Fyrsti leikur í deild.

Það er alltaf ákveðin spenna sem fer í gang þegar það styttist í fyrsta leik. Við vitum öll að æfingarleikir eru nákvæmlega það ÆFingarleikir og hafa lítið gildi þegar alvaran fer af stað. Maður hefur séð Liverpool vera frábæra í æfingarleikjum og átt svo skelfilegt tímabil og svo ekki litið vel út og átt gott tímabil.
Æfingarleikirnir í ár voru alveg ágætir, maður sá að þegar c.a hefðbundið byrjunarlið var að spila þá tókum við völd í öllum leikjum en svo sá maður líka frammistöður sem maður þakkaði fyrir að voru partur á æfingarleik en ekki einhverju sem skiptir miklu máli.

Á laugardaginn er fyrsti leikurinn og er það ferð í höfuðborgina til að berjast við Fulham um 3 stig og verða þeir án efa vel gíraðir í þennan leik en svona leikir geta verið erfiðir gegn nýliðum(sjá Arsenal á síðustu leiktíð). Það er því við hæfi að rifja upp fyrsta leik Liverpool á hverju tímabili síðan að úrvalsdeildinni var stofnuð en það má segja að við höfum lent í ýmsu á þessum tíma.

1992/1993 N.Forest(úti) 0-1 tap Teddy Sheringham að gera okkur lífið leitt.
1994 Sheffield Wednesday(heima) 2-0 sigur N.Clough með mörkin.
1995 C.Palace(Ú) 1-6 sigur þarna fóru væntingar annsi hátt upp Rush(2), McManaman(2), Molby og Fowler með mörkin.
1996 Sheffield Wednesday(h) 1-0 sigur Stan Collymore mætur á svæðið og byrjaði vel
1997 Boro (út) 3-3 þvílíkur leikur Bjornebye kom okkur yfir, Fabrizo Ravanelli jafnar, Barnes skorar, Ravanelli jafnar, Fowler skorar og þá er þetta komið neibb, Ravanelli skorar þrennu.
1998 Wimbledon(ú) 1-1 Owen jafnaði 20 mín fyrir leikslok.
1999 Southampton(ú) 1-2 sigur Riedle og Owen með mörkin
2000 Sheffield Wednesday(ú) 1-2 sigur Við alltaf að mæta uglunum en náðum í 3 stig gegn þeim en og aftur. Fowler og Titi Camara með mörkin.
2001 Bradford(h) 1-2 sigur Heaskey með sigurmark.
2002 West Ham(h) 2-1 sigur Owen með bæði
2003 A.Villa(ú) 0-1 sigur Riise með flott mark.
2004 Chelsea(h) 1-2 tap Owen jafnar þegar 10 mín eru eftir en Hasselbank sem kom inn á fyrir Eið Smára í hálfleik með sigurmark í lokinn.
2005 Tottenham(ú) 1-1 Cisse kom okkur yfir.
2006 Boro (ú) 0-0 í bragðdaufum leik.
2007 Sheffield Utd(ú) 1-1 Fowler með mark.
2008 A.Villa(ú) 1-2 sigur sjálfsmark og geggjað Steven Gerrard aukaspyrnu mark í lokinn nældu okkur í 3.stig.
2009 Sunderland(Ú) 0-1 sigur Torres með mark 7 mín fyrir leikslok.
2010 Tottenham(ú) 2-1 tap Gerrard jafnaði úr víti
2011 Arsenal(h) 1-1 Ngog kom okkur yfir en Reina með klúður í blálokin sem gerði það að verkum að þetta endaði jafnt.
2012 Sunderland(h) 1-1 Suarez kemur okkur yfir en endar í lélegum jafnteflisleik.
2013 WBA(úti) 3-0 tap Skelfilegur leikur en í stöðunni 1-0 lét Agger reka sig af velli.
2014 Stoke(h) 1-0 sigur Sturridge með sigurmark og Mignolet með víta vörslu í restina.
2015 Southampton(h) 2-1 sigur sterling og Sturridge með mörkin
2016 Stoke(ú) 0-1 sigur Coutinho með stórkostlegt sigurmark 5 mín fyrir leikslok.
2017 Arsenal(ú) 3-4 sigur Frábær skemmtun. Þeir komast yfir en við skoruðum næstu fjögur mörk áður en þeir gerðu þetta smá spennandi í restina. Coutinho(2), Lallana og frábær Mane mark.
2018 Watford(ú) 3-3 Mane, Firmino og Salah með mörkin. Þetta virkar nú sem smá spennandi framlína hugsaði maður eftir þennan leik 😉
2019 West Ham(h) 4-0 slátrun Mane(2), Salah og Sturridge með mörkin.
2020 Norwich(h) 4-1 sjálfsmark, Salah, Van Dijk og Origi kláruðu þennan leik.
2021 Leeds(h) 4-3 þetta var heldur betur skemmtun sem við rétt höfðum. Salah með þrennu og sigurmark í lokinn úr víti en Van Dijk skoraði líka í þessum leik.
2022 Norwich(ú) 0-3 sigur Jota, Firmino og Salah með mörkin í þægilegum sigri
2023 Fulham(ú) ?

30 leikir 18 sigrar, 8 jafntefli og 4 töp staðreynd
Við vonum að sjálfsögðu að okkar strákar verða tilbúnir í slaginn á laugardaginn og næli í 3 stig.

Hérna eru svo svipmyndir úr 1-6 sigrinum gegn Palace 1994/1995.

18 Comments

 1. Takk fyrir þessa fínu upprifjun.
  Skrítið að sjá í samantektinni tölfræðina, því ég hefði fullyrt að við hefðum oftar en ekki verið í brasi í fyrsta leik, svona er maður nú klikkaður.

  Get ekki beðið eftir nýju tímabili með þessu stórkostlega liði okkar og þeirri skemmtun sem það er að horfa á Liverpool nútímans.

  YNWA

  6
 2. Sælir hvar er hægt að kaupa áskrift af Enska boltanum og Meistaradeildinni á sama stað?

  2
  • Prófaðu bingsport.com. Það eru 15 dollarar eða pund mánuðurinn. Það er allur fótbolti í Evrópu.

   1
   • Ég næ þessu hér í Danmörku en nota samt viaplay þar er allt sem mig langar til að sjá.

    1
   • Allt niðurí 6 usd á mánuði ef þú kaupir ár. En er viaplay í dk með ensku deildina líka ? Það er verið að taka okkur í þurrt hérna á klakanum greinilega. Það er 100% samráð milli viaplay og stöð 2 sport með CL, og svo þurrfum við símann til þess að kaupa EPL.

 3. Smá athugasemd varðandi útreikning í lokin á færslunni; 28 sigrar, 8 jafntefli og 4 töp eru 40 leikir en ekki 30. Eiga þetta ekki að vera 18 sigrar?

  2
 4. Hvar okkar “okkar,, heimavöllur hér á stór Reykjavíkur svæðinu?

  1
 5. Bíddu, er Schmeichel farinn frá Leicester? Kafteinninn? Og það í franska boltann? Nú er ég svo aldeilis bit. (afsakið áhugann á öðrum liðum…)

  6
  • Þetta Leicester blæti hjá þér Henderson14 fer nú að verða ansi grunsamlegt!

   3
   • Þetta er nú bara Þórðargleði. Mér finnst alveg outstanding að það sé allt í rúst hjá Rodgers. Þoldi hann aldrei.

    2
 6. Sælir félagar

  Enn og aftur eru spámenn að ofmeta MU og spá þeim í 4 sæti. Þetta hafa spámenn kop.is líka gert ár eftir ár. Ég hefi verið að spá þeim 5. til 7. sæti undanfarin ár og hefi verið nær réttu en kop-arar nema þega MU auluðist í 2. sætið vegna covid ástands og meiðslalista annara lið. Ég spái þeim 6. sæti núna og Tottenham, Arsenal og Chelsea verða öll fyrir ofan þá ásamt auðvitað M. City og Liverpoll sem vinnur deildina.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
  • Hmmmm….

   Rétt að það fylgi sögunni að við Kop-arar spáðum United einmitt 4. sæti í fyrrahaust.

 7. Eigum við ekki að hugsa um okkar lið og gleyma mutd meigi þeir sigla sinn sjó.

  1

Diogo Jota framlengir

Spáuppgjör 2021-2022