Harvey Elliott skrifar (aftur) undir nýjan samning

Það er ljóst að forráðamenn Liverpool eru ánægðir með þróun Harvey Elliott og verðlaunuðu hann með nýjum samningi í dag þrátt fyrir að hann hafi síðast skrifað undir nýjan samning fyrir ári síðan. Það virðist vera rosalega flott og öflug stefna hjá félaginu að verðlauna góð störf og framfarir með nýjum samningi frekar en að fara all in strax og þannig mögulega drepa aðeins hungrið í leikmönnum.

Þar fyrir utan er auðvitað mjög jákvætt og spennandi að Liverpool sé að tryggja sér þennan leikmann næstu árin enda eitt mesta efnið í boltanum

“It’s always nice to know that I’m going to be here for many more years, which is always a great thing with it being my boyhood club and there is nothing in this world that makes me more happy and more excited than this,”

Stefan Bajcetic fékk einmitt einnig nýjan samning í vikunni þrátt fyrir að vera nýlega búinn að gera sinn fyrsta atvinnumannasamning. Hann stóð uppúr á undirbúningstímabilinu og fær hvatningu til að halda því áfram með nýjum samningi.


Annars virðist Liverpool ekki ætla að kaupa nýjan miðjumann þrátt fyrir töluverð meiðslavandræði í þessari stöðu, Nunes hjá Sporting hefur verið orðaður við Liverpool í portúgölskum fjölmiðlum en helstu blaðamenn tengdir Liverpool gerðu lítið úr þeim orðrómi strax í kjölfarið. Höldum þó enn smá í þá von að Liverpool lekur ekki og því ekkert víst að blm. tengdir Liverpool fái upplýsingar um möguleg leikmannakaup frá Liverpool. Það eru jafnan fjölmiðlar tengdir þeim félögum eða leikmönnum sem um ræðir sem segja fyrst frá leikmannakaupum Liverpool.

13 Comments

 1. Rosalega er þetta löng bið milli leikja. Ég þarf mjög mikið á góðum sigri að halda eftir þessi töpuðu stig gegn Fulham.

  Væri líka fínt að kaupa miðjumann. Ekki bíða fram í janúar eins gert var með Diaz. Ef ekkert verður keypt er ég samt spenntur að sjá ungu Fulham mennina okkar spila þá jafnvel meira. Mér finnst við samt líklegri til að vinna eitthvað ef við styrkjum miðjuna með kaupum núna.

  Goðar fréttir þessi undirskrift. Áfram Liverpool!

  4
  • Já þetta fer að verða frekar súrt..þannig VVD og Gomez ..svo sem ekkert vandamál en maður vill auðvitað hafa Matip í standi.

   1
 2. Það er engin halltur og brothættur miðjumaður á makaðinum núna. Ég er sammála Klopp að það á ekki að kaupa einhvern, það þarf einhvern sem smellpassar í liðið. Hættið að væla.

  11
 3. Southampto leeds var mikil skemmtun í dag. Brentford mu er góð skemmtun líka.

  7
 4. Taiwo Awoniyi, maðurinn sem aldrei fékk tækifæri með Liverpool, var að skora sitt fyrsta mark í Úrvalsdeildinni. Fyrir Nottingham Forest. Stæðileg nía og verður fróðlegt að fylgjast með honum í vetur. Ef ég man rétt fékk hann aldrei atvinnuleyfi í Englandi og fór á lán hingað og þangað í þessi sex ár sem hann var á samningi hjá Liverpool.

  6
  • Neco Williams besti maður vallarins í fyrri hálfleik. Gaman að sjá hann þarna.

   9
   • Heldur betur. Ég sá dálítið eftir Neco þegar hann fór, en flott fyrir hann að fá að njóta sín í nýju liði.

    2
   • Ég hlakka til leikjanna við Nottingham Forest. Við gamlingjarnir munum vel eftir samkeppninni milli liðanna. Verður örugglega massíf stemmning á báðum leikjum.

    7
   • Sammála ætlaði að koma hér inn og segja frá því hversu geggjaður Neco er búinn að vera á móti West Ham ef ekki væri fyrir geggjaðar vörslur markmannsins sem ManU gat ekki notað þá væri hann maður leiksins.

    YNWA

    6

Gullkastið – Kjaftshögg gegn Fulham

Liverpool – Crystal Palace á mánudag (Upphitun)