Æfingaleikurinn gegn Strasbourg

Rétt rúmum sólarhring eftir að Liverpool vann fyrsta bikar tímabilsins mætir liðið á Anfield í æfingaleik þar sem Strasbourg mætir í heimsókn. Það var ljóst að aðalliðið kæmi ekkert við sögu í þessum leik, og eins eru nokkrir leikmenn frá vegna meiðsla sem annars hefðu líklega spilað í dag: Kelleher, Ox, Ramsay, Jota, Tsimikas, og svo auðvitað Alisson sem hefði alltaf spilað í gær.

En svona byrjar liðið á eftir:

Það eru semsagt Chambers (vinstri bak) og Frauendorf sem eiga ekki mynd hjá thisisanfield en byrja á eftir.

Bekkur: Mrozek, Nat, Sepp, Clark, Musialowski

Fámennur bekkur, það voru líka 17 leikmenn sem komu við sögu í gær og af þeim eru aðeins 3 í hóp í dag (Milner, Carvalho og Elliott).

Þess má geta að kvennalið Liverpool lék sinn fyrsta æfingaleik í dag gegn Nottingham Forest, og unnu öruggan 6-0 sigur, enda Forest að spila í þriðju efstu deild.

Við uppfærum svo færsluna með úrslitum síðar í kvöld.

13 Comments

 1. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig Carvalho kemur inn í liðið á þessu tímabili. Hef fulla trú á þeim dreng. Gaman að sjá “vara” miðvarðapar Liverpool, væru mögulega báðir byrjunarliðsmenn i Chelsea, Manchester U og Arsenal.

  3
 2. Þetta er hræðilegt upp á að horfa.
  Skil ekki tilganginn með þessum leik með þessum mannskap!

  1
 3. Horfði á hluta af leiknum hann var djöfull góður æji þarna man ekki hvað hann heitir æji anskotans.

  YNWA

  1
 4. Las einhversstaðar að stuðningsmenn Liverpool yrðu bannaðir eftir hrottalega hegðun í leiknum við City í gær.
  Veit einhver hvað það þýðir nákvæmlega? Verður áhorfendabann á Anfield í einhvern tíma eða hvernig verður þessu fylgt eftir.
  Annars ekkert að marka þennan Strasbourg leik, horfum bjartsýnisaugum á framhaldið.
  YNWA.

  2
 5. Það var gaman að sjá Liverpool vinna samélagsskjöldinn. Kannski ekki merkilegasti bikarinn en telur samt og sigurinn gleður.

  Adrian stóð sig bara ágætlega. Sá ekki allan leikinn og fer því varlega í krítík. Adrian er ekki mikill útileikmaður eða spilari en góður stoppari og varði nokkrum sinnum vel.

  Nunez er ekki feimna týpan og sýnir mikið stolt og ástríðu fyrir því að klæðast rauðu treyjunni. Veri hann velkominn.

  Salah kominn aftur heim.

  Ekkert að marka þennan leik á móti Strassbourg. Ég steig einu sinni Fred Astaire dans í rigningu í þeirri borg svo þeir mega alveg hafa unnið þennan leik á móti algjöru varaliði Liverpool.

  Spennandi tímar framundan. Þetta verður keppni við City allt fram í maí eins og síðustu ár.

  3
  • Sælir félagar

   Gaman væri að einhver birgir skýrði og lýsti þessum leik. Ég hef ekki séð eina mínútu af honum en einhver birgir getur örugglega skýrt af hverju við unnum hann þrátt fyrir 3ja marka tap eða eitthvað.

   Það er nú þannig

   YNWA

Liverpool 3 – 1 City – samfélagsskjöldurinn í höfn!

Diogo Jota framlengir