Æfingahópurinn og leikur gegn Leipzig í dag

Uppfært: 

Flottur 0-5 Sigur

Salah skoraði í fyrri hálfleik strax í byrjun en Klopp stillti upp sterku byrjunarliði (og Adrian) sem spilaði allan fyrri hálfleikinn. Adrian – Robertson – Van Dijk – Konate – Trent – Fabinho – Thiago – Keita – Salah – Firmino – Diaz

Darwin Nunez kom inná í seinni hálfleik og komst á blað eftir að Salah gaf honum eftir vítaspyrnu sem hann skoraði úr af alls ekkert sérstaklega miklu öryggi. Eftir það héldu honum engin bönd og hann setti þrjú í viðbót.

Fabio Carvalho, Harvey Elliott, Jones, og Bajcetic voru meðal þeirra sem komu við sögu í seinni og virkuðu mjög sprækir.

Klopp var sáttur eftir leik en varaði við að liðið yrði líklega þyngra gegn Salzburg enda stífar æfingar framundan næstu daga.

____________

Tek út upplýsingar um áskrift af Youtube rás Liverpool TV, ekkert að marka þær upplýsingar frá félaginu sjálfu! 

Liverpool mætir Leipzig í dag í æfingaleik klukkan 17:15 í dag sem er partur af viku æfingabúðum liðsins í Red Bull borgunum Leipzig og Salzburg.

Hópurinn sem fór til Þýskalands er aðeins breyttur frá hópnum sem fór til Asíu. Kelleher, Ox og Jota eru á meiðslalistanum og verða eftir á AXA æfingasvæðinu í Liverpool en Alisson og Gomez eru nógu góðir til að fara með út.

Alisson, Adrian, Mrozek, Davies, Hughes
Van Dijk, Konate, Gomez, Matip, Phillips, Sepp VDB, Bajcetic
Trent, Robertson, Tsimikas, Ramsay, Mabaya
Fabinho, Thiago, Keita, Henderson, Jones, Milner, Carvalho, Morton
Bobby, Salah, Diaz, Núñez, Elliott, Gordon

Allir markmenn á mála hjá Liverpool virðast fara með í þessa ferð fyrir utan þá sem eru meiddir eða farnir á láni.

Einu unglingarnir aðrir en markmenn sem fara með að þessu sinni eru Gordon, Morton, Bajcetic og Mabaya. Gordon er að koma til baka eftir meiðsli og Morton hefur verið í aðalliðshópnum nokkuð oft. Mabya og Bajcetic er kannski þeir sem hafa nýtt undirbúningstímabilið hvað best. Eins eru nokkrir af þeim sem kæmu til greina í þessum hópi farnir á láni til neðri deildarfélaga.

Calvin Ramsey er svo klár í slaginn eftir meiðsli og verður spennandi að sjá hann

46 Comments

 1. Davies ? Var ekki búið að selja hann eða er þetta einhver annar ?

 2. Er leikurinn sýndur á YouTube rás Liverpool? Ég er búinn að kaupa Anfield pakkann enn sé hann samt eingöngu auglýstan á LFCTV Go. Hvernig virkar þetta?

   • Fann leikinn frítt á Leipzig YouTube rásinni. Ekkert á LFC rásinni!

    2
   • Það virkar ekki en RB Leipzig YouTube síðan er með leikinn live.

    2
   • Ekki spurningarmerki heldur 🙂 🙂 hláturs emoji breyttist í??

   • Þetta er samt alveg magnað hvað klúbburinn er með allt niður um sig í þessu. Benda sjálfir á þessa leið vegna þess að það er ekki hægt að gerast áskrifandi af þessu LFCTV GO rusli. Hitt liðið er svo á sama tíma með leikinn frítt!
    Ekki ósvipað og þegar þeir setja vinsæla vöru í netverslunina, gjörsamlega alltaf uppseld þar til hún hættir að vera vinsæl.

    2
   • Já rétt hugsaði það einmitt áðan. Leipzig með leikinn frítt og LFC gera allt til þess að rukka okkur. LFCTV Go bilað þá benda þeir á aðra áskriftaleið. Sem svo virkar ekki. Í staðinn fyrir að henta leiknum inná fríu rásina.
    Enn ég hefði borgað 5000kr bara til að sjá Nunez skora 4 mörk 🙂 🙂
    YNWA

    1
 3. Ekki byrjar tímabilið núna vel hjá Chamberlain ef hann er meiddur eftir sumarfríið
  held að þetta hljóti að fara að verða ágætt með hann og ég held að ef hann væri ekki enskur þá væri löngu búið að losa okkur við hann.

  2
  • átti bara gefa hann í þessum glugga ódýrara en að vera borga manni eh 120.000 pund á viku fyrir ekkert.

   3
  • Já rétt hugsaði það einmitt áðan. Leipzig með leikinn frítt og LFC gera allt til þess að rukka okkur. LFCTV Go bilað þá benda þeir á aðra áskriftaleið. Sem svo virkar ekki. Í staðinn fyrir að henta leiknum inná fríu rásina.
   Enn ég hefði borgað 5000kr bara til að sjá Nunez skora 4 mörk 🙂 🙂
   YNWA

   3
 4. Ég get ekki sagt að ég sjái mikinn gæðamun á liðunum í þessum leik. Liverpool hefur fengið sín færi og úr einu þeirra kom þetta mark sem skilur liðin að. RB hefur líka fengið sín færi og í sannleika sagt finnst mér verðskuldaðara að ekkert skildi liðin af í hálfleik.

  Ég vil ekki trúa öðru en þetta stafi af erfiðu undirbúningstímabili. Spyr mig líka hvort þessi blessaða verkamanna-miðja henti okkar liði betur. Mér finnst allavega vanta alla pressu í liðið. Alla þessa áræðni. Gefa sig allan í leikinn. Nokkrir leikmenn hafa sýnt eitthvað af sínu rétta andliti. Vörnin hefur varist vel. Firmino er að standa sig sem vel sem fölsk 9 og vængmennirnir okkar. DIaz og Salah hafa verið hættulegir og átt fína spretti. en mér finnst miðjan hafa veirð hálf orkulaus.

  En gaman að sjá liðið mitt loksins spila. Margt fínt í þessum leik en margt sem má laga.

 5. Tvö mörk hjá Nunez er akkúrat það sem vantaði til að fíra upp í vélinni hjá Salah fyrir veturinn. Nú er sko ekkert elsku mamma! Samkeppni um gullskóinn!

  1
 6. Virkilega fallegt mark hjá Nunez maður getur ekki beðið eftir að tímabilið byrji !

  1
 7. Jæja hann er tilbúinn vá..og Salah er þarna og Diaz þetta tímabil má bara byrja takk fyrir

  4
  • Minnir mikið á innkomu Torres á sínum tíma. Þetta þaggar algerlega niður í áhangendum annara liða sem voru byrjaðir að úthúða honum sem misheppnuðum kaupum að hálfu Liverpool. Jafnvel nokkrir stuðningsmenn okkar voru farnir að tala um nýjan Andy Caroll !!!

 8. Þessi frábæra innkoma í seinni hálfleik þaggar vonandi alla umræðu um nýjan Andy Caroll .

  9
 9. Fimm skiptingar í EPL verður svakalegt. LFC hraði og dýpt er held ég óstöðvandi.

  5
 10. Eigum við að ræða Nuñez? Nei, þurfum þess ekki. Eini maðurinn sem mun eiga erfitt með að sofna í kvöld heitir Mohamed Salah. Og kannski líka norskur strákur sem spilar fyrir eitthvað lið úti í bæ.

  Fabio Carvalho. Hann er að fara að labba inn í byrjunarliðið hjá Liverpool! Það er bara svoleiðis. Svakalega viljugur. Spurningin er: hver þarf að víkja?

  Ungliðinn Bajcetic var duglegur, sérstaklega framan af, og ég tók líka eftir honum í síðasta leik. Ætli menn séu að hugsa hann sem sexu? Hélt að Tyler Morton væri bakköppið fyrir Fabinho.

  Af öðrum á miðjunni fannst mér Keïta ekki vera að auka sína möguleika neitt sérstaklega, og ekki Curtis Jones heldur, þó hann væri ívið fljótari en venjulega að losa sig við boltann. Henderson gamli er miklu ákveðnari en Keïta. Best hefði verið að selja Keïta í sumar, en sjálfsagt verður það ekki hægt. Of hátt verð eða of hátt kaup, nema hvort tveggja sé. Og Elliott er kominn mjög nálægt byrjunarliðinu, sýnist mér. Ox mun hinsvegar varla koma inn á í vetur.

  3
  • Bara alls ekki sammála varðandi Keita hafi verið eitthvað afburða slakur fanst miðjan mjög góð að mörgu leiti í fyrri hálfleik Fab var svolítið á hausnum eins og hann á stundum til en að Keita hafi verið verstur er ég ekki allveg sammàla þér með hann er fyrir mér ef hann getur verið í formi í vetur alltaf minnsta kosti 4 kostur á miðjuna, en það er bara þannig sem ég sé hann allavega og ég held að Klopp sjá hann alltaf fyrstan af bekk í það minnsta á miðsvæðið?

   YNWA.

   3
   • Ég skrifaði alls ekki að Keïta hefði verið afburða slakur. Þú hefur lesið þetta of hratt. Ég sagði að hann hefði ekki aukið “sína möguleika neitt sérstaklega”. Og þá er ég að hugsa um að bæði Elliott og Carvalho eru komnir spriklandi sprækir ofan í hálsmálið. Þá fækkar möguleikum Keïta til að vera í byrjunarliði. Þess vegna nefndi ég að það hefði verið tilvalið að selja hann í sumar og fá þá smá pening í staðinn fyrir að missa hann frítt á næsta ári.

    1
   • …bæði Elliott og Carvalho eru komnir spriklandi sprækir ofan í hálsmálið Á KEÏTA, átti þetta að vera.

    1
   • Er þér sammála Henderson.
    Carvalho lítur hrikalega vel út og ekki er Elliot að vernsa ef þú ætlar að vera í þessu liði hjá Klopp þá þarftu að vinna fyrir því og leggja á þig.
    Ég vona að Keita komi geggjaður inní þetta tímabil en býst við því að bráðlega verði Carvalho orðin ansi framarlega í goggunaröðini.

    2
 11. Sælir félagar

  Mér fannst mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þrátt fyrir mark Salah. Liðið sem spilaði í seinni var svakalegt. Carvalho, Nunez og Bajcetic lofa svakalega góðu, sérstaklega tveir þeir fyrrnefndu. Liðið virkaði samt dálítið þungt í fyrri að hluta en Firmino sýndi gamla takta og var bezti maðurinn í þeim hálfleik. Breiddin er góð og framtíðin björt.

  PS. Gaman hefði verið að sjá þetta lið spila MU leikinn 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
  • þú verður að átta þig á því að flestir leikmenn sem spiluðu leikinn í dag höfðu einungis náð 1-2 æfingum fyrir MU leikinn.

   Í dag er flestum leikmönnum fyrirskipað að ná algjörri hvíld í sumarfríinu og fara svo rólega aftur af stað en hvíldartími er í dag mikilvægur þáttur í þjálfun flestra íþróttamanna.

   Þessvegna notaði Klopp 3 lið, eða sirka 33 leikmenn í þessum æfingaleik við MU og meira að segja staurblindir United aðdáendur sáu að okkar menn voru ekki að spila upp á úrslit.

   Einnig verður að hafa í huga að leikmenn MU hófum æfingatímabilið 10 dögum á undan okkur og gæti það svosem komið þeim í koll síðar á tímabilinu.

   Það er í raun með ólíkindum að þú hafir tekið þetta tap inn á þig.

   2
   • Afhverju ertu alltaf að ráðast á Sigkarl?
    Annars flottur sigur og ef Nunez skorar yfir 20 mörk í sumar réllætir það þennan sturlaða verðmiða.
    YNWA

    8
   • Sælir félagar (og Birgir líka)

    Ég hefi útskýrt það af hverju ég var óánægður með tapið fyrir MU og það hefur ekkert breizt. Vonandi áttu góða daga framundan Birgir þó ljóst sé að ég fer ósegjanlega í taugarnar á þér. En það er þitt vandamál drengur minn og þú verður að “díla” við það.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  • Tók tapið gegn MU ekki inná mig en alltaf leiðinlegt að tapa og skiptir ekki öllu máli þó að Klopp hafii notað 33 leikmenn 😀
   Er bara Sigkarl alveg sammála í þeim efnum !
   EN
   Djuf var Nunez flottur í gær æfingaleikur og allt það en hann tróð sokk uppí tröllin í gær og vonandi heldur hann þessu áfram þegar alvaran hefst !

   4
 12. Svo ég taki það jákvæða úr þessum æfingaleik var að Bobby okkar var svakalega líkur sér í leiknum og
  vona ég svo innilega að hann muni verða sjálfum sér líkur allt tímabilið og þá eru einhverjir bikarar að fara falla með okkur það er morgunljóst.

  YNWA.

  3
 13. Aðeins út fyrir efnið. Nú eru þrettán dagar þar til úrvalsdeildin leggur af stað.

  Ég rak augun í það að hinn outstanding Leicester-stjóri Brendan Rodgers er ekki búinn að kaupa einn einasta mann. Veit einhver hvernig fjármálum er háttað þar á bæ? Eða hvert stefnir?

  Svo er reyndar ekki neitt mjög bjart á Everton-bæ heldur. Bara búnir að fá einn mann, James Tarkowski, frítt í vörnina – en misstu Richarlison, sem þrátt fyrir vafasamt innræti er þeirra skásti markaskorari. Einhver hér að fylgjast með afstemmingu tékkheftis hjá Frankie silfurskeið Lampard?

  2
 14. Sælir félagar

  Hverjum er ekki sama um þessi bláu lið og hvernig tékkaheftið stendur af sér hjá þeim. Ef Brendan Rodgers kaupir ekkert fara þeir einfaldlega í fallbaráttu og litla bláa skítaliðið í Liverpool fer beint þangað líka. Það er annað sem ég hefi áhyggjur af. Slúðrið segir að LFC sé að íhuga sölu á Firmino, mínum manni. Það er slæmt ef satt er því þessi snillingur er með bezta fótboltahausinn í ensku deildinni. Hann hefur verið að sýna gamla takta í æfingaleikjum og þar er enginn betri að byggja um sóknir með stuttu spili og úrslitasendingu. Það yrði mikill missir og ég og Salah mundum sakna hans sárt.

  Það er nú þannig

  YNWA

  8
  • Þetta er hárrétt hjá þér Sigkarl. Mann vantar bara svo eitthvað til að drepa tímannog dreifa huganum á meðan beðið er eftir næsta leik hjá Liverpool. Ég skammast mín hér með fyrir tékkheftisspurningar og fer inn í herbergi að raða Star Wars köllunum mínum.

   8
  • Sammála þetta er EKKI rétti tíminn til að losa sig við Firmino vill sjá hann áfram hjá okkur.
   Jota á það til að detta í meiðsli eins og margur annar og Mané og Origi báðir farnir þurfum alveg backup það verða helling af leikjum framundan.
   Ef að Firmino er sáttur sem hann virðist vera þá er algjör steypa að vera fara selja hann fyrir eh klink á þessum tímapunkti.

   10
 15. Spurning hvort að Sepp van den Berg og Nat Phillips endi saman hjá Bournemouth. Nat spilaði þar à síðasta tímabili. Kannski verður Nat 5 kostur í hafsentinn hjá Liverpool.

  1

Gullkastið – Korter í mót

Fantasy deild Kop.is