/miðjumenn verður hávær.

    Hvernig sem þetta tímabil fer þá er ljóst að það þarf holskurð á þessa miðju fyrir næsta tímabil, enginn þarna sem hefur lengur þol til að spila þungarokksboltann hans Klopps nema Fabinho.

    3
    • Eitt í viðbót. Van Dijk er alveg góður en hvernig hann brást við í aðdraganda fyrsta marksins finnst mér benda til að það sé kominn einhver hroki í hann, hann telji sig ekki þurfa að leggja sig 100% fram því hann sé svo góður. Og svo er stundum eins og hann þori ekki að beita sér af fullum krafti.

      2
  39. Lesandinn á símanum talaði um að united hafði ekki unnið Liverpool ì fimm ár.
    Við getum ekki ætlast til að vinna manutd á hverju ári.
    Töpuð stig á OT er ekki það sem tapar titlinum fyrir okkur.
    Heldur jafntefli gegn cp og fulham.

    Mér finnst ákveðnir lykilpóstar vera farnir að dala svolítið og ekki hjálpar til agalaus rauðspjöld og meiðsli.
    Og jafnvel vandamál innan leikmannahópsins þá er ég að tala um keita.
    Þetta gæti orðið tímabil sem topp 4 verði sigur fyrir okkur.

    1
  40. Leiktíðin byrjar illa og ummælakerfið logar að venju. Hvert fer allt þetta fólk þegar vel gengur?

    3

Botnbaráttuslagur á Old Trafford

United 2, Liverpool 1. (Skýrsla uppfærð)