Gullkastið – Kjaftshögg gegn Fulham

Liverpool var mjög lengi í gang í hádegisleiknum gegn Fulham í fyrstu umferð og það kostaði á endanum tvö mjög dýrmæt stig. Vond byrjun á mótinu sem helstu keppinautar nýttu sér vel í kjölfarið.

1.mín – Fulham leikurinn
25.mín – Fyrsta umferðin – hin liðin
52.mín – Crystal Palace í næstu viku

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


  Egils Gull       Húsasmiðjan          Sólon           Jói Útherji         Ögurverk ehf

MP3: Þáttur 390

14 Comments

 1. Í tilefni af umræðum um aldur leikmanna í hlaðvarpinu: Hendo er nýorðinn 32ja ára – og það á sjálfan þjóðhátíðardaginn!

  5
 2. Það var óskemmtilegt að horfa upp á þennan fyrri hálfleik á móti Fulham og ennþá verra með íslenska þulinn hjá Símanum! (sá þyrfti að fá “hamstring” í kjálkann og aldrei lýsa leik aftur!)

  Miðjan lúin og ekkert að gerast! Og núna berast þær fréttir að Thiago frá í einhverjar vikur ásamt Ox, Jones og Keita – bara þetta venjulega hjá sumum og aðeins einn leikur búinn af mörgum! Miðjan einnig komin til ára sinna og kæmi ekki á óvart að t.d. Henderson yrði fyrir hnjaski og frá í einhvern tíma – hvað þá??

  Einhver hér inni nefndi De Jong hjá Barca – afhverju ekki að stela honum frá Chelsea og MU?! Góður aldur, flottur miðjumaður sem myndi örugglega vilja spila með landa sínum Virgil! Síðast en ekki síst, hvaða leikmaður vill ekki koma til Liverpool?!

  Það á eftir að koma í bakið á Klopp og félögum ef engin styrking á miðjuna áður en glugginn lokar!

  12
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir spjallið og þáttinn. Það er engum vafa undirorpið að það vantar miðjumann í liðið. Það er líka eitthvað að þegar leikmenn hrynja niður í meiðsli (10) og einum leik lokið af tímabilinu. Annað hvort er að þessir miðjuleikmenn (Keita, Thiago, Jones, Ox o.s.frv.) genatískt meiðslafyrirbrigði eða þei eru ekki rétt þjálfaðir fyrir átökin. Hvað veit ég svo sem. En það er ljóst að ekkert er hægt að treysta á þá fyrir heilt tímabil.

  Það er nú þannig

  YNWA

  7
 4. Úr því sem komið er að miðjumenn eru orðnir fáir þá myndi ég vilja sjá Klopp stilla þeim Fabinho og Hendo saman djúpa á miðjunni með Carvalho þar fyrir framan, strákurinn er stútfullur af hæfileikum og ef hann springur út hjá okkur þá erum við í toppmálum.
  Snöggur, áræðin, með góðan skotfót og skapandi, látum Klopp sjá um að smíða og við njótum

  https://www.youtube.com/watch?v=1NEjR1DNDqw

  9
 5. miðjan er of þunn skipuð, meiðsla listinn of lángur, verðum í vandræðum útaf þessu.

  væri ekki hægt að nota firmino sem miðjumann?.. hafa hann með hendo og fab

  6
 6. Takk fyrir þáttinn Maggi, Einar og Steini. Ég ætla svosem ekki að segja meira um miðjuna hjá Liverpool, hún er eins og hún er í augnablikinu. En vitið þið hvers vegna Úlfarnir voru að lána Conor Coady til Everton? Það meikar engan sens í mín eyru. Var hann ekki fyrirliði og hvaðeina? Fyrir utan það að Liverpool menn mega náttúrulega ekki gera svonalagað – að skipta yfir í Everton. What’s cooking?

  6
  • Sammála því að þetta er með furðulegri lánsdílum. Ég er búinn að heyra tvær útskýringar:

   a) hann eigi fjölskyldu í Liverpool og vilji vera nær þeim (a.k.a. Rafa syndrome)
   b) Úlfarnir séu að skipta yfir í 4 manna varnarlínu sem eigi einhvernveginn að þýða að hann fái færri mínútur, og hann vilji hámarka spilatímann fyrir HM.

   Hef enga hugmynd hvort það sé eitthvað til í þessum tilgátum.

   1
   • Mögulega bæði. Mér finnst ekkert að því hann spili fyrir Everton. Vona honum gangi vel þar á bæ. Virðist vera topp náungi.

    3
 7. ManCity tapaði sýnum fyrsta leik í fyrra ef menn muna og byrjuðu deildina ekkert sérstaklega vel voru með 3 -1-1 eftir 5 umferðir og meira segja litli bróðir þeirra ManU voru í öðru sæti og litu bara nokkuð vel út en síðan vitum við framhaldið, ég hef áhyggjur allveg eins og flestir ykkar en það eru tveir bakverðir í okkar liði sem vel gætu farið upp á miðjuna og þá erum með varnarlega betri mann í vinstri bakvörðinn í Gomez og álíka góðan mann í Timikas í hægri ef annar þessara tveggja þyrfti að breyta um hlutverk sem þeir báðir hafa spilað áður Robbo með landsliði sínu og Trent áður en hann hitti Klopp. Annað er líka eitthvað sem maður gæti séð og einhverjir hafa nefnt að það er að spila með Hendó of Fab þe bara 2 miðjumenn og Firmino í holunni og vera með Mo og Dísa og Nunez frammi væri mjög spenntur að sjá þá uppstillingu prófaði. En ég ætla vera salla rólegur yfir þessu öllu saman því að ég veit að okkar geggjaða þjálfarateymi er allveg með þetta og ef það er ekki tími núna fyrir Elliott og Carvalho að grípa tækifærið og rífa þessa miðju upp á hærra plan þá aldrei.

  YNWA.

  12
 8. Persónulega held ég að liðið sé þungt sökum þreytu sem stafar af undirbúningstímabilinu. Vona að næsti leikur fari batnandi. Tekur tíma fyrir lið að komast á fullan snúning.

  3
 9. Jæja United menn virðast ætla nota Liverpool leikinn til að mótmæla…aftur.
  Vonandi verður leiknum ekki aflýst eins og síðast en verið að tala um að stuðningsmenn mæti ekki á OT í þeim leik. Spurning hvað gerist.

  1
  • veit ekki hverju united menn ætla að mótmæla?

   að þeir séu bara búnir að eiða 1000 milljónum punda í leikmenn frá því ferguson hætti
   en ekki 2000 milljónum punda.

   stuðningsmenn united eru eins og frek smábörn

   4
  • Þetta er náttúrulega yndislegt, en vona að PL standi í lappirnar og dæmi leikinn 0-3 ef allt fer í loft upp. Það gengur ekki upp ef hópur fávita getur ákveðið að láta fresta leik – btw. hvenær á að vera tími fyrir frestaða leiki eftir vetrar HM?

   4

Fulham 2 – 2 Liverpool

Harvey Elliott skrifar (aftur) undir nýjan samning